Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 erlent yfirlit bridge REAGAN forseti hefur í mörg horn að lfta um þessar mundir. Hann er nýlega kominn heim úr erfiðri ferð til Suður- Ameríku og Mið-Ameríku. Meðan á þeirri ferð stóð, þurfti hann að eiga í glímu við fulltrúadeild þingsins í Washington, sem hótaði að fella fyrirætlanir hans um smíði MX-eldflaug- anna, eða réttara sagt fjárveitinguna til þeirra framkvæmda. Sökum þess var Reagan í nær stöðugu símasambandi við Washington. Ekki tók betra við eftir heimkomuna til Washington. Þá gerði fulltrúadeildin alvöru úr að fella fjárveitinguna til MX-eldflauganna. Nú vinnur Reagan að því að fá öldungadeildina til að samþykkja fjár- veitinguna. Fallist deildin á það, þurfa að fara fram viðræður milli deildanna, sem gætu lokið með samkomulagi um skerta fjárveitingu í þessu skyni. Það eru þó ekki mál rómönsku Ameríku eða MX-eldflaugarnar, sem taka mestan tímann hjá Reagan um þessar mundir. Nú eins og oftar hjá forsetum Bandaríkjanna eru það deilu- mál ísraels og Arabaríkjanna. Að þessu sinni er það deilan milli ísraels og Libanons, en hún snýst um brotflutning ísraelshers frá Líbanon. Það var talinn verulegur sigur fyrir Reagan, þegar samkomulag náðist um það fyrir forgöngu hans, að ísraelsher hætti hernaðaraðgerðum í Líbanon eftir að Frelsishreyfing Palestínumanna féllst á að flytja skæruliða sína frá Beirut. ■ Ariel Sharon, hermálaráðherra ísraels, er ófús til þess að flytja ísraelsher frá Líbanon. Ósamkomulag stjóma ísraels og Líbanons Jafnframt hét ísraelsstjórn því þá að flytja heim herlið sitt frá Líbanon. STJÓRN Bandaríkjanna setti sér þá það markmið, að fyrir tilstuðlan hennar yrði búið að flytja heim allt erlent herlið frá Libanon fyrir áramót. Á þessum tíma hafði ísraelsstjórn 30 þús. manna her þar. Sýrland hafði þá um 50 þús. manna her í Líbanon samkvæmt gömlu sam- komulagi milli Libanons og annarra Arabaríkja. Auk þessa dvöldu milli 7000-8000 skæruliðar PLO í norðurhluta Líbanons, en samkomulagið um brottflutning skæru- liðanna frá Beirut náði ekki til þeirra. Af hálfu ísraelsstjórnar var það skil- yrði sett fyrir brottflutningi ísraelshers, að sýrlenzki herinn yrði fluttur heim samtímis og skæruliðar PLO yrðu einnig fluttir frá Líbanon. Það var ætlun Bandaríkjastjórnar, að þegar yrðu hafnar viðræður milli stjórna ísraels og Líbanons um brottflutninginn. í kjölfar þeirra viðræðna fylgdu svo viðræður milli Líbanons og Sýrlands um brottflutning sýrlenzka hersins. Sýrlenska stjórnin mun hafa gefið til kynna, að hún myndi fallast á þennan brottflutning, þegar tryggt væri, að ísraelsher yrði fluttur heim. Þótt nokkrir mánuðir séu nú liðnir síðan viðræður ísraels og Líbanons áttu að hefjast, eru þær ekki hafnar enn. Ástæðan er sú, að fsraelsstjórn hefur sett skilyrði fyrir viðræðunum, sem stjórn Líbanons telur sig alls ekki geta fallizt á. Fyrsta skilyrðið er það, að viðræðurn- ar fari fram að nokkru leyti í Beirút og að nokkru leyti í Jerúsalem. Líbanonstjórn telur útilokað fyrir sig að fallast á þetta skilyrði. Hún viður- kennir ekki Jerúsalem sem höfuborg ísraels frekar en aðrar ríkisstjórnir Arabaríkjanna. Hún telur, að það mundi kosta hana mikla óvild annarra Arabaríkja. ef hún féllist á viðræður í Jerúsalem. T.d. mætti reikna með, að hún yrði svipt fjárhagsaðstoð hinna efnaðri Arabaríkja, eins og t.d. Saudi-Arabíu. Auk þessa setur ísraelsstjórn mörg önnur skilyrði fyrir brottflutningi hersins. T.d. um vissa aðstæðu í Suður-Líbanon, sem stjórn Líbanon , telur óeðlilega skerðingu á sjálfstæði landsins. SÍÐUSTU vikur hafa sendimenn Banda- ríkjastjórnar verið í stöðugum ferða- lögum milli Beirut og Jerúsalem til þess að reyna að koma á viðræðum milli Þórarirm Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ Amin Gemayel, forseti Líbanons, getur ekki fallist á skilyrði ísraelsstjórnar. stjórnanna. Allar tilraunir hafa strandað á skilyrðum ísraelsstjórnar. Varla verða dregnar af þessu aðrar ályktanir en þær, að ísraelsstjórn ætli að hafa áframhaldandi hersetu í Líbanon, nema stjórnin þar fallist á, að Líbanon verði eins konar leppríki ísraels. Líbanonstjórn viðurkennir, að hún hefur enga möguleika til að knýja ísraelsstjórn til undanlátssemi. Hún byggir því allar vonir sínar á stjórn Bandaríkjanna. Hún treystir Reágan til að beita áhrifum sínum til þess að viðræður um brottflutninginn geti hafizt. Bandaríkjastjórn cr það vafalítið mik- ið í mun að ekki dragist á langinn að viðræður þessar komist á flot. Önnur Arabaríki fylgjast vel með því, sem gerist eða gerist ekki í þessum efnum. Eins og áðursegir, styrktu Bandaríkin ' stöðu sína meðal Araba, þegar þau komu á vopnahléi í Líbanon í sumar. Sá ávinningur getur glatast, ef þau reynast nú getulaus til að hafa þau áhrif á ísraelsmenn, að umræddar viðræður hefjist. Nokkuð ber líka á því í Líbanon, að þetta valdi vaxandi andstöðu gegn ísraelsher. Samkvæmt upplýsingum, sem ísraelsher birti fyrir fáum dögum, hafa síðan um miðjan september verið gerðar 80 árásir á ísraelska hermenn í Líbanon. í þessum árásum hafa fjórir hermenn fallið og 40 særzt. Hér er ekki talin með sprenging, sem varð á höfuðstöðvum ísraelshers í hafnarborginni Týros, en þar létust um 90 manns. ísraelsher telur, að þar hafi verið um slys að ræða, en ýmsir draga það í efa. Annasamur janúar hjá brídgespilurum ■ Nú er útséð um að maður fái að láta áramótagleðskapsþreytuna líða úr sér á löngum janúarkvöldum í faðmi fjölskyld- unnar, eins og segir í kvæðinu. Þættinum var að berast dagskráin fyrir Reykjavík- urmótið í sveitakeppni og hún er satt að segja uggvænleg: Fyrirkomulag Reykjavíkurmötsins í sveitakeppni 1983 verður með svipuðu sniði og verið hefur: fyrst er opið mót með 16 spila leikjum. og spila allir við alla. Síðan spila 4 efstu sveitirnar til úrslita í sérstakri keppni. Sú nýbreytni verður hinsvegar núna að það verður stigaflutningur frá opna mótinu í úrslitin. Það er ekki endanlega frá gengið með hvaða hætti hann verður en það veröur kynnt síðar. Opna mótið veröur allt spilað í janúarmánuði, á tímabilinu 5.-22. Þetta þýðir að skráningu í mótið þarf að vera lokið fyrir áramótin. Fyrirliðar sveita eru beðnir að tilkynna þátttöku til Guðmund- ar Páls Arnarsonar eða Gests Jónssonar í stjórn BDR sem fyrst. Spiladagar og staðir eru sem hér segir: 1. umf. miðvikudag S.jankl. 19.3(1 Domus Medica 2. umf. fimmtudag 6. jan kl. 19.3(1 Dotnus Medica 3. umf. laugardag 8. jan kl. 13.00 Hreyfilshúsið 4. umf. sunnudag 9. jan kl. 19.30 Hreyfilshúsið 5. umf. miðvikudag 12. jan kl. 19.30 Domus Medica 6. umf. fimmtudag l.l.jankl. 19.30 Domus Mediea 7. umf. miðvikudag 19. jankl. 19.30 Domus Mediea 8. umf. laugardag 22.jankl. 13.00 Hreyfilshúsiö Það er hugsanlegt að dagur bætist við, eöa breyting veröi á spilatíma um helgar. Úrslitin veröa spiluð helgina 12.-13. febrúar á Hótel Loftleiðum. Keppnis- stjóri veröur Agnar Jörgenson. Reykjanesmót í tvímenning Um sfðustu helgi var Reykjanesmótiö í tvímenning spilað í Hafnarfirði. 28 pör tóku þátt í mótinu og þaö fór vel og friðsamlega fram undir góöri stjörn keppnisstjórans, Vigfúsar Pálssonar. Mötið var allan tímann jal'nt og spennandi og nokkur pör skiptust á um að leiða keppnina. Undir lokin stóð þó baráttan á milli fcðganna Vilhjálms Sigurðssonar og Vilhjálms Vilhjálmsson- ar annarsvcgar og Ómars Jónssonar og Guðna Sigurbjarnarsonar hinsvegar. Guðni og Ómar reyndust vera sterkari á endasprettinum og urðu þar með Reykja- nessmeistarar í tvímenning 1982-83. Röð efstu para var annars þessi: Guðni Sigurbjarnarson - Ómar Jónsson 169 Vilhjálmur Sigurðsson - Vilhjálmur Vilhjálmsson 150 Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 128 Aðalstcinn Jörgensen - Kristján Blöndal 118 Kristófcr Magnússon - Guðbrandur Sigurbergsson 114 Ármann J. Lárusson - Ragnar Björnsson 103 Bridgefélag Reykjavíkur Enn eiga nokkrar svcitir í aðalsveitak- eppni félagsins inni lciki frá fyrri umferð- um. Sveitir Jóns Hjaltasonarog Þórarins Sigþórssonar ciga tildæmis eftir Icik en annarserstaðan þessi þegareinni umfcrð cr ólokið: Sævar Þorbjörnsson 253 Jón Hjaltason 236 Karl Sigurhjartarson 212 Ólafur Lárusson 212 Þórarinn Sigþórsson 211 Jón Þorvarðarson 163 Runólfur Pálsson 161 Síðasta umferð veröur spiluð næsta miðvikudag og þá spilar sveit Sævars við Jón Þorvarðarson og sveit Jóns Hjalta- sonar spilar við sveit Ólafs Lárussonar. Aðeins sveitir Sævars og Jóns eiga raunhæfa möguleika á að vinna mótið. Bridgedeild Breiðfírdinga Að loknum 14 umferðum í aðalsveitak- eppni félagsins er staðan þessi: Hans Nielsen 228 Kristín Þórðardóttir 199 Óskar Þráinsson 182 Ingibjörg Halldórsdóttir 178 Elís R. Helgason 174 Steingrímur Jónasson 169 Bragi Björnsson 169 Gróa Guðnadóttir 152 Daníel Jönsson 147 Sigríður Pálsdóttir 145 Bridgedeild Skagfírðinga Síðastliðinn þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur í 16 para riðli. Hæstu skor hlutu: Sigmar Jónsson - Vilhjálmur Einarsson Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldörsson Gróa Jónatansdóttir - Kristmundúr Halldórsson Ragnar Björnsson - Sævin Bjarnason Högni Torfason - Sveinn Sveinsson Þriðjudaginn 14. des vcrður síðasta spilakvöld fyrir jól og spilaður tvímenn- ingur. Síöasta þriðjudag var einnig spilaöur leikur í hraðsveitakeppni en honum varð að fresta þegar hann átti aö vera á dagskrá. Leikurinn var á milli sveita Björns Hermannssonar og Sigmars Jóns- sonar og vann Björn 16-4. Úrslitin i hraösvcitakeppninni uröu þá þau að sveit Guðrúnar Hinriksdóttur sigraði með 145 stig. Auk Guðrúnar spiluðu í sveitinni: Bjarni Pétursson, Flaukur Hannesson, Ragnar Björnsson ogSævin Bjarnason. Næstusveitirvoru: Sigmar Jónsson 143 Baldur Ásgeirsson 135 Hildur Helgadóttir 127 Tómtis Sigurðsson 126 Sigrún Pétursdóttir 117 Bridgefélag Kopavogs Síðasta fimmtudag var spiluð önnur umferö í Butlerkeppni félagsins. Hæstu skor hlutu: Siguröur Vilhjálmsson-Sturla Geirsson 47 SigurðurSvcrrisson-Runólfur Pálsson 39 Ásgeir Ásbjörnsson-Jón Þovarðarson 39 Þórir Svcinsson-Jönatan Líndal 38 Hæstir eftir 2 umferðir eru: Sigurður Vilhjálmsson-Sturla Geirsson 71 Ásgeir Ásbjörnsson-Jón Þorvaröarson 55 Sigurður Sverrisson-Runólfur Pálsson 53 GrímurThorarinssen-GuömundurPálsson 37 Síðasta umferð vcrður spiluö næsta fimmtudag sem er síöasta spilakvöld fyrir jól. Bridgeféiag Akureyrar Nú cr lokið undankeppninni (aðalsveita- keppni félagsins. 18 sveitir spiluðu í 3 riðlum og 2 sveitir komust áfram í úrslit. Vegna frestunar leikja eru úrxlit ckki enn ráðin í A-riðli Þar er staða efstu sveita þessi: Júlíus Thorarinscn 85 Stefán Vilhjálmsson 57 Feröaskrifstofa Akureyrar 43 Anton Haraldsson 49 Svcitir Ferðaskrifstofunnar og Antons eiga eftir að spila saman og fyrr verður ekki Ijóst hvaða sveitir fylgja Júlíusi í úrslitin. í B-riðli voru sveitir Stefáns Ragnarssonar og Jóns Stefánssonar efstar með 76 og 61 stig. I C-riðli höfðu sveitir Páls Pálssonar og Harðar Stcingrímssonar nokkra yfirburði en þær hlutu 95 og 82 stig. Keppnisstjóri Bridgefélags Akureyrar cr Albcrt Sigurðsson. K Áj) imt- Guðmundur Sv. Jm Hermannsson, Láj ■ jíS skrifar iw/ g 241 238 232 226 219

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.