Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.12.1982, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 27 IUAuMAR R.MKUMRX1A ICELAND ipur hiitrfs Ofrpfttatrr svipur lands og þjóðar í máli og myndum eftir Hjálmar R. Bárðarsoru Bókin er 428 blaðsíður í vönduðu bandi. í henni eru 20 kaflar, teikningar og kort. Fæst hjá bóksölmn um land allt Dreifing í síma 85088 ; Norður 1 í svalann Norður í svalann ■ Norður í svalann er nafn á viðtalsbók, sem Bókaútgáfan Salt hf. sendir frá sér nú fyrir þessi jól. Viðtölin skráir Sigurður Pálsson námsstjóri, en þau eru við fimm útlendinga sem sest hafa að hérlendis. Peir eru: Baltasar, myndlistarmaður frá Katalóníu (Spáni), nú búsettur í Kópavogi, Rut Magnúsdóttir, organisti og húsmóðir frá Austurríki, búsett að Sólvangi í Flóa, Einar Farestveit, stórkaupmaður frá Noregi, bú- settur í Reykjavík, Ester Gunnarsson, hjúkrunarfræðingur og húsmóðir í Reykja- vík, en hún er fædd og uppalin í Bandaríkj- unum og Carl Billich píanóleikari frá Austurríki, en hann býr nú í Reykjavík. Viðmælendur Sigurðar Pálssonar rekja ætt sína og uppruna og greina frá hvernig þaö bar til að þau rákust hingað til lands. Eru ástæðurnar hinar margvíslegustu og lýsingar í bókinni á ólíkum kjörum iðulega hinar mögnuðustu. Oll gefa þau einnig nokkra lýsingu á fyrstu viðbrögðum sínum á kynnunt j sínum á íslendingum og hvernig þeim hefur líkað dvölin í nýja landinu. / Petta er fyrsta bók Sigurðar Pálssonar ef frá eru taldar námsbækur, m.a. umferðar- fræðsla og kennsluefni í kristnum fræðunt fyrir börn. Hann hefur valið að láta persónurnar segja sögu stna sjálfar, ótruflað- ar af spurningum og innskotum sínum. Stíll hans er gagnorður og gerir það atburðarásina hraða og lifandi. Bókin er ríkulega mynd- skreytt göntlum sem nýjunt myndum úr lífi fólksins frá heimahögum nær og fjær, en hún er á þriðja hundrað blaðsíður. Bókin er unnin hjá Prentsmiöju Hafnarfjarðar. Bo Balderson er dulnefni höfundarins. Ymsir nafntogaðir Svíar hafa verið grunaðir um að skýla sér á bak við þetta nafn og böndin hafa sterklega borist að nýkjörnum forsætisráðherra Svíþjóðar, Olof Palme. Ráðherrann og dauðinn er 188 blaðsíður að stærð. Prentrún annaðist setningu og prentun, en Bókfell hf. sá um bókband. GUNNAR M. MAGNÚSS fiðla oö jpleim fólk Ingimundur fiðla og fleira fólk ■ Bókaforlagið Vaka hefur gefið út bókina lngimundur fiðla og fleira fólk eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundurinn er löngu lands- kunnur fyrir bækur sínar enda með langan rithöfundarferil að baki. Ingimundur fiðla og fleira fólk er 55. bókGunnarsM. Magnúss. A bókarkápu scgir meðal annars, að í bókinni sé að finna þjóðlegan fróðleik af besta tagi sem íærður hafi verið í aðgengileg- an búning með skáldlegu ívafi. I bókinni birtast fimm heimildarþættir um þjóðlíf og ntögnuð mannleg örlög. Byggt er á raunverulegum atburöum frá öldinni sem leið og úpphafi þessarar og greint er frá forvitnilegu fólki og sérstæðum þáttum í íslensku þjóðlífi. Ráðherrann og dauðinn ■ Bókaforlagið Vaka hefur gefið út bókina Káðherrann og dauðinn eftir Bo Balderson. Bókin er fyrsta flokks spennusaga en er jafnframt leiftrandi af fyndni og gamansemi. Þessa nýstárlegu bókarblöndu kímna og sakamálafrásagnar hefur Vaka að ráðum sérfróðra manna nefnt „kínmikrimma" A bókarkápu segir svo urn söguþráðinn: Ekkja nóbelsskálds finnst myrt í sumar- bústað sínum í sænska skerjagarðinum. Innanríkisráðherrann er grunaður um morðið, enda hefur hann enga haldgóða fjarvistarsönnun. lambamerki ELTEX lambamerkin eru gerð úr þunnri álplötu, með bognum járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokað. ELTEX merkin fást áletruð (2X4 stafir) með tölustöfum og/eða bókstöfum. Við höfum selt þessi merki við góðan orðstýr í mörg undanfarin ár, og verðum með á lager merkjaraðir 1—1000. FÁST í LIT Ef óskað er eftir sérstimpluðum merkjum, vinsamlega leggið inn pantanir á varahlutalager okkar sem fyrst, og ekki seinna en 15. janúar n.k. $VÉIADillD SAMBANDSIHS Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 Tveir metsöluhöfundar ARFURINN DESMOND BAGLEY þekkja allir. Frá því fyrsta skáldsaga hans kom út 1963, hefur ver- iö beðið eftir hverri nýrri bók frá hans hendi. Nýjasta skáldsaga hans kom út í Bretlandi á miðju þessu ári. Hún er þegar komin út hér á landi og heitir ARFURINN. Sagan gerist að mestu í Kenya og er hlaðin spennu og æsandi atburðarás. „Bagley er bæði gáfaður og frum- legur spennusagnahöfundur. Hann er meist- ari í sinni grein“. Sunday Times. Slíkar um- sagnir eru algengastar um bækur Desmond Bagleys í öllum þekktustu blöðum heims. HÆTTUSPIL DICK FRANCIS, sem er breskur að þjóðerni eins og Bagley, er þekktur og vinsæll höfund- ur í enskumælandi löndum og seljast bækur hans í milljónum eintaka. Hann hefur hlotið lofsamlega dóma og fengið verðlaun úr ýms- um sjóðum. í fyrra gaf SUÐRI út fyrstu skáld- sögu Dick Francis á íslensku, ENGIN MISK- UNN, og hlaut hún frábærar viðtökur eins og vænta mátti. Nú er komin út ný skáldsaga eftir Dick Francis, HÆTTUSPIL, og er ekki að efa að þeir sem kunna að meta skemmtilega og hraða atburðarás, muni falla hún vel í geð. Desmond Bagley og Dick Francis eru höfundar sem standa fyrir sínu SUÐRI Afgreiðsla: Reynimel 60 . Símar 27714 og 36384. Pósthólf1214 . 121 Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.