Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnusson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttlr, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskritt á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprcnt hf. Hjörleif ur er ekki þjóðin Vegna þeirra umræðna, sem nú fara fram um viðræðurnar við álhringinn, þykir ekki úr vegi að rifja upp efni forustugreinar, sem birtist í Tímanum 4. marz síðastliðinn og bar yfirskriftina: Dónaskapur álhringsins. Tilefni greinarinnar var sú afstaða álhringsins, að hann myndi ekki senda fulltrúa á fund, sem búið var að ákveða milli hans og íslenzkra stjórnvalda. Með þessu var íslendingum sýnd móðgun. Hin hörðu mótmæli Tímans áttu sinn þátt í því, að álhringurinn hefur ekki leikið þennan leik aftur. í framhaldi greinarinnar var svo lögð áherzla á, að árangur næðist ekki í þessum málum , nema komið væri á náinni samstöðu þjóðarinnar um markmið og vinnu- brögð. í greininni sagði orðrétt: „Af þessum ástæðum verður að sýna þeim (þ.e. forráða- mönnum álhringsins) að hér ríki full samstaða milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um réttlátar og eðlilegar kröfur á hendur álhringnum um endurskoðun á raforku- verðinu og öðrum ágöllum á samningnum, en deilur um framkvæmd á þeim verða að ganga til dóms, ef ekki tekst að jafna þær. Ekki er úr vegi að vitna í þessu sambandi til atburðar, sem gerðist á Alþingi fyrir réttum tíu árum. Talsverðar deilur höfðu verið um stefnu og vinnubrögð í landhelgis- málinu, en í utanríkismálanefnd Alþingis náðist þá fullt samkomulag milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um stefnuna og reyndist það ómetanlegur styrkur í þeirri baráttu, sem þá var fyrir höndum. Svipuð vinnubrögð þarf að hafa nú.“ Hér er mörkuð sú afstaða, sem Framsóknarflokkurinn vildi koma á í álmálinu. Hún var í fyrsta lagi sú, að koma á víðtækri samstöðu. Hún var í öðru lagi sú, að skilja á milli deilna um framkvæmd á álsamningunum, þar sem skattamálin bar hæst, og endurskoðunar á samningunum, þar sem hækkun orkuverðsins var aðalatriði. Deilum um framkvæmdina skyldi vísað ti! dóms, en viðræður tafarlaust hafnar um endurskoðunina, með það fyrir augum að fá fram hækkun orkuverðsins sem fyrst. Um þessi vinnubrögð hefði vafalítið mátt ná þjóðarein- ingu. Illu heilli fór iðnaðarmálaráðherra aðra leið. Hann lagði aðaláherslu á þjarkið um framkvæmdina og skattamálin, sem eðlilegt var að gengi til dómstólanna, en vanrækti að knýja á um endurskoðunina og hækkun orkuverðs. Þegar fulltrúar annarra flokka en Alþýðubandalagsins lögðu áherziu á í sambandi við viðræðurnar nú, að megináherzla yrði lögð á hækkun orkuverðsins og atriði tengd henni, hafði iðnaðarmálaráðherra sjónarmið þeirra að engu. Hann tók ekkert tillit til skoðana þeirra. Þetta er ekki að stuðla að einingu, heldur sundrungu. Hér er ekki verið að taka tillit til þjóðarvilja. Hér er það vilji Hjörleifs Guttormssonar eins, sem er látinn ráða. Hjörleifur Guttormsson verður að átta sig á því, að hann er ekki þjóðin. Vilji hann koma á þjóðareiningu um álmálið verður hann að breyta um vinnubrögð. Annars er hann að sundra þjóðinni um þetta mikla hagsmunamál hennar. Þ.Þ. menningarmál Sólarsýn ■ Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Sól ég sá. Örn og Örlygur 1982. 324 bls Steindór Steindórsson frá Hlöðum er löngu landskunnur sem skólamaður, vísindamaður, rithöfundur, pólitíkus og guð má vita hvað fleira. Á langri ævi hefur hann lagt gjörva hönd á margt og allsstaðar hefur munað um mannsliðið þar sem hann var á ferð. Viðamestu störf hans voru þó við norðlenska skólann þar sem hann starfaði í 42 ár, fyrst sem kennari, en síðan sem skólameistari síðustu sex árin. Sem vísindamaður hefur hann unnið merkar rannsóknir á sviði gróðurfræði og fyrir fáum árum sæmdi Háskóli íslands hann heiðurs- doktorsnafnbót fyrir vísindastörf. í fyrra bindi ævisögu sinnar rekur Steindór uppvaxtarár sín í Hörgárdal, segir frá námsárunum í Kaupmannahöfn og kennara og skólameistaraferli á Akureyri. Margt hefur borið fyrir augu Steindórs á langri ævi og öll er frásögn hans stórskemmtileg aflestrar. Hann segir frá af miklu fjöri, lesandinn kynnist honum vel og fær dágóða mynd af þeim viðfangsefnum, sem hann fjallar um hverju sinni. Mannlýsingar hans eru hispurslausar og hann segir sína skoðun á samferðamönnum af slíkri einurð, að hætt er við að mörgum lesanda þyki nóg um ástundum. Verður nú vikið lítilshátt- ar að nokkrum köflum bókarinnar. í fyrsta kafla greinir höfundur nokkuð frá móður sinni, Kristínu Jónsdóttur. Hann lýsir ævi hennar og lífskjörum af nærfærni, en ber aldrei á hana oflof.Hygg ég, eftir því sem ég heyrði um þá konu talað á Akureyri á sínum tíma, að vel hefði minning hennar þolað meira lof þótt skiljanlegt sé að höfundi hafi ekki þótt við hæfi að setja það á prent. Pað hefði getað farið fyrir brjóstið á minni mönnum. Þessu næst kemur alllangur kafli um uppvaxtarár höfundar á Hlöðum í Hörgárdal. Smalasögur eru ófrávíkjan- leg regla í endurminningum þeirra fslendinga, sem ólust upp um svipað ■ Steindór Steindórsson leyti og Steindór. Þær er einnig að finna hér, en þó ólíkar því sem víða getur að lesa að því leyti, að hér er sveitalífið, eins og það var í upphafi aldarinnar ekki hafið til skýjanna, höfundur segir á því kost og löst. Skemmtilegur kafli er um námsár Steindórs á Dagverðareyri og síðan í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og kafl- inn um námsárin í Kaupmannahöfn þykir mér aldeilis ágætur. Þar fær lesandinn góða mynd af lífi íslenskra stúdenta í Höfn á þessum árum og þó einkum af starfi þeirra en það hefur oft viljað gleymast er menn hafa tekið að reskjast og farið að segja stúdentasögur frá Kaupmannahöfn. Þá hefuroftekkert viljað tolla í minningunni nemafylliríin. Frásögnin af kynnum höfundar af ýmsum gömlum Hafnar íslendingum er einnig skýr, sérstaklega þó þátturinn um dr. Valtý Guðmundsson, en hann þykir mér meðal þeirra bestu í bókinni. Síðasti hluti bókarinnar er. um Menntaskólann á Akureyri og störf höfundar þar. Sá þáttur er skólasaga jafnframt því að vera ævisaga og drcgur höfundur upp skýra og skemmtilega mynd af skólanum, kennaraliðinu og skólalífinu. Sú mynd er íöllum aðalatrið- um sönn og verður því ekki neitað, að það er mjög fróðlegt fyrir gamlan nemanda að sjá, hvernig málin hafa horft við séð frá kennarastofunni. Lýsingar Steindórs á samkennurunum eru margar hnyttnar og stórskenntilegar þótt því verði ekki neitað, að mér finnst anda full köldu í garð Sigurðar L . Pálssonar. Þeir Steindór munu aldrei hafa orðið sérstaklega samrýmdir, enda ólíkir unt flest. Sigurður kenndi ensku og hjá honum lærðu menn ensku og ekkert annað, og vei þeim, sem ekki lærði ensku hjá Sigurði. Honum var kennslan og enskan hið sama og lífiðsjálft. Steindór kenndi aftur á móti náttúrufræði og ef mig misminnir ekki þeim mun verr þá lærðum við hjá honum allt mögulegt, en kannski einna minnst í náttúrufræði. Steindór var manna hressastur í tímum, kunni skil á flestum hlutum og var ófeiminn við að láta móðann mása um allt milli himins og jarðar. Aldrei veikst hann undan því að svara spurningum nemenda og cr ekki óhugsandi, að sumir, sem lítt voru Þulur og kvæoi Guðrúnar GUÐRÚN AUÐUNSDÓTTIR: Við fjöllin blá Ljóð. 110 bls. Goðasteinsútgáfan Skógum Ljóð ofan úr sveit ■ Það er efalítið rétt hjá mér, að fremur lítið komi nú orðið af Ijóðabók- um ofan úr sveit. Ljóðlistin situr á kaffthúsum núna og drekkur lífsgátuna, eða rauðvín, og satt best að segja þá snýst Ijóðlistin núna um allt annað en dalalíf, og þá farsældafrón, er liggur í slátri, þegar svokallaðar nútímabók- menntir eru prentaðar. Margt fleira hefur líka skeð. Rím hefur verið lagt af, til að það hindri ekki rétta útleggingu þrautanna og gleðinnar, eða rétta skilgreiningu hinna gráu daga. Segja má að svoleiðis skáldskapur hafi ekkert að gera upp í sveit. Hann nærist á allt öðrum stað, bæði landfræðilega og eins í kroppnum. Að vísu eru náttúrumyndir enn í skáldskap, en naumast nokkurt sveitalíf, sem rís undir nafni. Og er þá átt við þær manneskur er fást við landhúnað og berjast við þá höfuðskepnu ,. sem alltaf er með rangt veður, jarðskálfta og öskufall, að ekki sé nú talað_ uni stöðugan rosa og illviðri. Það var ef til vill þess vcgna, sem undirritaður greip feginshendi ljóðabók Guðrúnar Auðunsdóttur frá Stóru- Mörk, í þcirri von að þar væri ef til vill að finna Ijóð úr öðruin jarðvegi en malbiki,- Guðrún Auðunsdóttir er fædd árið 1903, og því komin um áttrætt. Hún hefur ort lcngi, og mun einkum vera kunn fyrir þulur sínar, sem áður voru Stundin okkar á hverjum bæ. Þótt Guðrún Auðunsdóttir sé búin að hafa til vísur í'sjö áratugi, jafnvel innihaldsmeiri en margar vísur aðrar, er verða til úti í lífinu, þá hefur hún ekki verið fyrirferðarmikið skáld í bókum, eða í fjölmiðlum. Það var því sérstakt ánægjuefni að fá inn til sín bók undan þessum mikla Eyjafjallajökli. Því þótt hvasst sé undir Eyjafjöllum, þá er eins og menn áræði nú lítið að yrkja þar. Landið yrkir þar líka alla lofgjörð sjálft: býður upp á eldgos, ef annað er ekki á dagskrá og kann það að vera skýringin. Þulur Guðrúnar. Það er ekki óeðlilegt að innansveit- arniál séu nijög á dagskrá í kvæðasafni Guðrúnar Auðunsdóttur. Þar eru til dæmis kvæði um nafngreint' fólk, eða íslendinga, sem maður þarf að þekkja, eða þyrfti að hafa kynnst á öðrum stöðum en í kvæðum, til að ná til fulls innihaldi Ijóða um þau. Þetta er gott og blessað. Önnur kvæði hafa hins vegar almenna skírskotun og maður þarf ekki að þekkja nokkurn mann persónulega til að meta þau. Þulan verður þó að teljast vera sérgrein Guðrúnar. Þula er annars skáldskaparform, sem er frjálst í öllu sniði; sérstakt form sem yfirleitt er skilgreint með því að ekki cr greint í erindi. Þetta eru því romsur, sem oftar en Ititt eru ætlaðar börnum. Ýnisar frægar skáldkonur hafa gjört miklar þulur, t.d. Olína og Herdís Andrésdætur. Hulda ogTheodóra Thor- oddsen. I vel ritaðri grein um Guðrúnu Auðunsdóttur, segir séra Sigurður Ein- arsson í Holti, sveitungi hennar, (ritað 1962) margt um Guðrúnu, meðal annars þetta, og ræðir þá um þulur hennar: „Frú Guðrún Auðunsdóttir fór að setja saman vísur innan við fermingu og á æskuárum einkennist sálarfar hennar af ríkri sköpunarþrá, draumsýnum og frjórri ímyndunargáfu. Sá, sem þetta ritar, þekkti hana að vtsu ekki á þeim árum, en er gagnkunnugur fólki, sem vel fylgdist þá með þroska hennar. Sjálf hefur hún tjáð mér, að hún hafi eiginlega ekki uppgötvað þuluna, sem tjáningar- form, sem henni kynni að hæfa, fyrr en hún var orðin 25 ára að aldri. Það hafði sterk áhrif á hana, er þula Sigurðar Nordal, „Gekk ég upp á hamarinn" birtist í Eimreiðinni, og má vera, að þangað sé að rekja rætur þess, að hún tók sjálf að yrkja þulur." Hér er ekki ráðrúm til að rita ítarlega um annað efni en þulur, og að vandlega athuguðu máli, hýgg ég að þulur Guðrúnar skýri sig betur en einhverjar greinar eftir undirritaðar. Sofðu litli Ijúfurinn heitir ein, hún byrjar svona: Sofðu, litli Ijúfurinn, legðu vanga að móðurkinn, ég skal syngja sönginn minn, uns svefninn lokar b ránni og draumur tyllir tánni. Svífðu inn í sólhvít lönd, sigla fleyin þar við strönd, draumabjört við dagsins rönd dansar bára á miöi. Allt er faldað friði. Oft er skemmtun út með sjó, er öldufaldinn selur smó, hátt i lofti fuglinn fló, í fagurgerðum boga, sæll í sólarloga. Uppi í fjalli á fögruni stað fossinn syngur margraddað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.