Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 12
20 FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Starf hafnarvarðar Hér með er auglýst laust til umsóknar starf hafnarvarðar við Sauðárkrókshöfn. Umsækjandi þarf helst að geta hafið störf um n.k. áramót. Umsóknir sendist bæjarstjóra fyrir 18. des. n.k. Upplýsingar um laun og annað er starfið varðar veitir bæjarstjóri í síma 95-5133. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki. Þú færð jólagjöf íþróttamannsins í Spörtu adidas íþróttafatnaður og íþróttaskór t: <kA Z íþróttafatnaður rAiim borðtennisvörur Butterfly landsins mesta úrval borðtennisborð - spaðar - skór gúmmí - hulstur - net - kúlur - töski SPORTVðRUVERSLUNIN Ingólfsstræti 8 sími 12024. tþróttir KÖRFUBOLTAMENN FARA TIL CHICAGO Landsliðið 21 ái ■ Landsliðið í körfuknattleik skipað leikmönnum undir 21 árs aldri leggur á sunnudag upp í ferð til Bandaríkjanna og mun leika þar fjóra leiki við háskólalið í Chicago og nágrenni. ís- lenska liðið er skipað mörgum mjög snjöllum körfuknattleiksmönnum og nægir þar að nefna Val Ingimundarson, Axel Nikulásson, Pálmar Sigurðsson Haukum og Jón Steingrímsson Val. Hann er elstur leikmanna liðsins 22 ára gamall, en einn leikmaður má vera eldri. Leikmennirnir sem fara í ferðina til Bandaríkjanna eru: Valur Ingimundarson, UMFN Pálmar Sigurðsson, Haukum Ólafur Rafnsson, Haukum Eyþór Arnason, Haukum Axel Nikulásson, ÍBK > og yngri leikur Jón Kr . Gíslason, ÍBK Óskar Nikulásson, ÍBK Ragnar Torfason, ÍR Guðmundur Hallgrímsson, Fram Jón Steingrímsson, Val Hjörtur Oddsson, ÍR, Viðar Þorkels- son, Fram, Leifur Gústafsson, Val og Hálfdán Markússon voru allir valdir en áttu ekki heimangengt vegna prófa. Þá var ákveðiö að nota ekki leikmenn úr landsliði 18 ára og yngri, sem nú býr sig undir NM á Árósum 6.-9. janúar n.k. Þjálfari 21 árs liðsins er Einar Bolla- son og greinilegt er, að körfuknattleiks- mcnn leggja mikla áherslu á að gefa yngri mönnum tækifxri til að spreyta sig erlcndis og öðlast þannig leikreynslu, sem síðan kemur landsliðinu til góða áður en langt um líður. sh 4 leiki íUSA leikmanna landsliðsins í körfuknatt- leik undir 21 árs. Gunnar Gísla í stað Þorbergs Óvíst hvort Guðmundur Gudmundsson fer til A.Þýskalands ■ Landliðsþjálfarinn í handknattleik Hilrnar Björnsson hcfur valið Gunnar Gíslason KR í landsliðshópinn í hand- knattleik sem heldur á mánudaginn til Austur-Þýskalands til þátttöku í keppni þar. Gunnar kcinur í stað Þorbergs Aðalstcinssonar fyrirliða landsliðsins, sem á við meiðsli að stríða eins og kunnugt er. Þá er og óvíst um hvort Guðmundur Guðmundsson Víkingi eigi heimangengt og komist hann ekki eru allar líkur á að Haukur Geirmundsson KR komi í hans stað. Haukur sýndi frábæra leikni gegn Nis og var eini leikmaður liðsins sem hélt fyllilega jafngóðum leik í báðum leikjunum. Eins og fyrr segir fer liðið til Austur- Þýskalands og tekur þar þátt í móti 6 landsliða. Þar eru A og B-landslið gestgjafanna Austur-Þjóðverja, þar er lið Svía, Rúmeníu og Ungverja. Af þessari upptalningu má sjá, að þetta eru geysisterkar þjóðir og íslcndingar þurfa áreiðanlega að taka á öllu sínu eigi þeim að takast að sigra einhverjar þeirra. Þeir leikmenn sem fara eru: Kristján Sig- mundsson, Einar Þorvarðarsson og Brynjar Kvaran. Ólafur Jónsson, Guð- mundur Guðmundsson (cða Haukur Geirmundsson). Þorgils Óttar Mathies- en, Jóhannes Stefánsson, Magnús Teits- son, Páll Ólafsson, Alfreð Gíslason, Gunnar Gíslason, Steindór Gunnarsson, Kristján Arason, Hans Guðmundsson. Óvíst er hvort Sigurður Gunnarsson fari vegna meiðsla þeirra sem hann hefur átt við að stríða, en þó er líklegt að hann komist í ferðina. Þeir félagar Bjarni Guðmundsson og Sigurður Sveinsson munu einnig koma til móts við liðið ytra. sh ■ Gunnar Gíslason er nú aftur kominn í handboltalandsliðið. Handbolti um helgina KA leikur tvo leiki sunnan heiða í 2. deild ■ í kvöld og á morgun heldur hand- boltinn áfram af fullum krafti. Leikið verður í 2. deild karla, 1. deild kvenna, 3. deild karla og 2. deiid kvenna. í 2. deild leika í kvóld Grótta og Breiðablik á Nesinu og Afturclding og KA leika á Varmá. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20.00. 1 Ásgarði leika á morgun klukkan 14.00 HK og Ármann í 2. deild karla og í Hafnafirði leika á sama tíma Haukar og KA. Þór Ak. fær FH í heimsókn í kvöld og eru það kvennalið féíaganna sem kljást þar. Þá verða að auki leiknir 4 leikir í 3. deild karla og tveir leikir í 2. deild kvenna. Grótta er nú í efsta sætinu í 2. deild karla í handknattleik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.