Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 1
Dýr mundi Hjörleifur allur — bls. 9 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Þriðjudagur 14. desember 1982 285. tölublað - 66. árgangur Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Samkomulag milli Alþýðubandalags og stjórnarandstöðunnar í kjördæmamálinu? ;¦'.'"¦ 77 SLIKT SAMKOMULAG TVIMÆLA- LAUST STJÓRNARSLITAATRIÐI" — segir Ölaf ur Jóhannesson, utanríkisrádherra ¦ „Það er auðvitað kominn grund- völlur að nýrri stjórn ef Alþýðubanda- lagið og stjórnarandstaðan koma sér saman um kjördæmamálið. Slikí væri tvímælalaust stjómarslitaatriði, og þá ættu þessir nvju samstarfsaðUar að taka við," sagði Ólafur Jóhannesson, utan- ríkisráðherra í samtali við Ttmann í gær, en Ólafur flutti í gærkveldi erindi á Hótel Heklu um kjördæmamálið, en fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík stóð fyrir þciin fundi. „Mér er kunnugt um þær viðræður sem Alþýðubandalagið hefur átt við stjórnar- andstöðuna um kjördæmamálið, og ég tel það fáránlegt að samstarfsflokkur í ríkisstjórn fari að setjast á bekk með stjórnarandstöðu og semja um þessi mál," sagði utanríkisráðherra. Ólafur sagði jafnframt: „Ég tel að um tvær leiðir sé að velja í kjördæmamálinu til þess að jafna vægi atkvæða, þannig að svipað vægi komist á og var 1959. ¦Annars vegar er um niðurskurð á þingmönnum í kjördæmum að ræða, og hins vegar um fjölgun þingmanna Ég hef veríð og er eindregið inni á fjölgun þingmanna." Aðspurður um það hversu. mikil hann teldi að þing- mannafjölgunin ætti að vera sagði utan- ríkisráðherra: „Það er algjört aukaatriði hve mikil fjölgunin verður. Það skiptir ekki máli hvort þeir verða þrír eða fimm, heldur að fallist verði á prinsippið að fjölga." - AB Áfengisdrykkja unglinga margfaldast: FJÓRDUNGUR- INN NEYTIR BRENNIVÍNS VIKULEGA — eda oftar, eftir að þeir ná 15 ára aldri ¦ Árið 1980 kváðust 28 af hverjum 100 limmtáii ára drengjum í Keykju vík drekka áfengi vikulega eða oftar og 26 af 100 stúlkum á sama aldri, samkvæmt könnun er gerð vur aí' Guðrúnu Kagnarsdó 11 ur Briem, þjóðfélagshagfræðingi það ár. Erþerta mjög uiik.il aukning frá árinu 1972 er cngin stúlka á þessum aldrei sagðist drekka áfengi svo oft og aðeins 8 af hverjum 100 piltum, sumkvæml því er fram kemur í grein eftir HUdigunni Óiafsdórtur afbroiafræðmg í nýjasta hefti Geðvemdar. Sé litið á tölu þeirra 15 ára unglinga er segjast drekka mánaðarlega eða oftar var það 61 af hverjum 100 stúlkum áríð 1980 á móti 22 árið 1972 og 53 af hverjum 100 strákum 1980 á ,móti 21 í eldri könnuninni. Af 17 ára stúlkum kváðust nú 68 af 100 drekka mánaðarlega eða oftar, þar af 24 a.m.k. vikulega á möti alls 27, þar af 4 vikulega eða oftar, í eldri könnuninni. Af piltunum kváðust 85 af hverjum 100 drekka mánaðarlega eða oftar, þar af 35 a.m.k. vikulega, í síðari könnuninni á mðti ails 45 af 100 og, þar af 16 vikulegaxða oftar, íþeirri eldri. Að sögn Hildigunnar var samkvæmt báðum könnununum algengast að unglingar drekki áfengi á heimilum, þ.e. öðrum en foreldraheimilum sínum. Mjög fáir drekka í viðurvist foreldra sinna heldur í félagsskap annarra unglinga. , Áfengisneysla þeirra mótist því af neysluvenjum félaganna fremur en foreldranna. Hins vegar töldu mun fleiri ungling- anna í síðari könnunihni að foreldram-1 ir vissu af því að þeir neyttu áfengis, eða um 69% í nýrri konnuninni á möti 54% í þeirri eldrí. Hina auknu áfengisneyslu telur Hildigunnur geta leitt til enn frekari aukningar. Því fleiri sem drekki, þeim mun meiri hvati og þrýstingur á aðra að gera það líka. -HEI ¦ „Jóla hvað!, Það þýðir nú ekkert að snúa út úr gamli minn. Það stendur svart á hvítu í umferðarlögunum að það mega ekki vera fieiri en fimm í fimm manna bfl og það þýðir ekkert að skeggræða þetta frekar". Þannig hefði þetta ímyndaða samtal milli jólasveinsins og lögreglumannanna getað verið, en sem betur fer fóru laganna verðir mildum höndum um jólasveinana þrettán sem brugðu sér í bæjarferð um helgina. Sjá nánar frétt og myndir á bls. 4. I 'ímamynd Róbert Nokkrir tugir skartgripa finnast vid Nauthólsvfk: „SJÁLFSAGT ÞÝFI" segir Guðmundur Hermannsson yfirlögregluþjónn ¦ Nokkrir tugir skartgripa, hringir, fundust við veginn hjá Nauthóls- vfk á sunnudagskvöldið. Maður er átti leið þar hjá sá glampa á eitthvað við veginn og við nánari athugun kom í Ijós að þetta voru skartgripir. Lögreglan var kvödd til en ekki fundust fleiri gripir við nánari leit. „Við fundum ekki fleira, en sjálfsagt er um þýfi að ræða" sagði Guðmundur Hermannsson yfirlögregluþjónn í sam- tali við Tímann. Hann sagði ennfremur að gripirnir hefðu ekki verið hrímaðir er þeir fundust og benti það til að þeir hefðu verið nýtilkomnir á þennan stað. Að öðru leyti vísaði hann málinu til Rannsóknarlögreglunnar en ekki feng- ust nánari upplýsingar þar um málið og ekki upplýst hvaðan þessir gripir væru komnir. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.