Tíminn - 14.12.1982, Page 1

Tíminn - 14.12.1982, Page 1
Umsjón: Sigurdur Helgason KR og Orninn hafa forystu í flokkakeppni ■ Flokkakeppni Borðtennissam- bands Islands hefur verið í fulium gangi að undanförnu. Staðan í 1. deild karla og kvenna og í 2. deild er nú sem hér segir: 1. deild karla. KR-A Orninn-A Víkingur-A KR-B UMFK-A KR-ingar hafa forvstu í deUdinni, en þeir hafa orðið íslandsmeistarar í 1. deild karla síðustu 7 ár. Keflvíking- ar sitja á botninum en þeir hafa gefið alla leiki sína fram að þessu og er ekki víst að þeir spili með í vetur. Kvennaflokkur: Örninn-A KR UMSB-A Víkingur UMSB-B Örninn-B Liðin í kvennaflokki hafa leikið mjög mismarga leiki og staðan er því frekar óljós. A iið UMSB, sem hefur unnið síðustu fjögur ár hefur unnið báða leiki sína fram að þessu. 2.deild karla: a-riðUI: Víkingur-B HSÞ Örninn-D KR-C Víkingur-D b-riðUI: Örninn-C Örninn-B Víkingur-C UMFB-B 3 12 0 16:12 4 3 12 0 16:12 4 2 0 0 2 2:12 0 0 0 0 0 0:0 0 í a-riðli stendur baráttan á milli- ■ B-Iiðs Víkinga og HSÞ en í b-riðli berjast Arnarliðin um sigur. Eitt Uð mun síðan flytjast upp í 1, deild næsta keppnistímabU. Hæsti virming- ur frá upphafi ■ Reykvíkingur fékk rúmlega 357.000 króna vinning í íslenskum Getraunum um helgina. Er það hæsti vinningur sem faUið hefur tU hjá Getraunum. Sá sem um ræðir hefur tekið þátt í Getraunum frá upphafi og var nú með 16 raða kerfisseðU og hefur því einnig fjórar raðir með 11 réttum. Fyrir röðina með 12 réttum var vinningurinn 343.000 krónur, en fyrir 11 rétta 3585 krónur. Væn Ijárfúlga fyrir þann heppna. QNVfGI SIU 0G KOŒRMANNS Er Njarðvík sigradi KR ■ Njarövíkingar höfðu betur í barátt- unni gegn KR í úrvalsdeUdinni í körfuknattleik á föstudagskvöldið. En ekki munaði mUdu og hefðu KR-ingar ekki misst Jón Sigurðsson útaf með 5 vUlur rétt fyrir leikslok, er aldrei að vita nema að sigurinn hefði lent þeirra megin. En Njarðvíkingar höfðu betur og hafði þar mikið að segja góður leikur BUI Kotterman. í fyrri hálfleiknum hélt hann Stuart Johnson mikið til í skefjum, þannig að Johnson skoraði sáralítið í hálfleiknum og í þeim síðari tóku þeir báðir sig til og skoruðu mikið af stigum fyrir sín lið. Þessi leikur var ekki vel leikinn, til þess voru mistök leikmanna of mörg. KR-ingar voru yfir í byrjun, en síðan tóku Njarðvíkingar yfirhöndina og í hálfleik var staðan 41 stig gegn 34 þeim í hag. Undir lokin tóku KR-ingar fjörkipp, en ekki nægði hann þeim samt til sigurs og lokatölur urðu 86 stig gegn 79 Njarðvík í hag. Gunnar Þorvarðarson lék á föstudag sinn 500. meistaraflokksleik í körfu- knattleik og eru þess áreiðanlega ekki mörg dæmi að menn hafi leikið jafn marga leiki í meistaraflokki og á það við um allar greinar íþrótta. Bandaríkjamennirnir voru langstiga- hæstir í liðunum. Hjá UMFN skoraði Bill Kottermann 36 stig, en Stuart Johnson hafði aðeins betur og skoraði 40 stig eða rúmlega helming stiga KR-inga. Kottermann er tiltöiulega nýlega genginn til liðs við Njarðvíkinga og hefur hann sýnt að hann er mjög snjall leikmaður og vera kann að honum og félögum hans í liði UMFN takist að ná meistaratitlinum í ár. sh ■ Stuart Johnson skoraði 40 stig fyrir KR á móti UMFN: 15-5 og 15-2. Svo virðist sem úthaldið hafi verið í betra lagi hjá Þrótturunum. Þá sigraði Breiðablik Víking í 1. deild kvenna, 3-1. 15-6, 15-4, 11-15 og 15-3 voru úrslitin í hrinunum. HK sigraði svo loks Fram í 2. deild 3-1,17-15, 13-15,15-11 og 15-3. sh Þórsarar unnu á lokaspretti Sigrudu ÍS f 1. deild íkörfu ■ Þór og ÍS léku síðasta opinbera körfuknattleiksleikinn í íþróttaskemm- unni á Akureyri á laugardag. Ástæðan fyrir því að leikurinn fór ekki fram i nýju Höllinni er sú, að körfumar sem í hana eiga að fara em ekki komnar til landsins, en þær verða væntanlega settar upp um áramótin. Þórsarar sigruðu í leiknum með 76 stigum gegn 72, en staðan í hálfleik var 76 stig gegn 72. Leikurinn byrjaði ekki björgulega, því strax í upphafi skall Guðmundur Jóhannesson í gólfið og rotaðist. Tók það sjúkralið 10 mínútur að komast á staðinn og var hann fluttur undir læknishendur. En þá gat leikurinn hafist. I fyrri hálfleik voru liðin yfir til skiptis, en Þórsarar komust mest fimm stig yfir 31-26. Eftir leikhléið héldu liðin áfram að skiptast á um að hafa forystu. Þegar staðan var 64-59 Þór í hag skoruðu ÍS-menn sex stig i röð. Síðan var jafnt á öllum tölum undir lokin 68-68, 70-70 og 72-72. Þegar 15 sek. voru til leiksloka fékk McField vítaskot og skoraði úr þeim báðum. ÍS menn fóru í sókn, en misstu boltann til Þórsara, sem þökkuðu fyrir sig og skoruðu síðustu körfu -Igiksins í þann mund er flautað var til leiksloka. Þetta var mikill baráttuleikur og varnir liðanna voru góðar. Þórsarar reyndu að stöðva Bock undir körfunni, en Stúdentar voru yfirleitt tveir á McField. Sóknarlega séð var þetta fremur slakur leikur. Mikið var dæmt af villum á báða bóga. Stigin: ÍS: Bock29, Eiríkur Jóhannes- son 16, Árni Guðmundsson 10. Þór: McField 39 stig, Jón Héðinsson 13 stig, Eiríkur Sigurðsson 9. í lið Stúdenta vantaði Gísla Gíslason sem var vant við látinn, það var verið að gifta hann. GK/Akureyri ENN SIGRA ÞRÓTTAR- AR SDlKNTA f BIAKI Nú hafa þeir fjögurra stiga forskot í 1. deild Réttarhöld vegna dauða boxara ■ Læknir, framkvæmdastjóri hnefaleikamanns og dómari hafa verið kallaðir fyrir rétt í Bologna á Italíu vegna dauða hnefaleikamanns- ins Angelo Jacopucci fyrir Ijórum árum. Jacopucci lést tveimur dögum eftir viðureign gegn Alan Minter frá Bretlandi, en þeir kepptu um Evrópu- meistaratitilinn í millivigt. Hann var 29 ára gamall og var rotaður í 12. lotu, en náði að rakna úr rotinu til þess að óska andstæðingi sínum tU hamingju með sigurinn. Nokkrum klukkustundum síðar var hann fluttur á sjúkrahús, þar sem hann gekkst undir heilaaðgerð. Það er álit sækenda málsins, að dómarinn hefði átt að stöðva leikinn fyrr og með því móti hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauða mannsins. Nú tapaði ÍR fyrir Fram ■ Eftir tvo sigurleiki í röð urðu ÍR-ingar að sætta sig við tap gegn Fram í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik á föstudagskvöldið síðasta. Ekki var munurinn mikill, aðeins sjö stig er upp var staðið. Þegar staðan var 73-70 Fram í hag átti að reyna að láta Pétur vinna leikinn fyrir ÍR, en sendingar þær sem honum voru ætlaðar rötuðu ekki rétta leið og því skoruðu Framarar tvær síðustu körf- ur leiksins og gulltryggðu sigurinn. í leikhléi var staðan 39 stig gegn 36 ÍR í vil. Bestur Framara í leiknum var Val Brazy, þá voru Viðar, Þorvaldur og Símon góðir. Brazy var þeirra stiga- hæstur. Hjá IR var Pétur bestur, en vegna villuvandræða gat hann lítið beitt sér og fékk hann sína fjórðu villu í upphafl síðari hálfleiks. En hann lék samt allt til loka leiksins. Hann skoraði 21 stig, Hreinn Þorkelsson átján. ÍR-ingar hafa hlotið fjögur stig í úrvalsdeildinni og víst er að vetur- inn á eftir að reynast þeim erfiður. En liðiðl er nú mun betur sett en fyrir örfáum vikum og það er alveg vonlaust að segja til um það nú, hverjir koma til með að falla niður í 1. deildina í körfunni. sh. ■ Páll Björgvinsson sigur 19-18. var einna drýgstur Víkinga í sóknarleiknum gegn Dukla Prag er Víkingsiiðið vann á þeim sætan Tímamynd: Róbert ■ Þróttarar þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að sigra sína aðalandstæðinga í 1. deildinni í blaki er þeir mættu liði ÍS um helgina. Þróttur vann i þremur hrinum 15-10, 15-6 og 15-10. Með þessum sigri hafa Þróttarar fjögurra stiga forskot í 1. deild og stefna ótrauðir að þvi að halda íslandsmeistaratitli sínum. Víkingur og Bjarmi léku einnig í 1. deild og sigraði Bjarmi með þremur hrinum gegn einni. Fyrstu hrinuna unnu Víkingar 15-12, en síðan ekki söguna meir. Næst fór 14-16 og sú þriðja 15-17. í síðustu hrinunni sigruðu Bjarmamenn síðan 15-1. Burst. Víkingar eru án stiga í 1. deild einir liða og líklegt er að þeir fari beina lið niður í 2. deild. Þróttarar léku einnig gegn Bjarma og sigruðu örugglega 3-0. Hrinurnar fóru 15-10, 15-7 og 15-12. ÍS og Þróttur léku í kvennaflokki og þurfti fimm hrinur til að fá fram úrslit. Að þeim loknum stóðu Þróttardömurnar uppi sem sigurvegarar. Hrinurnar end- uðu (Þróttur fyrst) 14-16, 15-9, 13-15 Aston Villa tapadi íTókyó ■ Um helgina léku Aston Villa og Penarol um nafnbótina besta knatt- spyrnulið heims. Penarol er frá Urugay í Suður-Ameríku, en Aston Villa eru eins og kunnugt er Evrópu- meistarar meistaraliða. Leikurinn var háður í Tókyó í Japan og sigraði Penarol með tveimur mörkum gegn engu. Mörkin skoruðu Cercalves í fyrri hálfleik og Silva í þeim síðari.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.