Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.12.1982, Blaðsíða 4
16 PRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 íþróttir enska knattspyrnan UVERPOOL SKORUÐU TVISVAR UR VÍTASPYRNUM GEGN WATFORD Coventry og Everton komu á óvart með þvíað sigra West Ham og Ipswich Staðan ¦ Livcrpool heldur sínu striki í 1. deildinni í Englandi og á- laugardag afgrciddu þeir lið Watford, sem leikið hefur mjög vel það sem af er vetrar og reynst öllum liðunum óþægur Ijár í þúfu. En leikmenn Liverpool tóku þá engum vettlingatökum er þeir lcku í fyrsta sinn á Anfield í deildarkeppninni. Það var lan Rush sem skoraði fyrsta mark leiksins á Anfield á 21. mínútu fyrri hálfleiks. Wilf Rdstron heitirvarnarleik- maður Watford og á hann voru dæmdar hvorki meira né minna en tvær víta- spyrnur á Anfield og úr þeim báðum skoraði landsliðsbakvörðurinn Phil Neal af miklu öryggi. En þáttur fyrrnefnds Rostrons í þessum leik var ekki þar með búinn. því hann skoraði einnig hinum megin hjá Liverpool og bætti þar með stöðuna í 3-1. Phil Thomson landsliðsmiðvörður Englands meiddist á ökkla er 28 mínútur voru til leiksloka, en hann fór útaf og lét binda um ökklann og kom aftur inná, en í Ijós kom að hann var ekki í nógu góðu ástandi til að leika áfram, þannig að hann fór alfarinn af leikvelli rúmlega tveimur mínútum síðar. Það er stór spurning hvort Thomson geti leikið með í landsleiknum gegn Luxemburg á Wembley á miðvikudaginn. Úrslit leikja í 1. deild urðu sem hér segir: Birmingham-Southampton 0-2 Brighton-Norwich 3-0 lpswich-Everton 0-2 Liverpool-Watford 3-1 ¦ Þegar Alan Devonshire fór útaf hjá West Ham hrundi leikur liðsins. Fashanu til Notts County ¦ Justin Fashanu sem átt hefur erfitt uppdráttar að undanförnu hjá Nottingham Forest hefur verið seldur til 1. deildarliðs Notts County. Fashanu var í haust í láni hjá Southampton, en er hann kom aftur á heimaslóð í Nottingham hugðist Brían Clough senda hann til Derby sem lánsmann, en Fashanu var ekki sáttur við það.Varð úr mikil rimma milli þeirra tveggja, sem endaði með því að Fashanu var bannað að æfa með Forest og lét Clogh fjarlægja hann af svæði félagsins með lögreglu- valdi. En nú er Fashanu áreiðanlega feginn að vera laus frá Brian Clough. Bryan Robson skoraði eitt marka Man. Utd. gegn Notts County. Hér skorar hann í leik á móti Stoke. Luton-Man. City Man. Utd.-Notts County Nott. For.-Swansea 3-1 4-0 2-1 Stoke-Tottenham 2-0 W.B.A-Sunderland 3-0 West Ham-Coventry 0-3 í 2. deild uröu úrslit hins vegar sem hér segir: Barnsley-Carlisle Bolton-Charlton 2-2 4-1 Burnley-Leicester Crystal Pal-Sheff. Wed Fulham-Derby Middlesbro-Chelsea 2-4 2-0 2-1 3-1 Newcastle-Wolves 1-1 Oldham-Cambridge Q.P.R-Grimsby Rotherham-Leeds 3-0 4-0 0-1 Shrewsbury-Blackburn 0-0 ¦ Notts. County sóttu ekki gull í greipar stjörnuliðs Manchester United er liðin mættust á Old Trafford. Samt voru það leikmenn aðkomuliðsins sem voru kröftugri í byrjun leiksins, en smátt og smátt náðu míðvallarleikmenn Unit- ed yfirráðum á miðsvæðinu, og þar með áttu þeir alls kostar við County. Fyrsta markið skoraði Norman Whiteside, en síðan Frank Stapleton. Bryan Robson skoraði þvínæst þriðja markið með skalla og loks skoraði Mike Duxbury fjórða mark Manchester United. Rétt fyrir leikslok varð Bryan Robson að 'yfirgefa völlinn vegna meiðsla og því kann svo að fara að bæði hann og Thompson verði fjarri góðu gamni á miðvikudaginn. Everton kom á óvart Everton hefur ekki vegnað ýkja vel það sem af er keppnistímabilinu og því kom það á óvart að þeir skyldu sigra Ipswich á Portman Road. Everton hafði fram að þessu ekki unnið sigur í níu leikjum og því var annað hvort að duga eða drepast og þeir dugðu. Það var Kevin Sheedy sem skoraði tvívegis fyrir Everton, bæði mörkin í síðari hálfleik. Tottenham gengur illa um þessar mundir, enda eiga margir leikmenn liðsins við meiðsli að stríða. Liðið tapaði gegn Stoke á laugardaginn á útivelli og þar skoruðu þeir Sammy Mcllroy og Dave Watson eitt mark hvor. Coventry lagði West Ham á Upton Park West Ham hafa ekki þótt árennilegir andstæðingar á heimavelli sínum í London Upton Park. Þess vegna kom góður sigur Coventry gegn þeim mjög á óvart. Reyndar vantaði marga kunna kappa í lið West Ham vegna meiðsla og má þar nefna Trevor Brooking, Billy Bonds og Alvin Martin og síðan meiddist Alan Devonshire og varð að yfirgefa leikvöllinn og þá var eftirleikurinn auðveldur fyrir Coventry. Öll mörkin voru skoruð á síðustu átta mínútum fyrri hálfleiks. Fyrst á 37. mínútu og var Mark Hateley þar á ferð. Því næst skoraði Brian Roberts og loks Steve Witton. Enn sigrar Forest Nottingham Forest sigraði Swansea á heimavelli með tveimur mörkum gegn einu. Leikmenn heimaliðsins komust í 2-0 áður en Swansea tókst að kvitta. Fyrra mark Forest skoraði Colin Walsh og síðan bætti Mark Proctor öðru marki við. Robbie James minnkaði muninn í eitt mark er hann skoraði. En ekki tókst leikmönnum John Toschack að jafna metin. W.B.A. vann góðan sigur á Sunder- land með þremur mörkum gegn engu. Skoruðu þeir Robertson og Gary Owen mörk WB.A. Southampton sigraði Birmingham með tveimur mörkum gegn engu í Birmingham. Steve Moran og David Wallace skoruðu mörk „Dýrlinganna". Brighton sigraði Norwich örugglega á heimavelli sínum og Luton lagði Manchester City og þar var Asa Hart- ford í sviðsljósinu er hann skoraði fyrsta mark leiksins í eigið mark. Q.P.R. hefur fjögurra marka forystu í 2. deild og á laugardag unnu þeir fjögurra marka sigurá Grimsby. Fulham sem er í öðru sæti sigraði Derby með tveimur mörkum gegn einu, en Úlfarnir og heimamenn Newcastle skildu jafnir í Newcastle. Ekki nægði mark Simonsen Charlton, því andstæðingar þeirra Bolton skoruðu fjögur. Simonsen skoraði eina mark Charlton. Staðan 1. deild: Liverpool Man Utd Nottm Forest Aston Villa Watford West Bromwich West Ham Coventry Ipswich Man City Stoke Tottenham Notts County Everton Arsenal Southampton Swansea Brighton Luton Norwich Birmingham Sunderland 2. deild: Q.P.R Fulham iWolves Shefld Wed Óldham Leeds Shrewsbury Grimsby Leicester Barnsley Crystal Palace Newcastle Blackburn Carlisle Rotherham Chelsea Charlton Middlesbrough Bolton Bumley Derby Cambridge 18 11 18 10 18 10 18 10 18 18 18 19 19 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 19 12 18 11 18 10 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 19 41 28 32 28 35 30 8 31 7 23 6 31 7 22 8 32 8 23 8 23 7 27 7 21 8 20 9 26 9 18 6 36 9 20 7 11 10 21 31 39 32 31 31 22 23 27 8 33 4 25 6 22 7 26 7 23 8 35 6 22 7 21 9 25 7 22 9 13 11 25 8 17 11 19 15 37 14 34 25 32 20 31 21 30 24 30 27 23 24 28 22 27 25 27 29 24 26 24 32 24 26 23 23 23 31 22 30 21 36 21 33 20 32 17 27 17 37 14 13 40 24 36 19 34 21 31 22 29 17 28 23 28 29 27 22 26 22 26 22 24 27 23 30 23 37 22 27 22 22 21 37 21 37 21 26 17 35 15 29 14 33 14 Sex mörk í síðari hálfleik ¦ Sammy McUroy. Gamli refurinn skoraði eitt mark gegn Tottenham. ¦ Celtic juku enn við forystu sína í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er liðið sigraði Aberdeen með tveimur mörkum gegn einu á laugardaginn. Aberdeen höfðu veitt þeim einna mesta samkeppni upp á síðkastið, en með tapinu á laugardag fór lið Dundee United upp fyrir þá. Það var Murdo McLeod sem skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu leiksins, en hann fékk góða hjálp eins varnarmanna Aberdeen. En leikmenn Aberdeen voru alls ekki á þeim buxun- um að gefast upp og skoraði Mark McGee jöfnunarmark tveimur mínútum síðar, en Davie Provan skoraði sigur- mark Celtic á 15. mínútu síðari hálf- leiks. Dundee United sem komust upp í 2. sæti í úrvalsdeildinni unnu glæsilegan sigur á liði Kilmarnock og urðu mörkin sjö áður en upp var staðið, en Kilmar- nockmönnum tókst ekki að kvitta. Það var góð viðbót við sigur liðsins á Werder Bremen í Evrópukeppni félagsliða á miðvikudaginn var. Þeir komust þó ekki almennilega í gang fyrr en í seinni hálfleik, því staðan í leikhléi var 1-0, en sex voru síðan skoruð í þeim síðari. St. Mirren vann 3-0 sigur á Jóhannesi Eðvaldssyni og félögum í Motherwell, en Rangers gerði jafntefli 1-1 gegn Morton og sömu úrslit urðu í leik Hibernian og Dundee United. Staðan í skosku úrvalsdeildinni eftir leikina á laugardag er sem hér segir: Celtic Dundee Utd. Aberdeen Rangers Dundee St Mirren Morton Hibernian Motherwrell Kilmarnock 14 12 14 9 15 14 14 15 15 15 15 15 39 16 25 34 10 22 29 13 21 24 17 15 19 16 14 17 27 12 13 27 10 12 23 9 10 16 34 9 7 15 35 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.