Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Þrjú toppmerki í hátölurum: Springdýnur og springdýnuviðgerðir Dynavector hljóödósir í hæsta gæöaflokki Framleiðum nýjar dýnur eftir máli. Einnig barna og unglingadýnur OPIÐ FRÁ 8-19 virka daga og . 10-18 laugardaga. Sendum um land allt. DÝNU OG BÓLSTURGERÐIN HF Smiðjuvegi 28, sími 79233 Infinity BostonAœustics Verð frá kr. 4.500.- pariö Er springdýnan þín orðin slöpp. Ef svo er hringið þá í síma 79233 og við munum sækja hana að morgni og þið fáið hana eins og nýja að kvöldi. VÖKVAPRESSA MÚRBROT — FLEYGUN HLJÓÐLÁT — RYKLAUS Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi, gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l. Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. VERKTAK sím. 54491. bækur Slangur Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál, eftir Mörð Ámason, Svavar Sigmundsson og Örnólf Thorsson sem allir hafa unnið við Orðabók Háskólans, auk þess sem Svavar hefur undanfarin ár unnið að gerð samheitaorðabókar. Bókin er skreytt fjölmörgum og líflegum teikningum eftir Grétar Reynisson og Guðmund Thor- oddsen myndlistarmenn. Víða er leitað fanga og auk almenns slangurs hafa höfundar lagt áherslu á söfnun orða úr sjómannamáli, máli tónlistarmanna, máli íþróttamanna, auk þess sem leitast hefur verið við að safna orðum úr litskrúðug- um orðaforða þeirra, sem ástunda neyslu áfengis og fíkniefna Útgefandi er Svart á hvítu. Draumaráðningabókin þín ■ Út er komin hjá Ingólfsprenti hf. „DRAUMA- RÁÐNINGABÓKIN ÞÍN'' eftir Lady Stearn Robinson og Tom Corbctt. Draumaráðningabókin þín er bók fyrir þá sem leita svara við draumum sínum. Ef þig dreymir athyglisverðan draum, eru Iíkur á að þú finnir ráðningu hans í þessari bók, sem hefur að geyma hátt á þriðja þúsund uppsláttarorð, auk um fimm hundruð tilvísana, sem höfundarnir, Lady Stearn Robinson ogTom Corbett hafa safnað. „Lykilorðunum" er raðað í stafrófsröð svo þú finnur þá ráðningu sem við á á andartaki. Auk þess gefa höfundarnir ér leiðbeiningar svo þú getir skorið úr hvaða draumum má taka mark á og hvernig þú getir ráðið af þeim, hvað framtíðin ber í skauti sér. Bókin er 224 bls. að stærð og hefur ekki áður komið út á íslensku. Þýðandi er Ingólfur Árnason. Síría — barnabók cftir Esler Bock ■ Útgáfan Skálholt hefur sent frá sér barnabókina „Síríu“ eftir danska höfundinn Ester Bock. I bókinni segir frá agnarlítilli ævintýra- stelpu, Síríu, sem býr í jarðheimum. Einn ÉSTER BOCK fagran vormorgun birtist hún í rós og býr svo meðal blómanna og dýranna í garðinum yfir sumartímann. þar eignast hún marga góða vini og lendir í margvíslegum ævintýrum, spennandi og hættulegum. Bókin er 90 bls. að stærð, prýdd mörgum teiknimyndum eftir listamanninn Thormod Kidde, þann hinn sama og myndskreytti söguna „Auðunn og ísbjörninn“ er hún kom út í danskri þýðingu. Hallmar Sigurðsson þýddi Síríu, og er bókin unnin í Odda. Innkaupasamband bóksala sér um dreifing- una. í Svörtukötlum eftir William Heinesen Hjá Máli og menningu er komin út sjötta bókin í sagnasafni Williams Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Er það þýðing á verki Heinesens, Den sorte gryde og er íslenskt heiti bókarinnar í Svörtu- kötlum. Þegar í Svörtukötlum kom fyrst út, árið 1949, skrifaði Hans Kirk: „Nú er þessi bráðgáfaði höfundur búinn að senda frá sér skáldsögu sem umsvifalaust skipar honum á bekk með helstu meisturum evrópskra bókmennta fyrr og síðar.“ Á bókarkápu segir m.a.: „Sögusvið þessa mikla skáldverks er í Færeyjum á tímum heimsstyrjaldar og breskrar hersetu, upplausnar og sríðsgróða - þegar færeyskir sjómenn sigldu með fisk milli íslands og Bretlands og hættu lífi sínu meðan eigendur skipanna sátu óhultir í landi og rökuðu saman fé. Þá sögu eigum við sameiginlega með Færeyingum, enda þótt hún haft ekki komist í íslenska skáldsögu." í Svörtukötlum er 431 bls. Myndskreyt- ing og káputeikning eru gerðar af Zacharíasi Heinesen. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Boðið upp í dans Skáldsaga eftir Ólaf Ormsson ■ Út er komin ný skáldsaga eftir Ólaf Ormsson. Nefnist hún Bodid upp í dans, og útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu: „Skáldsagan BOÐIÐ UPP í DANS er í senn Oskilahestur í Stokkseyri er í óskilum stór leirljós hestur. Líklega um 10 vetra. Mark: lögg aftan vinstra (mjög óglöggt) Hesturinn verður boðinn upp og seldur þriðjudag- inn 21. des. kl. 13 hafi réttur eigandi ekki gefið sig fram fyrir þann tíma. Hreppstjóri alvörumikil og gáskafull Reykjavíkursaga. Hún gerist á tímabilinu 1949-75 og segir frá lífi Unnars Steingrímssonar til 34 ára aldurs. Unnar er frá blautu barnsbeini alinn upp í Stalínsdýrkun og pólitískri öfgatrú og mótar það mjög hegðun hans og sálarlíf. Hann á sín menntaskóla- og háskólaár og þau einkennast af ástarmálum, drykkjuskap, skæruhernaði Ungliðahreyfingar- innar og öðru slarki sem allt er framið í nafni hinnar pólitísku trúar. Loks kemur að því aö grundvellinum er kippt undan þessari trú Unnars sem allt líf hans hafði byggst á. Hvað er þá til bragðs að taka? Ef til vill hlaupa í fangið á einhverjum öðrum öfgum sem bíða með útbreiddan faðminn.“ Boðið upp í dans er 256 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda. Ljósmyndabókin Handbók um Ijósmyndatækni, búnað aðferð- ir og val myndefnis. ■ Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins hefur sent frá sér mikla bók um ljósmynda- tækni og ljósmyndagerð eftir John Hedgecoe prófessor í ljósmyndun við Konunglega listaháskólann í London. Þessi bók er þannig úr garði gerð að hún hæfir jafnt byrjendum sem vönum ljósmyndurum, þ.e. hún fjallar um allt frá undirstöðuatriðum um töku mynda og vinnslu þeirra til flókinna þátta eins og röðun á myndflöt, vinnu á ljósmynda- stofu og myrkrastofutækni. Þýðendur bókarinnar eru Arngrímur, Lárus og Örnólfur Thorlacius. Mikill fjöldi skýringamynda fylgir hverjum kafla. Ljósmyndabókin er 352 bls. að stærð og unnin bæði hér heima og suður á ftalíu. Bókaklúbburinn gefur þessa bók í sam- vinnu við bókaútgáfuna Setberg. SIGRON DAVlnsDÓTTIR BRJÓSTAGJÖF OG BARNAMATUR é Brjóstagjöf og barnamatur eftir Sigrúnu Davíðsdóttur Út er komin hjá Almenna bókafélaginu bókin Brjóstagjöf og barnamatur eftir Sig- rúnu Davíðsdóttur höfund hinna vinsælu matreiðslubóka sem komið hafa út hjá sama forlagi, Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri og Matur sumar, vetur, vor og haust. Nafn bókarinnar gefur til kynna um hvað hún fjallar, en höfundurinn segir í aðfaraorð- um bókarinnar: „Þegar ég hafði börnin mín á brjósti var ég svo heppin að hafa aðeins kynnzt því hversu vel konu getur gengið að hafa bam á brjósti. í einfeldni minni hvarflaði því aldrei að mér, að þetta gæti reynzt konum jafn erfitt og raun ber vitni. Og þó ýmislegt bjátaði á, reyndust alltaf vera til ráð. Eftir þennan indæla tíma langaði mig til að safna því saman sem helzt er vert að hafa í huga við brjóstagjöf og bamamat, til að stuðla að því að sem flestar konur geti notið brjóstagjafarinnar sem allra bezt og mest.“ Nákvæmur listi fylgir yfir efnisatriði bókar- innar. Hún er 132 bls. að stærð og unnin í Prentstofu G. Benediktssonar. Pappírskilja. Ferðin til sólar I Bókaútgáfan HELGAFELL hf. hefur gefið út Ijóðabókina Ferðin til sólar eftir Hjördísi Einarsdóttur. Bókin er 41 bls. og í henni eru 27 ljóð. Káputeikning er eftir Lísbet Sveinsdóttur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.