Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 13
12 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 13 teknar tali Kvennaathvarf opnad í Reykjavík: KONUR BEITTAR ERU OF BELDI KJÓSA AÐ LEYNA ÞVÍ Rætt við Cathy Roberts og Agöthu Agnarsdóttur um gridastad fyrir konur sem orðið hafa ffyrir ofbeldi á heimilum ■ í vikunni var opnað í Reykjavík fyrsta KVENNA ATHVARFIÐ á íslandi, en Jiað er griðastaður fyrir konur sem orðið hafa fyrir andlegu eða líkamlegu ofheldi á heimilum sínum og neyöst til eða kosið að yfirgefa þau, oft með börn sín, og ciga ekki neinn samastað. Slík kvennaathvörf eru víða til erlendis, s.s. á Bretiandi, í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum, og hefur farið fjölgandi þann áratug sem liðinn er frá því fyrsta athvarfið af þessu tagi kom til sögunnar. Helgar-Tíminn hitti að máli cinn forvíg- ismanna kvennaathvarfsins í Reykjavík, Agötu Agnarsdóttur, og Cathy Robcrts, breskan félagsfræðing sem sérfræðingur cr á sviði kvennaathvarfa, og stödd er hér á landi til að leiðbeina íslenskum konum í þessu efni. ■ Talið barst fyrst að reynslunni af kvenna- athvörfum erlendis. Cathy kvað víða um tvenns konar athvörf að ræða: annars vegar athvörf sem einbeita sér að liðsinna konum sem verið hefur nauðgað og hins vegar athvörf sem opin eru konum sem orðið hafa fyrir annars konar ofbeldi, andlegu eða líkamlegu. Athvarfið í Reykjavík sameinar þetta tvennt og taldi Cathy það mjög heppilegt. „Þegar þessi athvörf komu fyrst til sögunnar í Englandi fyrÍT tíu árum síðan var hlegið að okkur“, sagði Cathy, „en það er ekki gert lengur. Mönnum hefur smám saman orðið ljóst hve þýðingarmiklu hlutverki slík athvörf gegna og hve útbreitt ofbeldi geen konum á heimilum í rauninni er. Það er algengara en nokkrar tölur geta sagt um, og í löndum eins og t.d. Bretlandi virðist það fara vaxandi samhliða kreppu og atvinnu- leysi.“ f framhaldi af þessu benti Agatha á grein í nýlegu hefti GEÐVERNDAR þar sem fram kemur að margar konur leita til slysalækna með áverka sem þær hafa augsýnilega hlotið eftir erjur á heimili. Oftar en ekki kjósa þær hins vegar að halda því leyndu hvernig áverkinn kom til að spinna upp sögur um óhöpp. Þær blygðast sín að segja frá þessu og finnst oft að þær beri sjálfar þar á nokkra ábyrgð. Eru þær konur sem leita til athvarfanna úr einhverjum sérstökum þjóðfélagshóp öðrum fremur ? spyrjum við. „Nei, svo er ekki“, svara Caty. „Þær koma úr öllum stéttum og mjög misjöfnu um- hverfi. Menntakonur leita til okkar, en algengast er að það séu heimavinnandi húsmæður senr eru fjárhagslega háðar eigimanni sínum. Þær virðast helsta fórnar- Iamb heimilisofbeldis." Hvað um samstarf við lögreglu? Það er misjafnt eftir löndum sögðu þær Agatha og Cathy. Á íslandi hefur engu formlegu sambandi verið komið á en undirtektir lögreglu virðast góðar. Engir lögregluþjónar hér eru þjálfaðir í að fást við mál sem tegjast ofbedisverkum gegn konum á heimilum eða nauðgunarmálum, og fram kom í máli lögreglukonu á fundi á Hótel Borg á dögunum að í því efni verður lögreglan að beita brjóstvitinu. Hvers vegna ofbeldi á heimilum? Um rætur ofbeldisverka er auðvitað alltaf erfitt að dæma, en Agatha og Cathy töldu að ein höfuðorsök ofbeldisverka gegn kon- um væri staða þeirra í þjóðfélaginu. Meðan litið væri á konur sem annars flokks borgara, karlmönnum óæðri, hlyti ástand af þessu tagi að vara áfram. Kvennaathvarfið í Reykjavík er sem stendur í leiguhúsnæði, en ekki er gefið upp hvar í bænum það er. Síminn á staðnum er 21205 og geta konur hringt þangað og leitað ráða, og ef þær vilja verður þeim Ieiðbeint á staðinn. Unnt er að hafa börn með sér og dvelja þar lengri eða skemmri tíma eftir atvikum. Nöfn kvenna sem hafa samband við athvarfið verða ekki skráð og nafnleyndar gætir í hvívetna. Starfsmenn kvennaathvarfs eru tveir, en auk þeirra starfa allmargir sjálfboðaliðar í vaktavinnu, en ráðgjafarþjónusta í síma er opin allan sólarhringinn. GM Cathy Roberts félagsfræðingur og Agathu Agnarsdóttir, einn forsvarsmanna kvennaathvarfs í Reykjavík. Timamynd: GE Bókakönnun Tfmans KRISTJÁNS SVEINSSONAR Alistair MacLean GUNNAR GUN wwm KINIRIN ifii Bóksölukynning Tímans: ALBERT SKAUST UPP ÞRIÐJA SÆTIÐ Kristján aftur í fyrsta saeti ■ Þá birtir Tíminn annan listann í bókasölukönnun sinni, og að þessu sinni er öllu athyglisverðara að bera hann saman við lista bókaútgefenda, en var í fyrsta sinnið, fyrir einni viku, því listarnir eru mjög ólíkir nú, að því undanskildu að tvær efstu bækurnar á bá 'um listum, eru þær sömu. Ævi- miimingar Kristjáns Sveinssonar eru aftur í fysta sætinu, en það voru þær einnig í fyrstu könnuninni og Dauða- fljótið er aftur í öðru sæti. Að öðru leyti, hefur listi Tímans breyst verulega, því bækur sem eru til þess að gera nýútkomnar hafa verið rifnar úr hillum bókaverslananna og eru þar af leiðandi strax komnar á Tímalist- ann yfir söluhæstu bækurnar. Má nefna bækur eins og Bréfin hans Þórbergs og Albert í þessu sambandi. En lítum nú á listann yfir 10 söluhæstu bækurnar þessa viku og í sviga sjást hvaða sæti þær skipuðu á listanum fyrir einni viku, ef þær á annað borð voru á listanum þá. 1. Æviminningar Kristjáns Sveinssonar (1) Gylfi Gröndal skráði (Setberg) 80 stig. 2. Daudailjótið eftir Alistair Maclean (2) (Iðunn) 63 stig. 3. Albert, Gunnar Gunnarsson skráði (var ekki á lista) (Setberg) 39 stig. 4. Hverju svarar læknirinn.'eftir Claire Rayncr, Bertil Mortensson og Guðmund Þengilsson (7) (Iðunn) 34 stig. 5. Persónur og leikendur eftir Pétur Gunnarsson (6) (Punktar) 31 stig. 6. í kvosinni eftir Flosa Ólafsson (10) (Iðunn) 28 stig 7. Bréfin hans Þórbergs, Hjörtur Pálsson bjó til prentunar (var ekki á lista) (Vaka) 28 stig. 8. Landiðþitt ísland eftirSteindór Steindórsson, Þorstein Jósepsson og Pál Líndal. 3. bindi. (4) (Örn og Örlygur) 23 stig. 9. 555 gátur, Sigurveig Jónsdóttir þýddi og staðfærði, (9) (Vaka) 19 stig. 10. Mömmustrákur eftir Guðna Kolbeinsson (8) (Vaka) 18 stig. Fjöldi annarra bóka hlaut einnig nokkuð mörg stig, og má þar nefna bækur eins og Ljósmyndabókina frá Setberg, Kvisti í lífstrénu eftir Árna Johnsen Dýragarðsbörn og Stefán 'og Maríu. Þegar lesendur Tímans skoða þennan lista, er vert að þeir hafi í huga að bækurnar Albert og Bréfin hans Þór- bergs eru báðar nýkomnar á markaðinn, en samt sem áður komnar í hóp þeirra 10 sem selst hafa mest þessa vikuna. Rétt er að greina í lokin frá því hvernig þessi listi var unninn, einkum og sér í lagi fyrir þá sem ekki sáu fyrsta listann: Blaðamaður Tímans hafði í gær sam- band við 10 bóksala, að þessu sinni voru það bóksalar í eftirtöldum verslunum: Penninn, Hafnarstræti, Bókabúð Vest- mannaeyja, Bókabúð Grönfeldts, Borg- arnesi, Bókadeild Hagkaupa, Skeifunni, Bókhlaðan, Glæsibæ, Bókabúð Fossvogs, Bókabúð Braga, Lækjargötu Gríma, Garðabæ, Aðalbúðin Siglufirði og Bókabúð Jónasar Tómassonar, tsa- firði. Bóksalarnir veittu blaðamanni upplýsingar um 10 söluhæstu bækur liðinnar viku, og nefndu þá fyrst þá söluhæstu og síðan koll af kolli. Bók sú sem efst var á listanum hjá hverjum bóksala, fékk 10 stig, sú í öðru sæti 9 stig, og svo framvegis. Síðan eru stig hverrar bókar lögð saman og heldar- summan birtist á listanum hér að ofan. Þriðji bókasölulisti Tímans verður á sínum stað í blaðinu að viku liðinni. - AB „KEMUR MÉR EKKI ÁÓVART — segir Gunnar Gunnars- son, sem skrádi ævi- minningar Alberts Guðmundssonar ■ „Nei, ég get ekki sagt að þetta komi mér á óvart," sagði Gunnar Gunnarsson rithöfundur, þegar blaðamaður Tímans spurði hann hvort það hefði komið honum á óvart að bókin Albert, sem Gunnar skráði, væri komin í þríðja sæti, á lista Tímans yfir söluhæstu bækumar. Ég vissi náttúrlega fyrirfram,“ sagði Gunnar, „að Albert er maður sem nýtur mikillar hylli og fólk virðist vera forvitið um hann og því hafa væntanlega margir áhuga á því að fá eitthvað að lesa um hann.“ - Gunnar var spurður að því hvort hann og Albert hefðu þekkst vel, áður en hann tók að sér verkefnið að skrásetja frásögur Alberts: „Nei, ég þekkti hann ekki neitt." Og spurning- unni hvort Albert hefði reynst vera önnur persóna en Gunnar hefði vænst svaraði Gunnar á þessa leið: „Nei, eiginlega ekki. Þá var Gunnar spurður hvað honum fyndist um skrif Einars Karls Haralds- sonar, ritstjóra Þjóðviljans,um bókina Albert: „Mér fannst þetta ágætur dómur um bókina,“ sagði Gunnar, „og er alveg sáttur við hann. Það var ýmislegt í þessari grein sem Einar Karl hugsar ÞITT EIGIÐ RAFMAGN Nú er rétti tíminn skammdegið er skammt undan Getum útvegað allt frá 50 - 750 kw. rafstöðvar með stuttum fyrirvara. wM ■ Gunnar Gunnarsson. prívat um Albert og kemur bókinni ekkert við“ - AB Leitið upplýsinga m CATERPILLAR L □ SALAS.ÞJÚNUSTA Caterpillar, Cat ogSeru skrásett vörumerki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.