Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 „Hlutverk verðtryggingar, tryggingar á öllum greiðslum, hlýtur fyrst og fremst að vera það að sýna og sanna þessum ótrúlega stóra hópi fólks, sem aldrei skilur neitt fyrr en það rekur sig á, að ein leið er til og aðeins ein leið: að stöðva verðbólguna og halda henni síðan í skefjum - allt annað leiðir fyrr eða síðar í strand“. Oss varð líka gott af, er fulltrúi Hugsjónarflokksins hinn þrifalegasti og formaður bankaráðs léttur í spori og dindilfættur,.þegar hann hleypur stigana sem unglamb væri, á leið til funda í ráðinu. Eins og yður er að sjálfsögðu kunnugt þá eru miklar verðbreytingar um þessar mundir. Getum vér ekkert að því gert, að sá hluti lánsins frá yður, sem oss var gert að varðveita í frysti Seðlabankans, þ.e. a.s. dindilinn af lambinu yðar - og vér leyfum oss að fullyrða, að hefur verið þar vel geymdur - er nú að verðmæti jafn hinu upphaflega láni að meðtöldum vöxtum og vaxtavöxtum. Pannig gerum vér nú upp við yður að fullu með því að senda yður til baka dindilinn, beint úr frystigeymslunni. Vér þökkum yður kærlega fyrir við- skiptin og væntum þess að eiga jafnan góð og heiðarleg skipti við yður á sama grundvelli. í bankaráði Landsbankans á hey- önnum nítján hundruð og nokkuð. Yðar einlægir Lúlli og Kiddi hvort sem sótt var á áraskipum. þil- skipum eða vélbátum. Erfitt er að taka einn kafla fram vfir annan og segja að hann sé bestur. Mörgum munu vafalaust verða minnis- stæðar frásagnirnar af brimlendingum við Snæfellsnes. þar sem tíðum var aðeins ein bára er skildi á milli lífs og dauða og ekki er að efa, að þeir, sem kunna að meta frásagnir af harðræðum á sjó muni lesa kaflann um hrakningana á Guðrúnu Hafnarfjarðarsér til mikillar ánægju. Eru þessir þættir ágætlega samdir, frásögnin hispurslaus og aldrei ofgerð. Sá sem þessar línur ritar kunni vissulega vel að meta þessa kafla, en þó kaflana um síldveiðarnar fyrir Norðurlandi og útilegubátatímann á ísafirði svnu best. Þar er fjallað um þætti úr atvinnusög- unni. sem nú eru horfnir og koma sennilega aldrei aftur. Þess vegna er það dýrmætt að eiga af þeim sem flestar sannorðar og skýrar frásagnir. En þótt þessir kaflar hafi verið nefndir .Verðtrygging - hávextir Já, Árni Johnsen, þá er ráðin gáta um sauðaþjófnað vorra daga, svona er þetta, svona hefur þetta verið um hríð, - og berðu mig ekki fyrir því heillin, þá yrði ég rekin út hvíta húsinu eða hækkaður í tign, hvorugur kosturinn góður. Vissulega er nokkuð breytt síðan verðtrygging var upp tekin, og nær sú breyting þó langtum' of skammt. Það vantar enn, sem mest reiða á, að hinir stóru, einmitt stórkapitalistarnir, þeir sem einir hafa í hendi sér að drepa verðbólguna, fái því aðeins risið undir lántöku, að verðbólgan sé á núlli. En að þessu tilskildu mega þeir mín vegna fá vaxtalaus lán, jafnvel gjafir: mínusvexti. Að einhverju marki, ef menn yrðu að ríghalda í einhverja vitleysu áfram. Nú kvarta sumirum háavexti. Hverjir eru það? Hver skyldi vera fortíð þeirra aðila, sem kvarta um háa vexti? Hafa þeir „gert út á“ verðbólguna, meðan það viðskiptasiðferði var óheft og óátalið? Man ég rétt, að einhver fulltrúi sjávarút- sérstaklega má enginn skilja það svo sem aðrir kaflar bókarinnar séu síður læsileg- ir, fjarri því. Bókin er öll einkar læsileg og fróðleg og sem heild gefur hún góða mynd af lífsbaráttu þess tíma. sem hún fjallar um, og er þannig merk heimild. ekki aðeins um sögumanninn sjálfan, heldur einnig um marga aðra, sem störfuðu með honum eða að samskonar störfum. Allur frágangur bókarinnar er með ágætum og nú er bara að bíða næsta bindis, sem vonandi kemur aö ári. Jón Þ. Þór. • Jón Þ. Þór skrifar um bækur é/1* fpfi vegs hafi í haust játað fullum fetum og skýrum orðum að sá atvinnurekstur hafi verið „gerður út á verðbólguna", og ef ekki ætti að halda því áfram, yrðu hann að fá „aðra fyrirgreiðslu"? Gæti þetta átt við um fleiri? Meðan sum lán, t.d. afurðalán, bera um 30% vexti, verð- tryggðir reikningar um 50% og hin frægu spariskírteini enn meira, væri ekki undarlegt að einhverjum þætti freistandi að gera út á þessi mið, ef það reyndist framkvæmanlegt. Sumir telja að svo hafi verið, aðrir ekki. Er hægt að sannprófa slíka hluti? Augljós er háskinn af slíku hringli með vexti og verðtryggingu, og er mál að linni. Ég ítreka, að það hlýtur að vera athyglisvert, hverjir kveina yfir aðgerð- um, sem stefna í heilbrigðara form. Ég árétta ennfremur það sem bent var á á fundinum, að hlutverk verðtryggingar, tryggingar á öllum greiðslum, hlýtur fyrst og fremst að vera það, að sýna og sanna þessum ótrúlega stóra hópi fólks, sem aldrei skilur neitt fyrr en það rekur sig á, að ein leið er til og aðeins ein Ieið: Að stöðva verðbólguna og halda henni síðan í skefjum - ailt annað leiðir fyrr eða síðar í strand. Sálmurinn um verðbólgudindilinn Ég ætla að Ijúka þessum kafla bréfsins með sálmi sem ég orti í fyrra. Reyndar er mér nær að ætla, að ég hafi ekki ort hann sjálfur, heldur hafi frændi minn Þórbergur ort hann í gegnum mig, og má ekki láta villa sér sýn, þótt kannski þyki sem skáldgáfunni hafi hrakað cftir að hann kom yfir um. Mér finnst enn sem ég heyri hann raula þetta fyrir mig undir alkunnu vinsælu lagi, sem lifa mun popp- og pönk- og aðrar skálmaldir. Sálmurinn vísar til dcilu tveggja lög- fræðinga, sem sættast á það að féfletta þriðja aðila, vitaskuld vesaling, - en það gengur þó ekki nema auminginn sýni auðmýkt og þakki fyrir lítið, til þess að viðskiptin fái lögmætan blæ, og það bregzt. Áleifur ríður út á stekk ásamt með fésýslubróður Hrekk. Eiga þeir þinghald á þessum stað, þú getur bölvað þér upp á það. Fátækur á hér eitt lítið lamb. Lagasnápur með stél og kamb lamb það vill pundvigta í pottinn sinn, - það passar að skera af því dindilinn. Réttmætt og gott er hins ríka dramb. Rangt er að smælinginn eigi lamb. Honum er fullborgað fyrir það fái hann dindilinn þess í stað. Og þinghaldi ljúka þeir strax í stað. stoltir vinninginn bera í hlað. Heródes hygg ég Pílatus hafi þá nótt dansað vinar krus. Reynist þeim hált þelta syndasvið, - sitja loks uppi með afgjaldið: í verðbólgudansi hvar dilla sér æ dindilinn þeirra merki er. Nú Áleifur situr og sýður ket, en seint mun það fullsoðið, þességget: Sú tíð er gengin að lambalán leiki við burgeis sem fremur rán. Og verðbólgudindillinn veifar Hrckk, vofír hann yfir bæ og stekk. 1 gjörvallri sögunni. fínt og flott. frægast mun verða þetta skott. í gjörvallri sögunni, fínt og flott, frægast SKAL verða þetta skott. Guðjón Jónsson ■ „Sá fjármagnskostnaður, sem enn kallast vextir, er ekkert annað en iðgjald af verðbólgu". minning Fæddur 14. des. 1926. Dáinn 5. des. 1982. ■ Haustið 1945 var hópur glaðra unglinga saman kominn að héraðs- skólanum á Laugum í Reykjadal. Ætlunin var að afla sér menntunar á komandi vetri, og mörgum varð vera þar upphaf annarrar og meiri skólagöngu. Verður voru tíðum góð þetta haust, Reykjadalurinn skartaði haustlitum sínum fagurlega. Þegar skólastjórinn, séra Her- mann Hjartarson, lýsti skólastarfi vetrarins fyrir okkur, lét hann þess getið, að skólinn væri að þessu sinni settur síðar en venjulega, og hann sagði að við myndum vita ástæðuna. Hrólfur Ásvaldsson Lömunarveiki hefði gengið þar og í nærliggjandi sveitum, - og, sagði hann: Hér, í næsta nágrenni skólans, veiktust tveir piltar alvarlega. Annar þessara pilta er dáinn núna, en hinn var fyrir skömmu fluttur suður til Reykjavíkur, mikið lamaður. Sá bróðirinn, sem lamaðist, en lifði þó var Hrólfur Ásvaldsson, og það er hann, sem við crum að kveðja í dag með söknuði og trega. Það er sagt, að við sjáum lítið aftur, en ekkert fram. Þegar þessir atburðir gerðust, fyrir tæpum fjörutíu árum, var ég ekkert annað en óþroskaður unglingur, cnda datt mér það auðvitað sízt í hug þá, að ég ætti cftir að kynnast Hrólfi Ásvaldssyni eins lengi og náið og raun varð á. Það liðu sautján ár. Þá var það í desember 1962, -fyrir réttum tuttugu árum,- að leiðir okkar Hrólfs lágu saman hér suður í Reykjavík. Við bundumst þá nánum tengda- og vináttuböndum, sem hafa æ síðan orðið mér því dýrmætari sem lengra hefur liðið. Ég hef oft sagt, og get vel endurtekið það einu sinni enn hér, að mér finnst ég fáum mönnum hafa kynnzt eins vcl úr gerði gerðum frá náttúrunnar hendi og Hrólfi Ásvaldssyni. Gáfur hans voru óvenj- umiklar og fjölbreyttar, og birtust meðal annars í geysilega yfirgrips- mikilli þekkingu hans. Hann var forkunnargóður stærðfræðingur, - viðskiptafræðingur að rnennt - tung- umálamaður ágætur, og mikill unnandi fagurra bókmennta, enda prýðisvel ritfær sjálfur, eins og m.a. sést á bók hans, Auðnahjón, sem hann skrifaði til minningar um hjón- in Hildi Benediktsdóttur og Jón Pétursson á Auðnum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Sú bók kom út haustið 1979. Auk annarrar rit- leikni var Hrólfur einnig vel hag- mæltur og hafði feiknarlegt yndi af góðum lausavísum. Þegar minnst er á gáfur Hrólfs, koma mér í hug ummæli þjóðkunns rithöfundar og menntamanns, er hann mælti við mig í fyrravetur. Hann hringdi heim til mín og spurði um líðan Hrólfs. og síðan röbbuðum við saman stundarkorn. Þá sagði hann, og lagöi þunga áherslu á orð sin: ,.Já, Hrólfur er óvenju skeimnti- lega gáfaður maður". Þarna hitti þessi ágæti maður naglann á höfuðiö, eins og svo oft endranær. Hrólfur var- cinmitt óvenju skemmtilega gáfaður. Þrátt fyrir scrþckkingu sína, - sem enginn dró í efa,- var hann svo fjarri því sem hugsast gat að vera einskorð- aður við tiltekiö fræðasvið. Hann virtist vera alls staðar heima. Mér fannst oft, að eiginlega mætti einu gilda, úr hvaða átt maður kæmi að honum, - skilningurinn var alltaf til staðar. En gáfur manna, þótt góðar séu, eru þó ekki nema einn þáttur af mörgum, sem skapa persónuna. Og hér er eftir að minnast á annan þátt, eigi síður gildan, í persónu Hrólfs Ásvaldssonar. Það eru mannkostirn- ir. Hann var það, sem forfeður okkar kölluðu að vera drengur góður. Hann var einlægur, sannorður og vinfastur. Greiðugur var hann og hjálpfús svo að áf bar, og eigingírní var ekki til í fari hans. Það eru harðir kostir fyrir tápmik- inn, hraustan og lífsglaðan mann að vera lamaður í fótum frá átján ára aldri. Þá raun bar Hrólfur með mikilli hugprýði. Þó varð honum það fyrir, um citt skeið ævinnar, að grípa til þeirrar dægrastyttingar, - eða eigum við heldur að segja svalalindar,- sem engum er holl, og allra síst í miklum mæli. Þetta mega þeir lá honum, sem telja sig þess um komna, en ekki tek ég undir það. Ég er ekki farinn að sjá, að ég og ýmsir aðrir hefðum staðið okkur neitt bctur, ef við hefðum verið í sporun- um hans. En fyrst á þetta er minnst, þá má hitt ekki heldur gleymast, að cinmitt á þessum vettvangi vann Hrólfur glæsilegan sigur, sem vakti aðdáun þeirra er til þekktu, og gæti verið mörgum manni þörf lexía. Nú, þegar götur greinast um sinn, langar mig að þakka Hrólfi Ástvalds- syni ntjög svo ánægjulega samfylgd, sem hefur nú staðið í full tuttugu ár. Við áttum að sönnu sitt heimilið hvor, en þó vorum við iðulega öll eins og ein fjölskylda, þó að nokkrar húslengdir væru reyndar á milli. Stórt sxarð hefur nú verið höggvið í hópinn okkar, en sárastur harmur er kveðinn að börnum Hrólfs og eigin- konu hans, Guðrúnu Sveinsdóttur, sem stóð við hlið hans af dæmafáu þreki, í langvarandi og þungbærum veikindum, uns yfir lauk. Það er mikil hamingja að hafa fengið að kynnast slíkum manni sem Hrólfi, og minningin um hann, og sömuleiðis allt það sem ég lærði af honum, mun fylgja mér fram á veginn. Hins vegar finnst mér það í mcira lagi hart aðgöngu, að hann skyldi ekki fá nema tæp 56 ár til ráðstöfunar hér í heimi. Lögmál lífs og dauða er strangt. en lífsþrá mannsins og lífið sjálft eru þó sterkust alls. Síðasta kvöldið. scm Njáll á Bergþórshvoli lifði, sagöi hann heimafólki sfnu, að dauði sinn og annarra, sem létu þá líf sitt þar á bæ, myndi aðeins vera „él eitt". Ég held, að hann hafi haft rétt fvrir sér. Og ef svo er, sem mig grunar, þá munum við Hrólfur hittast síðar. þegar röðin kemur að mér að flytja mig um set í tilverunni. Ég hlakka til þeirra endurfunda. Valgeir Sigurðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.