Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 1
IICLvIMIIl" PAKKINN Arja Saijonmaa sýnir í Þjóöleikhúsinu: „GÆTI ORÐIÐ SKÆRASTA STJARNAN A BROADWAY — segir New York Post um sýningu hennar í New York ¦ „ Einh vcrntímu gæti liin stórkost- lega finnska leik-og söngkona Arja Saijonmaa orðið skærasta stjarnau á Broadway. Hún hefur hæfileikana, fegurðina, gáfumar, fjölhæfnina, að- dráttaratlið, kraftinn, mýktina, kyn- þokkann og þann dularfulla galdur að geta náð til og heillað áhorfendur" þannig segir m.a. í blaðaumsögn sem birtist í stórblaðinu Nevv York Post um finnskii leik og söngkonuna Arja Saijoinnaa sem skemmta mun í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið en hún hefur að undanförnu sýnt í New York við góðan orðstír. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða í Þjóðleikhúsinu en þar flytur hún dagskrá, ásamt fimm manna hljómsveit, í tali og tónum og er öll dagskráin flutt á ensku. En svo við gluggum aftur í blaðaumsögnina þá segir þar: „Hún steig fast á fjöl og bar höfuðið hátt er hún gekk af öryggi inn á sviðið á Symphony Space, þar sem sýningar hennar hófust í þessari viku, og undir tónfalli „New York New York". Hún heilsaði með því að segja „Hæ." og það hljómaði jafn ísmeygilega og tvírætt og þegar Texas Guinan segir rámur „Halló, ræfillinn". Það er ekki auðvelt að lýsa Scandinavian Love stories, en svo nefnist einnar-konu sýning sú sem • hún hefur mótað ásamt stór-snjöllum leikstjóra sínum Viveca Bandler. Á vissan hátt er þetta eins konar upphafin kabarettsýning sem er mun algengari í Evrópu en hér í Banda- ríkjunum. Eiginlega er þetta revía, ¦ MT: Arja Saijonmaa finnska leik-og söngkon- an eitthvað í líkingu við einnar-konu Ziegfield-sýningu þar sem Arja er hið dýrindis augnadjásn sem ber búningana af glæsibrag, flytur okkur einræður á tærri ensku með skringi- legum skemmtilegheitum sem minna á 'VVill Rogers eða af dýpt og hnitmiðun sem minnir á Bert Will- iams. Hún hefur töfraljóma sem minnir á Josephine Baker eða Marlene Dietrich. Arja getur verið svíðandi heiðarleg í tónlistardramatíseringu á ást og einmanaleik senrhún flytur með mátttugri og hnitmiðaðri kon- tralto-rödd. Hún gantast jafnvel með þann mikla Finna Jean Sibelius, með því að „poppa" eitt laga hans og fara síðan að píanóinu og syngja það og leika blátt áfram. Leikmynd Ralf Forsström dylur m.a. snilldarlega notkun á sárabind- um. Berndt Egerbladh stýrir fyrsta flokks fimm manna jass-hljómsveit. Útsetningar hans eru smekklegar." Hér er sem sagt á ferðinni einstakur atburður, sem er sýning Arju, og miðað við lýsingar í New York Post ætti engum að leiðast undir þessari einnar konu Ziegfield-sýningu" ¦ GALLERI NIÐRI opnar sína l'y rsl n sýningu um helgina en það er sýning myndlistar- konunnar Sigríðar Bjöms- dóttur og mun hún sýna smámyndir í akrýl á pappa. Sýningin er sölusýning. „Þetta verður eina sýning okkar fram að áramótum en við eriim með fleiri uppákom- ur í bígerð eftir áramótin" sagði Sverrir Gauti Diego ann- ar forráðamanna gallerísins í samtali við Tímann en hann og félagi hans ÍJIi'ar Örn Valdúnarsson reka fyrirtæk- ið, sem er á Laugavegi 21. „Við fórum af stað snemma á þessu ári og við erum einkum með glerskurðar og innrömmunarverk- stæði og veitum bæði almenningi og listamönnum alhliða þjónustu á þessu sviði" sagði Sverrir. „Hugsunin á bak við uppsetningu gallerísins er að veita þessá þjónustu og við tökum að okkur að setja upp sýningar, stórar og smáar. Þeir sem starfa að þessu hjá okkur eru myndlistarmenntaðir þannig að þeir geta átt við ýmsa dynti hjá lista- mönnum en fyrir utan þessa þjónustu erum við einnig með verulegt úrval af plakötum og kortum." Sýning Sigríðar mún standa til 19. des., n.k. -FRI GALLERI NIÐRI með fyrstu sýninguna: „Fleiri uppákom- ur eru í bígerð" — segir Sverrir Gauti Diego annar forráðamanna gallerísins KVEIKT AJÓIA- TRÉNUÁ AUSTUR- VELU ¦ Sunnudaginn 12. desember verð- ur kveikt á jólatrénu á Austurvelli. Tréð er að venju gjöf Oslóborgarbúa til Reykjavíkur, en Oslóborg hefur nú í rúm 30 ár sýnt borgarbúum vinarhug með þessum hætti. Athöfnin hefst við Austurvöll um kl. 15.30. með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur, en ljósin á trénu verða tendruð um kl. 16.00. Sendiherra Noregs á íslandi, Annemarie Lorent- zen, mun afhenda tréð, en Davíð Oddsson, borgarstjóri, mun veita trénu viðtöku fyrir hönd borgarbúa. Athöfninni lýkur með því að Dóm- kórinn syngur jólasálma. Athygli er vakin á því, að eftir að kveikt hefur verið á jólatrénu verður barnaskemmtun við Austurvöll. Dagskrá ríkisfjölmiðlanna 11. desember til 16. desember

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.