Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Líkið á skaflinum aö gcra sömu játningu fyrir rcttinum, svo að ekkert varð sannað á hann. Því skiljanlegri vcröur gremja Skúla yfir vífilcngjum þessa forhcrta sakamanns. Sjálfur kom Skúli inn á þetta síðar í hinu fræga bréfi til kunningja síns séra N.N., sem hannhirti í Þjóðviljanum, en þar sagði hann: „I varðhaldinu gcrði Sigurður sér glcnz mikiö, lét sem hann lifði við veizlu og kvaö rímur í ákafa, því að hann er raddmaöur góður, en fyrir réttinum var hann oftast mjög óskammfeilinn, og gerði ýmist að þræta, eða hann neitaði að svara mér. Eitt skipti, er ég sem oftar átti einslega samræðu við Sigurð í varðhaldsklefan- um, virtist mér þó sem samvizka hans væri ögn farin að vakna. þvíaðég hitti hann þá hágrátandi. og hann lét þá þau orð falla, er eigi gátu annað en sannfært mig um sekt hans, þó að ég hefði áður verið í vafa. Og man ég sérstaklega eftir því í þetta skipti, að ég hrærðist til meðaumkVunar yfir aumkunarveröu ást- andi kærða, tók vindillinn út úr munni mcr, - því að ég vissi, að ákærði var óstjórnlegur tóbaksmaður - og gaf honum. Ráðgerði ég síðari að tala við hann aftur eftir 1-2 tíma, þegar geðs- hræringar hans væru komnar í stillingu, og bjóst ég þá við fullkominni játningu. En sá sem aldri var ósvífnari en þá, það varSiggi „Skurður". Hvortvindil-stúfur- inn hefur valdið þessari breytingu, veit ég reyndar ekki, en víst er um það, að eftir á ásakaði ég mig þó hálft í hvoru fyrir þessa hjartagæzku Ég drap á það áðan, að ég var sjálfur sannfærður um, að Sigurður væri valdur að fráfalli mannsins, og almenningsálitið fór í sömu stefnu, og ég heyrði þaö dagsdaglega utan að mér, að ég þótti sýna þorpara þessum allt of mikla vægð og vorkunnsemi, enda hefur mér verið talið það tamara, heldur en að leggjast á lítilmagnann. Af þessum ástæðum var ég nokkru harðari við sökudólg þennan, en ég hef átt vanda til og setti hann tvivegis á vatn og hrauö, 5 daga í hvort skiptið, enda tel ég mig hafa haft til þess fullgildar og lögmætar ástæður." Grunsamlegar bókanir Þegar sakborningur var dæmdur til að þola vatns og brauðs refsingu, bar dómara að kveða upp formlegan úrskurð og geta þess skýrum orðum, að til þessa væri gripið einungis vegna þess, að sakborningur hefði þverskallast við að svara spurningum. Það átti meira að segja að taka það skýrt fram í úrskurðin- um, að sakborningi hefði verið tilkynnt fyrirfram, að hann yrði settur á vatn og brauð, og þá fyrst skyldi kveða upp úrskurðinn, ef hann þverskallaðist enn við að svara, þrátt fyrir þessa hótun. Það verður ekki sagt um það með neinni vissu, hvað gerðist í þessum réttarhöldum, þegar Sigurður hlaut vatns og brauðs refsinguna, hvort hann þverskallaðist við að svara, eða hvort Skúli beitti rqfsingunni beinlínis til að fá hann til að meðganga. En svo mikið er víst, að hann skráði úrskurðina án þess að geta um réttar forsendur þeirra eða, að sakborningurinn hefði verið aðva- raður um þá refsingu, sem vofði yfir höfði þans. Hann dæmdi Sigurð 21. janúar í fyrri 5 daga refsinguna. Meðan á henni stóð yfirheyrði hann sakbornig tvisvar 23. og 25.janúar og var enn ekki hægt að sjá af réttarprófum, að Sigurður hefði þver- skallazt við að svar spurningum. Þegar vatn og brauð-refsingunni var síðan aflétt, skrifaði Skúli hinsvegar í réttarbókina, að ef Sigurður „gæfi eigi von bráðar fullkomna skýrslu, þá yrði hann aftur settur upp á vatn og brauð." Og sú hótun var síðan framkvæmd með nýjum úrskurði 30. janúar, án alls rökstuðnings um að sakborningur þver- skallaðist við að svara spurningum. Slíka hótun.sem íþessufólst, aðsetja sakborning upp á vatn og brauð „ef hann ekki gæfi fullkoman skýrslu“, mátti „mcð góðum vilja“ skilja sem þvingun til að meðganga, sem var auðvitað ólöglegt, en hefur kannskc ekki verið óeðlilegt í augum Skúla, þar sem þorparinn hafði þegar meðgengið brot sitt undir fjögur augu við hann. Sigurður fékkst aldrei til að játa brotið á sig fyrir rétti. Þegar síðara vatns og brauðs-refsitímabili hans lauk 4. febrú- ar, án þess, að hann lefi nokkurn bilbug á sér finna, fór Skúla að gruna, að frekari réttarpróf yrðu árangurslaus. Hann sendi því prófseftirritin suður til Reykjavíkur og skaut því til amtmanns, hvort hann ætti að halda rannsókninni áfram. Ogenn hélt hann Sigurði um sinn í gæzluvaröhaldi og hefur líklega ætlað að halda honum, þangað til svar bærist frá amtinu, en gafst upp á því og sleppti honum úr haldi 20. febrúar. ■ Skúli Thoroddsen um það leyti er hann gerðist sýslumaður á Isafirði. Kristján Jónsson amtmaður svaraði Skúla með bréfi dagsettu 1. marz. í því benti hann Skúla á það, að ýmsir gallar væru á málsmeðferð hans, líkskoðun hefði dregizt of lengi, próf af hálfu sýslumanns hefðu verið haldin í of seint og að tæplega væri hægt að sjá eftir skýrslunum, að ástæða hefði verið að til að beita þeirri harðneskju, að dæma Sigurð upp á vatn og brauð. En fjölyrða um þá og ekki sá hann ástæðu til að beita sektavaldi við Skúla, hvað þá harðari refsingum. Fól hann Skúla að halda rannsókn málsins áfram Aftur svaraði Skúli með bréfi dagsettu 21. marz, þar sem hann lagði til að málsókn gegn Sigurði skurði yrði felld niður þar sem vonlítið væri að málið upplýstist frekar. En Kristján amtamað- ur svaraði um hæl með bréfi 20. apríl hann yrði að framfylgja fyrri fyrirmælum og halda rannsókninni áfram og minntist amtmaður ekki frekar á gallana. Svo Skúli gat litla hugmynd haft um það, að á sama tíma voru réttarskjöl hans lögð undir smásjá, þýdd á dönsku og send út til Danmerkur. Hann sá ekki einu sinni neinar blikur á lofti út við sjónhring og þó var ofsastormur í aðsigi. Svo leynilega var farið með þetta, að hann átti sér einskis ills von fyrr en sjálft þrumuskýið skall yfir ísafjörð. (Með leyfi höfundar) * Aðeins skuldlausir áskrífendur getatekiðþátt í getrauninni. Getraunaseðlamir birtast í laugardagsblöðunum LJOSMYNDIR HALLGRÍMS EINARSSONAR AKUREYRI í UPPHAFINÝRRAR ALDAR Þjóöskáldið séra Matthías Jochumsson sat um árabil á friöarstóli á Akureyri eftir aö hann lét af embætti þar sem sóknarprestur. Akureyringar kunnu líka aö meta hann og kusu hann fyrsta heiöursborgara Akureyrar. Myndin sýnir höfund þjóösöngs okkar íslendinga þar sem hann situr lengst til hægri í heimsókn hjá syni sínum Steingrími lækni og fjölskyldu hans. Myndin er aðeins eitt sýnishorn af fjölmörgum Akureyrarmyndum í bókinni AKUREYRI 1895-1930, bókinni þar sem saga höfuðstaðar Norðurlands í byrjun tuttugustu aldar birtist í listafallegum myndum á hverri síðu. Myndperlur Hallgríms Einarssonar eiga erindi inn á hvert heimili, þar sem menn unna fögru handverki - fallegum myndum - góöri bók - og sögu forfeðranna, fólksins sem lagði grunn að velferð okkar í dag. Bókaútgáfan Hagall Bárugötu 11,101 Reykjavík sími 17450.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.