Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 7 erlent yfirlit ■ Í>AÐ vakti verulega athygli, þegar fjölmiðlar í Suður-Afríku skýrðu frá því síðastliðinn miðvikudag (8. des.) að þá um daginn hefðu Roelof Botha utan- ríkisráðherra og Magnus Malan varn- armálaráðherra komið heim frá Græn- höfðaeyjum (Cap Verde Islands), en þar hefðu þeir átt viðræður við fulltrúa ríkisstjórnar Angola. Flestir skildu þessa frétt þannig, að viðræðumar hefðu snúizt um framtíð Namibiu og dvöl kúbönsku hersveitanna í Angola. Stjórn Suður-Afríku hefur sett það sem eitt af skilyrðum fyrir því, að hún veiti Namibiu sjálfstæði, að Kúba flytji heim hersveitir þær, sem hún hefur nú í Angola, ríkisstjórninni þar til trausts og halds. ■ Pieter W. Botha forsætisráðherra. Rætist spádómur Mc- Namara um S-Af riku? Árásin í Lesotho er ills viti Stjórn Namibiu hefur hins vegar ekki talið sér fært að fallast á brottflutning kúbönsku hersveitanna fyrr en tryggt væri, að Namibia fengi fullt sjálfstæði og her Suður-Afríku yrði fluttur þaðan. Þetta þrátefli hefur einkum verið talið standa í vegi þess, að samkomulag næðist í Namibiudeilunni. Þess vegna var umræddum viðræðum á Grænhöfða- eyjum fagnað. Menn gerðu sér vonir um, að þar hefði heldur þokazt í samkomulagsátt. ÞESSAR vonir urðu hins vegar fyrir verulegu áfalli, þegar þær fréttir bárust frá Maseru, höfuðborg Lesotho, næsta dag (9. des.), að þá um nóttina hefðu hersveitir frá Suður-Afríku ráðizt inn í borgina og gert árás á nokkur hús, þar sem bjuggu fjölskyldur flóttamanna frá Suður-Afríku. í þessari árás hefðu 30 flóttamenn verið drepnir og auk þess sjö vegfarend- ur, sem voru svo óheppnir að vera á ferli, þegar árásin var gerð. í tilkynningu, sem stjórn Suður- Afríku gaf út eftir árásina, var því haldið fram, að hún hefði verið gerð sökum þess, að stjórninni hefðu borizt fregnir af því, að skæruliðar á vegum African National Congress hefðu safnazt saman í Maseru og hygðust gera þaðan árásir á blökkumannaríkin í Suður-Afríku, Transkei og Ciski, og myrða stjórnend- urna þar. African National Congress eru samtök, sem blökkumenn í Suður- Afríku stofnuðu fyrir alllöngu til að berjast fyrir rétti sínum. Þau hafa verið bönnuð í Suður-Afríku síðustu árin. Sumir meðlimir þeirra hafa því gerzt skæruliðar og fengið þjátfun erlendis að því talið er. Ástæðan er sú, að Lesotho er alger- lega upp á náðir Suður-Afríku komið. Lesotho er umkringt suður-afríkönsku landi á alla vegu og fjöldi landsmanna stundar atvinnu í einu af fylkjum Suður-Afríku, Orange Free State. Lesotho hét áður Basutoland. Sjálf- stæði sitt rekur Lesotho til þess að Bretar gerðu það að nýlendu sinni um 1870 og fóru þar með nýlendustjórn til 1966. Þá var Basutolandi veitt sjálf- stæði og tók það jafnframt upp nafnið Lesotho. Lesotho er um 12 þús. fermílur að flatarmáli og íbúarnir eru taldir um 1.5 milljón. Landið er fjalllent og mestur hluti þess erfiður til ræktunar. Landbún- aður er þó aðalatvinnuvegurinn, en ekki ■ Lesotho. hrekkur hann til að brauðfæða landsmenn. Það á sinn þátt í því, að Lesotho er enn háðara Suður-Afríku en ella. Lesotho hefur kært Suður-Afríku til Öryggisráðsins vegna innrásarinnar, en ekki er búizt við sérstökum aðgerðum af hálfu þess. Tilgangur Lesotho með kærunni er vafalaust einkum sá að vekja athygli á umræddum atburði í von um að síður verði um endurtekningu að ræða., VAFALÍTIÐ mun þessi innrás Suður-Afríkumanna í varnarlaust land, 'eins og Lesotho, sem reynir að fara að vilja þeirra í öllu, verða til þess að auka fjandskapinn í öðrum ríkjum Afríku gegn kynþáttakúguninni í Suður-Afríku. Óneitanlega rifjar þessi atburður það upp, að fyrir nokkkrum vikum eða í október, flutti Robert McNamara, fyrrv. varnarmálaráðherra í Bandaríkjunum og fyrrv. framkvæmdastjóri Alþjóða- bankans, ræðu í Witwatersrand-háskól- anum í Jóhannesarborg, þar sem hann sagði, að á síðasta áratugi þessarar aldar gæti kynþáttadeilan í Suður-Afríku orð- ið álíka hættuefni fyrir friðinn í heimin- ■ Robert McNamara. um og ástandið í Austurlöndum nær um þessar mundir. McNamara reiknaði með, að hinum svörtu ríkjum Afríku hefði þá vaxið svo fiskur um hrygg, að þau gætu lagt til vopnaðrar atlögu gegn Suður-Afríku, ef ekki hefði fengizt nein lausn á kynþátta- málinu. Ef svo færi, að blökkumannaríkin bæru hærri hlut í þessari viðureign og tækju að þjarma að hvíta kynstofninum, rnyndu Bandaríkin og ýms Evrópuríki ekki telja sig geta staðið aðgerðalaus hjá, heldur álitu sér skylt að reyna að skakka leikinn. Þessi viðvörun McNamara vakti verð- skuldaða athygli víða um heim, og hún hefur áreiðanlega ekki farið framhjá valdamönnum Suður-Afríku. Ýmislegt bendir til, að þeir geri sér hættuna ljósa. Til þess benda m.a. viðræðurnar á Grænhöfðaeyjum. Þá hefur Pieter W.' Botha forsætisráðherra beitt sér fyrir aðgerðum, sem gætu verið fyrsta spor í rétta átt, t.d. með því að auka réttindi fólks af indverskum ættum. Þetta sætir þó mikilli mótspyrnu margra hvítra manna. Þv( er sú hætta fyrir hendi, að slíkar ráðstafanir komi of seint. Þórarinn Pórarinsson, ritstjóri, skrifar INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Valdagur í dagskóla verður fimmtudagur 16. desember. í öldungadeild verða einkunnir afhent- ar og prófúrlausnir sýndar föstudaginn 17. desember kl. 17 til 19. Innritun í öldungadeild fyrir vorönn verður miðvikudaginn 15. desember til föstudags 17. desember kl. 16 til 19. Brautskráning stúdenta verður laugardaginn 18. desember kl. 14. Rektor Arnarflug hf. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa Á síðasta aðalfundi Arnarflugs hf. var ákveðið að 6,5 falda hlutafé félagsins meö útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I samþykktum félagsins eru eldri hlutabréf í félaginu hér með innkölluð og verða afhent ný hlutabréf í þeirra stað að viðbættri framangreindri jöfnun. Afhending hlutabréfanna fer fram á skrifstofu félagsins að Lágmúla 7, Reykjavík, dagana 14/12 til 31/1’83 og á sama tima verður hluthöfum greiddur arður vegna ársins 1981. Reykjavík, Stjórn Arnarflugs hf. Bókín er 428 blaðsíður í vönduðu bandi. I henni eru 20 kaflar, teikningar og kort Fæst hjá bóksölum um land allt Dreifing í síma 85088 Tilboð óskast Til sölu: 1. Notuð offset prentvél „Multilith 1250 HS“. Hámarksstærð blaða 297x431 mm. 2. Notaður Repromaster “Littlejohn type 170". Tilboðsgögn og nánari upplýsingar á skrifstofu vorri að Borgartúni 7. Tilboðum skal skila á skrifstofu vora fyrir kl. 11:00 f.h. 28. desember, 1982. rili^ w S\^ svipur lands og þjóöar í máli og myndum eftir Hjálmar R Bárðarson,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.