Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 9 menningarmál lesnir hafi notfært sér það á stundum. Oft lauk því tímum þannig.að rætt hafði verið um ólíklegustu mál og eftir sátu nemendur fullir af fróðleik um óskyld- ustu hluti, en náttúrufræðina reyndu menn að lesa betur fyrir næsta tíma. Hika ég ekki við að fullyrða, að sá fróðleikur sem þannig barst hafi reynst mörgum notadrýgri en þurrt stagl úr kennslubókum, sem allir gátu lesið hvort eð var. Nokkuð fjallar Steindór í þessunt þætti um ýmis viðkvæm mál, sem úpp komu í hans tíð í skólanum. Af sumum hafði hann afskipti sem kennari, af öðrum sem skólameistari. Aðeins eitt þessara mála kom við sögu á minni tíð í skólanum. Það var draugsmálið fræga. Steindór greinir skilmerkilega frá því og afstöðu kennara og skólameistara til allra þeirra leiðinda, sem af því hlutust Ekki efa ég, að hann fari þar með rétt mál, en hins vegar hygg ég að honum hætti við að alhæfa fullmikið um afstöðu nemenda. Þeir höfðu alls ekki allir - og síst þeir yngri samúð með þeim, er fyrir ásókninni varð. Annars væri þetta óþverramál best gleymt og grafið. Endurminningar Steindórs Steindórs- sonar bera heitið Sól ég sá. Það nafn er vel valið. Steindór hefur séð til sólar lengst af langri ævi og mörgum hefur hann veitt hlutdeild í sólarsýninni. Æviskeið hans er ævintýri líkast, hann hefur sigrast á öllum erfiðleikum, fylgt mörgu góðu máli fram til heilla og lagt mörgum manni lið þegar mest á reið. Sá sem þessar línur ritar þekkir fáa, sem ekki er hlýtt til Steindórs, og sjálfur segist hann ekki bera kala til nokkurs manns. Engum, sem bókina les getur þó dulist að hann hefur andstyggð á kommúnistum, en fyrirlítur Fransmenn og hefur vægast sagt lítið álit á Þingeyingum. Ég vil að lokunt þakka Steindóri fyrir þessa bráðskemmtilegu frásögn. Hún hefur rifjað upp margar góðar endur- minningar. ■ Guðrún Auðunsdóttir rennur áin ósi að eftir lögum sínum í bugðulagalínum. krónu hneigir fjólan fríð, fágurt er í skógarhlíð, syngur lóa um sumartíð sínum glaða rómi svo loftin endurómi. Þetta teljum við á mínu heimili góðan skáldskap, og ég sofnaði nú ekki. þótt myndmál af þessari gerð geri börnum án efa örðugt að greina milli drauma sinna og vöku. 8. des. Jónas Guðmundsson Hundrad ára þróun sam- vinnumála Andrés Kristjánsson. Aldarsaga Kaupfélags Þingeyinga 1881 - 20. febrúar - 1982 Útgefandi: Kaupfélags Þingeyinga Húsavík 1982. Prentsmiðjan Edda hf. Þetta er mikið rit að fyrirferð, hátt á fimmta hundrað blaðsíður, enda er hér mikil saga og merk til meðferðar. Saga Kaupfélags Þingeyinga er á margan hátt lærdómsrík. Og íslenskt mannfélag hef- ur miklum breytingum tekið á þessum hundrað árum. í fljótu bragði kann það að virðast heldur auðvelt að rekja þessa aldarsögu. Heimildir eru margar til og vissir þættir sögunnar hafa verið gjörla kannaðir og um þá ritaðar bækur. Hér hefur vandinn að vísu meira legið í því að segja skipulega frá en að leita frumheimilda. Þó hefur Andrés kannað þær og lagt á þær sjálfstætt mat. Að sjálfsögðu er forsaga Kaupfélags- ins rakin í þessu riti: Þar kemur það fram að feður lorustumannanna höfðu tekið þátt í tilraunum að bæta verslun- ina. Þá var reynt að koma upp samkepp- ni milli kaupmanna og sameinast um samninga við þá. En þegar hér var komið var mönnum ljóst að ekki dygði annað en taka verslunina í eigin hendur með einhverju móti. En hér eru ýmsar gátur óleystar. Staðreynd er það að þeir sem stofnuðu Kaupfélag Þingeyinga vildu fá Gránufé- lagið til að versla á Húsavík. Eftir því var sótt. Ef til vill var það lán Þingeyinga að ekki var orðið við óskum þeirra. Vel má vera að sumir forgöngumenn í héraði hafi alið með sér cfasemdir um framtíð Gránufélagsins líkt og Einar í Nesi sem hætti þar afskiptum þegar honum ofbauð sú fjárfesting sem steypti félaginu í skuldafjötra og varð í raun banabiti þess sem sjálfstæðrar verslunar. Almenning- ur hafði ekki áttað sig á því fyrir 1880. Vissulega hefur þurft mikinn kjark fyrir févana bændur að hefja utanrík- isviðskipti í stórum stíl eins og sam- göngum var háttað fyrir hundrað árum. Því fylgdi að bíða varð í óvissu eftir skipi sem kannske kom aldrei fremur en sauðaskipið sem strandaði við Skotland á leiðinni til íslands 1866. En þeir frændurnir Jakob Hálfdánarson og Ben- edikt á Auðnum voru fáum líkir. Og þeim bættist skörungur í fylkingarbrjóst þar sem var Jón á Gautlöndum. Tryggvi Gunarsson gerði Gránufélag- ið að stórverslun sem teygði sig víða um landið norðan og austanvert. En hann fór svo geyst að engin ráð voru að standa við skuldbindingar nema að leita á náðir erlendrar verslunar og fela henni forsjá sína, enda brást skilvísi viðskiptamanna. Kaupfélag Þingeyinga fór allt aðra leið. Þar skyldi þess gætt að kaupa aldrei meira en unnt væri að greiða á sama ári. Ófyrirsjáanlegt verðfall á sauðunum 1885 braut þessa reglu. Þá var tckið lán í nýstofnuðum Landsbanka og forustu- mennirnir veðsettu eignir sínar. En þessu var fylgt eftir með svo rækilegum sparnaði og sjálfsafneitun næstu ár að viðskiptahallinn var jafnaður og skuldin greidd. Og sannarlega er vel þess vert einmitt á þessu ári að rifja upp sögur um það að með því móti hafa menn bjargað sjálfstæði sínu og sóma þegar aðrar leiðir voru lokaðar. Það er enn í fullu gildi. Samskipti og kunningsskapur Jakobs Hálfdánarsonar og Þórðar Guðjohnsen er öðrum þræði ráðgáta. Þeir eiga í deilum og málaferlum af fullri hörku um skeið en eru þó vinir að því er virðist og skrifast á eftir að Þórður er sestur að í Kaupmannahöfn. Þeir yirðast hafa met- irð hvor annan mikils svo sem vert var. Þeim hefur verið Ijóst að staða þeirra og hlutverk hvors um sig bauð þeim að berjast þegar þess þurfti með og. þeir mátu hvor annan og virtu ef til vill meira vegna þess að hvorugur brást sinni skyldu. Enda þótt stofnsaga Kaupfélagsins og baráttusaga fyrstu áranna sæki fast á hugann er þróunarsagan til líðandi stundar engu síður merkileg. Þar kemur fram hvernig Kaupfélagið aftur og aftur kernur til liðs þar sem fólki þess er mest þörf með þátttöku í atvinnurekstri og ýmiskonar þjónustu. Menn eru stundum að segja að Kaupfélögin séu komin langt frá upphafi sínu og upphaflegum tilgangi. Hundrað ár eru langur vegur. En Kaupfélögin hafa enn hinn sama tilgang og stefnu. Þau voru aldrei hugsuð sem sérstakar góðgerðarstofnanir umfram það að hver styddi annan. Þannig starfa þau enn. Þau lögðu í upphafi áherslu á vöruvöndun og að vinna og finna markað fyrir gjaldeyrisvörur félagsm- anna. Þetta gera þau enn með mjólkur- búum, sláturhúsum, ullariðnaði og saumastofum að ógleymdum þætti þeirra í vinnslu sjávarafurða. Þetta er rökrétt framhald af eftirliti með fóðrun og heybirgðum fyrir hundrað árum þegar vetrareldi sauðanna dró stundum niður verðmæti þeirra. Vonandi getur þessi aldarsaga Kaup- félags Þingeyinga hjálpað ýmsum til skilnings á því að þróun samvinnustarfs á íslandi í hundrað ár er rökrétt framhald upphafsins og samfellt starf að því marki að þoka samskiptum manna í átt til réttlætis og sanngirni. Hugsjónin er enn sem fyrr samhjálp og sannvirði. Enn sem fyrr gerir samvinnuhugsjónin miklar kröfur til sinna manna - eins og allt það sem háleitt cr og dugar til farsældar. Hér liggur bók sem greinir frá mönnum sem áttu sér hugsjónir um betra mannlíf og nýjar leiðir og voru hugsjónunt sínum trúir. Slíkar hetju- sögur cru alltaf hressandi og vekjandi. En þó að einstaka forustumenn beri hátt og nöfn þeirra eigi að geima með fullri sæmd var þó mest sú gæfa þeirra að þeim tókst að gera héraðsvakningu og hefja almenning til samstöðu um nýja og betri hætti. Þannig ersamvinnusagan íslenska. Ég man ekki eftir því að hún sé betur sögð í rökréttu samhcngi á einum stað en gert er í þessari bók. Því er þetta eitthvert merkasta sögurit sem út hefur komið á lslandi á síðari árum. Auðvitað er alltaf hægt að hugsa sér að mátt hcfði hafa aðra efnisröð á svona sögu þar sem frá mörgu er að segja, ntargir atburðir gerast samtímis og má ekki jafnskjótt frá öllum segja. Mestu held ég þó að það skipti að þegar bókin öll er lesin hafa menn fengið gott yfirlit um aldarsöguna alla. Og frágangur allur virðist vandaður. Myndir eru hátt á þriðja hundrað og auðvitað er nafna- skrá með. Samvinnusaga Suður-Þingeyinga á crindi til okkar allra, bæði vegna þess sem sérstakt er og staðbundið og vcgna hins sem almennt er, bæði vegna þcss sem er að baki og hins sem framundan er. H.Kr. f ; Halldór Krisl- 1 s® jánsson skrifar ■ um bækur. Gód bók og gagnleg ■ Út er komin hjá bókaútgáfunni Erni og Örlygi, bók er nefnist:Tré og runnar á íslandi. Höfundur er Ásgeir Svanbergs- son, kennari og fyrrum bóndi á Þúfum við ísafjarðardjúp, en nú græðireitsstjóri í stöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi. Bókin er gefin út að frumkvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur og hafi það þökk fyrir. Á titilsíðu er bókin merkt „íslensk náttúra 1“ sem gefur til kynna að hér sé um fyrstu bók að ræða í ritröð um það efni. í formálsorðum er getið tilgangs ritsins, að því sé ætlað að koma til móts við vaxandi almennan áhuga á ræktun trjáa og runna. Ekki er það ofmælt að áhugi sé almennur og vaxandi á því að rækta garðinn sinn. Þess sér hvarvetna stað í og á bæjum í sveitum og þéttbýli. Tré og runnar gegna veigamiklu hlut- verki í hverjum garði, bæði til að veita skjól fólki, öðrum gróðri og til prýði á öllu umhverfinu. Það er einkar athyglisvert hvað stöð- ugt hafa flust inn eða „fundist" fleiri og fleiri ræktunarhæfar tegundir af trjám og ekki síður runnum. Þannig hafa einmitt fjölmargir áhugamenn og fagmenn á sviði garðræktar stóraukið fjölbreytni garðaflórunnar á hinum síðari árum. Vegna þessa er einmitt þörfin fyrir bók sem þessa mikil og stöðugt vaxandi. En svo áfram sé vitnað í formálann á ritið, „að fræða um uppruna og skyld- leika tegunda, ræktun og útbreiðslu þeirra hérlendis og auðvelda nafngrein- ingu þeirra." Ritið er byggt upp sem „flóra“ þ.e.a.s. það hefur að geyma lýsingu plantnanna þar sem þcim er raðað á venjulegan hátt eftir skyldleika og gefnir auðveldir lyklar til aðgreina runna og tré, er menn ekki þekkja, til tegundar. Á eftir formálanum koma „orð - skýringar1' greinargóður og vel skrifaður kafli, sem er í raun fræðsla um byggingu plantna (morfologi) og auðveldar mjög þeim, sem ryðgaðir kunna að vera í grasafræðinni að þekkja eða greina plönturnar af gerð þeirra að ytra útliti. Þessi kafli er svo aðgengilegur og vel fram settur að engum ætti að ógna að setja sig inn í þessa hluti, jafnvel þeim sem kann að hafa leiðst grasafræðin og þótt hún tyrfin í skóla. Þarna nýtur kennarinn Ásgeir sín vel og má mikið vera ef grunnskólakennarar finna ekki þarna kcnnslucfni sem vel á við ef það þá tíðkast lengur að kenna nokkuð sem líkist hinni gömlu og sígildu grasafræði. Á eftir orðskýringunum kemur megin- mál bókarinnar, lýsing plantnanna og greiningarlyklar. Þar er stuttlega getið heimkynna trjáa og runna, getið um ræktun þeirra hér,hvernig þær hafa reynst og hvað á við um ræktun þeirra vel flestra. Þá koma skýringar og þýðingar plöntuheita og skýringar á notkun fræði- legra skammstafana. Þennan orðalista geta þeir notfært sér sem vilja leggja sig eftir fræðiheitum plantnanna (latnesku heitunum) því það auðveldar þeim mjög að muna þau heiti að skilja þau. Þarna geta menn flett upp á merkingu þeirra. Að lokum eru svo heimildaskrá og skrár um íslensk og latnesk plöntuheiti, raðað eftir stafrófsföð með tilvikum til blaðsíðutals, þar sem þau koma fyrir. Þá er þess að geta að bókina prýða litmyndir á einni örk en í menningarköfl- unum eru fjölmargar teikningar af plöntu- hlutunum, eins og vera þarf í flóru til að auðvelda greininguna. Höfundur er málamaður góður og hefur bókin notið þess. Hvort tveggja er að mikið hefur þurft að leita í erlend rit og margt að þýða á íslensku. Það virðist hafa tekist með ágætum. Þess er gctið í formála að Steindór Steindórsson frá Hlöðum hafi lesið yfir handrit bókarinnar alit og Sigurður Blöndal, skógræktarsjóri kaflann um berfrævinga, barrtrén, auk þess sem aðrir reyndir og fjölfróðir menn í þessumefnum hafi gefiðmargháttuðráð. Þetta allt ber vott um að bókin er vel .Asgdr S'mnbeigsson TRÉ OG RINMR AlSLANDI <.<r.n »ð HumliiæM Nkosr*M»rf黫|P> Reykþí'Aur unnin og að treysta megi fræðum hennar og orðnotkun, en það er mikilsvert. Hér er komin á markaðinn góð bók og vel gerð sem hinir fjölmörgu ræktun- ar- og áhugamenn geta haft mikið gagn og ánægju af. Jónas Jónsson, |p[ búnaðannálastjóri X f > skrifar Æj ! B JV ÍSͧ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.