Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 20
••••einhver eftirvænting í loftinu GM: Mig langar til að hefja þessa umræðu með því að beina til ykkar allra einni almennri spurningu. Það er stundum sagt að mikil gróska hafi hlaupið í íslenskt leikhúslíf á undanförnum árum; aðsókn að leikhúsum hefur aukist; ný og frambærilegri innlend leikverk hafa litið dagsins Ijós; ýmis nýbreytni verið tekin upp í leikhúslífi; ný leikhús og nýir leikhópar sprottið upp. Er þessi gróska raunverulega fyrir hendi og ef svo er, hvernig horfir hún þá við ykkur? JVJ: Ef við horfum til leikritanna þá hefur þar náttúrlega orðið grundvallarbreyting á. Það er trúlega skrifað mun meira af leikritum hér en var fyrir 15-20 árum og svo virðist sem hugarfarsbreyting hafi orðið meðal almennings í afstöðu til íslcnskra leikrita. Fólk hefur meiri trú á þeim og meiri áhuga cn áður var. Þarna er kominn jarðvegur fyrir citthvað annað og meira cn við höfðum áður. Aftur á móti virðast leikhúsin stundum líka of opin fyrir nýjum leikverkum og við höfum fengið leikrit sem varla eru sýningarhæf. Nú nýir leikhóparhafa komið fram og eru í uppsiglingu vegna stefnu eða stefnuleysis stofnanalcikhúsanna og stundum hafa þessir hópar tckiö að scr aö flytja verk sem þar fá ekki inni. SE: Ég held að það sé rétt hjá Jóni Viðari aö það er ávinningur af því sein verið hefur að gerast s.l. 15-20 ár. Innlend lcikritun, nýsköpun hjá okkur, er góð fyrir okkar jarðveg og það cr bersýnilcgt að áhorfendur eru sama sinnis. Hitt er annað mál aö við megum ekki einangra okkur. Hvað snertir þetta að tekin séu til sýningar verk sem ekki eru öll mcistarastykki þá er því til að svara... JVJ: Þaö voru ckki mín orð. SE: Ég segi nú svona. Engin borg verður reist á einum degi og ár verða að líða þar til aö raunverulega er koininn frani árangur á þessu sviöi. Ef við tökum til viðmiðunar eitthvert tímabil úr ” leiklistarsögunni þá vitum við að þar scm blómaskeið hefur verið þá hefur jafnframt verið talsvert af lcikverkum sem lifðu ekki. Mér finnst tilkoma nýju lcikhúsanna mikill ávinningur, en ég er ckki viss um að það, að fram komi leikhópar, geri það nauðsynlegt að stilla þessu upp sem einhverju sem þurfi að vera í andstöðu; það getur verið þörf fyrir annars konar hópa. Annars er hlutur svona leikhópa oft ýktur. Þáttur Grímu í flutningi innendra verka hefur að minni hyggju verið yfirdrifinn. Ég lifði sjálfur þetta tímaskeið og það voru ekki feiknalcga mörg innlend vcrk flutt þar. Gríma átti kannski meira crindi l'raman af, en síöur þcgar leið á starfið. Það stafaði. að ég hygg, af því að vcrkefnaval leikhúsanna var að breytast um það leyti. Þannig að það sem í fyrstu kann að hafa virst ntikið nýmæli varð smám sainan það sama og gert var í lcikhúsunum. Á hinn bóginn hafa lcikhóparnir gert inargt gott fyrir uppeldi ákveðins hóps lcikhúsfólks, s.s. nýjar aðferðir hjá Litla leikfélaginu, hópvinna, er dæmi um. Þetta er jákvætt. Eftirvænting í andrúmsloftinu . KR: Mín tilfining er sú að við séum alveg um það bil að ná í skottið á einhverju og það er æskileg staða. Það er einhver eftirvænting í andrúmsloftinu. Mér finnst sem við höfum aðstæður til að eiga betra leikhús eftir nokkur ár. Það er vissulega gróska í íslensku leikhúslífi sem kemurfram í auknum áhuga fólks á því sem cr að gerast, það er líka gróska í leikritun eins og minnst var á. Nú Jón Viðar talar um að leikhúsin séu of jákvæð fyrir því sem kemur inn á borð hjá þeim og sýni gölluð verk. Það má vissulega leiða að því rök að svo sé, en ég held að það sé fyrst og fremst vegna áræðni leikhúsanna að sýna gölluð verk að hér hefur orðið gróska í íslenskri leikritun og dæminu verði snúið við. Fólk hefur fengið trú á íslenskri leikritun sem það hafði ekki fyrir tuttugu árum síðan. Mér finnst alveg sjálfsagt að sýna gölluð verk. JVJ: En erum við ekki komnir yfir það tímabil núna? KR: Það koma alltaf nýir og nýir höfundar sem eiga rétt á að fá sýnd sín gölluðu verk. JVJ: Jú, en... KR: Hvað meinarðu þegar þú segir að við séum komnir yfir þann tíma. Áttu við að við stöndum frammi fyrir framleiðslu á gallalausum verkum? JVJ: Nei þaðsagði égekki. En viðhöfum úrmeiru að velja en fyrir fimmtán árum þegar engir höfundar voru fyrir hendi. Jökull Jakobsson var t.d. rétt að byrja um þær mundir. SE: Þú ert svo óþolinmóður Jón. GM: Eigum við ekki að víkja betur að þessu á eftir og hcyra álit Þórhildar á spurningunni um gróskuna? ÞÞ: Ég er ekki sátt við þetta orðalag. Það er eins og gefið í skyn að verið sé að rísa úr lægð og úr þessu verður fljótlega alhæfing. Bæði er það að það sem maður er að gera á líðandi stund þykir alltaf mcira spennandi, og varpar þá skugga á fortíðina, og eins og gróskan í sumum greinum leiklistar er ekki alltaf á sama tíma og sama stað. Ég er fyrst og fremst að fetta fingur út í orðalagsatriði. Við hljótum að kalla það grósku þegar Leikfélag Reykjavíkur eða Þjóðleikhúsið voru stofnuð o.s.frv. Þetta með íslenska leikritahöfunda er mjög gleðileg staðreynd. Nú það hafa komið fram fyrr og síðar sterkar kynslóðir af leikurum og leikstjórum, en ég er ekki tilbúin til að samþykkja að núna fyrst sé hlaupin gróska í íslenska leiklist. Eina lægðin sem ég man cftir eru sjónvarpsárin fyrstu þegar aðsókn að leikhúsum dróst saman. Stöðnun upp á síðkastið ÞS: Spurningin er um hvaða tímabil við erum að tala. Ef við erum að tala um síðustu misserin þá er gróska ekki rétta orðið. Mér finnst gæta ákveðinnar stöðnunar og á því eru kannski ýmsar skýringar. Auðvitað er það rétt að fram hafa komið fleiri íslensk leikrit og þeim hefur verið vel tekið, bæði af áhorfendum og leikhúsunum. Samt hefur gætt stöðnunar upp á síðkastið. Leikhúsunum hefur ekki tekist að setja saman leikhóp sem ber fram verk af alvöru og spenningi. Það hefur ekki orélið áframhald á þróun sem var hafin. Að einhverju leyti er þetta sök leikstjórapólitíkur sem rekin er í leikhúsunum. Hún er ekki í takt við tímann og ekki í takt við það sem við höfum kynnst í löndunum í kring. Mérfinnst semsé að það sé ekki þessi spenna eða gróska í útkomunni, en ég er sammála Kjartani um að það er spenningur í loftinu og kannski á hann eftir að brjótast út. GM: Mig langar til að beina talinu að leikritavalinu í leikhúsunum og spyrja Svein Einarsson að því hvaða sjónarmiðum er fylgt þegar leikverk eru tekin til sýningar. Er t.d. reynt að ná einhvers konar jafnvægi milli afþreyingar-eða skemmtiefnis og svo þyngra cða bókmenntalegra efnis? Eða eru kannski skilin þarna á milli óglögg? SE: Áður en ég svara þessu langar mig til að víkja að því sem Þórhallur sagði. Ég held að það sé ekki tilviljun þegar á heildina er litið að menn taka sér í munn orð eins og gróska. Þórhildur talaði um hlut leikstjóra og leikmyndateiknara. Ég er sannfærður um að á báðum þessum sviðum eigum við fleiri hæfileikamenn heldur en nokkru sinni fyrr. Mér finnst að nú sé starfandi í leikhúsunum óvenju mikið að framhald væri á starfi í leikhúsunum. Það er mjög sem var umtalsverð fyrir listræna getu, og við höfum átt margar kynslóðir af leikurum sem hafa verið á mjög háu stigi. ÞÞ: Þegar þú nefnir leikstjóra þá verður mér hugsað til þess sem Þórhallur sagði um að það skorti að frahald væri á starfi í leikhúsunum. Það er mjög tilviljanakennt hvernig leikstjórar koma inn í starf leikhúsanna, hversu oft og á hvaða hátt. Enginn leikstjóri getur ráðið nokkru um framvindu síns starfs. Þegar hann hefur lokið einu verkefni þá er hann kominu aftast á biðlista á ný. SE: Já, en það eru nú margar hliðar á þessu - máli. Sumir leikstjórar biðjat.d. um frí þegar þeir hafa lokið sínu verki. Hitt er annaö mál, sem ég sný ekki aftur með, að við eigum nú fleiri hæfileikamenn á þessu sviði en við höfum nokkru sinni átt og það gefur okkur fjölbreytileika. Þetta eru listamenn sem eru komnir til meðvitaðs þroska og vita hvað þeir eru að gera. Mér finnst t.d. að lesa megi út úr leiksýningum í dag miklu sjálfstæðari túlkun leik- stjóra og leikmyndateiknara, svo dæmi sé tekið, á efninu heldur en alsiða var fyrir fáum árum. Nú, en varðandi spurninguna um leikritavalið þá má náttúrlega segja að hún svari sér sjálf þegar litið er til þess sem á boðstólunum er í leikhúsunum. Það hefur verið stefna okkar að hlúa að innlendum leikritum og það gerum við í þeirri trú að sjálfstæði íslcnskrar leikmenningar sé best borgið með þeim hætti. Ef við berum saman okkar leikhús og leikhús á Norðurlöndum þá er athyglisvert að úti er yfir því kvartað hve innlendri leikritagerð er ábótavant. Við höfum líka tekið fyrir sígild verk, ekki vegna þess að þau séu sígild heldur vegna þess að sá kjarni þeirra sem hefur gert það að verkum að þau hafa lifað ákveðinn árafjölda freistar manns að taka það til prófunar hvort þar eru einhver sannindi á ferð sem eigi enn erindi í dag. Ég mæli ekki gegn afþreyingarverkum ef þau eru gerð á listrænan hátt, en slíkum verkum hefur hins vegar fækkað mjög á seinni árum. Of þunglamalegt efni JVJ: Mér finnst eins og tilviljun leiki of stórt hlutverk í leikritavalinu. Ég get tekið dæmi af verkefnavali Þjóðleikhússins í vetur. Þar eru sýndar þrjár ansi stórar og miklar tragidíur á einu bretti. Þetta er óheppilegt og þessu ætti að dreifa á fleiri ár. Fleiri svipuð dæmi mætti nefna, eins og t.d. þegar Þjóðleikhúsið og Iðnó voru bæði með Shakespeare- sýningar á saina tíma. Nú í framhaldi af því sem Þórhildur sagði um leikstjórana: það er afskaplega einkennilegt hve leikhúsin hafa lítið frumkvæði að því að byggja upp leikstjóra, að fá þá til að vinna í einhverju framhaldi. Ef leikstjórar eiga að ná þroska verða þeir að fá að vinna, en það þýðir kannski að ekki komast allir á jötuna og leikhúsin verða að velja og hafna sem getur haft óþægindi í för með sér. ÞS: Vegna spurningarinnar um leikritaval þá ber að hafa í huga að á okkur liggur þessi krafa að bjóða upp á fjölbreytt efni og ég get tekið undir það með Jóni Viðari að mér finnst þetta ansi þunglamalegt hjá okkur í vetur. Nú en svo er auðvitað hægt að gera ýmislegt úr leikntum, og þá kem ég aftur að þvi að ástæðan fyrir því að okkur miðar ekkert áleiðis er iéleg lcikstjórnarpólitík, val leikstjóra hefui mistekist. Það eru sömu mennirnir sem skjóta upp kollinum ár eftir ár. Ég er að deila á þetta val. Mér finnst það ekki í takt við tímann og aðalástæóan fyrir okkar stöðu í dag. ÞÞ: Það er enginn hægðarleikur að setja saman prógramm fyrir leikhús í heilt ár. Ég hafði ekki hugsað út í þetta með þunglamalegt efni, en ég held að hin röddin mundi nú fljótt heyrast: óskaplega er þetta létt, þarf ekki eitthvað meira bitastætt? Einu sinni þegar ég starfaði á Akureyri efndum við til íslensks leikárs og sýndum þá sex íslensk verk. Þá var verið að spyrja: Af hverju sýnið þið bara íslensk verk? Þau eru svo leiðinleg. Næsta ár voru einungis erlend verk og þá var spurt: Af hverju sýnið þið ekki eitthvað íslenskt? Frjálsir leikhópar fái að njóta sín KR: Það er grundvallaratriði í sambandi við það sem við köllum stofnanaleikhús að þau spila í kringum ákveðinn ramma og verða að koma til móts við það þjóðfélag sem við búum í og það skýrir breiddina í verkefnavali. Stofnanaleikhúsunum er lögð sú skylda á herðar að hafa yfirleitt eitthvað í gangi. Ef menn langar hins vegar til að hafa ákveðna stefnu varðandi val á verkefnum og þróa fram skýran leikhóp þá eiga menn hægara um vik ef frjálsir leikhópar fá að njóta sín í leikhúsunum og sem víðast um landið. Það er mjög aðkallandi að hlúa að því sem við köllum frjálsa leikhópa. Þeir verða að fá að geta komið og farið, skapað sér stefnu og unnið vægðarlaust að henni. Ég fæ ekki séð að leikhús eins og Þjóðleikhjúsið sem verður að miða við mikla breidd í verkefnavali geti haldið uppi mjög ákveðinni listrænni stefnu. Þetta frnnst mér vera mergurinn málsins í sambandi við þessi stóru leikhús. GM: Er eitthvað athugavert við það að til skuli vera frjálsir leikhópar? Eru þeir merki um að eitthvað sé að annars staðar? JVJ: Já, ég er sannfærður um að frjálsu leikhóparnir spretta upp vegna þess að leikhúsin fullnægja ekki einhverri þörf. Á því er ekki m innsti vafi. Leikhús er dýrt fyrirtæki og best væri auðvitað að ríkið sjálft og opinberir aðilar geti haldið því uppi. Hins vegar er ástandið hér á landi með þeim hætti að við höfum stóran hóp ungra leikara sem ganga atvinnulausir að meira eða minna leyti, og það er ekki óeðlilegt að við slíkar aðstæður komi upp krafa um að fólk geti haslað sér völl utan stóru leikhúsanna. En engu að síður held ég að þessi ófullnægða þörf sé aðalatriði hér. SE: Ég er ansi mikið sammála því sem Kjartan var að segja. Ég held að ekki beri fyrst og fremst að líta á leikhópana sem gagnrýni á leikhúsin, heldur sýni þeir þörf fyrir annars konar vinnubrögð. Ég held að leikhúsin hér hafi sjálf verið frjó. Við höfum gert margar lofsverðar tilraunir í leiklist og þær ekki síðri en þær sem frjálsir leikhópar hafa tekið sér fyrir hendur. Ég er líka sannfærður um að tilkoma fleiri möguleika á að nálgast áhorfendur sé af hinu góða. Við megum heldur ekki gleyma því að okkar menningarheild er mjög lítil og þessi leikhús tvö hér sinna þörfum sem fjöldi leikhúsa gerir í stórborgum erlendis. KR: Þegar ég er að leggja áherslu á nauðsyn frjálsra leikhópa þá er ég að mælast til aukinnar opinberrar fyrirgreiðslu þeim til handa, svo þeir geti komið og farið. Það er engin formúla til fyrir einingu í leikhópi. Slíkur hópur hefur í eðli sínu til að bera þætti sem gera það líklegt að hann splundrist fyrr en síðar. Annars konar leíkhús nauðsynlegt ÞS: Það er auðvitað mjög nauðsynlegt fyrir þá sem vinna í stofnanaleikhúsunum að til sé annars konar leikhús. Það var gerð mjög merkileg tilraun í fyrra, sem því miður var ekki unnt að fylgja eftir, þegar nokkrir leikarar tóku sig út úr stofnanaleikhús- inu og fóru í Alþýðuleikhúsið og ætluðu að vinna þar sem hópur. Ég kom seinna í þennan hóp sem gestur úr Þjóðleikhúsinu. Því miður lenti þessi hópur í því að hafa ekki nógu góð skilyrði til að vinna, skipulagslega og fjárhagslega. Það var eins og að fara mörg ár aftur í tímann að vinna þarna, þetta minnti á Grímu um 1970. Þessi tilraun tókst sem sagt ekki, en slíkar tilraunireru samt nauðsynlegar. ÞÞ: Frjálsir leikhópar - hvað eru annars ófrjálsir leikhópar? - þurfa ekki að endurspegla óánægju. Þeir geta verið vísbending um að fólk vill gera eitthvað annað en það sem verið er að gera í það og það skiptið og því felst engin ósk um dauða hins aðilans. Ég er sammála því að hér þyrfti að vera vettvangur fyrir slíka frjálsa starfsemi, og ég er sammála Kjartani um að svona hópur getur aldrei staðið til eilífðar. Það kemur alltaf að því að hann splundrast, ekki endilega vegna óeiningar, heldur vegna þess að fólk langar til að gera eitthvað enn annað. Ég hef sjálf reynslu af því að finna á þessu sviði og það hefur ævinlega verið mikill barningur. Þegar maður hefur loksins náð í skottið á einhverju þá er buddan tóm og þreyta hefur skapast á vinnustaðnum. Ég minnist þess hve mikil viðbrigði mér þóttu það að koma inn á stofnaleikhúsið og þurfa ekki að sinna öðru en nákvæmlega mínu starfi. Áður hafði ég þurft að vera í alls konar stússi sem var algerlega óviðkomandi hinu listræna starfi. Það var kannski hollur skoli, en það er takmarkað hvað maður endist í slíkt: bæði líkamlega og listrænt. Stöðnunarhneigð í stofn- analeikhúsum? GM: Er ekki hxtt við því að einhvers konar stöðnunarhneigð sé innbyggð í öll stofnanaleikhús? SE: Sú hætta er ævinlega fyrir hendi, það er alveg rétt. Og til dæmis þegar umræður voru hvað mest í gangi um andstæður stofnanaleikhúss og svokallaðra frjálsra leikhópa þá voru örugglega í ýmsum löndum forsendur fyrir því að setja þetta upp sem andstæður. Hitt er annað mál að innan stofnanaleikhússins má segja að séu alltaf að skapast nýir og nýir leikhópar, þ.e.a.s. í kringum sýningu myndast kjarni sem leiðir hana fram til sigurs; þar er oft mjög góður vinnuandi og út úr því koma oft sýningar sem eru mjög umtalsverðar. ÞÞ: Það sem mér hefur fundist erfiðast við að vinna innan stofnanaleikhúss er að koma þar sem lausamaður, setja upp eitt leikrit og labba svo bara út. Mér finnst vont að koma á sýningar síðar meir og ætla að koma baksviðs eftir á og hafa eitthvað um þær að segja. Þá eru allir leikararnir farnir að vinna við eitthvað annað samhliða. Ég er ekki inn í þeirri mynd og mér finnst ég vera þráhyggju manneskja sem endilega vilji hugsa um mína sýningu. Þetta er stærsti gallinn. Það vantar eðilegt framhald í vinnu manns. ÞS: Þess má geta að nú standa yfir samningavið- ræður við leikstjórafélagið og það er einmitt krafa okkar í leikhúsinu að vinna leikstjóra verði metin á tímagrundvelli, þ.e. til ákveðins mánaðarfjölda og á meðan er leikstjórinn starfsmaður leikhússins og hefur betri tíma til að sinna sínu verki. Hann hlýtur þá að nýtast leikhúsinu miklu betur. SE: Mér finnst það mjög mikilvægt sem Þórhildur er að tala um, að leikstjóri fylgi eftir sinni sýningu og komi og ræði við leikara á eftir þær, enda gefið góða raun og færst í aukana á seinni árum. Leiklistargagnrýni of óvægin GM: Mig langar til að víkja að öðru efni. Nú um nokkurt skeið hefur manni þótt áberandi sá ágreiningur sem er á milli gagnrýnenda fjölmiðla annars vegar og leikara og leikhúsforstjóra hins vegar um mat á leikhúsverkum og því sem er að gerast í leikhúslífi almennt. Mig langar til að spyrja Svein að því hvort íslenskir gagnrýnendur séu ósanngjamir í dómum sínum og hvort sá háttur sem hafður er hér á leikdómum sé á einhvern hátt aðfinnsluverður. SE: Ég hef oft lýst því yfir og get ekki annað en endurtekið það hér að mér finnst íslensk leiklistar- gagnrýni of óvægin upp til hópa. Ég er ekki að biðja um að við séum ekki gagnrýnd, ég held að gagnrýni sé mjög mikilsverð fyrir okkur í leikhúsunum og áhorfendur, en ég kysi að það væri fjallað um þessi mál af meiri hógværð. JVJ: Ég er alveg ósammála þessu. Leikhúsgagn- rýni hér er alltof lin. Eitt af stærstu vandamálum gagnrýnandans er manngæska hans og hlýja hjarta- þel sem hann verður stundum að yfirvinna til að geta haft sannleikann að leiðarljósi, þann sannleika sem hann sér og trúir að sé réttur. GM: Er ekki eifitt að vera gagnrýnandi í svona fámennu þjóðfétagi eins og okkar? JVJ: Jú, jú það getur verið það. En það þýðir ekkert að vera í þessu starfi og láta hanka sig á því að skrifa eða taka sérstakt tillit til manna sem manni eru hjartakærir af einhverjum ástæðum. Það grefur bæði undan trú manna á gagnrýnandanum og trú hans á sjálfan sig. En það er rétt, þetta er erfitt starf. KR: Tónninn í gagnrýnendum hefur vissulega oft verið harkalegur, en mér finnst það að mörgu leyti verið með fjörmerkjunum í leikhúslífi okkar. Ég man eftir því að á norrænni ráðstefnu um leiklistarmál hitti ég Dana sem sagði við mig að við mættum þakka fyrir harða gagnrýni. Hjá þeim hcfði enginn áhuga á leikhúslífi nema gagnrýnendur og því reyna þeir að lappa upp á áhuga almennings með því að hrósa öllu upp í hástert. Á íslandi er þessu aftur á móti þannig farið að gagnrýnendur eru svo vissir um okkar öryggi og hafa svo mikið á tilfinningunni að við séum ofan á að þeim finnst hægt að bjóða okkur hvað sem er. Þetta held ég að sé ein helsta forsendan fyrir því hvaða gagnrýni hcfur mótast hér og það er að mörgu lcyti ekki nema til góðs. Hitt er verra og það er scnsasjónselcmentið í þessu hjá gagnrýnendum. Að gagnrýnandi getur orðið eins konar Svarthöfði, fengið númer sem harður penni og hann fer að leika þá rullu. Það getur verið goður gagnrýnandi sem hefur smekk og maður tekur mark á, en maður hættir að taka mark á honum þegar hann er farinn að ofleika sína rullu. En semsé: hin harða gagnrýni hér vitnar um gott leikhús. Gagnrýni ákaflega nauð- synleg ÞS: Ég held að gagnrýni sé ákaflcga nauðsynleg. Og ég veit ekki hvað leikarar og leikhúsfólk mundi yfirleitt tala um ef það kæmu ekki annað slagið einhverjir pistlar í blöðum eða útvarpi. Þótt menn segist oft ekki taka mark á þessu eru þeir allir I talandi og deilandi um gagnrýnina. En ég vil koma að hér smásögu um það hvernig mér finnst að gagnrýni eigi ekki að vera. Það gerðist í fyrra að mér fannst gagnrýnandi taka sér það fyrir hendur að slátra leiksýningu. Við vorum það heppin þá að þcssi gagnrýni kom ekki fyrr en það sein og 3-4 þúsund manns voru búin að sjá verkið og hún lifði þetta af. En hefði þessi gagnrýni komið degi éftir frumsýn- ingu, hún var í útvarpinu, þá hefði þcssi sýning, ég er að tala um Dans á rósuin, þá hefði henni verið slátrað. Þessi gagnrýni fór þannig fram'að rakið var í hæðnistón hvert smáatriði í efnisþræðinum. Ég held að það mætti fara eins með leiklist eins og Hamlet, nú eða Stundarfrið, eða bara hvaða verk sem er. Engu að síður: gagnrýni er rtiiuðsynleg og I við tökum heilmikið mark á henni, þótt við viljum | ekki alltaí viðurkenna það. ÞÞ: Já, auðvitað finnst engum gaman að vera skammaður, en það getur verið eins ófullnægjandi að láta hrósa sér þcgar ekki kemur fram fyrir hvað. Mér finnst gugnrýnendur oft setja niðurstöður sínar I ’ fram sem endanlegan dóm, inn í gagnrýnina vantar einhvern efa, einhvern fyrirvara um að þetta sé ein skoðun en ekki algild. Nú gagnrýnedúr tiunda oft miklu betur hvers vcgna þeim mislíkar eitthvað heldur en hvers vegna þeim líkar eitthvað. En það cr ekki síður ástæða til að gagnrýnandi rökstyðji það [ vel þegar hann cr ánægður, af hverjú hann er það. Leikhúsmaður er ekkert ánægður með hrós nema | hann viti hverju er verið að hrósa. JVJ: Eru ekki svolitlar mótsagnir í þessu hjá þér? I Ef gagnrýnandi rökstyður virkilega vel sitt mat á sýningu hlýtur þá ckki þessi „efi“ sem* þú talar um | að hverfa? • Gagnrýni og endanlegt mat ÞÞ: Það hefur ekkert með rökstuðning að gera, og framsetning og stíll geta gefið í skyn að þarna sé | á ferðinni hið endanlega mat. JVJ: Þaó dettur engum í hug, það vi.ta allir að svo er ekki. ÞÞ: Nei, það vita það ckki allir. JVJ: Ef ég set fram cinhvcrja skoðun í blaðagrcin þá er það mín persónulega skoðun. Ég hcf fullan rétt til að standa við hana af heilunt hug. Það vita allir að þetta er ekkert algilt mat. Gáðu líka að því að menn lcsa ekki ritdóma og leikdóma eina út fyrir sig hcldur lesa þeir röð af dómum. Þeir fá þá ákveðna mynd af gagnrýnandanum, af hans viðmiðunum og smekk og geta svo tékkað á sjálfum sér hvort þeir | cru sammála honum eöa ekki. Et' þeir finna að þeir eru sammála gagnrýnandanum þá hneigjast þeir til aö taka mcira mark á mati hans, þá fær hann meira Sveinn Einarsson: Ekki tilviljun að talað er um grósku í leiklist. Jón Viðar Jónsson: íslenskt leikhús einkennist af kreppu. Kjartan Ragnarsson: Gagnrýnandi getur orðið eins konar Svarthöfði. Þórhallur Sigurðsson: Gætir ákveðinnar stöðnunar í leikhúslífi. ■ Þórhildur Þorleifsdóttir: Inn í leiklistargagnrýni vantar einhvem efa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.