Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 J''ÍJ'Í! fréttir Iðnaðarráðherra vill reka álviðræðunefnd eins og RÚSSNESKT HÆNSNABÚ segir Guðmundur G. Þórarinsson Bréf frá Alusuisse ■ - Ég xtla ekki að sitja í einhverri viðræðunefnd fyrir aftan iðnaðarráð- herra á meðan hann situr hvern viðræðu- fundinn af öðrum með fuiltrúum Alus- uisse þar sem hvorki gengur né rekur og hann hefur ráð okkar og tillögur að engu. Ég vil ekki sitja í álviðræðunefnd sem iðnaðarráðherra rekur eins og rússneskt hænsnabú. Þetta sagði Guð- mundur G. Þórarinsson í snörpum umræðum á Alþingi í gær, en þar var til iimræðu utan dagskrár sú ákvörðun hans að segja sig úr nefndinni. Hjörleifur Guttormsson kvaðst munu leggja fram tUlögu í ríkisstjóminni um einhliða aðgerðir af hálfu íslendinga í deilumál- unum við Alusuisse. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra hóf umræðuna og sagði að óvænt sýning hefði verið sett á svið er fulltrúi Framsóknarflokksins í álviðræðunefnd hafi komið fram í sjónvarpi og skýrt alþjóð frá að hann væri hættur störfum í álnefndinni og átaldi ráðherrann fréttamann sjónvarps fyrir einhliða frá- sögn af máli þessu. Hann sagði Guðmund hafa valið sér það hlutskipti einn manna að hlaupa undan merkjum í álviðræðunefnd, og borið því við að hann hafi ekki fengist til að bera fram tillögu, sem hann, þ.e. Guðmundur hafi reifað í viðræðunefnd- inni og haldi því fram að tillagan hafi fengið meirihlutafylgi í nefndinni. En engin slík tillaga hefur borist frá nefndinni á mitt borð, sagði iðnaðarráð- herra. Hjörleifur sagði að þegar tillagan var borin fram hafi fulltrúar Alusuisse ekki aðeins hafnað þeirri kröfu að verða við neinni hækkun á orkukverði, heldur einnig farið fram á að fá nýjan aðila til að stækka álverið og fá lækkaða kaup- skyldu á raforku um 50%. - Það sem verið er að fara fram á, sagði ráðherra, er hækkun á rafork- uverði til álversins í Strauimsvík um 20%, sem gerð er tilllaga um að reynt verði að ná fram sem áfangahækkunum, gæfi á einu ári í auknar tekjur til Landsvirkjunar 1.7 millj. dollara á næsta ári. Tekjurýrnun Lækkun á kaupskylduákvæði á orku- samningnum við Landsvirkjun, ef fyrir- tækið hagnýtti sér það mundi nema rýrnun á tekjulið Landsvirkjunar sem nemur 3 millj. dollara. Guðmundur G. Þórarinsson hefur eflaust ekki ætlað sér að niðurstaða úr viðræðunum við Alus- uisse gengi þannig eftir. Hann er með vonir unt það að ef gengið verður til viðræðna á þessum grundvelli, þá væri hægt að fá fram leiðréttingu á raforku- verði með samningum, en tryggingu fyrir slíku hefur hann engar. Þær viðræður sem fram hafa farið að undanförnu við Alusuisse, þar sem gengið hefur verið eftir því við fyrirtækið hvort og hve mikið það væri reiðubúið að ganga á móts við okkar sanngirnis- kröfu, hafa ekki borið vott um það, að þeir séu reiðubúnir að gera það að neinu leyti, þrátt fyrir að þeir segi í orðsend- ingu til íslendinga um að þeir séu reiðubúnir að ræða við okkur um endurskoðun á raforkuverði með tilliti til samninga um raforkuverð til álvera í Evrópu og Ameríku, og að teknu tilliti til samkeppnisaðstöðu ísal. 20% hækkunin sem Guðmundur G. Þórarinsson er að stinga upp á og gera kröfu um að ég beri fram við Alusuisse á meðan þeir eru með gagnkröfu, sem svarar til 2 aura hækkunar á kílówatt- stund, á sama tíma og almenningsraf- veitur kaupa kílówattstundina á hátt í 50 aura. Breytt víglína En það sem er alvarlegast í þessu máli er að hér hleypur fulltrúi stærsta stjórn- arfloksins undan merkjum á úrslita- stundu þegar verið er að takast á um íslenska hagsmuni í þessu máli og færir víglínuna frá því að vera á milli fslands og Alusuisse í það að vera víglína ísland - fsland, átök hér innanlands um málsmcðferð oa efnisatriði. Ég bar fram eftirfarandi tillögu fram á síðasta fundi með fulltrúum Alusuisse: Til að unnt sé að hefjast handa um alhliða samningaviðræður um óleyst atriði milli aðilanna með það að mark- miði að ná sáttum í vinsemd og koma samskiptum aðila í eðlilegt horf hafa aðilar orðið ásáttir um eftirfarandi. ísland fellst á málsmeðferð þá sem Alusuisse hefur gert að tillögu 10. nóv. Öllum lögfræðilegum deildum aðila verði vísað, sem lúta að skattalegum skuldbindingum ísal, til úrskurðar aðila og samþykki að hefja nú þegar sameigin- legar undirbúningsaðgerðir í því skyni. Alusuisse samþykkir þá einnig það sjónarmið að réttmætt sé að leiðrétta orkuverð til ísaal og er reiðubúið að hefja nú þegar samningaviðræður um endurskoðun rammasamningsins og samþykkir verulega áfangahækkun á núverandi raforkuverði til að sýna að fyrirtækið byrjar samningaviðræður í góðri trú þegar í stað varðandi endur- skoðun rammasamningsins. Báðir aðilar lýsa því yfir að þeir eru í hvívetna reiðubúnir að ræða og taka upp samningaviðræður um öll atriði varðandi framtíðarrekstur ísal og samskipti Alus- uisse og íslands. Þetta nær til allra atriða sem aðilar hafa þegar sett fram eða kynnu að setja fram meðan á viðræðum stendur. Nei, og aftur nei Þessi tillaga var borin fram af íslands hálfu á þriðjudagsmorgni. Viðbrögðin voru nei og aftur nei um að fallast á grundvallarviðhorf að raforkuverð ber að hækka og að fallast á verulega áfangahækkun á raforkukverði gegn því að deilumál um lögfræðilegan ágreining og fortíðinaog skattalega meðferð færi til úrskurðar aðilanna. Að lokum sagði iðnaðarráðhera, að hann mundi í framhaldi af því sem gerst hefur gera tillögur um það innan ríkisstjórnarinnar í næstu viku að íslend- ingar grípi til þeirra ráða sem helst eru tiltæk, við grípum til einhliða aðgerða í þessu máli til hækkunar á raforkuverði ef ekki verði orðið við okkar lágmarks- sanngirniskröfum. Og þá að sjálfsögðu til að innheimta þau gjöld sem okkur ber með réttu vegna vantalins hagnaðar Álversins á undanförnum árum. Enginn árangur Guðmundur G. Þórarinsson tók næst- ur til máls og sagði að öllum ætti að vera Ijóst að árangur af 2 ára viðræðum við Alusuisse um hækkun raforkuverðs sé næsta lítill. Þrátt fýrir marga fundi hefur hvorki gengið né rekið allan þann tíma. Álviðræðunefnd sem á samkvæmt nafni sínu og skipunarbréfi að annast viðræður við Alusuisse um þessi deilu- mál, hefur ekki tekið þátt í viðræðum við Alusuisse eða ísal á þessu ári. Hins vegar hefur ráðherra átt nokkra við- ræðufundi við Alusuisse um það nánast hvort að viðræður skuli teknar upp. í þessari nefnd getur gengið á ýmsu og margt verið rætt sem að alþjóð er ekki kunnugt um. í upphafi starfs nefndarinnar varð það samkomulag að starf hennar skyldi vera trúnaðarmál. Þess vegna hafa menn lítið fylgst með því sem þar hefur gengið á. Þegar iðnaðarráðherra átti viðræður við Alusuisse s.l. vor þá voru niður- stöður þær hjá honum, að enginn grundvöllur væri til samninga við sviss- neska álhrigninn. - Ég vil ítreka það hér að mál málanna í sambandi við þessa samninga er að fá raforkuvcrðið hækkað. Ráðherra stóð nánast einn að þessu viðræðum. Álviðræðunefnd tók ekki þátt í þeim. Hún fékk aftur á móti upplýsingar frá ráðherra um niður- stöður þeirra viðræðna og það sem þar fór fram. Þær voru á þann veg að enginn grundvöllur væri fyrir frekari samning- um. Árangur var enginn. Með þá niðurstöðu að leiðarljósi hélt álviðræðu- ncfnd áfram að vinna. Síðan berst bréf frá þessum svissneska álhring. Þar var lagt til að deilumál varðandi fortíðina verði lögð í gerð. Þar verði skorið úr um lagalegan ágreining í deilunni. Tekið var fram að ef gert verði upp um deilumálin á þennan hátt séu þeir tilbúnir að taka upp samninga um hækkun raforkuverðs og endur- skoðun á skattareglum, jafnframt um stækkun álversins, um fleiri eignaraðila og eignaraðild íslendinga að álverinu. En út úr fundum iðnaðarráðherra með þessum mönnum kemur ekki annað en að ekkert sé hægt að komast áfram með þessa samninga, og svo fáum við í hendur bréf sem hljóðar á þennan hátt. - Mér er spurn sagði Guðmundur, hvort menn telji það frágangssök að taka upp viðræður án nokkurra skuldbind- inga, á þeim grundvelli sem þetta bréf gerir ráð fyrir. Miklar umræður voru um þetta bréf í álviðræðunefnd. Menn voru þeirrar skoðunar að þarna væri kominn fram jákvæður grundvöllur til að hefja samn- ingaviðræður á, sem að sjálfsagt væri að láta reyna á. Auðvitað var sjálfsagt að láta einnig reyna á hvort hægt væri að fá fram einhverja jákvæða viðræðu- punkta áður en samningaviðræður hæfust. Einkum var rætt um hvort hægt væri að fá Alusuisse til að fallast á einhverja hækkun á raforkuverði þá þegar, áður en samningaviðræður hæfust til að sýna góðan vilja til samninga. Og hvort hægt væri að fá Alusuisse til að fallast á tímasetningu, hvenær nýr raforkusamningur tæki gildi áður en eiginlegar samningaviðræður hefjast, og þar með reyna að tryggja tslenska hagsmuni. Með þessi skilaboð fór iðnaðrráðherra síðan á fund fulltrúa Alusuisse 22. nóv. Þær viðræður snérust um það hvort hefja ætti viðræður á þeim grundvelli sem hér er um að ræða. Niðurstöður ráðherra, sem hann skýrði nefndinni síðan frá voru þær, að engin leið væri að ræða við þessa erlendu menn um þessi atriði og þeir virtust ekki meina neitt með því sem í bréfi þeirra stæði, engu hefði þokað áframenþó hefði verið ákveðinn annar fundur 6-7. des. Viðræðurnar hófust og álviðræðu- nefnd fékk þau skilaboð frá iðnaðarráð- herra að kvöldi 6. des., að enginn grundvöllur væri til viðræðna við þessa erlendu aðila. Þeir vildu ekki hækka orkuverð og þeir vildu ekki ganga til móts við sjónarmið íslendinga á nokkurn hátt, en hefðu uppi ýmsar kröfur. Tillögur rangtúlkaðar Það var á þessu augnabliki sem ég ákvað að leggja fram ákveðnar tillögur í álviðræðunefndinni, sem í nokkrum punktum miðuðu að því að opna samningaviðræður. Ég kynnti þessar tillögur í álviðræðunefndinni. Fyrsta atriðið var að Alusuisse féllist á 20% hækkun á orkuverði 1. febr. áður en nokkrar viðræður færu af stað, eingöngu til að sýna santningsvilja. En þá yrðu hafnar viðræður um raforkuverðið á grundvelli þess orkuverðs sem greitt er í Evrópu og Ameríku og samkeppnisað- stöðu íslands. Þetta atriði hefur iðnaðarráðherra leyft sér að rangtúlka á allan veg, bæði í ræðu sinni hér og í hádegisfréttum í útvarpi. Hann nánast leggur það út bæði í útvarpi og hér að ég sé að leggja til að samið sé við Alusuisse um 20% hækkun á orkuverði. - Hvers konar málstað hafa þeir menn sem þannig þurfa að hagræða sannlcikann í fjölmiðlum og vita þó gjörla betur. Er það líklegt eftir allt það sem á undan er gengið að sá sannleikur sem iðnaðarráðherra hefur borið okkur í álviðræðunefnd af viðræðum við Alu- suisse sé eitthvað í þeim dúr sem sá sannleikur sem hann ber á borð varðandi þá tillögu sem ég hef lagt fram. Ef svo er þá er ekki von á góðu. Þessi hækkun sem ég stakk upp á er eingöngu á orkuverði strax til þess að Aluisse sýndi það að þeir vildu ganga til samninga um hækkun raforkuvcrðs með góðum vilja. Þetta veit iðnaðarráðherra vel, en í ræðu sinni samtvinnaði hann að á móti hafi komið krafa frá Aiusuisse um að lækka kaupskylduna um 50% á ári. En iðnaðarráðherra kaus að túlka það svo að það færi algjörlega saman, svo að nánast fólst það í orðum hans að í minni tillögu væri það fólgið að fallið skyldi frá kaupskyldunni sem nemur 50%. Þetta er ekki vænlegur málflutningur. Ég verð að segja það að ég er gjörsamlega undrandi á þessum málflutningi ráð- herra. Sannleikanum hagrætt Guðmundur rakti síðan helstu atriði tillögu sinnar og saði að í henni væru fjölmargir fyrirvarar, sem að fullu tryggja rétt íslendinga á allan hátt. Meðal tillagna er að Alusuisse fái að taka inn nýjan hluthafa, en nú telur iðnaðarráðherra það slæmt mál en sjálfur gerði hann kröfu um það í upphafi deilunnar, að nýjr aðilar yrðu teknir inn í rekstur ísals. - Nú er þetta talið slæmt mál af minni hálfu, þótt að á sínum tíma hafi verið reynt að fá fleiri aðila til að tryggja rekstur ísal og hafa ábyrgð þar líka auk ’þessara aðila, ég vil segja allt að því glæpamanna sem að iðnaðarráðherra telur sig eiga við í ísal. Það má enginn koma þarna nærri aðrir en þessir menn sém hann á engan hátt getur samið við. Heldur leyfir hann sér að túlka mínar tillögur þannig að ég hafi farið fram á það að finna einhvern nýjan hluthafa sem ætti 50% eignaraðild. Hvaðan hefur iðnaðarráðherra þetta? Enn á ný sér ráðherrann sig tilknúinn til að rangtúlka mínar tillögur til þess að hagræða sannleikann. Málstaðurinn er ekki betri en það, en hann sér sér engan veginn fært að gera þessar tillögur að umræðuefni hér eins og hún er sér ráðherra sig tilknúinn til að rangtúlka mínar tillögur tili þess að hagræða sannleikann og bæta sinn málstað. Er málflutningurinn honum til stórrar van- sæmdar. Iðnaðarráðherra segir í blaðaviðtaii að í tillögum mínum felist margs konar fríðindi fyrir fsal. Getur hann gcrt grein fyrir þeim fríðindum? Ingi R. vildi 25% Þegar ég kynnti tillögur mínar í álviðræðunefnd var vel tekiö í þær og voru lagðar þar til breytingartillögur af nefndarmönnum. M.a. gerði Ingi R. Helgason fulltrúi Alþýðubandalagsins nokkrar breytingartillögur. Meðal þeirra var að í stað 20%, sem iðnaðarráðherra telur óalandi, og rangtúlkar á allan hátt, komi 25%. Það var meirihluti fyrir því í álvið- ræðunefnd að leggja fram slíkar hug- myndir, sem ráðherra legði síðan fram í viðræðum við Alusuisse, án þess að binda hendur hans á nokkurn hátt. En tillögurnar voru ekki lagðar fram og hér stendur iðnaðarréðherra og getur nánst ekki greint frétt eða sagt frá í neinu aðalatriði. Ég hlýt enn að spyrja hvort það skyldi allt vera satt sem hann segir okkur frá viðræðum sínum við Alusuisse eftir að verða vitni að hvernig hann túlkar mínar tillögur? Meirihluti nefndarinnar var því hlynnt- ur að ráðherra legði fram ákveðnar tillögur í viðræðunum. Ég legg áherslu á að mínar tilögur bundu á engan hátt hendur íslendinga. Ég lýsti því yfir að ef engar ákveðnar tillögur í þessum dúr kæmu fram á síðasta fundi iðnaðarráðherra og Alus- uisse teldi ég að grundvöllur fyrir samstarfi í álviðræðunefnd væri brostinn, og ég mundi segja mig úr henni og lýsa allri ábyrgð á hendur iðnaðarráð- herra varðandi framgang samningavið- ræðnanna. Þetta vissi ráðherra og vildi þrátt fyrir það ekki taka nokkurt tillit til þess eða leggja fram tillögur sem gátu ekkert falið í sér nema ávinning fyrir okkur og væru á engan hátt skuldbindandi fyrir fslend- inga, og reyna að opna samningavið- ræður. -Ég ætla ekki að sitja í einhverri álviðræðunefnd fyrir aftan iðnaðarráö- Hjörleifur Guttormsson. ■ Guðmundur G. Þórarinsson herra á meðan hann heldur hvern viðræðufundinn með Alusuisse aföðrunt um það hvort að viðræður eigi að hefjast. Og sammtar okkur síðan upp- lýsingar ,.f fundunum eftir því sem honum sýnist, og kalla það þjóðarsam- stöðu sem honunt dettur í hug að túlka af fundunum með Alusuisse. Ég ætla ekki að sitja í einhverri nefnd sem iðnaðarráðherra ætlar að reka eins og eitthvert rússneskt hænsnabú. Það er ábyrgðarhluti að bera lengur ábyrgð á því hvernig iðnaðarráðherra heldur á þessu máli. Nú tilkynnir hann að hann kunni ráð sem duga. Það skyldi þó aldrei vea að hann skyldi verða búinn að undirbúa einhliða aðgerðir og hafi ekki haft nokkurn áhuga á að semja, eða reyna að koma samningaviðræðum á? Ég útiloka ekki að við þurfum að grípa til einhliða aðgerða í þessu máli, en fyrst verður að reyna samningaleiðina til þrautar. -Meginmálið er að árangur náist í þessu máli en ekki áróður. - Það þarf þjóðarsamstöðu um hags- muni íslendinga en ekki þjóðarsamstöðu um Hjörleif Guttormsson. Kjartan Jóhannsson sagði að Guðm- undur hafi í raun lýst yfir vantrausti á Hjörlcif Guttormsson með fulltingi síns flokks og að grundvöllur fyrir áframhald- andi starfi álviðræðunefndar væri brostinn. Hann las samþykkt sem þing- flokkur Alþýðuflokksins gerði um málið. Hún er svohljóðandi: Þingflokkur Alþýðuflokksins telur óhjákæmilegt að viðræðunefnd við Alusuisse undir for- ræði iðnaðarráðherra verði nú lögð niður eftir að fulltrúi Framsóknarflokks- ins hefur sagt sig úr nefndinni og lýst vantrausti á forystu iðnaðarráðherra. Þingflokkur Alþýðuflokksins telur rétt að nú verði skiþuð sérstök santninga- nefnd sem fari með samningaumleitanir við Alusiusse undir forystu aðila sem nýtur óskipts trausts ríkisstjórnarinnar og sé tilnefndur af hennar hálfu. Kjartan taldi eindregin meirihluta á Alþingi fyrir að rcyna til þrautar að ná samkomulagi í málinu, en ríkisstjórnin verður að gera upp hug sinn. Hún eigi aðeins tveggja kosta völ, að fóma ríkisstjórninni fyrir Hjörleif eða fórna Hjörleifi fyrir ríkisstjórnina. Friðrik Sophusson sagði Sjálfstæðis- ‘flokkinn hafa verið óánægðan með störf álviðræðunefndar um langa hríð, en ríkisstjórnin hafi algjörlega hundsað viðhorf sjálfstæðismanna til þessara mála. Friðrik sagði að augljóst væri að skipa yrði aðra saminganefnd ef ríkis- stjórnin kjósi samstarf við aðra flokka um málið, en sagði að í þeirri nefnd yrði að vera fullt jafnræði milli þingflokka. Þeir Hjörleifur og Guðmundur töluðu á ný og báru hvorn annan sökum. Iðnaðarráðherra sagðist bera áframhald- andi ábyrgð á þessu máli og ætlaði ekki að hlaupast undan henni. Guðmundur sagðist efast meira og meira um að iðnaðarráðherra hafi nokkru sinni ætlað sér að semja, enda er hann tilbúinn með einhliða aðgerðir sem hann ætlar að leggja fyrir ríkisstjórnina innan tíðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.