Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 36

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 36
SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 J arðlingarnir/Ljós-Lif- andi/Bflaleigan Vík ■ t>að eru nokkuð bjartsýnir menn sem skipa dúettinn Jarðlingarnir, þ.e.a.s. tveir svo til óþekktir menn taka sig til og gefa út breiðskífu með eigin verkum. Að vísu er ekki alveg rétt að segja óþekktir því annar þeirra Ágúst Ragnarsson hefur leikið meðhljómsveit- inni START og félagi hans Jón Ragnars- son skipa Jarðlingana. Skífan Ljós-Lifandi er nokkuð fjöl- breytt, tónlistarlega séð, á köflum minnir hún mann á Magnús og Jóhann hér í gamla daga, á köflum á Bítlana, raunar er texti eins lagsins Hey Bulldog samin af þeim Lennon og McCartney (hið eina sem Jarðlingar semja ekki sjálfir) en á heildina litið er tónlistin mjög í stíl við það sem var að gerast hér á seinni hluta síðasta áratugs, sem sagt nokkuð komin til ára sinna en hinsvegar eru útsetningar góðar og leikur allur mjög pottþcttur. „Þctta er plata fyrir alla fjölskylduna" heyrði ég einhvern segja um þessa skífu og í sjálfu scr hefur hann haft rétt fyrir sér, allir hve gamlir sem þeir cru ættu að geta haft einhverja ánægju af hcnni. Um þaö bil helmingur textanna á plötunni er á ensku, enda segja þeir sjálfir Jón og Ágúst að það sé málið til að semja rokk/popp lög á, það sé alltaf hætta á að íslenskan hljómi hálf kauða- lega á þessu sviði. Til liðs við sig hafa þeir fengið nokkra þekkta tónlistarmenn eins og t.d. Björn Thoroddsen, og Hjört Howser sem leika undir í nokkrum laganna. - FRI Michael Schenker - Ass- ault Attack/Steinar Ef þið hafið áhuga á virkilega þungu rokki og eigið allar plöturnar með AC/DC, þá kemur bara eitt til greina. Michael Schenker Group og nýja platan þeirra, „Assault Attack". Jafnvel Deep Purple sáluga taka ofan þcgar sú plata er leikin. Michael Schenker er gamalt gítarbrýni sem áður stjórnaði sveitum eins og UFO og Scorpions, en báðar þeskar hljóm- sveitir hafa verið í fararbroddi „heavy- metal“ - bylgjunnar sem riðið hefur yfir hinn vestræna heim undanfarin ár. Eftir að Schenker hafði hrökklast úr báðum hljómsvcitunum þá stofnaði hann sína eigin hljómsveit sem í daglegu tali er aldrci nefnd annað en MSG. Nú fer því fjarri að MSG standi aðeins fyrir óhefla'ðri og ryðgaðri bárujárnmúsikk. Allur leikur sveitarinnar er hinn „fágað- asti“ og mjög melódískur á köflum. Michacl Schenker er vafalaust einn hinn fremsti gítaristi þunga rokksins, þó ekki hafi hann úthald né höfuðhreyfingar á borð við Angus. Á „Assuault Attack" sýna meðlimir MSG allar sípar bestu sparihliðar og sem „heavy - plata“ er hún stórt skref fram á við miðað við MONSTER CABLE, sérsmíöuöu hátalaravírarnir, eru viðurkenndir af gagnrýnendum um allan heim sem bestu hátalaravírar sem vol er á. Fáðu „soundið“ sem þú borgaðir fyrir! LAST er eini vökvinn sem sérfræðingarnir mæla með á hljómplötuna! LAST kemur algjörlega í veg fyrir slit! LAST minnkar afspilunarbjögun (á nýrri plötu) um allt að 80%! LAST eykur endingu nálarinnar. LAST dregur úr rykmyndun. LAST er sett aöeins einu sinni á plötuna. LAST myndar ekki húð, heldur gengur í beint efnasamband við vínilinn. LAST gerir plötuna betri en nýja! t.a.m. hina „rólegu" en jafnframt þræl- góðu plötu „MSG“. Styrkur hljómsveit- arinnar í dag liggur fyrst og fremst í mjög góðum gítarleik, söng Graham Bonnet, sem er frábær á köflum og góðu samspili bassa og tromma. Ted McKenna er kominn í sveitina í stað Cozy Powell og stendur sig vel. Graham Bonnet er reyndar hættur í hljómsveitinni, en arftaki hans Gary Barnden má vera góður ef hann ætlar að halda hlutum í horfinu, hvað þá ef hann vill bæta um betur. Það er sem sagt hreinar línur að „Assault Attack" er að mínu viti ein af bestu plötum þessa árs og það verður greinilega spennandi að fylgjast með MSG í framtíðinni. - ESE Kizz - Creatures of the night/Fálkinn ■ Það er ekki langt síðan allir almenni- legir „táningar“ fylltust hryllingi er „barnarokkarana“ í hljómsveitinni Kizz bar á góma. Meiri lágkúra var ekki til en sú að hafa nokkurn tíman heyrt i þessari hljómsveit og sannast sagna voru menn það vandir að virðingu sinni að þeir hlustuðu ekki einu sinni á Kizz í laumi. Þessi máluðu skrípi voru í hugum mann ekkert annað en glimmerhúðuð loftbóla.-sem ætlast var til að börnin yxu upp úr. En loftbólan Kizz hefur þráast við að ráðum. Verði raunin sú, þá skal ég kaupa mér Kizz-merki. - ESE Sonus Futurae/Þeir sletta sky rinu.. ./Hljóðriti ■ Tölvupoppið er óðum að ryðja sér til rúms hér á landi og nú er komin önnur skífan á þessu sviði með íslenskri sveit, Sonus Futurae, hin var Skuggahliðin með hljómsveitinni Box úr Keflavík. Þeir félagar í Sonus þekkja vel takmörk sín og er tónlist þeirra umfram allt einföld, en heildarsvipurinn léttur, frískur og mjög áheyrilegur. Þeir ætla sér ekki um of en gera það sem þeir gera vel og af öryggi. Plata þeirra er sex laga, 45 sn. 12 tomma, öll lögin samin af meðlimum Sonus, þeim Kristni R. Þórissyni, Þorsteini Jónssyni og Jóni Gústavssyni en tveir hinir fyrst nefndu sjá um synthana og sá síðast nefndi um söginn. Fyrir skömmu komu þeir fram í Skonrokki með lag sitt „Myndbandið" og gefur það góða mynd af þeirri tónlist sem Sonus leikur frískt og á auðvelt með að peppa mann upp ef meðuier á annað borð á einhverjum bömmer. Textablað fylgir plötunni en fyrir mína parta eru textarnir veikasta hlið sveitarinnar, að vísu má finna skondna texta á skífunni eins og t.d. Myndbandið en á heildina litið eru þeir alls ekki á sama plani og tónlistin. Þessi fyrsta plata lofar mjög góðu um dansskóna á hilluna líkt og ég sjálfur. Ég verð að greina frá því að ég batt töluverðar vonir við þessa plötu og er þar ekki sist um að kenna nýlegum lögum Madness eins og „Driving my var“ og „Our house“ sem ég hafði eyrum barið. Reynar er það fyrrnefnda ekki á þessari plötu, en „Our house“ er þar og því miður er það besta lag plötunnar ásamt titillaginu „The rise and fall“. í þessum lögum þekkir maður nokkurn vegin gömlu Madness-sveifluna aftur, en það er meira en sagt verður um önnur lög plötunnar. Gallinn við „The rise and fall“ er sá að Madness eru farnir að taka sig of hátíðlega og farnir að reyna að vera alvarlega þenkjandi tónlistarmenn. Víst eru þeir það, en það veldur því að þeir hafa misst sérstöðu sína og þrátt fyrir ágæta kafla er „The rise and fall“ oft hrútleiðinleg og ekki til þess fallin að afla hljómsveitinni nýrra aðdáenda. Fyrir Madness á ég bara eitt ráð. Blásið lífi í Chas Smash, burstið rykið af dansskónum - Chip-munks are go. - ESE Ultravox/Quartet/Steinar ■ Hver man ekki eftir laginu Vienna af samnefndri breiðskífu Ultravox sem tröllreið öllum vinsældalistum erlendis og hérlendis í fyrra. Eftir það gerðu félagarnir í Ultravox síðan plötuna Rage in Edan og nú er þriðja skífa þeirra komin Quartet. Tónlist þeirra á nýju skífunni er nokkuð breytt frá fyrri ■ Tíðindamaður Nútímans átti þess kost fyrir nokkru að berja Madness augum á sviði í Osló og var þá þessi mynd tekin. Eins og sjá má þá rífa rótarar Madness niðrum sig buxurnar í „lange baner“ og lagið sem leikið var, var auðvitað „Madness". Nú-tímamynd ESE springa og ef ég ætti að velja hljómsveit- inni eftirmæli á þessari stundu, þá yrði ég líklega að lata þau orð falla að Kizz er ein af fáum hljómsveitum sem vaxið hefur upp með aðdáendum sínum og í dag bendir margt til þess að hljómsveitin sé að verða fullorðin. „Creatures of the night" nefnist nýjasta plata Kizz og hvort sem þið trúið því eða ekki þá er það „heavy-rokk“ sem boðið er upp á. Strax við hlustun á titillaginu finnur maður ákveðna samlík- ingu við bárujárnssveitir eins og „Iron Maiden" og nýjustu plötu þeirra „The number of the beast“. Yrkisefnið er svipað, en Kizz slaga þó hvergi nærri upp í sveitir eins og Iron Maiden. Það sem kannski veldur því er að Kizz vantar tilfinnanlega söngvara með rífandi báru- járnsrödd og þegar hann er fundinn og Kizz hafá bætt örlítilli vikt á sig, þá má vera að þeir verði til ails líklegir. „Creatures of the night“ er annars að mörgu leyti hin athyglisverðasta plata og nú er spurningin bara sú hvort Gene Simmons og hin gömlu brýnin í Kizz hafa úthald og vit til að fara að þessum framhaldið hjá Sonus og ánægjulegt er til þess að vita að við höfum eignast alvörutölvupoppsband sem gæti í fram- tíðinni hæglega keppt við mörg góð nöfn á þessu sviði erlendis. - FRI Madness - Rise and fall/ Steinar ■ Sú hljómsveit sem Iétti manni tiiver- una hvað mest í skammdeginu hér áður fyrr var örugglega breska skemmtiband- ið Madness. „One step beyond“ hét platan og ég held ég megi fullyrða að sjaldan hefur verið dansað jafn mikið og af mikilli innlifun, eftir nokkurri annari plötu. Chas „The Nutty Dancer" Smash gaf tóninn og ljúfir „ska-tónarnir hittu hvern mann beint í hjartað." Og enn er Madness við líði. Platan „The rise and fall” er komin út og í fljótu bragði virðist liðskipun hljómsveitarinn- ar vera með líkum hætti og fyrr. Ekki finn ég þó Chas Smash á listanum, en vera má að Madness séu búnir að leggja skífum, tónlistin orðin rokkaðri, eða harðari en Ultravox-stíllinn er þó til staðar í miklum mæli og fyrir mína parta finnst mér þetta vera langbesta verk þeirra. Áður en upptökur hófust á Quartet höfðu meðlimir Ultravox, þeir Warren Cann, Chris Cross, Billy Currie og Midge Ure ákveðið að taka hana ekki upp í stúdíói Connie Plank eins og sínar fyrri plötur heldur fengu þeir George nokkurn Martin til liðs við sig og er útkoman hreint frábær. Að vísu hafa þeir með þessu fórnað nokkuð af léttleikanum fyrir hörkuna en í staðinn öðlast meiri dýpt og festu í tónlist sína, sem er sem fyrr blanda af tölvupoppi, nýrómantík og á köflum skemmtilegum léttklassískum tónum, allt hrist saman í rokkkokteilnum. Grunnheimspeki þessarar sveitar hef- ur verið „stöðugar breytingar og þróun eru mikilvæg fyrir tónlist okkar“ og það var einkum vegna þessa atriðis að þeir fengu nýjan pródúsent, Martin, til liðs við sig, með árangri sem heyra má á þessari nýju skífu. _ FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.