Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 7
' ÍIMMtUDAGUft 9. DÉSEMbElR 1>I82 ■ Keeler og Ivanov. Rádabrugg M 15 varð Profumo að falli Ný bók um Prof umo-málið vekur athygli ■ John Profumo og kona hans. NÝLEGA er komin út í Bretlandi bók, sem segir frá Profumomálinu svonefnda og rekur það með öðrum, hætti en áður hefur verið gert. Bók þessi hefur vakið sérstaka athygli vegna þess, að hún felur í sér verulega gagnrýni á starfshætti brezku leyniþjón- ustunnar, sem gengur undir nafninu M15. Jafnframt þykir hún upplýsa, að M 15 beiti ekki alltaf sem heiðarlegustum vinnubrögðum. Áður en lengra er haldið, er rétt að rifja upp Profumomálið. Profumomálið kom til umræðu í júní 1963. Æsifréttablöð fengu þá fregnir af því, að þáverandi hermálaráðherra Breta, John Profumo, hefði átt vingott um of við gleðikonu, Christine Keeler að nafni. Þetta hafði gerzt meðan éiginkona ráðherrans, Valerie Hobson leikkona, var í sumarleyfi. Profumo var á þessum tíma í hópi efnilegustu leiðtoga íhaldsflokksins. Pað var m.a. talið ekki ósennilegt, að hann ætti eftir að verða forsætisráðherra, ef framabraut hans yrði áfram svipuð og hafði verið síðustu árin. Að sjálfsögðu þótti það nokkur ljóður á Profumo, þegar það upplýstist, að hann væri í vinfengi við vændiskonu. Slíkt hafði þó hent þekkta brezka stjórnmálamenn áður. Þess vegna létu menn þetta kyrrt liggja að sinni. Þetta breyttist hins vegar og hljóðið í æsifréttablöðunum var allt annað en vinsamlegt, þegar það kom á daginn, að Christine Keeler hefði átt vingott við annan mann, eða rússneska sendiráðs- manninn Eugene Ivanov. Hann starfaði við sendiráð Sovétríkjanna í London sem fulltrúi rússneska sjóhersins. Æsifréttablöð voru fljót að koma þeim getgátum á kreik, að Ivanov hefði komið Keeler í samband við brezka hermálaráðherrann og væri tilgangur hans með því sá, að láta hana veiða hernaðarleyndarmál upp úr ráðherran- um. Þá vitneskju myndi Ivanov svo nota sér á viðeigandi hátt. Svo harðar voru þessar ásakanir æsifréttablaðanna, að Profumo taldi sig tilneyddan til að gefa skýrslu um málið í þinginu. Hann neitaði öllunt óeðli- legum samskiptum við Keeler, þótt hann væri henni kunnugur. Æsifréttablöðin gáfust samt ekki upp. Þau juku njósnir sínar um samband Keelers og Profumos og töldu sig hafa sannanir fyrir, að þau hefðu haft kynmök saman. Að lokum varð Profumo svo að- þrengdur, að hann varð að játa i þinginu að hafa gefið því ranga skýrslu. Hann sagði jafnframt af sér embætti hermála- ráðherra og dró sig út út stjórnmálum. { ÁÐURNEFNDRI bók, A Matter of Trust, segir höfundurinn, Nigel West, talsvert öðru vísi frá upphafi þessa máls en áður hefur verið gert. Bókin fjallar að verulegu leyti um nuddlækni, Stephen Thomas Ward að nafni. Hann var að nokkru leyti í þjónustu M 15. Ward þekkti bæði Christine Keeler og Eugene Ivanov. M 15 hafði fengið fréttir af því, að Ivanov væri veikur fyrir fögrum konum. Ivanov þótti jafnframt Itklegur til að geta veitt gagnlegar upplýsingar, ef hægt væri að ná tökum á honum. Það styrkti t.d. ekki lítið stöðu hans, að hann var tengdasonur Alexanders Gorkin, þáver- andi forseta hæstaréttar Sovétríkjanna. í framhaldi af þessu ákvað M 15 að leggja snörur fyrir Ivanov. Stephen Ward skyidi koma honum í samband við Christine Keeler. Síðar skyldi Ward útvega gögn, sem sönnuðu kynmök þeirra. Eftir það myndi Ivanov reynast fús til að veita M 15 gagnlegar upplýsing- ar. Að öðrum kosti ætti hann yfir höfði sér, að samskipti hans og Keelers yrðu afhjúpuð. Þessi ráðagerð tókst að því leyti, að M 15 fékk fullar sannanir fyrir kyn- mökum þeirra Keelers og Ivanovs. En lengra komst ráðagerðin ekki, því að þá gerði Profumo strik í reikninginn. Æsi- fréttablöðin fóru að birta fréttir af samskiptum hans og Keelers og síðar fengu þau fréttir af viðskiptum hennar og Ivanovs. Eftir það gerðist margt í senn. Profumo varð að segja af sér ráðherra- embættinu. Sovétmenn kölluðu Ivanov tafarlaust heim. En eftirleikurinn átti eftir að verða enn meiri, bæði fyrir Stephen Ward og Macmillan forsætisráðherra. Stephen Ward tók allan þennan málarekstur svo nærri sér, að hann tók inn of mikið af svefnpillum aðfaranótt 31. júlí og lézt þremur dögum seinna af völdum þess. Blöðin létu sér ekki nægja, að Prof- umo segði af sér. Þau gerðu harða hríð að Macmillan, sem þá var forsætisráð- herra, og töldu hann vera búinn að misorsætisráðherra, og töldu hann vera búinn að missa stjórnina úr höndunum og alls konar spilling þrifist undir verndarvæng hans. Macmillan lagði niður stjórnarforustuna nokkrum mán- uðum síðar og tók Home lávarður við henni. Á næsta ári missti íhaldsflokkur- inn svo þingmeirihluta sinn í kosningum. Profumomálið var talið eitt þeirra mála, sem höfðu stuðlað að ósigrinum. En þá vissu menn ekki um þátt M 15 í því. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar NIÐUR BREKKUNA AF WLLU ORYGGI Höfundai Skíðabókai AB Jahn Rudigei og félagai eiu allii þekktii og þaulvanii skíðamenn og skíðakennaiai. Þeii leggja áheislu á hve skíðaíþióttin sé í launinni auðveld - galduiinn sé að kunna léttai aðfeiðii. Og þæi aðfeiðii læium við af þessaii bók. Hún lýsii glögglega hvemig skíðamaðui skuli faia að við hvað eina allt fiá því hann spennii á sig skíðin í fyista sinn og þai til hann ei oiðinn þátttakandi í Ólympiuleikum. Ingvai Einaisson þýddi Skíðabók AB. í henni ei fjöldi skýríngaimynda. SHÍÐfíB SINDY Póstsendum. m m LEIKFANGAVERZLUNIN JOJO AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.