Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 2
LEIKUR í NEKTARMYNDUM ER ERFH) OG VANÞAKKUT VINNA — finnst leikurunum ■ Hér áður fyrr heyrði það til undantekninga, ef á hvíta tjaldinu sást ákaft ástarar- atriði, þar sem rúmantíska parið sést nakið. Það er löngu liðin tíð, og má jafnvel segja að dæmið hafi snúist við. N ú tilheyrir það undantekningun- um, ef ekki er að finna slík djörf ástaratriði í kvikmynd- um. En hvernig er leikurum og leikstjórum innanbrjósts á meðan á tökunum stendur? Leikstjórinn Just Jaecken er gamalreyndur í þessari grein kvikmynda. Meðal verka hans iná nefna Emanuelle myndirn- ar og Elskhuga Lafði Chatter - ley. Hann segir tökur þcssara kynlífsatriða ganga nxrri, ekki einungis leikurunum, heldur ekki síður leikstjóranum. Hann segir leikarana einkum hafa áhyggjur af því, hvcrnig líkamar þeirra taki sig út, hvernig fjölskyldum þeirra lít- ist á blikuna og þeir séu jafnvel í megnustu vandræðum með hvað þeir eigi að gera við hcndurnar. - Karlamir em miklu feimnari en konurnar, jafnvel svo, að það kemur niður á leik þeirra, segir hann. - Leikkonurnar eru þó ívið frjálslegri. Þær, sem eru vel vaxnar, eru vanar að sýna sig á baðströndinni og taka með sér inn í kvikmyndaverið það sjálfstraust, sem þær hafa tam- ið sér þar, bætir hann við. Ekki eru þó allar leikkonur sammála Jaecken. Jafnvel Syl- via Kristel, uppáhaldsleikkona hans, sem ekki er óvön því að leika nektarhlutvcrk, er á öðru máli. Hún segist hafa megn- ustu andúð á að fækka fötum fyrir framan kvikmyndavélina. Það sé eingöngu nærsýni henn- ar að þakka, að hún geti afborið að taka þátt í þessum leik! ■ Joan Collins verður að fínnast mótleikarinn hafa ein- hverja töfra til að bera. ■ Sylvia Kristel hefur langa reynslu í að leika í nektarmyndum. Sumir segja reyndar, að hún hafi aldrei leikið annars konar hlutverk! Hún þakkar nærsýni sinni það, að hún skuli yfírleitt geta afborið að leika slík hlutverk. Aörar leikkonur hafa fundið sér aðrar flóttaleiðir frá veru- leikanum. Glenda Jackson segist hafa það fyrir sið að ganga beint að mótleikaranum og tæknimönnum á baðslopp einum fata, láta hann síðan falla og segja þeim að Ijúka glápinu af áður en kvikmynda- tökur hefjast. Segir hún það hafa gefið góða raun. Billie Whitelaw segir sitt ráð það, að hugsa ekki um það, sem er að gerast. - Ég segi við mótleikara minn: Ég set hönd- ina hérna, þú mátt leggja hægri höndina yfir bakið á mér og þá vinstri á brjóstið. Síðan gæti ég eins verið að kyssa steinvegg, segir hún. Joan Collins segir það næst- um óyfirstíganlegt vandamál, ef hún finnur enga kyntöfra hjá mótieikaranum. - Jafnvel þó að hann sé með blóðhlaupin augu og andfúll, verð ég að finna einhverja töfra hjá honum, annars er atriðið ómögulegt, segir hún. PAUL OG RINGO ÆTLA AÐ GERA KVIKMYND ■ Paul McCartney og Ringo Starr hafa gengist í félag um að gera nýja Bítla-kvikmynd, þar sem gömlu góðu lögin verða notuð, til að rifja þau upp fyrir gömlum aðdáendum Bítlanna og kynna þau ungu kynslóð- inni. Þeir hafa áætlað uin 40 millj. króna til myndatökunn- ar, en myndin á að heita „Give My Regard To Broad Street". ■ Þau hjónin Linda og Paul McCartney ræða við blaðamenn um fyrirhugaða kvikmynd. Sýning á sögu- frægum hringum “ Yfir 40(1 skrauthringir voru gullsmiðir og skartgripasalar. eins gott að vera með dem- sem gerður var eftir hjarta- á sýningu nýlega í Kaupmanna- höfn. Sýningin var kölluð „Frá innsiglishringum til tryggða- panla-hringja". Elsti hringur- inn á þessari sýningu var um 4000 ára gamall. Þessi óvenjulega sýning er safn, sem er í eigu þýskrar fjölskyldu, Júrgen og Gudrun Abelcr í Wuppertal í Þýska- landi. Fjölskyldan hefur haft með skartgripi að gera mann fram af manni, bæði sem Þarna má sjá marga sögu- lega hringa, sem hafa tilheyrt frægum konunglegum persón- um, hershöfðingjum ogþekkt um listamönnum. Þarna er líka margt sagt frá trú manna á náttúru gimstcina, hvernig þeir vernda eigandann frá vondum áhrifum af ýmsu tagi. T.d. safírinn er talinn vernda eiganda safírshringsins fyrir fátækt, demantur er vörn gcgn óvinum og eitri (það var antshring i matarboði hjá Borgia-ættarmönnunum). Rúbíninn var góður til verndar gegn vondum áformum illra manna og verndaði eigandann fyrir vondum draumum, og erfiðum svefnförum. En rúbín- inn sprakk ef eigandinn var ótrúr í hjónabandi, - svo að það var um að gera aö muna cftir að taka hann afí.áöur. Eini hringurinn í þcssu safni, sem er eftirlíking, er hringur, formaða safírhringnum, sem Richard Burton gaf Elizabeth Taylor, þegar þau voru ham- ingjusöm saman. Hún seldi hringinn þegar þau skildu - í seinna sinnið - og gaf sjúkra- húsi andvirðið. Hringurinn hefði á núverandi verðlagi kostað um 30 millj. kr. En eins og Bítlamir sungu hér í cina tíð „Peningar geta ckki keypt ást handa mér...“ (Mon- ey Can't Buy Me Love). ■ Hringur frá Norður-Afríku úr silfri með carneol-steini. Hann er frá 18. öld, og slíkir hringar voru útbreiddir í mú- hameðstrúar-löndum á þeim tíma. ■ Ringo Starr Paul og Ringo ætla sjálfir að leika aðalhlutverkin í kvik- myndinni og Linda McCartney á líka að lcika í henni. Ástralskur leikari, Bryan Brmvn, hefur sömuleiðis veirð ráðinn til að leika þar stórt hlutverk. Söguþráöurinn er fyrsta til- raun Pauls til að vinna að kvikmyndahandriti. Hann hef- ur þarna skrifað um ímyndað- an dag í lífi sínu, þegar allt gengur illa hjá honum, og óheppnin eltir hann. Aðal- mistökin liggja í því að snælda með nýjum lögum, sem nota á i nýtt plötualbúm, hverfur, en eftir miklar krókaleiðir og mikinn misskiining koma lögin í leitirnar í Broad Street í London. lonlistin í myndinni verður aðallega gömlu Bítlalögin, einnig lög með hljómsveitinni Wings og svo einhver ný lög eftir Paul sjálfan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.