Tíminn - 14.12.1982, Side 3

Tíminn - 14.12.1982, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 MIKILL „KRAFTALEIKUR DUKIA PRAG OG VÍKINGA Víkingar höfðu betur f seinni Evrópuleik liöanna 19-18 ■ Það var greinilega „banabiti“ Vík- inga í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik að þessu sinni, að liðið skyldi ekki vera fullskipað gegn Dukla Prag í fyrri leik liðanna í Prag á dögunum. Þegar liðin mættust í Laugar- dalshöll í fyrrakvöld sýndu Víkingar, að þeir stóðu þessu frxga tékkneska liði ekki að neinu leyti að baki, nema ef vera skyldi í fangbrögðum sem ekki voru dómurunum að skapi. Þannig léku Tékkarnir mjög harðan varnarleik, en tókst þó að útfæra hann þannig að þeir sluppu mjög vel við brottrekstra . Það tók liðin 6 'h mínútu að finna leiðina í markið og voru það Tékkarnir sem skoruðu fyrsta markið og var Cerny þar á ferð. Á 9. mínútu skoraði Sigurður Gunnarsson svo jöfnunarmark Víkings og þar á eftir skoruðu Guðmundur Guðmundsson og Páll Björgvinsson og staðan var þar með orðin 3-1 Víkingum í hag. Munurinn í fyrri hálfleik varþetta 1-2 mörk og höfðu Víkingarnir alltaf frumkvæðið. í leikhléi var staðan síðan 9 mörk gegn 8. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins var stiginn mikill darraðardans á fjölum Hallarinnar, er einn leikmaður Dukla stjakaði við Ólafi Jónssyni þegar boltinn ■ Árni Indriðason er hér tekinn vægast sagt föstum tökum af tékkn- eskum varnarmanni. Tímamynd Róbert var ekki í leik og fékk hann, Salivar, að yfirgefa völlinn í tvær mínútur. Þetta var óþarfa brot, sem setti leiðinlega-svip á annarssnjallan handknattleiksmann. Og þeir áttu það sammerkt allir leikmenn þessa tékkneska liðs, að leika grófan og leiðinlegan handbolta í vörninni. Og þeir nutu heldur engrar miskunnar í sóknarleiknum, því nokkuð oft dæmdu hinir ágætu sænsku dómarar á sóknar- brot þeirra. Víkingar héldu sínu striki Eftir tiltölulega harðan fyrri hálfleik óttuðust margir að sama yrði uppi á teningnum og í fyrri leik liðanna að Víkingar spryngju á limminu í síðari hálfleik. En það fór ekki svo. Þeir færðust frekar í aukana og þrátt fyrir mörg mistök tókst þeim að halda forystunni, nema í eitt sinn er Bartek kom Dukla einu marki yfir 18-17. En þeir Viggó Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og var mark Guðmundar það mark sem úrslitum réð í leiknum, en Víkingur sigraði 19-18. Liðin Aðall þessa tékkneska liðs var varnar- leikur, en sóknarleikur þess náði aldrei að rísa hátt, a.m.k. ekki í þessum leik. Þó eru innan þess nokkrir snjallir leikmenn og má þar nefna Salivar, Toma og Bartek, sem er geysilega skotfastur, hálfgerð fallbyssa. Þá var markvörður- inn mjög góður. Víkingar sýndu mjög góðan leik í vörninni gegn Dukla. Þar fór fremstur í flokki Árni Indriðason, sem batt vörnina saman og gaf aldrei eftir gegn hinum hörðu Tékkum. Þá var kraftur í Hilmari Sigurgíslasyni í vörninni og einnig er ástæða til að nefna Steinar, enda þótt brot hans séu á stundum hálf viðvanings- leg. Sóknarleikur Víkinga var alls ekki góður í þessum leik. Páll Björgvinsson var sá leikmaður sem sýndi einna helst tilþrif í sóknarleiknum og einnig kom Guðmundur Guðmundsson mjög vel frá leiknum. Sigurður Gunnarsson var daufur, en skoraði þó þrjú falleg mörk. Kristján Sigmundsson var mjög góður í markinu og varði meðal annars vítakast, sem varð til þess að Víkingar náðu tveggja marka forystu í leiknum. Mörk Víkinga skoruðu Páll Björgvins- son 5, Guðmundur Guðmundsson 4, Viggó 4(3), Sigurður Gunnarsson 3, NÚ LÖGDU STJÖRNU- MENN KR-INGANA Unnu þá í Hafnarfirði 20-18 í 1. deild Guðmundur Guðmundsson lætur sig vaða inní teiginn og tékkneski markvörðurinn kemur engum vörnum við. Tímamynd Róbert ■ 1, deildarlið Stjörnunnar í handknattleik hefur lagt að velli hvert toppliðið í 1. deildinni á fætur öðru og á laugardaginn voru það KR-ingar sem lágu gegn þeim, er liðin mættust í Hafnarfirði. Með þessum sigri er nær öruggt að Stjarnan verði eitt þeirra fjögurra liða sem keppa munu að íslands- meistaratitlinum í handknattleik síðar í vetur. Því hefðu fæstir reiknað með fyrir keppnistímabilið, sem sú er raunin. Leikurinn á laugardaginn var jafn og spennandi og höfðu KR-ingar forystu í leikhléi 10 mörk gegn 9. Þeir komust tvö mörk yfir, en þá kom mjöggóður kafli hjá Stjörnumönnum sem komust fjögur mörk yfir og það bil tókst KR-ingum ekki að brúa. Þegar upp var staðið var munurinn tvö mörk 20-18. Flest mörk Stjörnumanna skoraði Eyjólfur 8, þar af tvö úr vítaköstum, Ólafur Lárusson skoraði fimm, Guðmundur Þórðarson 4 og Magnús Teitsson 3. Hjá KR var Alfreð markahæstur með 8 og hann gerði einnig tvö mörk úr vítaköstum, Haukur Geirmundsson skoraði 4, Anders Dahl 3. mm, ■ Brynjar Kvaran varði vel gegn sínum lýrri félögum úr KR. Ólafur Jónsson, Steinar og Ámi Indriða- son eitt hver. Salivar var markahæstur í liði Dukla með 7 mörk, Bartek og Toma skoruðu þrjú mörk hvor. Kotre skoraði tvö mörk, en aðrir minna. Leikinn dæmdu sænsku dómaramir Áström og Ahlström og dæmdu þeir mjög vel leik sem hefur án efa verið erfitt að dæma. Mikil harka, en þeir áttu greinilega aldrei í erfiðleikum með að hafa hemil á mannskapnum. Við eigum nánast allt sem þú þarfnast til húsbygginga, jafnt áhöld sem efni. byggingarvörur 6)41444 Þú færð jólagjöf íþróttamannsins í Spörtu adidas íþróttafatnaður og íþróttaskór S,°o í- -z. íþróttafatnaður borðtennisvörur Butterflij landsins mesta úrval borðtennisborð - spaðar - skór gúmmí - hulstur - net - kúlur - töskur SPORTVÖRUVERSLUNIN Ingólfsstræti 8 sími 12024. HORST HRUBESCH OG FELAGAR í HSV ÓSTÖÐVANDI ÞESSA DAGANA Sigruðu Schalke 6-2 og eru í efsta sætinu ■ Eftir gott tímabil að undanförnu er lið Atía Eðvaldssonar Fortuna Dússel- dorf komið af mesta hættusvæðinu í þýsku Bundesligunni sem stendur. Liðið hefur hlotið 14 stig eða fjórum fleira en þau sem fæst hafa og hafa þar með skotið sex félögum aftur fyrir sig, þar á með Boriissia Mönchelgladbach. Duss- eldorf gerði jafntefli 2-2 gegn Frankfurt á laugardaginn og sá Rudiger VVensel um markaskorunina. Horst Hrubesch skoraði tvö mörk fyrir Hamborgarliðið er það gjörsigraði Schalke með sex mörkum gegn tveimur. Það var hins vegar mark Felix Magath sem vakti mesta athygli, en það var stórglæsilegt. Var það skot af tæplega 20 metra færi sem lenti í markvinklinum. Lið Ásgeirs Sigurvinssonar gerði jafn- tefli gegn Kaiserslautern, bæði liðin skoruðu eitt mark. Það var Svíinn Torbjörn Nielson sem skoraði fyrir Kaiserslautern og Niedermayer jafnaði fyrir Stuttgart. Einn leikmanna Kaisers- lautern var rekinn af leikvelli. Bayern Múnchen vann nauman sigur á Núrnberg og skoraði Grobe eina mark með 26 stig. Bayern hefur 24 og Dortmund og Bremen eru í 3-4. sæti með 23 stig. Stuttgart og Köln hafa þvínæst 22 stig. Schalke og Leverkeusen eru í neðstu sætunum í deildinni með 10 stig hvort félag. ■ Paul Breitner er hér á fullu í baráttu við búlgarskan landsliös- mann. leiksins. Karl-Heinz Rummenigge átti tvívegis skot í stöng, cn honum tókst, ekki að skora í leiknum. Breitner þótti leika mjög vel. Borussia Dortmund var undir 2-1 gegn Mönchengladbach, en þá vöknuðu leikmenn Dortmund heldur betur til lífsins og tókst að sigra 3-2. Hamborg er í efsta sætinu í Þýskalandi Gunnar með KA í fótboltanum f sumar ■ Gunnar Gíslason landsliðsmaður í handknattleik og knattspyrnu hefur tilkynnt forráðamönnum KA á Akur- eyri, að hann inuni leika með knatt- spyrnuliði félagsins í 2. deild á næsta keppnistímabili. Sögusagnir hafa verið í gangi þess efnis að hann sé á leið til hinna og þessara liða í 1. deild og hefur hann hvað oftast verið bendlaður við Breiðablik. En úr því verður vart að sinni og því mun þessi skemmtilegi og fjölhæfi íþróttamað- ur leika í KA-búningnum á næsta sumri. GK/Akureyri. Breiðablik vann Gróttu ■ Brciðahlik vann góðan sigur á Grúttu i 2. deildinni í handknattleik um helgina. Úrslitin urðu 21 mark gegn 13. Lið KA fór í suðurferö um helgina og léku gegn Haukum og töpuðu þeim leik með 23 mörkum gegn 27, en þeir sigruðu Afturcldingu með 26 mörkum gegn 21. Þá sigraði HK Ármann með 27 mörkum gegn 23. Staðan í 2. deild er sem hér segir. Þau lið sem verða ái fjórum cfstu sætunum eftir 14 umferðir keppa um íslandsmeistaratitiiinn en hin fjögur keppa um að halda sæti sínu í 2. deild á næsta kcppnistímabili. KA......... 11 7 2 2 278-243 16 Grótta .... 10 7 0 3 240-243 14 Breiðablik . 10 4 3 3 199-190 11 Þór Ve. . . . 10 4 3 3 221-218 11 Haukar ... 10 4 2 4 229-222 9 HK......... 10 4 1 5 216-222 9 Afturelding. 11 2 2 7 213-241 6 Ármann ... 10 1 3 5 206-224 5 Reynir f 2. sæti f 3. deild ■ Aðeins tvcir lcikir fóru fram i 3. dcildinni í handknattleik um helgina. Fylkir sigraði Skallagrím í Borgarncsi með 22 mörkum gegn 10 og Reynir Sandgeröi tók sér ferö á hendur á Akranes og þar sigruðu þeir með 25 mörkum gegn 21 og eru í 2. sxti í 3. dcild. Mikill uppgangur virðLst vera i handboltanum hjá þeiin Sandgerö- ingum. Staðan í 3. deild efiir ieikina um helgina er sem hér segir: Fylkir...... 8 8 0 0 173-123 16 Reynir S ... 8 6 1 1 199-146 13 Þór A....... 9 5 2 2 228-165 12 Akranes . . 8 4 1 3 2 10-168 9 Kcflavík ... 8 4 1 3 173-144 9 Týr Ve. ... 8 3 1 4 7 167-150 7 Dalvík...... 7 2 0 5 161-165 4 Skallagrímur .8 1 0 7 139-211 2 Ögri........ 8 0 0 8 86-274 0 Skotar unnu ■ íslendingar tóku í fyrsla sinn þált í landskeppni í fimleikum um helg- ina. Kcppt var í Edinborg gegn Skotum og sigraði kvennalið Skota með 160,2 stigum gegn 140,2 stigum íslcnsku stúlknanna. í karlaflokki fengu Skotar 144,4 stig, en íslendingar 122,9 stig. Bestum árangri íslensku keppcnd- anna náði Kristín Gisladóttir en hún varö önnur í keppni á tvíslá. Fjölbreytt gjafaúrval Minjagripir enskra fétaga. Fánar. Verðfrá 139,50 kr. Könnur, verð frá kr. 85, treflar. Verð frá kr. 120. Skautar. Verð trá kr. 630. Blakboltar frá kr. 440. Handboltar frá kr. 237. Fót- boltar frá kr. 250, körfu- boltar frá kr. 253. Póstsendum Sportvöruverzlun /IMCÓLFS ÓSKARSSONAR, K/apparstíg 44. - Sími 11783. Puma æfingagallar. Allar stærðir, ^^m^^—mm—mmmmm—^^~m—m.^^^mmmm—m^m~mmmm^^^m—^m—^^mmmmm—^^^m^m.^^^—m—m—.—^—~mmmm~m.^—mmm—mm—^^^^ 10 gerðir. Verðfrákr.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.