Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 39

Tíminn - 12.12.1982, Blaðsíða 39
St:NNLMAC.UK 12. OCSEMBER »»2 sömu leiö og norrænir menn. En hviskyldi hugur hans hafa stefnt i vesturátt? írar áttu þaö sameig- inlegt með mörgum öörum Evrópuþjóðum að þeir höfðu full- an hug á að leita Eyjar hinna hólpnu, sem talin var vera hand- an við sjóndeildarhringinn. Þeir voru þar að auki betur settir i landfræðilegum skilningi til þess að ná þessu marki, en nokkur þjóð 'önnur. Gera má þrjár prófanir til þess að reyna sanngildi sögunnar um ferð Brendans. Er eitthvað að finna i sögu hans, sem styður það að hann hafi stigið fæti á land i Ameriku? Má sjá að þessi för hans hafi aukið á landaþekkingu i Evrópu? Er einhverja vis- bendingu að finria í Ameriku um komu hans þangað? Sagan um ferð Brendans er hin mesta kynjasaga og full af guð- rækilegum hugleiðingum og sU mynd af ferðinni sem þar kemur fram er afar óljós. Það er þvi ekki neinn leikur að sannfæra hina vantrúuðu um að á henni sé byggjandi. 1, ,Æfi Brendans” segir að hann hafi farið i tvær ferðir, aðra til suðurs, en hina til norðurs. Þeirri ferð er lýst i ritinu um sjóferð hans ,,Navigatio” og aðeins þar. Kom Brendan til íslands? í „Navigatio” segirað Brendan hafi’ látið i haf fyrir áeggjan munks eins að nafni Barinthus, sem rakti fyrir honum ferð fyrri manna til Hins fyrirheitna lands dýrlinganna. Atti það að vera m jög viðlend eyja. Valdi Brendan fjórtán munka til ferðarinnar og ,lagði upp i júnimánuði liklega um 540. Er að sjá af sögunni að hann hafi siglt til St. Kildu á Hebrids- eyjum, komið tilFæreyja og bor- ið til Shetlandseyja, eftir langar villur og stóra sjóa noröur i hafi. Sagan i Navigatioerekki sjálfri sérsamkvæm.Erað sjá sem ekki hafi stöðugt verið siglt austur, heldur hafi Brendan komið til Straumeyjar iFæreyjumá hverj- um páskum. í einum þessara leiðangra kann hann þvi að hafa siglt til Azoreyja, Madeira og Kanarieyja. Lýsing hans á eyj- unni þar sem var hið „bragð- vonda vatn”, fær vel komið heim og saman við eyjuna St. Michaels i Azoreyjum, sem þekkt er fyrir brennisteinskeiminn íhverri upp- sprettu þar. Hann rekst lika á hinn „þykka hafflóka”, eða þanghafið. Þegar hann siglir norður á ný, kemur hann i ákafan straum, sem gæti bent til þess að hann hafi lent i Golfstraummim og er nú haldið til Straumeyjar. Nú heldur hann áfram ferðum sinum i norðurhöfum og kemur auga á fjall, sem skýmökkur stendurupp af.Þykir ljóstað þar sé komið Island og að fjallið sé Hekla. Likurnará þvi að Brendan hafi komið til fslands og meira að segja til Jan Mayen eru sterkar, þvi frásögnin getur um hátt fjall, þar sem mikill reykur kemur upp úrtoppnum, „likt og risastór lik- brennsla væri. ” Þá má vera að hann hafifarið fyrir Grænland og inn á Daviðssund, þarsem mikill is er á reki, þvi hann segir frá griðarstórum isjökum, sem hann hefði varla getað fundið upp á að lýsa aö óséöu, fremur en eldfjöll- um. ísjakana nefnir hann „turna úr kristal”. Þetta gerir frásögn- ina sennilegri, þvi ef hann hefði aðeins heyrt um isjaka, mundi hann hafa notað um þá sömu orð og norrænir menn. Þessum atburði lýsir hann svo: „Dag einn, eftir að þrjár mess- ur höfðu verið sungnar, komu þeir auga á súlu i sjónum, sem virtistekki langt undan, en samt voru þeir þrjá daga að sigla til hennar. Þegar þeir nálguðust hana, leit heilagur Brendan upp eftir henni og gat ekki séð topp- inn, þar sem hann virtist hulinn uppi f skýjunum. Súlan virtist hulin undarlegu yfirlagi úr efni, sem menn ekki þekktu. Yfirlagið var á litinn sem silfur og var það hart sem marmari, en sjálf var súlan úr tærasta kristal. Heilag- ur Brendan skipaði nú bræðrun- um draga inn árar og fella mastur og segl og halda að brún þessa yfirlags, sem teygðist um það bil mi'lu út i sjóinn frá súlunni og álika langt niður i sjóinn. Að þvi búnu sagði heilagur Brendan þeim að sigla bátum sem næst súlunni „svo við getum virt þetta dásemdarverk Guös enn betur fyrir oss.” Þegar þeir höfðu siglt um vakir svo nærri sem þeir gátu og séð allt fyrir neðan bátinn, meira að segja enda súlunnar og köguryfirlagsins, „þvisólin skein úr súlunni hið innra, sem á hana hið ytra”. Rostungar og skrælingjar Þegar áfram var siglt yfir Daviðssund sáu þeir mikla vöðu afhvölumog þeir hittu fyrir litla, svarta náunga, sem ætla má að hafi verið Eskimóar, eöa „Skrælingjar” eins og Islendingar kölluðu þá. Enn sáu þeir dýr með stórar vigtennur, kampa og dröfnóttan belg og er ljóst aðþað var rostungur. Enn er að finna i sögunni aðstæöur sem koma heim og saman við suður- odda Grænlands, en munkarnir lentu eitt sinn i aftaka rigningum siðla sumars, likt og gerist á þvi svæði áður en vetrar. Þeir munkarnir komust frá Grænlandi fyrir vetur og eftir aö hafa siglt norður á enn kaldari hafsvæði, sneru þeir til suðurs og fóru nú fram hjá Nýfundnlandi, sem má þekkja af lýsingu þeirra á þokum, og veðuraðstæðum öðrum sem þar rikja og skapast þegar Golfstraumurinn kemur saman við norðlæga hafstrauma. Næst segir af sæförunum, þegar þeir eru komnir til eyjar einnar á suðlægum slóðum. Tii þessa er ekkert það i sögu Brend- ans, sem kallast má með fullum ólikindum. Atburðalýsingin kem- ur heim og saman við landakort- iö. Frá Grænlandi hefur hann nú siglt 2500 milur suður tii Bahama- eyja, sé sagan túlkuð á nokkuð frjálslegan hátt. Sú trú að hann hafi komið til meginlands Ameríku er byggö á atburðum i frásögninni. Kóraleyju Hvergi er minnst á að hann haf i komið iland á suðurleið. En hann kemur nú á stóra og flatlenda eyju, þar sem engin tré uxu en mikiö var um fjölbreytilegasta gróður annan. Þar uxu risastór glóaldin og fagrir fuglar verptu þarna, en risafiskar syntu um sæ- inn umhverfis. Þeir töpuðu akk- erinu þarna, festu það i botni, sem getur bent til að þetta hafi verið kóraleyja. Hann sá dverg- vaxna svarta menn, sem létu ó- friðlega og hann forðaðist, þar sem hann vildi forðast blóðsút- hellingar. Sjórinn var svo tær að sjá mátti niður á botn, en þar syntu fiskar itorfum eins og „fjárhópar á engi og syntu þeir í hringi, einn á eftir öðrum,” segir i sögunni. Þessieyja kann að hafa verið ein Bahamaeyja, þvi erfitt er að finna aðra eyju á Atlantshafi, sem svarar til lýsingarinnar, en nokkrar Bahamaeyjar eru mar- flatar. Aðrar AOantshafseyjar eru fjöllóttar og klæddar skógi. Dvergarnir gætu hafa verið Arawakar, frumbyggjar eyj- anna, sem Caribar höfðu hrakið þaðan, þegar Columbus bar að. Risafiskarnir kunna að hafa verið risaskötur, barrakúdur, höfr- ungar, túnfiskar og sverðfiskar, sem allir lifa á þessum slóðum. Nú hélt Brendan áfram för sinniog kom að eyju sem umgirt var bláum sævi og voru þarna miklir straumar. Þá voru á eyj- unni há fjöll og g«tw lýsingin átt við Jamaica. Hér kemur að ó- sennilegasta þætti sögunnar. A þessari eyju var Brendan fagnað af irskum munki, sem kvað Ira hafa búiö þarna svo lengi sem elstu menn myndu. Höföu þeir bræðurnir veriö tólf talsins, en höfðu smám saman týnt tölunni og annaðist hann nú einn allt helgihald. Hann neytti siðustu krafta til að segja Brendan frá þvi að Fyrirheitna landið lægi fyrirstafni. Sigldi Brendan þvi á- fram og kom að strönd sem talin er hafa verið meginland Ameriku, ef til vill Flórida. Svo segir Brendan: „Landið varfulltaðindælum ilmi, þar uxu blómabreiður og blessan rikti þar. Þarna heyrðust fagrir söngvar og ómar, gleðióp gullu við og engin sorg fannst þar..” Brendan til furðu og liklega nú- tímamönnum einnig, var þarna irskurmunkur fyrir, sem bauð þá velkomna. Kvaðst hann hafa verið i landinu i þrjátiu ár. Hann ráölagði Brendan að skoða sig um og i fjörutiu daga ferðaðist hann um með mönnum sinum, en fann þó hvergi landamæri þessa lands. Þeir komu að breiðu fljóti sem þeir komust ekki yfir og mættu gjörvilegum manni á bakka þess, sem lfklega var einn írinn enn, þvi hann bað þá heila aö koma og nefndi hvern þeirra með nafni hans. Hér má minnast þeirrar trúar frumbyggja iFlórida að þar hefðu búið hvi'tir menn, sem kunnu að höggva tré með járná- höldum. Fáir munu treysta sér til aö fullyrða að Brendan hafi komið til Amerfku, sem ekki hafa á öðru að byggja en sögu hans einni. Eldri munnmæli kunna að hafa geymt fyllri vitnisburð, en þótt svo hafi veriðmá sá vitnisburður h^fa verið góöur, ef óyggjandi ættí að teljast. Ef vissa ætti að teljast fengin, hefðihann oröiö að snúa heim með „sérameriska” hluti, kartöflur, tóbak, kalkúna eða einstaklinga úr hópi frum- byggja. Skeggjaðir menn með amarnef Övæntur vitnisburður um för hans sýndist fenginn, þegar myndir af kalkúnum fundust á kirkjuvegg i Schlesvig-Holstein árið 1938. En þvi miður kom i ljós árið 1952 að þama hafi verið að verki nútimalistamaður, sem fundinn var sekur um svipað at- hæfi i kirkju i Lúbeck. Kort kortagerðarmanna á mið- öldum eru enginn óyggjandi vitnisburður, en mjög mörg þeirra byggja á sögu Brendans og sýna eyju hans, sem á einu kort- inu (frá 1275) er nend „Irland hiö mila,” og liggur hún vestan Islands. Columbus spurðist fyrir i Galway á Irlandi og sonur hans segir föður sinn hafa heillast að sögunni um ferð Brendans. A korti frá 1425 er sýnd eyjan Antilla og liggur hún þar um 2000 milur vestan Gibraltar. TIu árum siðar minnist Genoese nokkur Bedaireá hið „nýfundna land” og segir hann að þaö hafi hópur portúgalskra munka fundið árið 734 og spænskir feröamenn hafi heimsótt það 1414. Meir er þó byggjandi á munn- mælum þeim sem varðveitt voru meðal Inka og Azteca og Spán- verjar heyrðu, þegar þeir komu til Ameriku. Sögðu þeir frá mönn- um, ljóshærðum og hvitum á hör- und og afar skeggjuöum, með arnarnef, sem þangað hefðu kom- ið á árabilinu 400-800. Þeir höfðu átt aö koma úr átt sólarupprisu og hétu i munnmælunum Quetzal- coatl i Mexico en Kon Tiki Viroc- ocha i Perú. Sagöi Montezuma konungur Cortes að þeir hefðu komið frá stað sem nefndist Aztlan. Ekkert hefurfundist i Ameriku, sem gefur sönnur fyrir þvi að Evrópumenn hafi komið þar á undan Kólumbusi og norrænum mönnum. En saga Brendans býr yfir mörgum vfsbendingum og hafi honum i rauninni tekist að sigla svo langa leið og hér um ræðir.verður að skipa honum við hlið þeirra Leifs heppna og ann- arra norrænna manna. Eins og þeir hefur hann látið, — kannske nauðugur viljugur að nokkru, — berast fyrir straumi og vindum á vit ótrúlegra ævintýra meö ó- dæma heppni aö fylgjunaut við skut og stafn. ■ Eomir atvinnnhxttir hafa sumir haldist fram ð okkar daga í afskekktari héruðum Írlands. Hér eru menn að stafla upp mó í hlaða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.