Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 15
3977. Lárétt 1) Kvenskassa. 5) Söngfólk. 7) Kind. 9) Víðfrægi. 11) Fugl. 13) Matur. 14) Bragðsefni. 16) Öfug röð. 17) Fisks. 19) Hreinsun. Lóðrétt 1) Illar. 2) Keyr. 3) Kyrrlátur. 4) Öngul. 6) opinberun. 8) Gyðja. 10) Stærstu. 12) Skötu. 15) Sjá. 18) Mjöður. Ráðning á gátu No. 3976 Lárétt 1) Aldrað. 5) Líf. 7) Dó. 9) Smár. 11) Ask. 13) Áru. 14) Sina. 16) 1M. 17) Árina. 19) Ertinn. Lóðrétt 1) Andast. 2) DL. 3) Rís. 4) Afmá. 6) Truman. 8) Ósi. 10) Árinn. 12) Knár. 15) Art. 18) II. bridge ■ Aðal spútnikparið í Danmörku þessa stundina er Steen Schou og Johannes Hulgaard. Væntanlega kann- ast einhverjir lesendur við þessa kappa: Schou er frekar ungur og hefur m.a. spilað í unglingaliðinu danska en Hulg- aard er öllu þekktari. Hann hefur lengi spilað við konu sína, Lidu, og þau hafa oftar en einu sinni spilað í opna danska liðinu (það má geta þess í framhjáhlaupi að Lida er dóttir Alex Voigts sem hefur verið einn besti spilari Dana í marga áratugi.) Steen og Johannes byrjuðu að spila saman í vor og kerfið sem þeir nota heitir Litli Sáfflen spaðinn. Þetta kerfi er vægast sagt óvenjulegt: pass sýnir opnun og spaðalit, 1 tígull sýnir 0-7 punkta og svo framvegis. Kerfið hefur reynst þeim félögum vel og svo'skemmir ekki að þeir eru báðir hörku spilarar. Þetta spil kom fyrir í Martini keppninni í Danmörku í haust en hana vann sveit Alex Woigts með Hulgaardhjónin, Schou og Torben Johansen innanborðs: Norður S. K3 H. 65 T. AK10843 L.863 Vestur. Austur. S. 96 S.Dlo4 H. K932 H. 87 T. 5 T. DG9763 L. KG10542 L. A9 Suður. S. AG8752 H. ADG104 T, - L.D7 Lokasamningurinn var 4 spaðar við bæði borð og við annað fékk Lida Hulgaard 10 slagi eftir tígulútspil. Við hitt borðið spilaði Johannes Hulgaard út laufi og Schou tók á ás og spilaði meira laufi á kónginn. Hulgaard spilaði 3ðja laufinu og Schou henti hjarta. Eins og sést liggur spilið til vinnings: suður spilar spaða á kóng og eftir að hafa hent einu hjarta í tígulás getur hann svínað spaða og gefið síðan einn slag á hjarta. Suður spilaði líka spaða á kónginn en Schou í austur henti drott- ningunni í. Nú leit út fyrir að vestur ætti spaðaslag og þá varð hjartakóngurinn að vera réttur. Og þar sem suður var nú staddur í borðinu í fyrsta og eina skiptið varð hann að svína hjartanu strax. Hulgaard var fljótur að taka á hjarta- kóng og gefa Schou stungu og þar með var þessi „öruggi" samningur einn niður. með morgunkaffinu -Þegar ég sagðist geta ansað í símann, raðað í spjaldskrá, tekið niður í hraðrit- un, vélritað, fjölritað og reiknað út faktúrur... þá meinti ég ekki að ég gæti gert þetta allt samtímis. -Jú, ég setti btlinn inn í bílskúr... þ.e.a.s. það sem eftir er af honum.........

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.