Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 ■ Rashid Ally, stjómandi liðsins Knattspymulidid oheppna. Þad hefur nu hætt keppni og íhugað er að leysa félagið upp. HVILA ALÖG A FÓTBOLTAUÐIN U? í hvert skipti sem þeir léku útileik þá lést einhver í heimabæ þeirra skyldi fótboltaliðið vera í burtu í keppnisferðalagi, þegar slysin áttu sér stað. Samt sem áður héldu þeir af stað í enn eina keppnisferðina. - Áður en við lögðum af stað sagði konan mín, að hún vonaði að ekkert illt kæmi nú fyrir á meðan við værum í burtu, segir Rashid Ally. - Ég sagði henni að láta ekki eins og kjáni. En daginn eftir, cinmitt, þegar við vorum í þann mund að hlaupa inn á leikvanginn, bárust mér þær fréttir, að bróðir minn og konan hans, hún var aðeins 18 ára, hefðu verið drepin í enn einu bflslysinu. Nú gátum við ekki meira. Það virðist vera kjánalegt, ef við höfum getað brotið einhverjar trúarsetning- ar með því að leika saklausan fótbolta, en við vitum ekki hvað við eigum að halda, segir Rashid. Þeir félagar hafa nú enga knattspyrnuleiki á dagskrá og eru jafnvel að íhuga að leysa félagið upp. Víst er bensínið dýrt - en hestar kosta sitt líka ■ Víst er olíu- og bensínverð himinhátt, en hestar geta jafn- vel verið enn dýrari í rekstri. Það fengu vestur-þýsk póst- málayfirvðld að reyna. I sparnaðarskyni tóku þau upp reglulegar gamaldagspóst- ferðir með vögnum, sem hestar drógu, á leiðinni Bad Kissing- en og Aschach-kastala, en Qarlægðin þar á milli er um átta og hálfur kflómetri. Far- þegaflutningar fóru fram samhliða póstflutningunum, þó að fargjaldið væri sæmiiega dýrt, eða um 130 kr. ísl., komust færri með í hverja ferð en vildu. Engu að síður var hallinn orðinn hátt upp í hálfa milljón á rekstri fjögurra hesta, hestasveina og ekils, áður en hætt var við tilraunina. í vetrarbyrjun var aftur tek- inn í notkun bfll til að annast þessa flutninga! ■ Ólánið hefur elt fótbolta- félag eitt í smábæ í Suður- Afríku allt frá því það var stofnað fyrir einu ári, ja sumir segja að á því hvíli álög. I hvert skipti, sem félagið hefur keppt á útivelli, hefur einhver í litla heimabænum þeirra látið lífið. Bæjarbúar í Roshee í Trans- vaal eru ekki í neinum vafa um, að á fótboltafélaginu hvfli áiög, og hafl þau veríð sett á, vegna þess að knattspyrnu- mennirnir létu sem vind um eyru þjótá aðvaranir öldung- anna i múhameðska samfélag- inu á staðnum. íhaldssamir múhameðstrú- armenn sögðu okkur, þegar við stofnuðum félagið, að við værum að brjóta trúarrcglur með því að spila fótbolta, segir stjórnandi liðsins, Rashid Ally. - Þeir sögðu, að strákarnir myndu hlaupa um á stuttbux- um og það hefði óheillavænleg áhrif á kvenfólkið, bætti hann við. En fótboltaunnendumir létu sér ekki segjast - og þar með hófust ósköpin. í fyrsta sinn, sem þeir léku utan síns heima, í Durban, gerðist það á heima- slóðum, að einn félaga þeirra, sem hafði orðið eftir heima, lenti í bflslysi og lést. I annað skipti, sem þeir léku á útivelli, fengu þeir fréttir um að kona nokkur, sem þeir flestir þekktu, og nýbakaður maður hennar, hefðu einnig látið lífið í umferðarslysi. I þriðja skipti, sem liðið keppti utan síns heimabæjar, var það unglingur á staðnum, sem fórst í enn einum árekstrinum. Nú var farið að fara um bæjarbúa og leikmenn féllust á að láta skóna á hilluna um sinn. En að því kom, að þeir urðu að standa við gefln loforð um að leika einn leik að heiman. Á meðan þeir voru í burtu fórust enn tveir ungir menn í bflslysi. Þetta vakti jafnvel leikmennina til um- hugsunar. I 3500 manna sam- félagi var þetta orðinn ærin blóðtaka og undarleg þótti mörgum sú tilviljun, að alltaf ■ RICKV SCHRODER: (sem lék i Champ): ..Blaðamenn eru heimskir og reglulega leiðinleg- ■ SAI.I.V EIEI.D: „Stærsla syndin er sú - að vera leiöin- legur". ■ JOHN IRAVOLTA: „Aö vera ástfanginn og eltast við stelpur er eins konar íþrótt, - og líklega sú skemmtilegasta, og þaö er enginn friöunartími - veiði- tíminn stendur allt áriö. ■ SIEEANIE POWERS: „Sagt er aö góöur elskhugi geti kveikt hlossa með kossum sínum. En ég vil vekja athygli á þvi, - aö þótt gæinn geti kannski kveikt á eldavélinni er ekki þar nieð sagt aö hann sé góöur kokkur." ■ GEEN CAMPBEEE: „Mér flnnst þaö fjandi hart, aö píur sem eru meö parruk, fölsk augnahár og innlegg í brjótahöldurunum skuli svo kvarta yfir þvi aö nú orðiö fvrirfinnst enginn ósvikinn karlmaöur." ■ RICHARI) BURTON: „Þegar ég fékk reikninginn frá sjúkrahúsinu fór ég að skilja þaö hvers vegna læknarnir ganga alltaf nteö grímur..." ■ CIIER: „Nei. karlinenn eru ekki nauösynlegir, þeir eru Iúmis."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.