Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 1
Innkaupakarfa verðlagsstofnunar - jólamaturinn bls. 10 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 16. desember 1982 287. töiublað - 66. árgangur Innrásin f Afganistan: Var Andropov á móti? — bls. 7 Sala á áfengi til vínveitingahúsanna: flUKIST H LUTFALLSLEGA UM 20% ATVEMUR arum Verd- bólgan — bls. 9 aður dúett — bls. 23 Eru álög á liðinu? — bls. 2 ■ Um 20% hlutfallsleg aukning hefur orðið á sölu áfengis til vínvcitingahús- anna frá árinu 1980 þar til nú, eftir að hlutfall þeirra af heildarsölu ÁTVR hafði verið naer óbreytt a.m.k. frá árunum 1975-1980. Til vínveitingahús- anna fór nær óbreytt hlutfall öll þessi ár eða um 11,2% af heildarsölu ATVR. Þetta hlutfall hækkaði í 12,4% á síðasta ári og í 13,4% til nóvemberloka nú í ár, sem samsvarar 19,6% aukningu. Auk þess mun heild- arsala hafa aukist nokkuð á þessum árum. Frá árinu 1975 til 1980 jókst áfengis- sala ÁTVR úr 47,6 millj. kr. í 258,4 millj. kr. eða 5,4 sinnum. Um síðustu mánaðamót nam sala ÁTVR 536,8 millj. og þar af hafði áfengi fyrir 71,9 millj. farið til veitingahúsanna. Miðað við hlutfallslega sömu sölu þennan síðasta mánuð ársins og aðra mánuði hefur heildarsala ÁTVR aukist um 127% frá árinu en sala til veitingahús- anna um 172% á sama tíma. Sem kunnugt er hefur veitingahús- um með vínveitingaleyfi fjölgað veru- lega frá því um mitt ár 1980. Samtals eru þau nú orðin 53, þar af 25 í Reykjavík, 16 í öðrum kaupstöðum og 12 utan kaupstaða. Hin síðasttöldu eru yfirleitt hótel út um land. -HEI ■ „Mamma, er þetta jólasvcinninn sem gefur mér í skóinn þegar ég er góð, eða er þetta bróðir hans?“ sagði litla hnátan við hana mömmu sina er hún fylgdi henni í jólainnkaupunumíbænumígær-eðaþaðhöldumviðhéráTímanumaðhúnhafisagt. Tímamynd Róbert ÚGNAÐITVEJMUR UNGUM DRENGJUM MEÐ HNÍFI! — eftir að hafa reynt að lokka þá upp í bifreið sfna í Hlíðunum og biður hana að hjálpa þeim. Hann sagði „Hjálpaðu okkur - hjálpaðu okkur. Maðurinn ætlaði að taka okkur.“ Konan stóð til að byrja með ■ „Það er beinlínis hryllilegt að svona lagað geti gerst hér á landi,“ sagði móðir átta ára drengs, sem var ásamt sex ára frænda sínum í Hlíðun- um á leið heim úr skóla kl. 17.30 í gær, þegar hann varð fyrir áreitni eldri manns á grænni Skodabifreið,sem reyndi að fá drengina upp í bifreið sína og beitti í þeim tilgangi hótunum og hélt að sögn drengsins hníf á lofti. „Við erum bæði í uppnámi eftir þetta og alls ekki búin að jafna okkur“ sagði móðirin. Hún var beðin að greina nánar frá atburðarásinni, þegar sonur hennar var á leið heim úr skóla: „Barnið var að koma heim úr skóla- num, ásamt frænda sínum. Þá mættu þeir manni á bíl, sem vildi fá þá upp í bílinn til sín. Sonur minn neitaði, og þá sá hann hníf í hönd mannsins, er hann var á leiðinni útúr bílnum, og gerði sig líklegan til þess að sækja þá. Harrn hafði í hótunum við þá og þeir voru skelfingu Iostnir. Þegar hann var hálfkominn útúr bílnum, þá kviknaði ljós inni í bílnum, og þeir gátu þar með greint hann í myrkrinu. Þá hvarf hann aftur inn í bílinn og keyrði löturhægt í burtu. Þá kom þarna kona, og sonur minn hrópaði á hana skelfingu lostinn í þeirri meiningu að drengirnir hefðu verið að kasta snjóbolta í bíl mannsins, en sá fljótlega hvers kyns var.“ Mál þetta er nú í rannsókn hjá lögreglunni. -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.