Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.12.1982, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 19 krossgátaj myndasögur 3978. Krossgáta Lárétt 1) Lokaðri. 5) Lífstíð. 7) Ess. 9) Úrgang. 11) Dropi. 13) Bors. 14) Stétt. 16) Borðaði. 17) Lítilsvirtu. 19) Rann- sakar. Lóðrétt 1) Baknagar. 2) Sjó. 3) 2. 4) Trölla. 6) Átt. 8) Niðursett. 10) Fiðring. 12) Detta. 15) Röð. 18) Utan. Ráðning á gátu No. 3977. Lárétt 1) Svarka. 5) Kór. 7) Ær. 9) Rómi. 11) Máf. 13) Ket. 14) Anis. 16) SR. 17) Skötu. 19) Skolun. Lóðrétt 1) Slæmar. 2) Ak. 3) Rór. 4) Krók. 6) Vitrun. 8) Rán. 10) Mestu. 12) Fisk. 15) Sko. 18) Öl. bridge ■ Kanadamaðurinn Joe Silver er með litríkari spilurum sem finnast. Hann hefur unnið Spingold mótið í Bandaríkj- unum, auk fleiri stórmóta, og hann er því nokkuð virtur spilari. En hann er mjög óstilltur í sögnum og þegar spilin liggja illa er yfirleitt úti um að hann komist í efri sæti í mótum. Það má til gamans geta þess að á Heimsmeistara- mótinu í tvímenning í sumar fékk hann og Mark Molson 3266 stig í annarri umferð sárabótartvímenningsins (með- alskor 2400) og voru 250 stigum yfir parið í öðru sæti fyrir síðustu umferð. í þeirri umferð fengu þeir 1700 stig og með það hurfu þeir af skortöflunni. Þetta spil kom fyrir í Spingoldmótinu í sumar en það unnu Ásarnir: Hamman, Wolf, Becker, Rubin, Son- tag og Wichsel. Silver í suður keyrði spilið í 6 spaða þrátt fyrir að austur hefði gefið viðvörum með því að dobla 5. hjartasögn norðurs: Norður S. A94 H.AD852 T. D854 L.6 V estur. S. G32 H.9 T. K976 L. G8642 Austur S. 87 H. KG643 T. G3 L. D973 Suður S. KD1065 H. 107 T. A102 L. AK5 Vestur spilaði út hjartaníu gegn 6 spöðum og Joe horfðist í augu við enn einn vonlausan samning. Ogþó. Útspilið og dobl austurs á 5 hjörtum benti til að hjartað lægi 5-1 og ef svo var þurfti tígullinn aðeins að haga sér sómasam- lega. Silver stakk upp hjartaás í blindum og spilaði tígli á tíuna í öðrum slag. Vestur tók á kónginn og spilaði spaða sem nían í blindum átti. Silver spilaði næst laufi á ás og trompaði lauf, tók spaðaásinn og spilaði tígli heim á í. Þegar gosinn kom frá austri ákvað Silver að spila upp á að tígullinn hefði legið 4-2. Hann tók síðasta trompið af vestri og spilaði síðan tígli á áttuna. Hún hélt og síðan fór hjartataparinn niður í tíguldrottningu. Þetta var vel spilað en vörnin sofnaði hinsvegar aðeins á verðinum. Ef vestur gefur sagnhafa á tígultíuna er ekki nokkur leið að vinna spilið, eins og lesendur geta sjálfir athugað í ró og næði. Býzantera, borg úrhraka, þjófa, smyglara og vélbófa. med morgunkaffinu -En upphaflega kom prófessorinn hingað til að rannsaka lifnaðarhætti fíðrilda... ekki satt? - Ég er hræddur um að bankinn geti því miður ekki iátið ungfrúna hafa lán, en kannski gæti ég svona persónulega eitthvað athugað með fjárhagsaðstoð...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.