Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 38

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 38
38 '» 'SIJNNUDAGUR 12. ŒSEMBER '1982 Það er nú viðtekin staðreynd að norrænir menn munu hafa fundið meginland Ameriku fimm hundruð árum á undan Kólumbusi. En urðu þeir fyrstir Evrópumanna til þess að stíga fæti á jörð Nýja heimsins? I því sambandi hefur hugur margra hvarflað til sæfarans Brendans. Hafi hann komið til Amerfku er ekki einu sinni víst að hann hafi komið þar á land fyrstur Evrópumanna samt og hniga að þvi ýmis rök, sem þó verður ekki mikið rætt um hér. Ekkert mælir gegn þvf að skip haf i getað siglt eða hrakist undan veðrum yfir Atlantshaf allt að tvö þúsund árum á undan Kólumbusi, sem kom til Ameriku 1492. Það má reyndar kynlegt kalla ef það hefur ekki einmitt gerst, þó ætla mætti að áhafnirn- ar hafi fæstar eöa engin snúið heim aftur. Víst má telja að Kólumbus vissi mikið meira en hann vildi láta i veðri vaka um landið i vestri, áður enn hann lagði af staösjálfur. Sæfarinn Brendan, eða sá sem ritaði sögu hans, kann einnig að hafa haft af því spurnir. En um þetta er erfitt að segja. Vel má vera að ýmis atriði sem eiga að gera söguna um för hans sennilegri, haf i verið soðin saman eftir dauða hans, en hann lést 577 eftir Krist. Það er að minnsta kosti víst að á árunum eftir dauða hans komu upp f jöl- breytilegar söguraf djarflegum sæförum á Irlandi. Sé raunin hins vegar sú að Brendan hafi látið í haf I þeim tilgangi að finna Eyju hinna hólpnu eða Para- dis feðranna, þá skorti ekki aðsjálfur haföi hann úr nógum sögusögnum um tilvist hennar að moða. ■ Fom, írskur kross frá þeim tíma er Brendan sæfari var á dögum. Norrænir menn komust til Ameriku með þvi að „stikla” á milli landa við noröurmörk Atlantshafs. Kolumbus komst til Vestur-India með þvi aö sigla i suður frá Spáni og láta vinda heitra hafsvæða bera sig áfram. A bakaleiðinni fylgdi hann Golf- straumnum og suövestiægum vindum, sem var sú aðferö sem seglskip notuðu siöar um aldir i Amerikusiglingum. Þvi var ekki um annað að ræða fyrir Brendan en þessar tvær leiðir og þar sem skip hans var of litið til þess að fara suðurléiðina, hlýtur hann að hafa farið um ísland og Græn- land, — hafi hann siglt til Ameriku... Margir hafa haft vantrú á þvi að irskur maður, sem uppi var á sjöttu öld, hafi getað byggt tré- skip, sem hæft hafi verið tii slila-ar ferðar sem lýst er i einni gerð af sögu hans. Þá vilja menn telja ómögulegt að hann hafi get- að komist þetta á skinnbát þeim, sem sagt er frá i „Ævi Brend- ans,” og er lýst þar. Skipakostur Hægt er þó að sjá við þessum mótbárum. I „Ævi Brendans” er látið i það skina aö hann hafifarið i tvær sjóferðir, aðra á skinnbáti en hina á tréskipi og mun sú fór hafa verið sýnu meiri. Vist er að litil tréskip voru byggð á Irlandi á áttundu öld og voru þau lik i lag- inu og „langskip” norrænna manna.Ef til villeru Irsku skipin upprunalegri að gerð. Rómverjar notuðu tréskip og þar sem Irar versluðu talsvert við Rómverja og Galla, kunna þeir að hafa fengið fyrirmynd að skipasmið- Fann írski mnnknrinn Ameríku á nndan Leifi og Kólumbusi? I tilefni af nýlegum deilum á vettvangi S.Þ. um það hver fyrst fann Ameríku, rifjum við upp sögu Brendans sæfara Thule Pythagóras sld þvl föstu um 530 fyrir Krist að jörðin væri hnöttdtt. Hið hnattlaga form jarðarinnar var þvi viðtekinn sannleikur lengst af, ef frá er talið nokkurt skeið á miðöldum. Fornmenn vissu að þegar Miðjarðarhafinu sleppti tók úthaf við og að vera mátti að handan þess væri land, hvort sem sú hugmynd studdist við reynslu fyrri manna eða til- gátu eina. Frumstæð kort og munnmæli staðfesta þessa trú. Vist er að Grikkir, Föniku- menn og Karþagómenn sigldu til Bretlands, og ef til vill Madeira og Kanarieyja. Arið 330 fyrir Krist kom griski kaupmaðurinn Pytheas frá Marseille til Bret- lands, þar sem hann heyrði sagt frá landi langt i norðri, sem kallað var Thule. Þangaö mundi hann ná eftir sex daga siglingu. Hann fór og fann þetta land, þar sem sjór var isi lagður og sólsett- ist ekki um nætur, og hefur þetta verið Island eða Noregur. Hecateus, sem skrifaði rit sin á fjórðu öld fyrir Krist, hefur aug- ljóslega þekkt Bretland og nefnir hann landið Hyperboreans og minnist á hringleikahús úr steini, sem vart getur verið annað en Stonehenge. Þá voru eyjaklas- arnir úti fyrirströndum Afriku og Spanar vel þekktir. Bæöi Plinius og Ptolemius geta um þá. Karþa- gómaðurinn Himilgo minnist á „flækjuhafið,” sem vart getur verið annaö en Sargassohafið, eöa þanghafið, sem er vestan Az- oreyja, en þar fundust peningar frá Karþagó 1749. Margar sagnir benda til þess að hinir fornu sæfarar hafi hætt sér i ferðir til enn fjarlægari stranda. Herkúles sigldi langt út fyrir Gibraltar, þegar hann skyldi vinna tiundu þraut sina og hafa uppi á nautpeningi á eyju einni. Sigldihann til þess lands, sem i sögunni er nefnt ,,hið rauða” og hefur það orðiö til þess að sú djarflega tilgáta kom upp, að hann hefði hitt fyrir rauðskinna Ameriku. Ekki er útilokað að Odysseifur hafi siglt út á Atlants- haf, þar til hann kom að endi- mörkum heimsins, en þar kallaði hann Kimbraland. Rikti þar stöð- ugt myrkur og þoka og láta menn sér detta Ihug að þetta hafi verið Bretland eöa Nýfundnaland. Það kemur fram i vangaveltum Plató um hiö dularfulla Atlantis, að hann hefur vitaö um mikið meginland langt i vestri. Theopompus, sem ritaði á árun- um kring um 380 fyrir Krist, segir að Evrópa, Afrika og Asia séu umluktar miklu hafi og að handan þess sé „griðarstór eyja.” „Crat- es-kringlan”, sem mun vera frá • 165 fyrir Krist, sýnir fjórar eyálf- ur, sem skildar eru hver frá annarri með hafi. 1) Evrópu og Miðjarðarhafslöndin 2) Afriku 3) Periorki, vestan Evrópu (Norður Ameriku?) 4) og Antipodes, suð- vestur af Evrópu, (Suður- Ameriku?). 1 athugagreinum sinum við Timaeus eftir Plató, minnist Proclus,sem skrifaðium 435eftir Krist, á tvo eyjaklasa með .sautján eyjúm. Segir hann að i öörum klasanum séu þrjár afar- stórar eyjur og séu þær handan Atlantshafs. Hafa menn getið sér þess til að þarna sé verið að ræða um nýja landafundi, sem finnend- umirhafi viljað halda leyndum, . eða reynt að fæla aöra frá að heimsækja, meö kynjasögum um margvislegar hættur og ógnir. Sagnfræðingurinn Jordanes segir það hafa verið trú Gota, sem fóru ránshendi um Evrópu i ardaga kristninnar, aö vestan við útsæ- inn „væru eyjar nokkrar, sem all- ir vissu um, vegna þess hve margir sigldu þangað, þótt brjótast þyrfti I gegn um þang- hafið til þess að komast til á- kvörðunar staðar. ’ ’ Helgur og hálærður Munkurinn Brendan, sem bæöi var mælandi á grisku og latinu, er talinn hafa heyrt þessar sögur. Hann var þeirrar skoðunar að land lægi vestan við Irland og hann kann aö hafa styrksti þeirri trú vegna ýmiss vogreks, sem hann fann á ströndinni. Það er nefnilega vitað að á strönd Ir- lands bar á hans dögum kynlega hiuti á land, eins og eintrjáninga og meira aö segja mannslik. Sagt er að menn hafi sýnt Kólumbusi lik af manni og konu, sem fundust föst viö eitthvert brak, þegar hann kom til Galway á vestur- strönd Irlands. Þá var hann að búa sig undir siglingu sina hina miklu. Sagan um för Brendans hafði lengi lifað sem munnmælasaga á Irlandi, áður en hún var færð i let- ur. Elsta handritiö mun vera frá 9. öld og vel er mögulegt að þá hafi verið búið að ýkja söguna verulega. Erfitt er að leggja dóm á það nú hvert sanngildi liggur að baki þessari sögn. Saga Brendans er of óljós til þess aö nokkru verði slegið föstu um það hvort hann náði til Ameriku. Samt er það vist að hann var stórmerkur maður, helgur og háiærður, og sú trú á sér djúpar rætur meðal Ira aö hann hafi verið sæfari. 1 „Æfi St. Malo”,en sú bók er rituð milli 866 og 872 er vikið að för Brendans til Eyjar hinna hólpnu og i enn eldra riti, „Æfi St. Columbia” (um 704) er hann nefndur „sannhelgur” og sagt að hann hafi „siglt yfir sæ- inn.” Vera má að Brendan hafi stefnt i norðurátt og komið til Islands og ef til vill Grænlands og Labra- dor. Hann virðist einnig hafa þekkt eyjarnar i sunnanverðu Atlantshafi, Madeira og Azoreyj- ar. Það styður sögur um sæfarir Ira aðifornritum Islendinga gera menn ráðfyrir að Irar hafi orðið fyrri til að koma til landa sem norrænir menn fundu, svo sam þar sem Ari fróði getur um Papana. Viðar finnast þess dæmi i fornsögum Islendinga að Irar hafi verið sæfarar miklir, þvi skipshöfn ein sem lenti i hrakningum á leið til Vinlands hins góða, hitti fyrir menn sem töluðu mál sem virtist irska, þar’ sem hana bar að landi. unum frá Rómverjum. Hafi Brendan notað rómverskt kaup- far sem fyrirmynd, mun far hans ekki hafa veriö ósvipað nútima fiskiduggu með einu mastri og djúpri lest, með haan stafn og skut. Þekking Brendans á siglinga- fræði hlýtur að hafa einskorðast við það að stýra og sigla eftir stjörnum, en það kunnu Grikkir. Hann mun þvi' hafa stuðst við fá- brotin hjálpartæki, en hann sá þó við einum leka, sem var hinn af- drifarikasti i mörgum sjóferðum til forna, — skyrbjúgnum, — þvi hann ersagður hafa haft með sér ýmsar jurtir. Merkilegter það að hann er einnig sagður hafa tekið með sér þrjá tamda hrafna, sem ef til vill áttu að leita lands, likt og segir frá í sögunni um Hrafna Flóka, — eða Nóa! Brendan kann þvi að hafa tekist langa sjóferð á hendur. Hann kann að hafa komist til Amerlku H Nokkrir írar gerðu sér bát sem n*st þeim hugmyndum sem menn höfðu um bát Brendans og fóru í xvintýra siglingu á honum um Atlantshaf 1966-1977. Báturinn kom m.a. tii íslands, og komst tU Nýfundnalands. Þar með sannað að sagan um siglingu Brendans gat verið sönn. (Ljósm. Magnús Magnúss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.