Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 17
DENNI DÆMALAUSI „Getur þú gert við mig hérna, eða þarftu að taka mig á verkstæðið?" ■ Föstudaginn 26. nóv sl. opnaði Iðnaðar- bankinn nýtt útibú í Garðabæ. Útibúið verður til húsa í byggingu Pharmaco h/f á mótum Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar, við væntanlegan miðbæ Garðbæinga. Þar verður veitt öll venjuleg bankafyrirgreiðsla. Útibússtjóri er Jóhann Egilsson og af- greiðslustjóri Sigríður Sigurðardóttir. Starfs- menn verða fjórir. andlát Halldór Auðunsson, fyrrv. ökukennari, Faxaskjóli 18, Reykjavík andaðist í Borgarspítalanum 7, desember. Arthur Guðmundsson, Akranesi, Lést 6. þessa mánaðar. Ályktun frá foreldrafélögum grunnskóla Kópavogs ■ Foreldrafélög grunnskóla Kópavogs hafa fjallað um þann vanda sem nú steðjar að Námsgagnastofnun vegna fjárskorts, en í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1983, sem nú liggur fyrir Alþingi, er Námsgagnastofnun áætlaðar um kr. 370.00 fyrir hvem nemanda á grunnskólastigi og er þar með talinn allur rekstrarkostnaður stofnunarinnar. Beint til útgáfustarfssemi eru því fyrir árið 1983 áætlaðar aðeins um kr. 150.00 á nemanda og er Ijóst að ekki fæst mikið fyrir þá fjárhæð. Stjómir foreldrafélaga grunnskóla Kópa- vogs átelja harðlega það fjársvelti sem Námsgagnastofnunin býr við og leyfa sér jafnframt að vísa til 1. og 2. gr. laga um Námsgagnastofnun þar sem segir meðal annars: Hlutverk Námsgagnastofnunar er að sjá grunnskólum fyrir sem bestum og fullkomn- ustum náms- og kennslugögnum. Námsgagn- astofnun annast framleiðslu, útgáfu og miðlun hvers konar námsgagna- og kennslu- tækja, fylgist með nýjungum á því sviði og kynnir þær. Er þess vænst að fjárveitingavaldið sjái sóma sinn í því að endurskoða fjárveitingu til Námsgagnastofnunar þannig að eðlilegt starf geti farið fram í skólum landsins í samræmi við lög og reglugerðir. Félagsheimili Stúdenta ■ Föstudagur fundur hjá Amensty inter- national frá kl. 8.30-11 og svo leikur Missisipí delta blús band frá kl. 11-12. Laugardag leikur Missisipí delta blús band frá kl. 9.30-01.00. Sunnudagur. Djass í Stúdentakjallaranum kl. 9 og þeir sem leika eru Eyþór Gunnarsson á píanó, Friðrik Karlsson á gítar, Sigurður Flosason á saxafón, Tómas Einarsson á kontrabassa og Gunnlaugur Briem á trommur. Kveikt á jólatré Keflavíkur ■ Föstudaginn 10. des. n.k. kl. 17.00 verður kveikt á jólatré , sem Kristianssand, vinabær Keflavíkur, hefur gefið. Lúðrasveit leikur við athöfnina og kirkjukór mun syngja. Jólasveinar koma í heimsókn. Björn Edem, 1. sendiráðsritari norska sendiráðsins mun afhenda tréð fyrir hönd bæjarstjórnar Kristiansands. gengi íslensku krónunna r Gengisskráning - 221 - 9. desember 1982 Kaup Sala 01-Bandaríkjadollar 16.399 16.447 02-SterIingspund 26.443 26.521 03-Kanadadollar 13.232 13.271 04-Dönsk króna 1.8989 1.9044 05-Norsk króna 2.3297 2.3366 06-Sænsk króna 2.2176 2.2241 07-Finnskt mark 3.0470 3.0559 08-Franskur franki 2.3604 2.3673 09-Belgískur franki 0.3411 0.3421 10-Svissneskur franki 7.8549 7.8779 11-Holiensk gyllini 6.0782 6.0960 12-Vestur-þýskt mark 6.6839 6.7035 13—ítölsk líra 0.01157 0.01161 14-Austurrískur sch 0.9504 0.9532 15-Portúg. Escudo 0.1742 0.1747 16-Spánskur peseti 0.1280 0.1284 517-Japanskt yen 0.06702 0.06722 18-írskt pund 22.286 22.351 20-SDR. (Sérstök dráttarréttindi) 17.7973 17.8497 ÁSGRIMSSAFN, Bergstaðastræti 74, er opið daglega nema laugardaga kl. 13.30 tll kl. 16. SÉRÚTLÁN - afgreiðsla I Þingholtsstræti 29a, simi 27155. Bókakassar lánaðir skipum, heilsuhælum og stofnunum. SÓLHEIMASAFN - Sólheimum 27, simi 36814. Opið mánud. til föstud. kl. 14-21, einnig laugard. sept. til april kl. 13-16. ' BÓKIN HEIM - Sólheimum 27, sími 83780. Simatimi: mánud. til fimmtud. kl. 10-12. Heimsendingarþjónusta á bókum fyrir fatlaða og aldraða. HLJÓÐBÓKASAFN - Hólmgarði 34, simi 86922. Opið mánud. til föstud. kl. 10-16. Hljóðbókaþjónusta fyrir sjónskerla. HOFSVALLASAFN - Hofsvallagötu 16, sími 27640. Opið mánud. til föstud. kl. 16-19. Lokað í júlimánuði vegna sumarleyfa. BÚSTAÐASAFN - Bústaðakirkju, sími 36270. Opið mánud. til föstud. kl. 9-21, einnig á laugardögum sept. til april kl. 13-16. BÓKABÍLAR - Bækistöð I Bústaðarsafni, sími 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. bilanatilkynningar ' Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Sel- tjamarnes, simi 18230, Hafnarfjörður, sími 51336, Akureyri simi 11414, Keflavík simi 2039, Vestmannaeyjar, simi 1321. Hitaveitubllanir: Reykjavik, Kópavogur og Hafnarfjörður, sími 25520, Seltjarnarnes, sími 15766. Vatnsveltubilanir: Reykjavikog Seltjamar- nes, simi 85477, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar simi 41575, Akureyri, sími 11414. Keflavík, simar 1550, eftir lokun 1552. Vestmannaeyjar, símar 1088og 1533, Hafn- , arfjörður simi 53445. Simabilanir: i Reykjavik, Kópavogi, Sel- tjamarnesi, Hafnarfirði, Akureyri, Keflavik og Vestmannaeyjum, tilkynnist I 05. Bilanavakt borgarstofnana: Slmi 27311. Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa á aðstoð borgarstofnana að halda. FÍKNIEFNI - Lögreglan i Reykjavik, mót- taka upplýsinga, sími 14377 sundstadir Reykjavik: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-19.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl. 13- 15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-13.30. Kvennatímar í Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð I Vesturbæjarlaug og Laugardalslaug. Opnun- artíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug í síma 15004, í Laugardals- laug i sima 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 17.30-20, á laugardögum kl. 8-9 og 14.30-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17-18.30, laugardög- um 8-16 og á sunnudögum kl. 9-11.30. Varmárlaug i Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-19. Kvennatimar á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatimar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14- 18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðjud. og fimmtud. kl. 17-21.30, karlatimar miðvikud. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14-30-18. Almennir saunatím- ar I baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl. 8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavlk Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 I april og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — [ mai, júni og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. — [ júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstof- an Akranesi simi 1095. Afgreiðsla Reykjavik simi 16050. Sim- svari i Rvik simi 16420. útvarp/sjónvarp útvarp Föstudagur 10. desember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð. Ingibjörg Magnúsdóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 1 9.05 Morgunstund barnanna: 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.00 íslensk kór- og einsöngslög 11.30 Frá Norðurlöndum. Umsjónarmað- ur: Borgþór Kjærnested. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Áfrívaktinni. Sigrún Sigurðardótt- ir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.40Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir,- 16.40 Litli barnatiminn Stjórnandi: Dóm- hildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 17.00 Nýtt undir nálinni Kristin Björg Þorsteinsdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. TónleÍKar. 20.00 Lög unga fólksins. Hildur Eiriksdóttir kynnir. 20.40 Frá hátiðartónleikum á aldarafmæli Fílharmóníusveitar Berlínar; síðari hluti 21.45 „Prestafífill“, smásaga eftir John Steinbeck Þýðandi: Margrét Fjóla Guðmundsdóttir. Baldur Pálmason les. 21.45 „Prestafífill“, smásaga eftir John Steir.beck Þýðandi: Margrét Fjóla Guðmundsdóttir. Baldur Pálmason les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir Gunnar M. Magnúss. 23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jón- assonar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir 01.10 Á næturvaktinni, Sigmar B. Hauks- son og Ása Jóhannesdóttir 03.00 Dagskrárlok sjónvarp Föstudagur 10. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli og auglýs- ingar. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 21.15 Prúðuleikararnir Gestur þáttarins er banda.-iska gamanleikkonan Carol Burnett. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 22.00 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn eru Guðjðn Ein- arsson og Ögmundur Jónasson. 23.10 Vígamaðurinn (Stalking Moon) Bandarískur vestri frá 1968. Leikstjóri Robert Mulligan. Aðalhlutverk: Gregory Peck og Eva Marie Saint. Apache-indiáni veitir eftirför hermanni sem hefur haft á brott með sér hvíta konu hans og son. þeirra. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 01.00 Dagskrárlok. Burnett prúðu- leikara ■ Gamanleikkonan/söngkonan Carol Burnett er gestur Prúðuleikar- anna að þessu sinni en hún hefur á undanförnum árum verið geysivinsæl sjónvarpsstjarna vestra, í sínum eigin sjónvarpsþætti „The Carol Burnett Show“. Burnett er fædd í San Antonio Texas 1933. Ferill hcnnar hófst í revíum í New York en síöan náði hún vinsældum ineð þátttöku sinni í Gary Moore sjónvarpsþættinum á sjötta áratugnum. Þaðan lá leiðin svo á Broadway en það er ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem hún sló í gegn ef svo mætti að orði komast, í sjónvarpi, og brátt fékk hún eigin þátt til umráða. Vegna starfa sinna í sjónvarpi hefur hún ekki getað leikið mikið í kvikniyndum, aðdáendum hennar til sárra vonbrigða, þó er hægt að nefna þrjár kvikmyndir sem hún hefur leikið í á síðustu árum, The Front Page, A Wedding og Health. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.