Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 1
Vinningaskrá Hí er á bls. 10 í Helgar-Tímanum Blað 1 Tvö blöð í Helgin 11.-12. desember 1982 283. tölublað - 66. áraangur iumúla 1 jykjavík-Ritstjórn 86300-Auglýsingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar HLUTFALL SPARNAÐAR ALDREI VERIÐ MINNA HÍR SL 30 AR — ef miðað er við hlutfall af þjóðarf ramleiðslu — þriðjungs samdráttur f rá meðaltali síðasta áratugar ¦ Hlutfall sparnaðar af þjóðarfram- leiðslu er talið verða um 17% nú í ár, sem er lægsta sparnaðarhlutfall s.l. 30 ár eða allt frá árinu 1952 og nær þriðjungs samdráttur frá meðaltali síðasta áratug- ar. Á árunum 1970-1980 nam spamaður- inn um 25% af þjóðarframleiðslu en fór niður í 22% í fyrra. Þetta kom m.a. fram í erindi Tryggva Pálssonar forstöðu- manns hagfræði- og áætlanadeildar Landsbankans á ráðstefnu um þróun efnahagsmála. Að sögn Tryggva er áætlað að fjárfest- ingar í landinu verði um 27% af þjóðartekjum í ár. Mismunur.nn - um 10% - koma því fram í halla á utanríkisviðskiptum okkar, þ.e. aukinni erlendri skuldasöfnun. Þá kom fram h já Tryggva að hann teldi ólíklegt að raunvextir muni hækka á næsta ári. Vegna ógnvænlegra verð- bólguspáa - sem sagt var frá í blaðinu í gær - spurði Tíminn hann hvort ekki séu líkur á að raunvextir komi þvert á móti til með að lækka á næsta ári, þ.e. að verða enn neikvæðari. „Persónulega álít ég ólíklegt að vaxtabreytingar verði gerðar fyrir kosningar. Aftur á móti geri ég ráð fyrir að vextir verði hækkaðir að kosningum loknum, þ.e. að eitthvað verði reynt að hamla á móti, svo fremi að verðbólguspár manna standist", sagði Tryggvi, sem sjálfur kvaðst búast við aukinni verðbólgu á næsta ári. En hve lengi geta vextir hækkað? „í rauninni eru engin efri mörk á vöxtum meðan engin slík mörk eru á verðbólg- unni", sagði Tryggvi. Sem dæmi nefndi hann þekktar verðbólguþjóðir eins og t.d. Brasilíu þar sem útlánsvextir voru 151,8% í september s.I. og Argentínu þarsemþeir voru9()%. -HEI Miklar breyt- ingar á bók- sölulista Tfmans: Albert skaust í 3* sæti ¦ Pau tíðindi gerðust markverðust í bóksölukönnun Tímans í gær, að bókin Albert, bókin um Albert Guð- mundsson sem Gunnar Gunnarsson skráði, skaust upp í 3. sæti sölulistans, þrátt fyrír það að hún hefur aðeins verið rúma viku í verslunum. Bæfeurn- ar í fyrsta og öðru sæti eru þær sömu og vom í þeim særum fyrir einni viku, en það eru bækurnar Æviminningar Kristjáns Sveinssonar og Dauðafljótið eftir Alistair Maclean. Sjá nánar af kðnnun Tímans á síðum 12 og 13. -AB %' Veröur Húsavík- urflotanum lagt um helgina? „ALCJÖR STAOA ff ¦ Fjölmargir bátar liggja nú í Húsavíkurhöfn. Bæði hafa gæftir verið slæmar og eins hafa útgerðarmenn ekki fengið ohu nema gegn staðgreiðslu. Á þessari ynd sem Þröstur Ijósmyndari Tímans á Húsvík tók sjást nokkrir bátanna og togarinn Kolbeinsey, en óvíst er um hvort þessi fley láti úr höfn efir helgi. Steingrímur Hermannsson, formadur Framsóknarflokksins: ÁLVIÐRÆÐIJRNAR ERU í 77V OÞOLANDI SJALFHELDU — „Tillaga Guðmundar G. Þórarinssonar athyglisverð tilraun til að koma þeim úr henni" 77 ¦ „Eg sagði í skeytinu til Svavars Gestsson, að ég teldi að tillaga Guð- mundar G. Þérarinssonar í álviðræðu- nefndinni væri athyglisverð tilraun til þess að koma málinu út úr þeirri óþolandi sjálfheldu, sem það er í", sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, Tímann í gær. samtali við Vikið er að þessu skeyti í Þjóðviljan- um í gær, en þar segir aðeins að Steingrímur hafi í skeytinu talið tillögu Guðmundar „athyglisverða", en öðrum atriðum úr setningunni sleppt. Skeyti þetta var svar við skeyti sem Svavar sendi Steingrími. Steingrímur sem undirritaði í gær hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna á Jamaica sagði að ekki heföi vcrið haft við sig samráð fyrirfram um úrsögnina úr nefndinni, en viðræðurnar við AIu- suisse væri í óþolandi sjálfheldu og væri tillaga Guðmundar athyglisverð tilraun til þess að reyna að komast út úr þeirri sjálfheldu og hefja raunverulegar við- ræður. Sjá nánar bls. 5 segir Bjarni Adalgeirsson, bæjarstjóri ¦ - Það er algjðr biðstaða í þessu máli enn sem komið er. Við höfum fengið jákvæðar undirtektir varðandi þá ósk okkar að skuldbreytingunni verði hraðað, cn það virðist enginn vita hvort olíuskuldirnar verði teknar með í það dæmi, sagði Bjarni Aðalgeirsson, bæjar- stjóri á Húsavík í samtali við Tímann, cn Bjarni var einn fjögurra manna sem falið var að vinna að lausn skuldbreyt- ingarmálsins fyrir hönd útgerðarfyrir- tækja á Húsavík. Að sögn Bjarna Aðalgeirssonarliggur enn ekkert fyrir um hvort skipaflota Húsvíkinga verður lagt um helgina. Bjarni sagði að það hefði láðst að geta þess á fundi útgerð- armanna sl. sunnudag að útgerðirnar gætu fengið olíu gegn staðgreiðslu og því gætu menn siglt ef þessi staðgreiðsla væri fyrir hendi. - Það hafa bara verið það miklar ógæftir að undanförnu að ég cr ekki viss um að menn kæri sig um að róa áður en þessi skuldbreytingamál komast á hreint, sagði Bjarni Aðalgeirs- son og bætti því við að útgerðarmenn á Húsavík myndu funda um þessi mál um helgina. -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.