Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 7 erlent yfirlit UM HELGINA kom Reagan forseti heim úr ferðalagi til tveggja landa í Suður-Ameríku, Brasilíu og Kolombíu, og tveggja landa í Mið-Ameríku, Costa Rica og Honduras. Tilgangur fararinnar var að sjálfsögðu sá, að reyna að bæta sambúðina við ríkin í Suður-Ameríku og Mið-Ameríku, en sambúð Bandaríkjanna við þau hefur verið stirð að undanförnu. Þau hafa oft farið aðra leið en Bandaríkin í alþjóða- málum, en slíkt var fátítt fyrir nokkrum árum. Stuðningur Bandaríkjastjórnar við Breta í Falklandseyjastríðinu gerði sam- búðina við Suður-Ameríkuríkin mun stirðari. Öll ástæða hefur verið fyrir Bandaríkjastjórn að hafa áhyggjur af því. Falklandseyjastríðið hefur vafalítið átt þátt sinn í því, að Reagan valdi ■ Reagan og Monge, forseti Honduras Reagan gleymdi sér aldrei á leiksviðinu Að því leyti heppnaðist ferðalag hans vel Brasilíu sem annað þeirra Suður- Ameríkuríkja, sem hann heimsótti. Brasilía er nágrannaríki Argentínu og stóð með Argentínumönnum í Falk- landseyjastríðinu. Auk þessa er Brasilía stærsta og fjölmennasta ríkið í Suður- Ameríku. Mikilvægt er því fyrir Banda- ríkin að hafa góða samvinnu við Brasil- íu. Hitt Suður-Ameríkuríkið, sem Reag- an heimsótti, Kolombía, var valið til heimsóknar af öðrum ástæðum. Ríkis- stjórnin þar hefur verið andstæð Banda- ríkjunum varðandi samstarf rómönsku ríkjanna. Forseti Kolombíu, Belisario Beta- ncur, er andvígur því, að Kúba og Nicaragua séu útilokuð frá samstarfi Ameríkuríkja, þótt þau fylgi eða hallist að sósíalískum stjórnarháttum. Hann er einnig fylgjandi því, að sú efnahagssamvinna, sem Bandaríkin hafa boðið eyríkjunum á Karabíska hafinu og ríkjunum í Mið-Ameríku, nái einnig til Kúbu og Nicaragua, en Bandaríkin. eru andvíg því. Þetta lét Betancur koma opinberlega í ljós í viðræðum sínum við Reagan. ÞÓTT veruleg athygli beindist að heim- sókn Reagans til Brasilíu og Kolombíu, drógu heimsóknir hans til Costa Rica og Honduras að sér meiri athygli. Það stafaði af þeirri augljósu ástæðu, að samskipti Bandaríkjanna við þessi lönd er nú mjög í brennidepli. Reagan mun hafa kosið að heimsækja Costa Rica og Honduras sökum þess, að þar erunu lýðræðisstjórnir.Þannig hefur hann talið sig undirstrika, að Bandaríkin vilji stuðla að lýðræði í Mið-Ameríku. í Costa Rica hefur lýðræði verið talið standa föstustum fótum í allri rómönsku Ameríku. Stjórnirnar í Costa Rica hafa reynt að standa utan deilna í Mið-Amer- íku ogþeirri stefnu er fylgt af núverandi ríkisstjórn. För Reagans þangað virðist meira sprottin af viðurkenningu á þessari sföðu Costa Rica, en því, að hann hafi þurft að hafa viðræður við stjórnvöld þar. Öðru máli gegnir um Honduras. í Honduras hafa búið um sig skæruliðar, sem halda uppi árásum á Nicaragua og búa sig undir meiriháttar innrás þaðan að mati ýmissa fréttaskýrenda, sem fylgjast með stjómmálum í Mið-Amer- íku. Það gerðist líka, að meðan Reagan var á þessu ferðalagi, að New York Times birti ítarlega forsíðugrein, þar sem greint var frá, að leyniþjónusta Banda- ríkjanna, CIA, hefði að undanförnu stóraukið umsvif sín í Mið-Ameríku með það einkum fyrir augum að herða áróðurinn gegn Nicaragua og styrkja skæruliða í Honduras, sem stefna að því ■ Reagan og Betancur, forseti Kolombíu að fella stjórnina í Nicaragua. Jafnframt vinni CIA að því að styrkja stjórimar í E1 Salvador og Guatemala. Svo virðist sem Honduras sé miðstöð þessara auknu afskipta CIA í Mið- Ameríku. Birting umræddrar greinar í New York Times á sama tíma og Reagan heimsótti Honduras, verður helzt skilin sem eins konar viðvömn blaðsins gegn þessari starfsemi. Þetta getur jafnframt skýrt það hvers vegna Reagan valdi að heimsækja Hond- uras. Meðan Reagan dvaldi í Honduras kom forseti E1 Salvador, Alvaro Mag- ana, og einræðisherrann í Guatemala, Rio Montt, til viðræðna við hann. Viðræður Reagans við þá vom sagðar hinar innilegustu. Reagan lýsti yfir því, að þeim loknum, að mannréttindi væru að styrkjast í E1 Salvador og Bandaríkin væru það ánægð með stjórnarhættina í Guatemala, að þau myndu hefja að nýju að veita stjórninni þar efnahagslega og hernaðarlega aðstoð. Þessi aðstoð var felld niður í stjómar - tíð Carters sökum meintra mannréttinda- brota þáverandi stjórnar í Guatemala. Þau virðast sízt hafa minnkað síðan Montt brauzt til valda fyrr á þessu ári. Viðræður Reagans við Magana og Montt og ýmis ummæli hans í því sambandi, þykja benda til þess að ekki muni draga úr stuðningi hans við einræðisstjórnir og afturhaldsmenn í Mið-Ameríku. ERFITT er að dæma um það á þessu stigi, hver árangur muni verða af þessu ferðalagi Reagans. Sumir fréttaskýrend- ur láta í ljós þá von, að helzti árangur verði sá, að Reagan hafi öðlast meiri þekkingu á málefnum Suður-Ameríku og Mið-Ameríku. Flestum fréttaskýrendum, sem fylgd- ust með ferðalaginu, ber saman um, að Reagan hafi komið vel fyrir og unnið sér hylli á þann hátt. Hann gleymdi aldrei hinu þekkta brosi sínu og mistókst aldrei að vera hinn reyndi leiksviðsmaður. Að þessu leyti fór Reagan sigurför. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þvi að eindagi launaskatts fyrir mánuðina ágúst, september og október er 15. desember n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Dráttarvextir eru 5% á mánuði. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, f Reykjavfk tollstjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Bókin er 428 blaðsíður í vönduðu bandi. I henni eru 20 kaflar, teikningar og kort. Fæst hjá bóksölum um land allt Dreifing í síma 85088 ISLAJND svipur lands og þjóöar í máli og myndum eftir Hjálmar R. Bárðarsoru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.