Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 4
Hafréttarsáttmálinn undirritaður: „STÚRKOSTLEGUR ÁRANGUR” — sagdi Hans G. Andersen, sendiherra í ræðu á hafréttarrádstefnunni ■ - Það cr scndincfnd íslands mikið glcðicfni að undirrita lokasamþykkt hafréttarráðstefnunnar og hafrcttarsátt- málann, því sannleikurinn er sá að íslenska þjóðin hefur beðið eftir þessum úrslitum í 35 ár, sagði Hans G. Ander- sen, sendiherra og formaður sendinefnd- ar Islands í ræðu á lokafundi þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin er á Jamaica. Hafréttarsátt- málinn var undirritaður í gær og voru það Hans G. Andersen og Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra sem undirrituðu sáttmálann fyrír Islands hönd. í ræðu Hans G. Anderscn kom einnig fram að þessi lokafundur þriðju hafrétt- arráðstefnunnar væri sögulegur viðburð- ur. hans G. Andersen sagði að hér væri um að ræða hápunkt þróunar sem hófst fyrir nærri því 35 árum síðan, en upphafið mætti rekja allt til fundar allsherjarþings Sameinuðu þjóðarina árið 1949. Fyrir land eins og ísland sem byggði afkomu sína á auólindum hafsins undan ströndum sínum þá væru ákvæði þess samnings stórkostlegur árangur. Hvorki sendinefndir Bandaríkjanna né Bretlands undirrituðu sáttmálann, en stjórnir beggja þessa landa hafa set sig mjög upp á móti þeim ákvæðum samningsins sem kveða á um yfirráðin yfir úthafinu og námugröft á hafsbotni. Þó að hafréttarsáttmálinn hafi verið undirritaður nú er ekki búist við því að hann taki gildi fyrr en eftir nokkur ár, en eitt ár þarf að líða frá því að ákveðinn fjöldi þjóða hefur undirritað samninginn þar til hann tekur gildi. -F.SE Fimmti hver Islendingur stundar stangveidar — þegar hann er á aldurs- bilinu 25-50 ára ■ Fimmti hluti íslendinga á aldrinum 25-50 ára stunda stangveiðar meira eða minna reglulega, þ.e. 2 til 22 daga á ári. Aóeins um einn af hverjum 7 veiði- mönnum eru konur. Af star.gveiði- iiionnunum er rúmur hclmingur sem einungis stundar siiungsveiðar. röskur fjórðungur bæði lax- og siiungsveiðar og um sjötti hvereinungis Uixveiðr.r. Fram- ansagi kemurfram í kónnunsem F'élags- vísind^deild Háskólans gerði árið 1981 á tórnstundaiðju þessa aldurshóps á Islandi meðal nokkui hundruð inanns um allt land, sem kynnt var á aðalfundi Landssambands stangveiðifélaga ný- lega. Yl'ir 7 af hverjum 10 veiðimannanna Itafa stundaö stangvciðar meira en 10 ár og nær allir vildu þcir sinna þessu áhugamáli sínu mcira en þeir gera. Kentur á óvart að einungis innan við 20. hluti þeirra telur mikinn kostnað helstu hindrunina en hins vegar telja um 6 af hverjum 10 að tímaskortur sé helsta hindrunin fyrir meiri veiðimennsku. Um þriðjungur veiðimannanna kvað kostn- að sinn af þessu sporti hafa verið á bilinu 4.500 til 12.500 krónur, fjórði hluti þeirra kvað hann innan við 2.500 kr. en um 1 af hverjum 7 sagði útgjöldin yfir 12.500,sem er nær sama hlutfall veiðim- anna og kveðst eingöngu stunda laxveið- ar. Tæpur þriðjungur veiðimannanna var búscttur í Reykjavík, en Reykvík- ingar eru unt 37% þjóðarinnar. Meira en 9 af hverjum 10 stangveiði- mönnum er gift fólk eða í sambúð og flcstir eða um 8 af hvcrjum 10 kveðst stunda vciðarnar í félagsskap einhverra annarra, fólki úr fjölskyldu sinni, vinnu- félögunt eða vinum. Um 2/3 veiðimann- anna kváðust vera launþegar en rúm 21% atvinnurekendur. -HEI Herra Petur Sigurgeirsson, biskupinn yfir Islandi, kynnir blaðamönnum hugmyndina um „Friðar-jólin“. Tímamynd: Ella. Fridar-|ól” ■ „Verkefni kirkjunnar á aðventu og jólum er tvíþætt, annars vegar er samhjálpin, að hjálpa þeim sem búa við neyð í dag og hinsvegar hefur veriöá- kveðið að efna til „Friðar-jóla“ en í því felst sá gamli og sígildi boðskapur sem Dregid í Olympíu- happdrættinu: Tólf bílar bíða nýrra eigenda! ■ Dregið var í Ólympíuhappdrættinu 4. desember sl. undir eftirliti borgarfóg- eta. Vinningar komu á eftirtalin númer: BMW 315: 121321, 160209. Buick Skylark: 45904, 132134. Escort GL: 155456, 21452, 230667. Saab 900 GL: 231073, 69286. Suzuki Fox: 164219, 116156, 256470. ■ Að sjálfsögðu var ekki hægt að keyra laxinn í gegn um Húsavík án þess að Hús ildngar fengju að smakka hann. Kiwanismenn á Húsavík fengu því 200 kíló til að selja heimamönnum á götum bæjarins, en afgangurinn fór í verslanir í Reykjavík. Tímamynd Þröstur. NÝR LAX í MATINN FRÁ LAXELDISTÖDINNI ISNO ■ Um þrem tonnum af eldislaxi var slátrað s.l. þriðjudag og miðvikudag hjá laxeldisstöð ISNO í Lóni í Kelduhverfi. Að sögn Guðmundar Héðinssonar, starfsmanns stöðvarinnar er þetta lax sem alinn hefur verið í stöðínni um hálft annað ár og vegur hver fiskur frá 1,5 til 4 kíló. Gert var að fiskinum hjá ISNO, hann flokkaður eftir stærð og ísaður og sendur þannig á markað suður til Reykjavíkur, þannig að höfuðborgar- búar ættu að geta fengið nýjan lax í matinn þessa dagana. Guðmundur sagði enn cftir um 22 tonn af laxi til að slátra í vetur, líklega í mars, auk seiða í eldi til slátrunar næsta vetur. Er búist við að töluvert verði flutt út af því sem slátrað verður í mars. Framleiðslugetuna í stöðinni kvað hann hins vegar geta orðið um 100 tonn á ári. ISNO er hlutafélag í eigu Tungulax og norsks laxeldisfyrirtækis. Munu nosku aðilarnir telja þann árangur sem náðst hefur í Lóni á svo skömmum tíma vera með því besta sem gerist í þessari framleiðslugrcin. kirkjan hcfur ávallt barist fyrir en fengið hefur nú meiri athygli út í heimi vegna þess myrkurs vígbúnaðar, ofríkis, of- beldis og haturs sem ríkir nú“, sagði herra Pétur Sigurgeirsson biskup íslands m.a. á blaðamannafundi sem hann et'udi til en á honum var blaðamönnum kynnt dagskrá „Friðar-jóla“, scm ákveðið hefur verið að efna til. Dagskránni má skipta í þrjú „friðar- stef“. Á morgun, 3. sunnudag í aðventu, verður skrefið „í nánd jóla“ boðskapur um réttlæti og frið fluttur við guðsþjón- ustur. Næsta sunnudag, 4. sunnudag í aðventu verður svo „Alþjóðlegur föstu- dagur“ sem hérlendis tengist starfi Hjálparstofnunnar kirkjunnar, en þá er hvatt til að menn gefi andvirði einnar máltíðar og síðan á aðfangadag 24. des. verður skrefið „Tendrað friðarljós" á heimilum, í glugga eða utandyra - sem tákn vónar og vináttu allra manna fjær og nær. Herra Pétur Sigurgeirsson rakti að- dragandann að hreyfingunni „Friðar- jól“ en kirkja Krists um víða veröld sameinasts um að halda þau nú. „Friðar- jól“ hófst í borgarhverfi í Genf í Sviss á aðfangadagskvöldi 1979. Söfnuðir kaþólskra og mótmælenda höfðu byggt þar saman kirkjumiðstöð. Eitt af hinum sameiginlegu verkefnum safnaðanna var að endurbyggja sjúkra- hús. Til þess að lýsa samstsöðu sinni var ákveðið að tendra samtímis jólaljósið á heimilum umrætt aðfangadagskvöld. Var það gert þannig að fólkið hélt Ijósinu út að glugganum og lét það lýsa út til nágrannans. Þessi einfalda og látlausa athöfn hafði geysileg áhrif. Dimmt og drungalegt borgarhverfi ummyndaðist á svipstundu. Heilagt jólaljósið og uppljómun borg- arhlutans greip hugi manna og staðfesti samstöðu sem myndast hafði. Á næstu jólum gerðist hið sama. Hreyfingin um friðarjólin náði brátt mikilli útbreiðslu og líknarþjónustan varð víðtækari. Nú hafa allar kirkju- deildir lýst áhuga á þátttöku sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.