Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 22
HRINGBORÐSUMRÆÐUR HELGAR TIMANS ••••einhver eftirvænting í loftinu átorítet gagnvart þessum lesendum. Ég skil ekki þetta tal um að menn megi ekki vera harðir á sinni skoðun. ÞÞ: Ég er alls ekki að tala um það. JVJ: Jú. ÞÞ: Nei, alls ekki. KR: Á þingi um gagnrýni í fjölmiðlum í haust kom það fram hjá Sigurði Karlssyni að leiklistargagnrýni væri eingöngu blaðamennska, hún gæti ekki orðið nein úttekt sem væri.... JVJ: Væri hvað? KR: Sem væri málefnalag. JVJ: Af hverju ekki? KR: Af því að hún er svo lítt undirbyggð. Tökum t.d. muninn á bókmenntalegri umfjöllun eins og skrifum Peter Hallberg um Laxness og svo aftur gagnrýni í blöðum í jólabókaflóði. Þar er grundvall- armunur á. Eins er þetta með leiklistargagnrýnina. JVJ: Þarf mat sem er sett fram í stuttri gagnorðri blaðagrein á verkum Halldórs Laxness að vera óskynsamlegra en verk upp á 500 síður. Er eitthvað sem segir það átómatískt? KR: Nei, en það getur legið í stílnum hjá viðkomandi gagnrýnanda að hann láti sem þetta sé hlutlægt endanlegt mat. Nei, viljumbaraekkiaðþeir látist skrifa íaglega. JVJ: Hann er að gera sitt mat. Hann hlýtur að reyna að vera hlutlægur í sinu mati. Á dögunum skrifaði einn gagnrýnandi á blað að rökstuðningur fyrir dómi þyrfti aðeins að felast í orðunum „af því bara“. Er það slík gagnrýni sem þið viljið fá? Það hefur mér ekki hcyrst. Og af hverju getum við ekki skrifað faglega gagnrýni í blöð? Hvað er það eiginlega sem þið viljið? Einhvcrja skýrslu upp á hundrað síður? Áð skrifa faglega gagnrýni KR: Nei, við viljum bara ekki að þið látist skrifa faglega, að það liggi í tóninum að þetta sé fagleg umfjöllun, þegar það er það ckki. JVJ: Nei, þetta skil ég ekki. leikhúsi" sem Jón Viðar sló upp í Helgarpóstinum þegar hann var að fjalla um veturinn í fyrra er bara til að brosa að fyrir okkur, hún er blaðamennska til að ná athygli, hún er sensasjón. JVJ: En getur ekki verið neinn sannleikur fólginn í því? KR: Jú, jú, það getur vel verið. En við erum að tala um ákveðna tegund af blaðamennsku sem mér finnst geta farið út í ofleik í rullunni gagnrýnandi. AM: Við ættum kannski að víkja aftur að ummælum Sigurðar Karlssonar um að það vantaði faglega þáttinn í gagnrýnina? GM: Það er ekki klárt hvað átt er við með „faglegri gagnrýni.“ JVJ: Einmitt. ÞÞ: Ég held að við leikhúsfólk verðum að stilla slíkum kröfum í hóf. SE: Ég er sammála því. ÞÞ: í sjálfu sér kemur engum við hvernig sýning er unnin. Sýningin á að standa eins og hún birtist á fjölunum og þannig á að fjalla um hana. I rauninni finnst mér það ekki vera verk gagnrýnandans að blanda sér inn í fagmennskuna. En stundum gremst manni það þcgar gagnrýnendur eru að reyna að vera faglegir og mistekst það, rugla saman verksviðum o.s.frv. Fagleg umfjöllun er nokkuð sem við gctum ekki beðið um. SE: Ég held að við getum ekki gert þessa kröfu. Það cr ekki heiðarlegt af okkar hálfu. Fagleg gagnrýni er annað starf, annars konar vinna. Við skulum að vísu gera okkur grein fyrir því að ef við verðum fyrir gagnrýni sem er raunverulega fagleg þá erum við injög fegin, cn við getum ekki ætlast til þess. Það fer hins vegar í okkur þegar okkur finnst blærinn á gagnrýninni vera eins og sá sem skrifar ætlist til að lesandinn taki hana sem faglega. Við upplifum þetta ekki þannig. Gagnrýnandi getur haft marga kosti þótt hann skrifi ekki faglcga; hann getur t.d. komið auga á hluti í sýningunni sem almenningur upp til hópa gerir ekki og hann getur bent á þá og hluti sem skipta máli, hvort vel hafi tekist til. En ég vil segja orð um gagnrýni Jón Viðars, af því að hann er staddur hérna. Hann byggði jafnan sína gagnrýni í útvarpinu upp þannig að fyrst kom fræðilegur inngangur um það hvers konar leikhús væri á ferðinni, og á eftir fylgdi dómurinn um sýninguna. Þessu kveinkuðum við okkur oft undan vegna þess að þetta virkaði nánast sem endanlegt mat. Jón segir hér að þetta hafi bara verið hans skoðun. En þegar gagnrýni ér sett fram á þennan máta þá er eins og Stóridómur sé á ferð. Hinn almenni hiustandi tekur þetta sem endanlegan dóm fræðimannsins um sýninguna. KR: Umræðan. um gagnrýni er náttúrlega endalaus. Aðalatriðið er að það sé fjallað um okkur. Ég álít að það sé jákvætt hvað leiklistargagnrýni er veitt mikil athygli hér og það held égf að sé hluti af því hve leikhúsið er mikih.ægur þáttur í því umhverfi sem við búum í. SE: Ég gleðst yfir því þegar ég les gagnrýni þar sem gagnrýnandi reynir að setja sig inn í forsendur fyrir sýningunni, en býr sér ekki til forsendur sjálfur. Kjartan vék að því að ein ástæðan fyrir því hve gagnrýni hér væri hörð væri sú að leiklistin stæði nokkuð vel. Ég er alveg jafn sannfærður um að ef við hefðum staðið okkur mjög illa þá hefðu gagnrýnendur t.d. þú Jón Viðar vent sínu kvæði í kross og gerst boðberar fyrir það sem við erum að gera. Þeir hefðu hvatt til þess að fólk lyki upp augum fyrir því sem þó er vel gert. JVJ: Ég er sammála því sem Sveinn sagði að þessi gagnrýni stendur oft og fellur bara í krafti sjálfrar sín. Það er grundvallaratriði að gagnrýnandi skrifi skemmtilega og lifandi þannig að fólk lesi þetta. Hann þarf að hafa þennan hæfileika til að miðla sinni upplifun og hafi hann slíkan hæfileika á hann möguleika að verða öðrum inspírasjón. Það getur verið inspírerandi að iesa góða gagnrýni. Leiklist í fjölmiðlum GM: Mig langar til að heyra álit ykkar á annarri ■ „Ef útvarpsgagnrýni á DANS Á RÓSUM hefði komið daginn eftir frumsýningu þá hefði sýningunni verið slátrað“. Sögu Jónsdóttur og Helga Skúlason í hlutverkum sínum. Myndin sýnir Þórhall Sigurðsson, ■ Tímamyndir: Róbert. SE: Ég held að það sé hcldur óheppilegt að kalla gagnrýni leikdóma. KR: Akkúrat. SE: Ég held að orðið sem slíkt sé dálítið hættulegt, mönnum hafi orðið villugjarnt á því. Ég held að það að gefa hlutlæga lýsingu hafi stundum meira gildi heldur en að kveða upp með jái eða neii. JVJ: Sveinn, sko þetta íléttast saman. Við reynum eftir bcstu getu að gera þetta í okkar dómum, bæöi lýsingu og mat. Matið hlýtur alltaf að koma þarna inn i cinfaldlega vegna þess að maður lýsir því sem manni finnst skipta máli. Það er ekki hægt að greina þetta s'vona sundur. KR: Við getum vikið að því aftur sem Þórhallur sagði áðan, að það liggi stundum í stílnum, þetta tal ofan frá og það þykir okkur neikvætt. ÞÞ: Það hefur ekkert með það að gera sem þú lagðir mér í munn áðan Jón, um að allt þyrfti að vera jákvætt. Það hefur ekkcrt með það að gera. GM: Er leikhúsgagnrýni kannski meiriháttar vandamál fyrir leikhúsfólk? Er hún áhyggjuefni? KR: Nei, það er mjög gleðilegt hvað hún vekur mikla athygli og hvað hún er. Þessi umræða okkar hérna er t.d. til marks um það að umfjöllun um leikhús er eitthvað sem vekur athygli. En eins og ég segi, mér hefur fundist að það væri margt athugavert við gagnrýnina. Fyrirsögn eins og „ísöld í íslensku hreinlega kennt fólki að njóta betur leikhúss. Hann getur líka skrifað grein sem stendur fyrir sjálfa sig. Gagnrýni teljum við ákaflega mikilsverða og þess vegna er okkur aldrei sama um hana. Listamenn læra ekki af leikdómum ÞÞ: Ég held að það væri ótrúleg bjartsýni að ætla að það kæmi einhvern tímann fram leikdómur sem viðkomandi listamaður teldi sig læra af. Gagnrýni í dagblöðum er fyrir áhorfendur, en ekki listafólkið. Það má ekki taka þetta sem hroka. Þarna er um að ræða mat sem kemur eftir á og það er sjaldnast sagt nokkuð þannig að maður læri af því. Maður getur aftur á móti verið sammála eða ósammála gagnrýn- inni. JVJ: Það sem mér finnst frekar vanta í gagnrýnina er að hún sé fagleg, ég er ekki einu sinni viss um að ég viti hvað átt er við með því, og það er að hún sé fræðilega undirbyggð. Það skortir á að gagnrýnendur hafi nógu mikla yfirsýn, hafi gert sér grein fyrir hvers konar leikhús þeir vilja, að hverju þeir vilja keppa. Það vantar viðmiðun til að reisa gagnrýnina á, og á henni cr mjög tilviljunarkenndur bragur. ÞS: Ég held að eftir nokkuð langt starf í leikhúsi viti leikarar og leikstjórar hvenær þeir eru að gera umfjöllun fjölmiöla um leikhús, þ.e. fréttaskríf og frásagnir. Er þessu efni að einhverju leyti ábótavant? SE: Ritstjórar blaðanna halda þvi fram að hlutfallslega meira sé fjallað um leiklist í fjölmiðlum hér en víða annars staðar. Ég er ekki viss um að þetta standist alveg, en hitt er annað mál að það cr talsvert um leiklist fjallað. Það sem við höfum gagnrýnt er að okkur finnst þetta oft mjög tilviljanakennt. Nú.það er líka aðfinnsluvert að ekki er gerður nægilegur greinarmunur á hvað er leiklist á áhugamannastigi og svokölluðu atvinnumennsku- stigi. Ef tekin er viðmiðun af plássi í blaði í þessu sambandi er hætt að fólk geti villst. ÞÞ: Mér finnst fréttaskrif blaðanna um leikhús ærið tilviljunarkennd og blaðamenn eru misjafnlega í stakk búnir til að fjalla um þessi mál. Ég hef heyrt blaðamenn segja það að það sé lenska á blöðunum að senda byrjendur í leikhúsin. Því er ekki að neita að oft þegar blaðamenn koma á þessa frumsýningar- blaðamannafundi þá er Qft ekki til staðar sú þekking sem þyrfti að vera. Maður hefur orðið vitni að alveg hrapalegum hlutum íþvísambandi. Ég man t.d. eftir því að þegar ég var að setja upp afmælissýningu Þjóðleikhússins á árunum kom þar blaðamaður og spurði hvonþetta væri mitt fyrsta verk í Þjóðleikhús- inu og ég svaraði því játandi. Þá sneri hann sér að Sigurjóni Jóhannssyni og spurði: Er þetta líka þitt fyrsta verkefni? Sigurjón er búinn að vera aðalleik- myndateiknari Þjóðleikhússins í áratug. Þetta sýnir hvað blöðin vanda stundum lítið til þessarar umfjöllunar. Þau hafa spesíalista á öllum sviðum, t.d. sérstaka íþróttafréttaritara, en enga í þessari tegund fréttamennsku. SE: Ég vildi bæta því við að oft er þessi umfjöllun einstakiingsbundin. Það er kannski einn blaðamaður á einhverju blaði sem hefur mikinn áhuga fyrir leiklist og þá stóreykur hann umfjöllun á þeim vettvangi. ÞS: Ég held að umfjöllunin sé mjög tilviljunar- kennd og ég held líka að leikhúsin eigi talsverða sök á því. Þau þyrftu að kynna verk sín betur. Sum vcrk þurfa meiri kynningu en önnur. Það er stundum gefist upp við þetta kynningarhlutverk. Leikhúsið á að hafa frumkvæði að því að útvega blöðunum efni. En því er jú: ekki að neita að blaðamenn eru mjög misjafnlega í stakk búnir að fjalla um leiksýningar. Ég man eftir því að þegar sjónvarpsgerð Silfurtungls- ins var kynnt á blaðamannafundi spurði blaðamaður nokkur hver væri höfundurinn . Leikstjórinn rak hann út. KR: Ég hef verið spurður að því í viðtali hvað ætti að spyrja mig um! ÞÞ: Það er mjög algengt. JVJ: Ég er sammála því sem hér er sagt. Það er algerlega tilviljanakennt hvernig blöðin fjalla um þessa hluti. Það liggur kannski í því að blöðin hér hafa enga kúltúrpólitík. Flest erlend blöð með sjálfsvirðingu hafa sérstakar menningarsíður, ætla inenningarefni ákveðna spaltabreidd, en hér e: menningarmálum ekki sýnd nein virðing af þessu tagi. Þetta cr undir áhuga einstakra blaðamanna komið. Framtíð leikhúsmcnningar AM: Hvað með framtíð islenskrar leikhús- menningar? Kjartan sagði að við værum að ná í skottið á einhverju. KR: Ef við vissum nákvæmlega hvaö það er sem við erum kannski að ná í skottið á þá værum við vel stödd. Leikhúsin eru vonandi í þróun fram á við og eru vonandi leitandi. Nú varðandi framtíðina þa ber ■ ég töluverðan ótta í brjósti um að skortur verði á fjármagni til leiklistar. ÞS: Það væri þá helst að maður liti til sinna heimavígstöðva, Þjóðleikhússins. Ég verð að segja að mér finnst þar ríkja ansi mikið tregðulögmál í sambandi við stjórnun og framkvæmdir. Nú um þessar mundir er verið að reyna að ná fram samningum úm mjög mikilsverða hluti, framtíð atvinnuleikhúss hér veltur í rauninni á þeim. í okkar leikhúsi er mjög margt fólk sem þar hefur starfað frá upphafi, fólk með mikla reynslu. Þessi reynsla þess þarf að nýtast okkur svo við séum ekki að byrja upp á nýtt. Það er nú verið að reyna að ná samningi við fjármálavaldið um að taka á þessu máli raunsætt, þ.e. hvernig standa á að endurnýjun í leikarahópn- um. Mérfinnst mikið velta á því að þessirsamningar verði farsællega til lykta leiddir. Það hefur þegar náðst samkomulag allra i leikhúsinu og boltinn er nú í fjarmálaráðuneytinu. Ég vona sem sagt að þetta tregðulögmál fari að gefa sig bráðlega. SE: Já, ég held nú ég þekki ekki nokkurn mann í íslensku leikhúsi sem ekki vill veg þess sem mestan. Ég get verið Þórhalli sammála um það að heppilegra væri að hafa ekki eins þungar skorður á því hvernig við getum rekið okkar leikhús. ÞÞ: Ef við víkjum talinu aftur að skottinu, þá vona ég bara að við náum aldrei í það, en að það 'naldist í sjónmáli þannig að við höldum alltaf áfram að elta það. JVJ: Þrátt fyrir allt það jákvæða sem gerst hefur í íslensku leikhúsi finnst mér það einkennast núna af kreppu. Ef miðað er við það sem maður sér skást í nágrannalöndunum þó komum við sjaldan eða aldrei meö tærnar þar sem þeir hafa hælana. Leikhúsfólk held ég að finni líka fyrir þessari kreppu, einkum yngra fólkið sem er miklu meðvit- aðra, kynslóðaskilin eru hér mjög skörp. Og ég bind vonir mínar um framtíð íslenskar leiklistar við þessa vitund um vandann. SE: Að lokum í sambandi við það sem Kjartan var að tala um, samdrátt í stuðningi við leiklist. Ef um niðurskurð verður að ræða til leikhúsanna þá mundi hann vissulega koma sér mjög illa tyrir þad sem við erum að reyna að gera. Ég er ekki viss um að peningum sé betur til annars varið, án þess að ég vilji vera að metast um málaflokka. Við veitum stórum hluta af okkar fjármagni í heilbrigðismál. Ég var á Bretlandi nýlega og þar setti leikhúsmaður fram eftirfarandi kenningu: Því meira fé sem kemur til leikhússins því meira stuðlar það að andlegu heilbrigði þjóðarinnar og þá þarf færri spítala. GM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.