Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 2
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 íþróttir MIKILL ..KRAFTALEIKUR T? 77 DUKLA PRAG OG VIKINGA Víkingar höfðu betur íseinni Evrópuleik liðanna 19-18 ¦ Það var greinilega „banabiti" Vík- inga ¦' Evrópukeppni meistaraliða í handknattieik að þessu sinni, að liðið skyldi ekki vera fullskipað gegn Dukla Prag í fyrri leik liðanna í Prag á dögunum. Þegar liðin mættust í Laugar- dalshöll í fyrrakvöld sýndu Víkingar, að þeir stóðu þessu fræga tékkneska liði ekki að neinu leyti að baki, nema ef vera skyldi í fangbrögðum sem ekki voru dómurunum að skapi. Þannig léku Tékkarnir mjög harðan vamarleik, en tókst þó að útfæra hann þannig að þeir sluppu mjög vel við brottrekstra . Það tók liðin 6 'A mínútu að finna leiðina í markið og voru það Tékkarnir sem skoruðu fyrsta markið og var Cerny þar á ferð. Á 9. mínútu skoraði Sigurður Gunnarsson svo jöfnunarmark Víkings og þar á eftir skoruðu Guðmundur Guðmundsson og Páll Björgvinsson og staðan var þar með orðin 3-1 Víkingum í hag. Munurinn í fyrri hálfleik var þetta 1-2 mörk og höfðu Víkingarnír alltaf frumkvæðið. í leikhléi var staðan síðan 9 mörk gegn 8. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins var stiginn mikill darraðardans á fjölum Hallarinnar, er einn leikmaður Dukla stjakaði við Ólafi Jónssyni þegar boltinn ¦ Arni Indriðason er hér tekinu vægast sagt föstum tökum af tékkn- eskum varnarmanni. Tímamynd Róbert var ekki í leik og fékk hann, Salivar, að yfirgefa völlinn í tvær mínútur. Þetta var óþarfa brot, sem setti leiðinlega-svip á annars snjallan handknattleiksmann. Og þeir áttu það sammerkt allir leikmenn þessa tékkneska liðs, að leika grófan og leiðinlegan handboltá í vörninni. Og þeir nutu heldur engrar miskunnar í sóknarleiknum, því nokkuð oft dæmdu hinir ágætu sænsku dómarar á sóknar- brot þeirra. Yíkingar héldu sínu striki Eftir tiltölulega harðan fyrri hálfleik óttuðust margir að sama yrði uppi á teningnum og í fyrri leik liðanna að Víkingar spryngju á limminu í síðari hálfleik. En það fór ekki svo. Peir færðust frekar í aukana og þrátt fyrir mörg mistök tókst þeim að halda forystunni, nema í eitt sinn er Bartek kom Dukla einu marki yfir 18-17. En þeir Viggó Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og var mark Guðmundar það mark sem úrslitum réð í leiknum, en Víkingur sigraði 19-18. Liðin Aðall þessa tékkneska liðs var varnar- leikur, en sóknarleikur þess náði aldrei að rísa hátt, a.m.k. ekki í þessum leik. Þó eru innan þess nokkrir snjallir leikmenn og má þar nefna Salivar, Toma og Bartek, sem er geysilega skotfastur, hálfgerð fallbyssa. Þá var markvörður- inn mjög góður. Víkingar sýndu mjög góðan leik í vörninni gegn Dukla. Þar fór fremstur í flokki Árni Indriðason, sem batt vörnina saman og gaf aldrei eftir gegn hinum hörðu Tékkum. f>á var kraftur í Hilmari Sigurgíslasyni í vörninni og einnig er ástæða til að nefna Steinar, enda þótt brot hans séu á stundum hálf viðvanings- leg. Sóknarleikur Víkinga var alls ekki góður í þessum leik. Páll Björgvinsson var sá leikmaður sem sýndi einna helst tilþrif í sóknarleiknum og einnig kom Guðmundur Guðmundsson mjög vel frá leiknum. Sigurður Gunnarsson var daufur, en skoraði þó þrjú falleg mörk. Kristján Sigmundsson var mjög góður í markinu og varði meðal annars vítakast, sem varð til þess að Víkingar náðu tveggja marka forystu í leiknum. Mörk Víkinga skoruðu Páll Björgvins- son 5, Guðmundur Guðmundsson 4, Viggó 4(3), Sigurður Gunnarsson 3, Guðmundur Guðmundsson lætur sig vaða inní tei J Ólafur Jónsson, Steinar og Árni Indriða- son eitt hver. Salivar var markahæstur í liði Dukla með 7 mörk, Bartek og Toma skoruðu þrjú mörk hvor. Kotre skoraði tvö mörk, en aðrir minna. Leikinn dæmdu sænsku dómararnir Áström og Ahlström og dæmdu þeir mjög vel leik sem hefur án efa verið erfitt að dæma. Mikil harka, en þeir áttu greinilega aldrei í erfiðleikum með að hafa hemil á mannskapnum. sh f uspu Húsavik? Við eigum nánast allt sem þú þarfnast til húsbygginga, jafnt áhöld sem efni. byggingarvörur HUSaVÍk. Sími (96) 41444 Þú færð jólagjöf íþróttamannsins í Spörtu adidas íþróttafatnaður og íþróttaskór íþróttafatnaður EB3BE5 borðtennisvörur BtltterÍU) landsins mesta úrval borðtennisborð - spaðar - skór gúmmí - hulstur - net - kúlur - töskur m etv - SPORTVÖMJVERSLUNIN Ingólfsstræti 8 sími 12024.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.