Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 1
Sex halda áfram í getraunaleik Tímans — bls. 15 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 15. desember 1982 286. tölublað - 66. árgangur Sí ðumúla 15 - Pósthólf 370 Reykjavík- Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300- Afgreiðsla og áskrifti Rekstrarstaða útgerðarinnar í dag: HAIil ÚTGERÐARINNAR NEM- UR RUMUM HÁLFUM MILUARÐI „Mun verra en ég átti von á", segir Kristján Ragnarsson, formadur LIÚ > ¦ - Að vissu leyti koma þessar upplýsingar ekki á óvart, en ég verð þó að segja að staðan er verri en ég átti von á, sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍU í samtali við Tímann er tölur Þjóðhagsstofnunar varðandi rekstrarstöðu útgerðarinnar í dag, 15. desember voru bornar undir hann. Halli útgerðarinnar miðað við árs- grundvöll er nú talinn nema rúmum hálfum milljarði króna miðaö við tekjur. - f þessum tölum er gengið út frá því að afli og aflasamsetning verði hin sama og verið hefur á þessu ári. Fiskverð það sama og kostnaður og niðurgreiðslur á olíu með sama hætti, sagði Ólafur Davíðsson, forstjóri þjóð- hagsstofnunar í samtali við blaðið. Ólafur sagði að samkvæmt þessu væri hallinn á minni togurunum nú tæp 14% miðað við tekjur, eða svipaður því sem var fyrir aðgerðir ríkisstjórnar- innar fyrr í haust. Halli minni togar- anna eftir þessar aðgerðir hefði verið 3-4% og megin ástæðan fyrir því að sigið hefði aftur á ógæfuhliðina væri að allur kostnaður hefði hækkað mun meira en tekjur útgerðarinnar. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði að samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofhunar næmi halli bátanna nú 14.1% miðað við tekjur, eða um 225 milljónum króna. Halli minni togaranna væri 13.8% og væri þá gengið út frá 3500 tonna afla, en þessi halli samsvaraði 254 milljónum króna á- ársgrundvelli. Halli stóru togaranna væri svo 21.3% eða jafngildi 85 milljóna króna. Samtals eru þetta 564 milljónir króna. - Þetta ástand er í rauninni verra, því að ég tel að Þjóðhagsstofnun hafi gengið út frá ákaflega hæpnum for- ¦ sendum sagði Kristján Ragnarsson. Kristján benti á að það að reikna með sama afla og aflasamsetningu þýddi í raun að gengið væri út frá að afli myndi aukast, þar sem skipum hefði fjölgað. Það væri ákaflega hæpið og eins mætti benda á að allir bátar 200 tonn og stærri, þar á meðal allur loðnuflotinn stæði utan þessa dæmis, en staða loðnufiotans væri mun verri en allra hinna. -ESE Liz bregd- ur á leik — bls. 2 Hugmyndir um stór- hækkun á bílastæða- gjöldum: HÆKKA STODUMÆLA- GJÖLDIN UM 400%? ¦ Á borgarstjórnarfundi annað kvöld mun verða rædd tillaga frá Umferðarnefnd sem felur í sér að stöðumælagjald verði hækkað úr 1. kr. og í 5 kr. eða um 400% en þetta gjald hefur verið óbreytt síðustu 2 árin, eða allt frá því að myntbreytingin var gerð. „Það er rétt að Umferðarnefnd hefur mælt með þessu en um þrjá valkosti var að ræða" sagði Guttormur Þormar verkfræðingur hjá Gatnamála- stjóra í viðtali við Tímann. „Fyrir utan ofangreint kom fram tillaga um að nota krónuna áfram en stytta jafnframt tímann sem fæst fyrir hana í 15 mín, úr 30 mín, og þriðja tillagan fól í sér að slá sérstaka mynt sem síðan yrði seld á mismunandi verði þannig að þessar hækkanir kæmu ekki alltaf í svona stórum stökkum". Guttormur sagði ennfremur að þessi tillaga um að slá sérstaka mynt væri ekki nýtilkomin hinsvegar væru nokk- ur vandkvæði á að hrinda henni í framkvæmd. Dýrt væri að slá hana, hún þyrfti víða að vera tíl sölu en menn væru einmitt hræddastir við það atriði, þ.e. dreifinguna. Því hefði verið stað- næmst við hina tvo valkostina og síðan orðið úr að leggja til 400% hækkunina. Hin tillagan um að nota krónuna áfram en stytta tímann hefði þýtt 100% hækkun. Samhliða þessu verður síðan lagt til að aukaleigugjaldið verði hækkað úr 30 kr. og í 50 kr. -FRl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.