Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 24
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H hedd Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir sYm" Armúla 24 36510 hafa Olaf Ragnar í förum sem fastan sendihcrra til Tanzaníu. Nú, og Vimma - æ, ég veit það ekki, ætli það sé ekki cinna helst að það væri hægt að nota hann sem blaðurfulllrúa.'1 Krummi ... ....biotir til Guos ao þeir fari ekki að fikta við sjússamælisgjaldið. Blaðaklúbbur Þróttheima gefur út blað - Heimapóstinn: ÆÐISLEGA GAMAN er skoðun þeirra Hugrúnar og Leós á þvf hvernig er að vera blaðamaður MIÐVIKUDAGUR 15. DES. 1982 ■ „Þessi klúbbur var stofnaðyr til þess að gefa krökkum cins og okkur, þ.e. krökkum sem hafa áhuga á að skrifa, tækifæri til þess að kynnast blaða- mcnnsku," segja þau Hugrún Haralds- dóttir og Leó Sigurðsson þegar þau líta inn hér á ritstjórn Tímans, til þess að kynna ritstjórninni blað sem þau hafa gefið út, ásamt fleirum úr blaðaklúbbi Þróttheima. Þau hampa blaðinu stolt á svip, og við fljótlega yfirferð á Heima- póstinum, en það er blaðið þeirra, virðist blaðamanni sem þau hafi fulla ástæðu til þess að vera hin hreyknustu. Gunnar Salvarsson kennari er leið- beinandi þeirra sem eru í blaðaklúbbn- um og er hann jafnframt ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins. Hann segir okk- ur að krakkarnir sem unnu blaðið hafi verið 8 talsins, og segir hann þau hafa staðið sig með ágætum. Blaðið var þrjár vikur í vinnslu og er það í tímaritsbroti, með mjög líflegu útiiti. En hvers konar efni er í blaðinu og til hverra reyna blaðamennirnir ungu að höfða - þau svara: „Við eruni með alls konar efni fyrir unglinga og við reynum náttúrlega að höfða til allra með því að hafa efnið sem fjölbreyttast. Við kynnum það starf sem fer fram í félagsmiðstöðinni Þrótt- heimum, kynnum klúbbana sem starfa þar, en þeir eru á milli 10 og 15, þá er viðtal við forstöðumanninn í Þróttheim- um hann Skúla, ferðasaga frá Amster- dam, viðtal um rokkhátíðina í Osló þáttur um íþróttir og popp, svo eitthvað sé nefnt." „Æðislega gaman“ -Hvernig líst ykkur svo á blaða- mennskuna? Hugrún: „Mér finnst þetta æðislega gaman og ég myndi alveg vilja verða hlaðamaður í framtfðinni," en Leó er ekki alveg jafnviss, því hann segir: jú, jú, mér finnst þetta gaman, en ég veit ekki hvort ég vildi verða blaðamaður og ég stefni raunar ekkert að því marki." - Nú eruð þið búin að vinna við blaðið að einhverju leyti síðustu þrjár vikur - fer ekki mikill tími í svona starf frá skólanum? Hugrún: „Jú það fer allt of mikill tími í þetta klúbbastarf. Ég er líka í öðrum klúbb, „Pælandi englum" en það er listklúbbur. Þetta starf tekur mikinn tíma frá manni, en það er svo skemmtilegt, að ég tími ekki að hætta." Ekki er Leó alveg sáttur við þessi orð stöllu sinnar, því hann segir: “Huh, vertu ekkert að kenna klúbbunum um ■ „Markmiðiö hjá okkur var að gefa út alvörublað, halda auglýsingum i þau Leó og Hugrún hin hreyknustu. algjöru lágmarki, og okkur tókst það,“ segja Tímamynd - Róbert að þú nennir ekki að læra heima. Þú ert bara löt!“ Krakkarnir segja okkur að kostnaður við vinnslu blaðsins hafi numið um 20 þúsund krónum, og að þau hafi fengið auglýsingar í blaðið sem því nemur, þannig að þau hafi getað dreift blaðinu til lesenda endurgjaldslaust. Þau segja að það sé með ólíkindum hvað fólk verður hissa, þegar því er afhentur Heimapóstur og sagt að hann kosti ekkert. Sumir vilji jafnvel alls ekki trúa þessu. Þau ætla ekki að láta deigan síga í útgáfustarfseminni, og segja um leið og þau kveðja, „Næsti Heimapóstur kemur út einhvern tíma í janúar, og við ætlum að hafa hann enn betri en þennan." _AB fréttir Öræfasveit rafmagnslaus ■ Allt rafmagn fór af Öræfasveit í fyrrinótt og þegar blaðið fór í prentun hafði ekki tekist að komast fyrir bilunina. Aðstæður voru mjög erfiðar því blindbylur var í gær í Öræfunum og mikið fann- fergi. Starfsmenn Raf- magnsveitunnar á Höfn fóru á vettvang í gærmorg- un, en áttu í miklum erfið- leikum með að komast leiðar sinnar meðfram lín- unni vegna veðursins. Um kl. 22.00 í gærkvöldi var bilunin enn ófundin. Flestir bæir í sveitinni voru því myrkvaðir þ.e. þeir sem ekki hafa heima- rafstöðvar. Allmargir bæir í í Öræfasveit eru kyntir með rafmagni og bættist því kuldinn ofan á myrkrið þar. LÍÚ: Kemur trúnaöar- ráðiö saman? ■ - Það hefur engin á- kvörðun verið tekin um að kalla trúnaðarráðið saman. Ríkisstjórnin hefur gefið ákveðin fyrirheit í þessu máli og við viljum sjá hvað hún hefur fram að færa áður en við tökum nokkrar ákvarðanir, sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ ísamtali viðTímann. Á aðalfundi LÍÚ í lok nóvember var samþykkt ályktun um að gefa stjórn LÍÚ heimild til að kalla trúnaðarráðið saman eftir 15. desember til tillögur ríkisstjórnarinnar til lausn- ar vanda útgerðarinnar væru ekki komnar fyrir þann tíma. Kristján Ragn- arsson sagði að enn hefðu engir fundir verið boðaðir í samstarfshóp hagsmuna- aðila í sjávarútvegi með sjávarútvegsráðherra. dropar Formannsslagur ■ Á dögunum, þegar Géir Hall- grímsson, formaöur Sjálfstæðis- flokksins var að hugsa um að hætta formennskunni, voru ýmsir sjálfstæðismcnn sem fóru að hugsa sér til hreyfings, og töldu sjálfgcfið að formennskan væri þeirra. Frcmstir í flokki voru inenn eins og Birgir ísleifur, Matthías Á. Mathiesen, Friðrik Sóphusson og svo að sjáifsögðu Albert, sem sagði hinn lítillátasti: “Það er ég sem á að taka við, því ég sigraði í prófkjörinu." Viðstaddur þessa yfirlýsingu Alberts var borgar- stjórinn í Reykjavík, sem var að vanda fljófur upp á lagið og sagði: „Hvað ertu að scgja - Nú, ef sá sem vinnur í prófkjöri á að vera formaður, þá minnist þú þess vonandi Albert minn, að ég vann þig í prófkjöri, og meira að segja Markús Örn vann þig í prófkjöri, þannig að viö eigum að vera forménn!11 Ólafur Ragnar sendiherra í Tanzaníu ■ Félag viðskiptafræðinema gekkst fyrir umræðufundi í fyrra- kvöld um efnahags-og stjórnmála- ástand á lslandi, þar sem frummælcndur voru Ólafur Ragn- ar Grímsson, Jón Baldvin Hanni- balsson, Halldór Ásgrímsson, Friðrik Sóphusson og Vilmundur Gylfason. Dropar vita ekki gjörla hvernig fundurinn gekk fyrir sig, en að loknum framsöguerindum var spurningu beint til Jóns Bald- vins Hannibalssonar hvemig hann myndi úthluta ráðherraembættum til manna þeirra scm fluttu með honum framsöguerindi, ef hann yrði fenginn til þess að mynda ríkisstjórn að loknum næstu kosn- ingum. Svar Jóns Baldvins var eitthvað á þessa ieið: „Ja, ef hann Halldór minn, myndi lýsa því yflr hér og nú að hann væri reiðubúinn til þcss að stokka upp landbúnað- arkerflð, snúa baki við sjávarút- vegsstefnu Stcingríms Hermanns- sonar og leggja niður Fram- kvæmdastofnun, þá myndi ég vcl trcysta honum fyrír fjármálaráðu- neytinu. Nú, ef hann Friðrik Sóphusson með báknið burt, gæti fengið hann Sverri-Hermannsson með báknið kjurrt til þess að bæta ráð sitt, þá væri rétt mátuiegt á hann að hann yrði landbúnaðar- ráðhcrra. Nú, Ólafur Ragnar - ég veit ekki hvað á að gera við hann. Ætli það væri ekki réttast að gera hann að sendiherra í Tanza- níu, því að þar í landi er gamall félagi minn frá Kdinhorg forsætis- ráðherra, Júlíus Nierere. Hann komst að þeirrí niðurstöðu þegar hann varð forsætisráðherra að jafnvcl þótt páfanum í Róm á 15. öld hafl vcrið nauðsyn á því að hafa sendiherra í Flórens, þá væri það ekki cndilega nauðsynlegt fyrir sig, því síöan væri búið að uppgötva flugvélar. Ég myndi þvi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.