Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 10
10 SA'ii'i ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 heimilistfminn umsjón: B.St. og K.L. HÚSRÁÐ Til að matarliturinn verði ekki of sterkur, er best að dýfa prjóni i hann og hrista af honum í kremið í dropatali. HÚSRÁÐ Skálarnar renna síður til í ofninum ef þær eru hafðar á bökunar- plötunni. HUSRAÐ Best er að snyrta köku- jaðrana með því að hvolfa kökunum á tré- bretti og skera utan af þeim með beitum, oddhvössum hníf. tfckur HÚSRÁÐ Klippið út jólatré úr smjörpappír, leggið það ofan á kökuna og skerið eftir sniðinu. Frystið kökuafganginn í plast- poka og notið hann 'aeinna í ábætisrétti (trifle). Jólasveinn 2 kökur (sjá uppskrift af Snjókarli hér á síðunni) 50 g apríkósusulta Sykurbráð og skreyting 350 g sykurmassi (uppskrift hér fyrir aftan) rauður matarlitur flórsykur 2 brún Smarties lakkrísrúlla lakkrískonfekt lítill bréfpoki eða taupoki Sykurmassi Nægilegt magn til að hylja hringlaga köku, 18 cm í þvermál, eða 15 cm ferkantaða köku: 350 g. sigtaður flórsykur 1 eggjahvíta 1 msk. þrúgusykur leystur upp í örlitlu vatni og hitaður flórsykur eggjahvíta til að pensla kökuna Setjið flórsykurinn, eggjahvítuna og þrúgusykurinn í skál og blandið því vel saman með pönnukökuhníf. Hnoðið þetta síðan með fingurgómunum þar til það verður samfellt. Stráið flórsykri á borðið og hnoðið massann þar til auðvelt verður að móta hann að vild. Fletjið massann út og hafið hann 5 cm stærri en yfirborð kökunnar sem hann á að þekja. Penslið kökuna með eggja- hvítu og leggið massann ofan á. Dýfið fingurgómunum í kartöflumjöl, sléttið yfir massann með hröðum handtökum og dragið hann niður yfir hliðar kökunn- ar. Snyrtið massann neðst og látið hann harðna áður en hann er skreyttur. Eftir þetta má ekki setja kökuna í loftþétt ílát. Úr þessum massa er gott að búa til blóm eða annað kökuskraut. Útbúið kökurnar á sama hátt og í uppskriftinni af Snjókarlinum, en slepp- ið kakóinu. Sykurbráð og skreyting Litið % af sykurmassanum fagurrauð- an. Skiptið afganginum í tvennt, hafið annan hlutann hvítan en litið hinn bleikan. Skiptið rauða hlutanum í þrennt. Fletjið cinn hlutann út á flórsykurstráðu bretti og hyljið stærri kökuna að framan. Notið lakkrísborða fyrir belti og lakkrís- konfekt í stað sylgju. Fletjið nú út annan hluta rauða massans á sama hátt og klæðið að aftan til að mynda slá. Fletjið út bleika hlutann og notið hann í andlitið. Dekkið kinnarnar með því að dýfa pensli í rauðan matarlit, þynntan með vatni, og strjúkið létt yfir. Notið afganginn af rauða massanum og útbúið húfu og nef. Notið hvíta massann til að búa til hár, skegg og bryddingu á slána og brún Smarties fyrir augu. Setjið lakkrískonfekt í pokann og látið hann við hlið jólasveinsins. Jólatré Deigið 175 g smjör eða smjörlíki 175 g strásykur nokkrir vanilludropar 3 egg, lítið eitt þeytt 175 g hveiti með lyftiefnum Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður ljós og létt. Hrærið vanilludrop- unum og eggjunum smátt og smátt saman við. Sigtið hveitið yfir hræruna og blandið því varlega saman við með málmskeið. Jafnið deigið í botnfóðrað og smurt rúllutertuform 22x33 cm og bakið við 180°C í 20-25 mín. Hvolfið ■ Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér bókina Kökur og kökuskreytingar eftir Jill Spcncer í þýðingu Hlaðgerðar Laxdal og Margrétar Ákadóttur. Þar sem höfundur er enskur og miðar sinar uppskriftir við þarlendan markað, eru þær sumar nokkuð óvenjulegar í augum okkar, sem hclst höfum beint augum okkar til Norðurlanda í leit að nýjum hugmyndum, en góðar verklýsingar í máli og myndum auðvelda okkur að fylgja þeim. Hveiti með lyftiefnum Fremst í bókinni gera þýðendur grein fyrir þeirri ákvörðun sinni, að birta uppskriftirnar óbreyttar frá hendi höf- undar í stað þess að staðfæra þær með tilUti til bess hvað fæst hér í matvöru- verslunum. Vegna þessa birta þeir nokkur atriði til ábendingar og leið- beiningar. Þar má nefna, að í uppskrift- unum er yfirleitt talað um hveiti með lyftiefnum, en slíkt hveiti hefur ekki fengist hérlendis að undanförnu. Höf- undur hefur hins vegar gefið þær almennu leiðbeiningar, sem hér fara á eftir: í hver 225 g. af hveiti komi Vi tsk. af lyftidufti í eggjamiklar og sætar kökur (eggin lyfta einnig kökunni), 1-2 tsk. í miðlungi sætar kökur og 2-3 tsk. í ósæt brauð og skonsur. . Þá er einnig bcnt á að af lyftidufti eru til mismunandi sterkar tegundir. Því er nauðsynlegt að fylgja leiðbeiningum framleiðenda (sem oftast eru utan á pakkningunum) um notkun þeirra. Við birtum hér með góðfúslegu lcyfi útgefenda þrjár nýstárlegar jólaköku- hugmyndir. Snjókarl Deigið: 175 g smjör cða smjörlíki 175 g. strásykur 3 egg 175 g hveiti með lyftiefnum 2 tsk. kakó 1 tsk. lyftiduft Setjið smjör, sykur og egg í skál. Sigtið hveitið, kakóið og lyftiduftið út á og hrærið vel saman, þar til hræran verður Ijósbrún, mjúk og örlítið seig. Smyrjið 3 dl og 9 dl skálar vel að innan, setjið deigið í þær og bakið við 160°C í 1 klst. og 20 mín. þá minni og 5 mín. lengur þá stærri. Hvolfið kökunum á grind og látið þær kólna. Sykurbráð og skreyting 50 g aprikósusulta 350 g amerískur sykurhjúpur (uppskrift hér að aftan) Smarties pappírshattur (má sleppa) kökunni á grind, fjarlægið smjörpappír- inn og látið hana kólna. Klippið út örk af smjörpappír í sömu og kökubotninn. Teiknið tré á örkina, klippið það út og notið sem snið. Skerið jólatrésfótinn út úr afgöngunum. Smjörkrem og skreyting 75 g smjör eða smjörlíki 225 g flórsykur 2 msk. mjólk Setjið öll hráefnin í skál og hrærið vel í með trésleif. Takið eina msk. af smjörkreminu frá. Litið afganginn grænan með grænum matarlit og hjúpið kökuna með honum. Ýfið kremið með gaffli til að áferðin verði eðlilegri. Hrærið 2 tsk. af kakó út í 2 tsk. af sjóðandi vatni, kælið það og blandið saman við matskeiðina af smjör- kreminu. Notið þetta til að klæða jólatrésfótinn. Notið sjúkkulaðistykki, t.d. Mars, fyrir stofn og setjið fótinn undir. Skreytið tréð með kertum, sælg- æti, stjörnu og borða. Amerískur sykurhjúpur Nægilegt magn til að hjúpa og fylla tertu sem er 20 cm í þvermál: 1 eggjahvíta 175 g flórsykur 1 msk. ljóst síróp 3 msk. vatn örlítið salt 1 tsk. sítrónusafi Þeytið öll hráefnin í skál yfir heitu vatnsbaði, þar til þeytaraförin haldast sé þeytaranum lyft upp. Takið skálina af hitanum og þeytið áfram þar til hjúpur- inn er orðinn kaldur. Notið pönnuköku- hníf til að hjúpa kökuna. Köku með amerískum sykurhjúp verður að bera fram strax. Sléttið minni kökuna að neðan og smyrjið sultu ofan á stærri kökuna. Setjið minni kökuna ofan á. Hjúpið kökuna með ameríska sykurhjúpnum. Notið brún Smarties fyrir augu og rauð Smarties, helminguð, fyrir nef og munn og alla vega lit fyrir hnappagöt á búkinn. Pappírshatturinn er svo punkturinn yfir i-ið. Nýstárlegar jólakökur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.