Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 9 DÝR MUNDIHJÖR- LEIFUR ALLUR Tillaga Guðmundar G. Þórarinssonar Trúnaðarmál 6.12.1982 1. Fyrsta skref. 20% liækkun raforkuverös frá og mcö 1 febrúar. 2. Aðilar eru samþykkir lið 1. a-c í símskeyli Alusuisse frá 10. nóv. meö breytingum. 3. Aöilar samþykkja tafarlaust viðræður um raforkusamning samkvæmt lið 2.a í sama símskeyti með verðhækkunarformúlu. 4. Aðilar samþykkja tafarlausar viðræður um endurskoðun aðalsamnings varöandi ákvörðun framleiðslugjaldsins samkvæmt lið 2b í sama símskeyti. 5. Ríkisstjórnin samþykkir sem meginatriði (i prinsippinu): a) Stækkun álbræðsiunnar enda náist samkomulag með frekari samningaviðræðum um m.a. 3. og 4. lið hér að ofan. b) Þátttöku nýs hluthafa í ÍSAL. 6. Alusuisse samþykkir scm meginatriði (í prinsippinu) að gefa rikisstjórn íslands kost á að gerast hluthafí í ÍSAL. 7. Samningaviðræðum skal vera loklð fvrir 1. apríl 1983. G.G.Þ. Tillagan er tilraun til að hefja samningaviðræður án allra skuldbindinga að hálfu islendinga. Hvað þýðir tillaga Guðmundar? 1. Raforkuverð vcrði hækkað um 20% áður en samningaviðræður heljast, þ.e. Svisslendingar hækki orkuverðiö um 20% til þess að sýna að þeir gangi til samninga um hækkað orkuverð með góðum vilja. 2. Strax og Alusuisse hefur fallist á 20% hækkun hefjist samningaviðræður um hækkað orkuverð með tilliti til þess, sem álver greiða í Evrópu og Ameríku og samkeppnisaðstööu ÍSAL. Raforkuverðið verði verðtryggt. 3. Strax og Alusuisse hefur fallist á 20% hækkun hefjist samningaviðræður um endurskoðun skattaákvæða. 4. Samningaviðræðum veröi lokið fyrir 1. apríl 1983. Þannig er reynt að tryggja að sanmingar dragist ekki á langinn. 5. Eldri deilumál verði lögð í gerð. Gerðardóm skipi 3 lögfræöingar, einn tilnefndur af íslendingum, einn tilnefndur af Alusuisse og einn sem aðilar koma scr saman um. 6. Islendingar fallast á einhverja stækkun álvcrsins mcö því skilyrði að viðunandi samningar náLst um hækkun orkuverðs og endurskoðun aðalsamningsins. íslendingar fallast á að AlusuLsse fái að taka inn nýjan hluthafa, enda samþykki íslendingar hvcr hluthafínn cr og með hverjum hætti hann gengur inn í fyrirtækiö. Enginn árangur í 2 ár Hvað hefur tapast? Árangur iðnaðarráðherra er enginn í tvö ár. Iðnaðarráðherra hefur sjálfur lýst málinu svo í sjónvarpi að enginn árangur hafí náðst. Þjóðin hefur stórtapað á þessari tveggja ára sjálfheldu. Frammistaða iðnaðurráðherra þýðir að enn er raforka til ÍSAL á útsöluverði. Ef miðað er við tvöföldun raforkuverðs hafa tapast á þessum tveim árum um 16 milljónir dollara. Ef miðað er við þreföldun hafa tapast 32 miUjónir doltara eða rúrair 50 milljarðar g. króna. Telja menn að þjóðin hafi efni á að halda svona áfram? Hefur samningsstaða skaðast með tillögu Guðmundar G. Þórarinssonar? Hvaða samningsstaða er það scm engum árangri hefur skilað í tveggja ára þrefi? Hvers virði er slík sanmingsstaða? Tillaga Guðmundar býr hins vegar til samningsstööu vegna þess að aðilar ákveða samkvæmt henni að setjast að samningaborði og helja raunhæfar viðræður. Hver rauf þjóðarsamstöðu? Álviðræðunefnd er skipuö fulltrúum allra flokka. Hún er skipuð til þess að mynda þjóðarsamstöðu í málinu. lðnaöarráðherra rauf þessa samstöðu með því að hundsa hugmyndir nefndarinnur. lönaöarráöherra krefsl þjóöarsamstöðu um engan árangur. Þvi hefur veríð hafnað. Þjóðarsamstaða þarf að vera um þjóðarh'agsmuni en ekki flokkshagsmuni Alþýðubandalagsins. Rangfærslur og dylgjur Iðnaðarráðherra og málgagn hans Þjóðviljinn hafa kosið aö rangfæra tilíögur Guðmundar gróflcga. Þeir virðast ekki treysta sér að ræða málið á málefnalegum grunni. Þeir láta í veðri vaka að tillagu Guðmundar snúist um 20% hækkun og búið! Þeir teija fólki trú um að tillaga Guðmundar veiti Alusuisse ýniis fríðindi. Hvort tveggja eru fralcitustu lygar eins og sést af tillögunni hér að ofan. Fulltrúi Alþýðubandalagsins gerði skriflega breytingartillögu við tillögu Guðmundar í nefndinni. Þær breytingar voru tvær og lítilvægar. í stað 20% kæmi 25% og í stað þess að íslendingar féllust á stækkun álversins ef viðunandi samningar næðust kæmi aö íslendingar féllust á viðræður um stækkun álvcrsins. Formaður ncfndarinnar lagði til breylingartillögu sem nær aðeins fólst í breyttri uppsctningu. Það er ótrúlegt að ráðherra skyldi ckki geta fallist á að leggja tillöguna fram. Hún gat ekkert falið í sér nema ávinning. Engar skuldbindingar. Þjóðarsamstaða um núllið Guðmundur sagði sig úr álviðræðunefnd vegna þess að starfsaðferðir iðnaðarráðherra hafa ekkert fært þjóðinni. lðnaðarráðherra neitaði að taka tillit til vilja meiríhluta álviðræðunefndar. Áframhaldandi aðgerðir i hans dúr þýða núll i hækkun orkuverðs til íslendinga. Engin leið er að standa lcngur að þjóðarsamstöðu um núllið. Málið verður að fara í nýjan farveg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.