Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 19S2 ■ Kvikmyndafrömuðurinn er bjartsýnn: „Að fáum árum liðnum,“ segir hann „munum við frumsýna kvikmyndir okkar samtímis í kapalsjón- varpi og í kvikmyndahúsunum. Fyrir sjónvarpsrétt- inn á vinsælli mynd getum við fengið á einu kvöldi 80-100 milljónir dollara.“ Hirschfield, sem nú er 46 ára gamall, er forstjóri 20th Century Fox, sem er eitt af sjö stærstu kvikmyndaverum í Hollywood. í Hollywood búast kvikmyndaframleiðendur nú til að mæta nýrri tæknibyltingu, sem mun gjörbreyta kvikmyndaheiminum, líkt og hljóðsetningin 1927, litirnir árið 1936 og sjónvarpið árið 1952. Nýja tæknin býður upp á nýja og stærri markaði fyrir framleiðendur „Dallas“ og „Star Wars“ og alla hina. erlend hringekja Hollywood og myndbanda- byltingin ■ Gömlu kvikmyndirnar eru nú notaðar til nýrra stórviðskipta. Fjölgun videoáglápara En ef þetta næKÍr mönnum ekki, þá ■ Francis Coppola við kvikmyndatöku: Hann er nú farinn að gera myndir sem eru samtímis teknar á filmu og myndband. sér dauðum, þá slógu fjögur „Fay-'I V" fyrirtæki sér saman í eitt í lok árs 1980, en það gekk ekki lengi. Amerísk lög fyrirbuðu slíka samsteypu, samkvæmt einokunarákvæðum. Eftir þetta keyptu þrjú kvikmyndafyrirtæki, Universal, Paramount og Warner Brothers sig inn í lítið „Pay-TV" fyrirtæki um miðjan ágúst 1982, - “The Movie Channel." Átti hvert 25% eignarhlut. Þetta fyrir- tæki hefur tvær milljónir áskrifenda og meðal eignaraðilanna kreditkortafyrir - tækið Amerícan Express. Þessi stóru fyrirtæki brugðu svo skjótt við af því að þau ætluðu ekki að láta sig henda að gera sömu mistökin og hér áður: „Fyrir 30 árum, þá vorum við svo vitlausir að taka ekki sjálfir allan sjónvarpsrekstur í okkar hendur,“ segir Frank Rosenfelt, stjórnarformaður Draumaframleiðendur Bandaríkjanna þarfnast nýrra markaða, þar sem kvikmyndagerðin verður æ kostnaöar- samari. Þau viðskipti sem komin ern til sögunnar með videóspólum, gervihnattasjónvarpi og kapalsjónvarpi, virðast ætla að bjarga málunum íþróttamyndir keyptar af stóru sjón- varpsstöðvunum í New York. En þegar kemur að gömlum kvikmyndum, þá er við þá í Los Angeles að eiga, enda er það í Hollywood (næsta bæ við Los Angeles) sem „Hvíti hákarlinn" á heimkynni sín. Kvikmyndaframleiðendum veitir heldur ekki af tekjunum. Frá því 1978 hafa útgjöldin meira en tvöfaldast. Nú kostar framleiðsla meðalstórrar myndar, þar sem ekki mjög dýrar stjörnur leika, og þar sem ekki er beitt mjög dýrum „effektum" 11 milljónir dollara og auglýsingar sjö milljónir dollara í viðbót. Árið 1981 var eitt hið besta í sögu amerískra kvikmynda. Aðgöngumiðar að kvikmyndinni „Leitin að örkinni" seldust fyrir þrjá milljarða dollara. En þrátt fyrir átta prósent tekjuaukningu frá fyrra ári varð hagnaður 15 prósent minni. i * i Þó hefði hagnaðurinn orðið enn minni, ef þeir sem reka „Pay-TV“ hefðu ekki greitt 375 milljónir dollara fyrir sýningarrétt á ýmsum kvikmyndum sama ár. Voru það jafn miklar fjárhæðir og sjónvarpsstöðvarnar CBS, ABC og NBC greiddu til samans. En hinir nýju viðskiptavinir gera líka harðar kröfur til þeirra í Hollywood. Þeir greiða ekki hvað sem upp er sett. Á það einkum við um þá er kaupa inn fyrir „Home Box Office“, en þeir eru ekki tilbúnir að greiða það gjald sem keppinautar þeirra gera. „HBO“ hefur 8.5 milljónir við- skipavina og getur sett sín skilyrði. Örðugra uppdráttar eiga þeir hjá „Showtime" sem hafa aðeins tvær millj- ónir áskrifenda. Engin kú - engin mjólk Til þess að láta „HBO“ ekki ganga af Valkostir Á sviði dreifingar kvikmyndaefnis keppa nú þessir valkostir: Það sjónvarpskerfi sem við nú þekkjum er fjármangað með auglýs- ingatekjum í Bandaríkjunum og drcifi- kerfið byggist á þremur risasendum og minni sendum, scm staðsettir eru úti um allt landið. Þá er það' kapalkerfið. Þar eru á boðstólum gömlu stöðvarnar, en auk þeirra 55 sérstakar dagskrár, sem út eru sendar gegn ákvcðnu gjaldi, - hið svonefnda „Pay-TV“. Enn er að nefna sjónvarpsútsendingar um gervihnctti, sem hægt er að ná á hvcrju heimili með sérstökum útbúnaði og bætast margar dagskrár við þá. Loks eru það videokassetturnar og mynddiskarnir. En hvort sem menn vilja hagnýta sér kapalsjónvarpið eða kassetturnar, þá munu menn brátt geta valið um kvik- myndir og sjónvarpsdagskrár í eins miklu úrvali og um væri að ræða hljómlist á hljómplötum. Nú þegar geta um það bil 28 milljónir heimila í Bandaríkjunum hlýtt á fréttir og veðurfregnir í kapalsjónvarpi. Um það bil helmingur þessara eru viðskipta- vinir hinna áðurncfndu „Pay-TV“ sjón- varpsstöðva. er hægt að grípa til myndsegulbandsins. Um þessar mundir eru til á bandarískum heimilum um það bil þrjár milljónir myndsegulbandstækja. Leigu og sölu- tekjur af kassettum, - þar með taldar klámmyndir - munu hafa numið hálfum milljarði dollara árið 1981. Þeir sem stjórna þessum iðnaði eiga von á því að tala video-ágtápara hafi þrefaldast í Bandaríkjunum árið 1985. Hungur þeirra eftir myndefni er mikið. „Pay-TV“ og videospólu-sölur og leigur, framleiða ekkert myndefni sjálfar. Því eru skemmtiþættir og.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.