Tíminn - 10.12.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 10.12.1982, Qupperneq 1
Helgarpakkinn fylgir blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 10. desember 1982 282. tölublað - 66. árgangur Erlent yfirlit: Leikarinn Reagan — bls. 7 E.T.. — bls. 27 Dagur í lifi — bls. 10 Nektar myndir — bls. 2 Dekkri horfur í efnahagsmálum en þjóðhagsspá gerir ráð fyrir: HÆTTA A AD VERÐBÓLG- AN STEFNI Nl) í 80% — sagði Ólafur Davfðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar,, á ráðstefnu um þróun efnahagsmála ■ „Ég tel nú verulega hættu á því að við séum að fara upp á nýtt verðbólgu- stig. Frá niiðjum síðasta áratug hefur hún verið á bilinu 40-50% en nú er hætta á að hún stefni í 60-80%“, sagði Olafur Davíðsson, forstj. Þjóðhags- stofnunar m.a. á ráðstefnu sem haldin var í gær um þróun efnahagsmála 1983. Ólafur kvað horfur á næsta ári nú enn dekkri en gert hafi verið ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Ljóst sé að draga verði úr þjóðarútgjöldum a.m.k. næstu tvö árin, sem feli í sér enn frekari samdrátt þjóðartekna. „Það verður að draga saman seglin sem víðast ef árangur á að nást. Því mun fylgja almenn skerðing lífskjara, enda búum við nú við lífskjör sent eru talsvert umfram það sem við getum staðið undir af eigin rammleik, a.m.k. við núverandi ástæður", sagði Ólafur. Jafnvel þótt ytri skilyrði yrðu hagstæð- ari en nú lítur út fyrir kvað Ólafur brýnt að það yrði notað til að draga frekar úr viöskiptahalla, en ekki strax tekið til aukinna útgjalda. Ólafur kom inn á það sent stundum sé sagt að ekki megi fórna fullri atvinnu í baráttunni við verðbólguna. „Það er hins vegar næsta öruggt að við vaxandi verðbólgu verður sífellt erfið- ara að halda nægri atvinnu í landinu. Með vaxandi verðbólgu endar þetta með verðbólgu og atvinnuleysi“, sagði Ólafur. Raunar kvað hann þetta þó dæmi fyrst og fremst snúast unt ■ í gærdag var þroskaheftum börnum boðið til sérstakrar forsýningar á kvikmyndinni „The Extra-Terrestrial“ en hafnar voru sýningar á henni í gær. Jafnframt þessu var vel smurt ofaná verð frumsýningarmiða, og gengur ágóði sýningarinnar til málefna þroskaheftra. Myndin var tekin í gær þcgar börnin mættu til sýningarinar. Tímamynd: Róbert Hart deilt um álviðræður á Alþingi: Arangur en EKKI ARÓÐUR í viðræðum við Alusuisse — Sjá bls. 5 erlendar lántökur eða atvinnuleysi. „Það er óhugsandi að halda uppi at- vinnu í landinu til lengri tíma með erlendum lánum. Afleiðinginaf breytt- um aðstæðum verður því ekki umflúin. „Mörgum þykir það sem ég hef sagt sennilega örgustu hrakspár. Það er vonandi að svo sé. En við höfum bara ekki efni á því núna að lifa í voninni og ekki lifum við jú á voninni", sagði Ólafur. -HEI Forsætisráðherra um nýju vidhorfin f álmálinu: LEITfl NYRRA LEIÐAI v ■ „í álmálinu er það meginatriði eins og fyrr, að ta sem fyrst verulega hækkun á rafmagnsverð- inu,“ sagði dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra er blaðamaður Tímans spurði hann álits á stöðu mála í svokölluðum álviðræðum, nú eftir að Guðmundur G. Þórarins- son, fulltrúi Framsóknar- flokksins hefur sagt sig úr álviðræðunefndinni og lýst allri ábyrgð á hendur iðn- aðarráðherra. Forsætisráðherra sagði jafnframt: „Eftir það sem nú hefur gerst, þá verðum við að leita nýrra leiða hvernig á að standa að þessum samningum og það verður aðalverkefni okkar næstu daga.“ -AB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.