Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 8
KVEIKTU ’ Á Kveiktu á perunni ■ Komið er út lítið kver, sem ber nafnið Kveiktu á perunni og inniheldur 50 vísnagát- ur. Höfundur og útgefandi er Ólafur Gísla- son, en peruhönnuður Ásta Svendsen. ( inngangsorðum segir höfundur m.a.: Með útgáfu þessara vísnagetrauna gerist ég sporgöngumaður tveggja ágætra manna, þeirra Sveins Víkings og Ármanns Dal- mannssonar, sem báðir gáfu út vísnagátur um nokkurt árabil við vinsældir. Ég vona að enn njóti þetta þjóðlega tómstundagaman vinsælda og verði til þess að stytta fólki stundir um mesta skammdegið. Kveiktu á perunni er 62 bls. og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Þórarinn B. Þorláksson Bók um Þórarin B. Þorláksson ■ Bókaútgáfan Helgafell hefur gefið út bók um Þórarin B. Þorláksson listmálara. Bókin er með svipuðu sniði og fyrri listaverkabækur forlagsins. ( bókinni um Þórarin eru birtar myndir af málverkum hans og teikningum. Dóttir hans, Guðrún Pórarinsdóttir ritar persónulega og fræðandi grein um föður sinn og Valtýr Pétursson listamaður og gagnrýnandi skrifar um listamanninn Þórarin og verk hans. Þórarinn B. Þorláksson fæddist á Undir- felli í Vatnsdal 14. febrúar 1867 og hann lést 10. júlí 1924. Hann nam bókband í Reykjavík og Kaupmannahöfn og veitti um skeið forstöðu bókbandsstofu ísafoldar. 1895-1902 stundaði hann málaranám við listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hann varð kennari við Iðnskólann í Reykjavík og skólastjóri þar 1916-1923. Um aldamótin hélt Þórarinn fyrstur ís- lenskra málara sýningu hérlendis og hann mun einnig fyrstur manna hafa verslað hér með listmálaravörur. Eftir hann liggja fjöl- margar landslags myndir, sem hans mun lengst verða minnst fyrir. Torfi Jónsson sá um tilhögun bókarinnar, setning Prentstofan Blik hf., litgreining, umbrot og prentun Prentsmiðjan Grafík hf. Bókin er 80 síður. mm Sigurður Á. Friðþjófsson: Heimar ■ Skuggsjá hefur sent á markað bók eftir ungan Hafnfirðing, Sigurð Á. Friðþjófsson. Er það skáldsaga, sem höfundur hefur gefið nafnið Heimar. Heimar er á engan hátt hefðbundin skáldsaga, til þess eru þræðir sögunnar of margir og of laustengdir, með snertipunkta í raunveruleika, þjóðsögu, draumi og ímyndun. Sérhver kafli sögunnar stendur sem sjálfstæð heild, er heimur út af fyrir sig, en þó í beinu samhengi við aðra heima frásagnarinnar. Sagan segir frá Ágústi. Hann er af hernámsárakynslóðinni, fæddur árið sem (slendingar undirrituðu hernámssamninginn við Bandaríkjamenn. Ágúst er áttavilltur í tilverunni, hann trúði því sem unglingur að hSið hefði upp á allt að bjóða, aðeins þyrfti að beygja það undir sig og móta að eigin geðþótta. ( sögulok er hann. hinsvegar reynslunni ríkari. Aldrei var upp á annað boðið en það, sem Hallgrímur Pétursson orti um, uppeldisfjötra og undirgefni Heilræða- vísna, píslarsögu Passíusálmanna og sláttu- mann dauðans. Heimar eftir Sigurð Á. Friðþjófsson er sett hjá Acta hf. filmuunnin og prentuð í Prenttækni og bundin í Bókfelli hf. Kápu- teikning er eftir Lárus Blöndal. Heimar er 163 bls. • Einar Benediktsson Ritgerðir ■ Hjá Skuggsjá er komið út ritgerðasafn eftir Einar Benediktsson. Er það síðara bindi óbundins máls, hið fyrra var Sögur skáldsins, en áður hefur forlagið gefið út Ljóðasafn I-IV eftir Einar. Þessi 6 binda heildarútgáfa á verkum Einars Benediktssonar er öll hin vandaðasta og í handhægu broti og hefur Kristján Karlsson bókmenntafræðingur ann- ast um útgáfuna, en Hafsteinn Guðmundsson bókaútgefandi séð um uppsetningu og útlit. Ritgerðir Einars Benediktssonar fjalla um hin margvíslegustu efni. Hann hóf strax á. skólaárum sínum að sinna blaðamennsku, þegar hann stóð að útgáfu tímaritsins Sunnanfara. Síðar á ævinni var hann ritstjóri og útgefandi að ýmsum blöðum, t.d. Land- vöm og Þjóðstefnu. Merkast þessara blaða var Dagskrá 1896 - 98. Annars skrifaði hann fjölda blaðagreina í flest helstu blöð og tímarit hér á landi um sína daga. Áhugamál hans voru mörg og sjónarmið hans óhvers- dagsleg hvort sem hann skrifaði um bók- menntir, atvinnumál, hagfræði, vísindi eða heimspeki. Þetta safn sem hér birtist er úrval helstu ritgerða Einars um þau efni, sem hann lét sig einkum varða, og þar sem sérkennilegur stíll hans kemur best í Ijós. Þar á meðal eru greinar hans um íslensk ljóðskáld í Dagskrá, einhver fremsta gagnrýni, sem skrifuð hefur verið á íslensku. Ritgerðir eftir Einar Benediktsson er 229 bls., setningu annaðist Prentstofan Blik hf., filmuvinnu Prentþjónustan hf., prentun Offsetmyndir sf. og Bókfell hf. batt bókina. Káputeikning er gerð af Lárusi Blöndal. Jóhanna Sveinsdóttir: Matur er mannsins megin ■ Matur er mannsins megin, er ný íslensk matreiðslubók eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Jóhanna hefur um skeið skrifað fastan pistil í Helgarpóstinn, mat og matargerðarlist. Hún lætur ekki staðar numið við uppskriftim- ar, heldur tínir til ýmsan fróðleik og gamanmál efninu viðkomandi. Þótt víða sé leitað fanga við öflun efnis er allt hráefni í uppskriftirnar fáanlegt í íslenskum matvöruverslunum. Bókin er prýdd fjölda litmynda. Útgefandi er Svart á hvítu. lSI J ASK WnLRV 1 Uppsláttarrit ræktunarmannsins: Tré og runnar á Islandi ■ Þessa dagana kemur út að frumkvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur bókin TRÉ OG RUNNAR Á ÍSLANDl eftir Ásgeir Svanbergsson. Útgefandi er Örn og Örlygur. Á þriðja hundrað myndir og teikningar eru í bókinni, þar á meðal fjöldi litmynda teknar af Vilhjálmi Sigtryggssyni framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Bókin TRÉ OG RUNNAR Á ÍSLANDl fjallar eins og nafn hennar bendir til um tré og runna á ísfandi, sögu þeirra og heimkynni ásamt leiðbeiningum um ræktun og hirðingu. Höfundurinn hefur verið græðireitsstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur í mörg ár og kynnst vandkvæðum garðeigenda. Þá er hann kunnur fyrir vandaða sjónvarpsþætti um skógrækt. TRÉ OG RUNNAR Á (SLANDl opnar fólki í raun nýjan heim því í henni eru ýtarlegar lýsingar, fjöldi mynda og greining- arlykla sem lýsa alls 500 tegundum og afbrigðum trjáa og runna, sem er að fmna hérlendis, auk nokkurra tegunda sem vaxa í nágrannalöndunum. Latnesk plöntuheiti eru þýdd á íslensku og skýrð eru helstu fræðiorð grasafræðinnar. Bók þessi, sem er hin fyrsta í bókaflokknum ÍSLENSK NÁTTURA á erindi til allra sem unna gróðri og ræktun. Bókin er unnin í Prentstofu G. Benedikts- sonar. Litgreiningar annaðist Myndamót hf. Kápugerð var í höndum Sigurþórs Jakobs- sonar en bókbandið hjá Arnarfelli hf. „ HVERNIG A AÐ LEGG Jk KAPLA? Spilabækur Arnar og Örlygss Hvernig á að leggja kapla? ■ „HVERNIG Á AÐ LEGGJA KAPLA? nefnist nýútkomin bók frá Bókaútgáfunni Erni og Órlygi hf. Bókin er í bókaflokki er ber samheitið „Spilabækur Arnar og Örlygs". Hún er eftir danska höfundinn Svend Novrup en Trausti Björnsson hefur þýtt bókina og staðfræt. Bókin „Hvcrnig á að leggja kapla“ skiptist í tvo meginkafla. Nefnist annar „Sígildir kaplar" og hinn „Nútímakaplar - Hin nýja stefna í köplum.“ ( bókinni eru kenndir fjölmargir kaplar - hvernig á að leggja þá og vinna. Meðal hinna sígildu kapla má nefna Klukkukapal, Monte Carlokapalinn, Kónga- kapalinn og Ásakapalinn. 1 nútimaköplunum er m.a. kenndur Draumakapallinn, Knatt- spyrnumennirnir, Handkapallinn, Hvolfkap- allinn og Póker-kapallinn. Þess má geta að bókinni lýkur með skemmtilegum ráðleggingum sem hljóða á þessa leið: „1 kaupbæti þjálfum við upp hjá okkur einn góðan kost: Að verða fyrir skakkaföllum án þess að láta það kpma okkur úr jafnvægi. Þrátt fyrir það ganga flestir kaplar ekki upp eða gefa aðeins annars eða þriðja flokks árangur eins og við verðum svo oft að sætta okkur við í lífinu sjálfu. Kaplarnir hafa þetta allt til að bera. Nú höfum við að auki séð að þeir hafa líka bakhlið. Góða skemmtun - og svindlið nú ekki!“ Bókin „Hvernig á að leggja kapla“ er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar er bundin hjá Arnarfelli hf. Kápuhönnun annaðist Sigur- þór Jakobsson. Bræður munu berjast ■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út skáldsöguna „Bræður munu berjast1' eftir Rónald Stmonarson. Er þetta fyrsta skáldsaga Ronalds sem er 37 ára Reykvíking- ur og kunnur listmálari. Sagan „Bræður munu berjast" gerist á íslandi á síðasta áratug. tuttugustu aldarinnar og hafa þá orðið mikil stjórnarfarsleg umskipti í landinu. Alþýðubandalagið hefur náð alræðisvöldum og í kjölfar þess fylgir stjórnarfar eins og nú tíðkast í Austur-Evr- ópu. Forsaga valdatöku Alþýðubandalagsins er kosningabandalag þeirra við krata og framsóknarmenn og mikill kosningasigur í kjölfar óvæntra atvika hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Alþýðubandalagið nær smátt og smátt yfirtökunum og ýtir samstarfsflokkum sínum úr í hom. í sögunni fylgir Rónald síðan nokkrum sögupersónum og ferli þeirra. Gerist sagan aðallega í Reykjavík, en leikurinn berst þá víðar, — vestur á ísafjörð, norður í Grímsey og að bænum Rauðshaug á Héraði þar sem bóndinn stundar sérkennilega aukabúgrein. Mikil átök fylgja í kjölfar stjórnarfarsbreyt- ingarinnar, því ekki sætta allir sig jafnvel við einræði og reyna að klóra í bakkann eftir ýmsum leiðum. En öllum slíkum tilraunum er mætt af mikilli hörku og við það famar þær leiðir sem þekktar em af afspum frá einræðisríkjum. Bókin „Bræður munu berjast" er sett, filmuunnin, prentuð og bundin hjá Prent- smiðjunni Hólum hf. Kápuhönnun annaðist Sigmundur Ó. Steinarsson. Dimmalimm Sagan af Dimmalimm ■ Perla íslenskra bamabóka, gefin út á nýjan leik hjá Helgafelli. Það er víst síst of mikið sagt, þegar sagt er að „Sagan af Dimmalimm" sé ein skærasta perla íslenskra barnabóka. Þetta gullfallega ævintýri listamannsins Muggs, (Guðmundar Thorsteinsson, 1891-1924) kemur nú út að nýju hjá bókaútgáfunni Helgafell. Bókin kemur nú út í nýjum listrænum búningi, og hefur Torfi Jónsson, skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands séð um tilhögun útlits og uppsetningu. Muggur var á leið með saltskipi til Ítalíu, þegar honum hugkvæmdist að færa lítilli frænku sinni í Barcelona gjöf. Hann settist við og skrifaði ævintýrið um Dimmalimm og myndskreytti það jafnóðum með vatnslitum. ( dag þykja þessar vatnslitamyndir einhver dýrlegustu verk, sem Muggur lét eftir sig. Tveggja manna spil - ný spilabók ■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér bókina „Tveggja manna spil“ eftir Svend Novrup en Trausti Björnsson skólastjóri hefur þýtt og staðfært bókina. Er bókin í bókaflokki er ber heitið „Spilabækur Amar-og Örlygs." Eins og nafn bókarinnar ber með sér fjallar hún um tveggja manna spil. Em í bókinni frásagnir af mörgum tveggja manna spilum og þau kennd - bæði spilareglur og hvemig spila skal úr og em skýringar bókarinnar það tæmandi og vel fram settar að hver sem er á emT ö* JLJIs* Spilabækur Arnar og Örlygs að geta lært spilin eftir Ieiðbeiningum bókarinnar. Meðal spilanna sem kennd em í bókinni em t.d. Kasína, Tablanetta, Indíánavist, Japönsk vist, Tveggja manna bridge, Stríð, 29, Minnisgaman og svo spil sem ber það „virðulega" nafn Eitur og ólyfjan. Bókin heitir á fmmmálinu „Kortspil for to.“ Hún er sett, filmuunnin og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bundin í Arnarfelli hf. Kápuhönnun annaðist Sigur- þór Jakobsson. Guómundur Bjdrgvln/zon IIIIT HICIflHflEGT Allt meinhægt ■ Lífsmark hefur sent frá sér fyrstu bók ungs höfundar, Guðmundar Björgvinssonar, semgefið hefurverið nafnið Allt meinhægt. Allt meinhægt fjallar nokkuð ítarlega um fjóra daga úr lífi 35 ára bankastarfsmanns. Lesendur fara með honum í vinnuna, taka þátt í æsilegum næturævintýmm hans á diskótekum borgarinnar og fylgjast með því, sem hann er að bauka, þegar hann er einn heima hjá sér. Þeir sjá ýmislegt, sem hann yrði sjálfsagt ekkert of ánægður með að aðrir vissu um. Þó að Allt meinhægt sé fyrsta bók Guðmundar Björgvinssonar, er hann þegar kunnur á öðra sviði, en hann er þegar þekktur myndlistarmaður og hefur haldið fjölmargar einkasýningar, bæði í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Er Allt meinhægt prýdd fjölmörgum myndum höfundar síns. Dreifingaraðili er Svart á hvítu. KRISTJÁN P MA3NU5ÍSON VIÐ ÍVESTURRÆNUM Við í vesturbænum ■ Bókaforlag ísafoldar hefur gefið út bókina „Við í vesturbænum" eftir Kristján P. Magnússon. í bókinni segir frá uppvexti atorkusamra stráka i vesturbænum í Reykjavík. Lesandinn fylgist með sam- skiptum þeirra og hugsunum, uppátækjum og framkvæmdasemi. Bókin er blessunarlega laus við fjölskylduvandamál. Strákamir eiga þó sín eigin vandamál við að stríða en leysa þau sjálfir. Þetta er létt skrifuð og skemmtileg bók og mun lesandinn hvort sem hann er sjö ára eða sjötugur þekkja hliðstæð atvik úr eigin lífi. Við í vesturbænum er 143 bls. að stærð, prentuð og bundin í Isafoldarprentsmiðju. Káputeikning og myndskreytingar em eftir Evu Vilhelmsdóttur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.