Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Láglaunabætur sendar út á föstudag til 38 þús. launþega: Uglauna- MENNIRNIR FA minnst - ásamt þeim hæst launuðu ■ „Það er stefnt að því að láglaunabótaávísanirnar komist í pólst fyrir eða á föstudag, þannig að verið getur að eitthvað af þessu verði borið út hér í Reykjavík á föstudag, en varla fyrr en eftir helgi á öðrum stöðum á Iandinu“, sagði Sigurður Þorkelsson, ríkisfchirðir, sem ásamt öðrum starfs- mönnum fjármálaráðuneytisins hafa verið að keppast við að ganga frá láglaunaávísunum til þeirra samtals 38.284 manns sem rétt eiga á lág- launabótum nú í desember; Hámark láglaunabóta hjá barnlausum einstaklingum — sem ekki eiga nettó eignir yfir skattleysismörkum (326.250 kr. um áramót) - miðast við 75.000 kr. tekjur á síðasta ári og verða um 1.850 kr. nú í desember. Bætur lækka síðan eftir því sem laun hækkalhverfa við rúm 90.000 kr.) og einnig eftir því sem launin lækka. Sá sem hafði t.d. 50.000 kr. tekjur í fyrra fær um 900 kr. í láglaunabætur. En benda má á að lægsta taxtakaup verkamanna fyrir fulla dag- vinnu var um 52 þús. krónur á síðasta ári. Bætur sem reiknast undir 500 krónurn verða ekki greiddar út, þannig að þeir sem fara að marki niður fyrir 40.000 kr. tekjur fá ekki greiddar bætur. Hámarksbætur fyrir einstæða foreldra (undir eignaskattsmörkurn) miðast við 10 þús . kr. hærri upphæð fyrir hvert barn, þ.e. miðast t.d. við 95 þús. kr. hjá foreldri með 2 börn og eru þá 2.550 kr. Foreldri með eitt barn og 80 þús. kr. tekjur fær hins vegar um 2.000 kr. láglaunabætur. Sé tekið dæmi af hjónumsemhöfðu annað 100 þús. kr. tekjur og hitt 50 þús., er eiga þrjú börn og nettó eign að upphæð 750 þús. kr., fær það þeirra sem hærri tekjurnar hafði 1.600 kr. láglauna- bætur en það lægra launaða engar. Þar er það 48.750 kr. nettó eign þeirra hvors um sig umfram skattleysismörk sem eyðir bótarétti þess lægra launaða. Háar tekjur annars hjóna geta líka lækkað eða fellt niður láglaunabætur til hins, þar sem tekjum er skipt milli þeirra við reikning á svonefndum „skerðingar- stofni". Tekið skal fram að allar bóta- tölur eru hér látnar hlaupa á 50 og 100 krónum. HEI Matvælasending frá íslandi til Póllands: „Ástandið þar er hroöalegt” — segir Gunnlaugur Stefánsson, sem er nýkominn úr ferð um landið ■ - Ástandið í PóIIandi nú er vægast sagt hræðilégt, sem dæmi má nefna að kjötskammtur á hverja fjölskyldu í landinu er núna 2Vi kUó, en þriðjungur landsmanna hefur ekki einu sinni efni á að kaupa þennan skammt, sagði Gunn- laugur Stefánsson guðfræðingur og starfsmaður hjálparstofnunar kirkjunn- ar á blaðamannafundi, en Gunnlaugur er nýkominn frá Póllandi. - Gunnlaugur sagði ennfremur að hvarvetna í bæjum og borgum væru langar biðraðir fyrir utan verslanir, en þær sömu verslanir væru gjarna nær tómar af matvöru. Pólverjar eru ein stærsta kartöflufram- leiðsluþjóð heimsins, en nú í ár brást uppskeran og er skortur á kartöflum í landinu. Helst er hægt að segja að nægt framboö sé á grænmeti og ávöxtum. - Fólk í landinu er greinilega mjög óttaslegið og þreytt og þráir að friður komist á milli hinna stríðandi afla í landinu. Vonirnar beinast að því að eitthvert samstarf geti komist á milli flokks, kirkju og verkalýðssamtakanna, sagði Gunnlaugur. Hjálparstofnun kirkjunnar, kaþólska kirkjan á íslandi og Alþýðusamband íslands stóðu á síðastliðnum vetri fyrir aðstoð við Pólverja í formi matarsend- inga í samráði við hjálparstofnun norsku kirkjunnar og Samkirkjuráðið í Pól- landi, sem er samband mótmæienda- kirkna þar. Nú á næstunni fer frá íslandi 300 tonn af kindakjöti til Póilands og um 50 tonn af síld. Hjálparstofnun kirkjunn- ar greiðir fyrir kindakjötið að hluta en íslenska ríkið sem greiðir það sem á vantar í fullt afurðaverð tii bænda og er það meginhluti kostnaðarins. Alkirkju- ráðið greiðir flutninga og einnig greiðir það kaupverð síldarinnar. Það kom fr?m á fundinum að íslendingar hafa lagt hlutfallslega mest af mörkum til Pól- iandshjálparinnar af Norðuriöndunum og hefði framlag ÍSlands vakið athygli og þakklæti í landinu. Sem dæmi um efnahagsörðugleika Pólverja nefndi Gunnlaugur Stefánsson það að af 9000 kjúklingabúum sem voru í landinu hefðu nú 6000 hætt starfsemi sinni vegna skorts á fóðurvörum og þau sem enn starfa eiga við mikla örðugleika að etja. Jóhannes Siggeirsson hagfræð- ingur hjá ASÍ sagði að þar væri um að ræða gott dæmi um þann vítahring scm pólskt efnahagslíf væri statt í, viðskipta- bann í kjölfar setningar herlaganna hefði komið hart niður á framleiðendum ílandinu, m.a. starfaði þessikornskortur þar af. Þetta gerði svo Pólverjum enn erfiðara fyrir að koma efnahagslífinu í gang á ný og enn verr í stakk búna til að rfsa undir þeim gríðarlegu erlendu skuldum sem liggja á þeim eins og mara. JGK /Q R\KKAKA . , g/artland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiöum ÞÆR ERU SPENNANDI f ÁR, SKEMMTISÖGURNAR FRÁ SKUGGSJÁ! Barbara Cartland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiðum Eftir lát konu sinnar segir Malcolm Worthing- ton skilið við starf sitt í utanríkisþjónustunni og fer til Miðjarðarhafsins í þeim tilgangi að gleyma fortíðinni og hefja nýtt líf. Þar verða tvær konur á vegi hans og þær eru ólíkar eins og dagurinn og nóttin. Elísabet er fínleg, lífsglöð og óeigin- gjörn og kennir honum að elska á ný. Marcia er há og grönn, fögur og fönguleg, en Malcolm metur hana einskis. En þegar Marcia er að því komin að hverfa að fullu úr lífi hans, ske óvæntir atburðir, sem Malcolm hafði ekki séð fyrir... Theresa Charles við systurnar Althea er fögur, alvörugefin og mjög gáfuð og stjórnar yngri systur sinni, full afbrýðisemi og öfundar. Rósamunda er lífsglöð og skemmtileg, aðlaðandi og kærulaus, en full af mannlegri hlýju. Adrían er aðstoðarprestur föður þeirra og þær eru báðar ástfangnar af honum. Hann kvæn- ist Altheu. Cecil er frændi Adríans, glæsilegur og sjálfsöruggur. Hann kvænist Rósamundu. Þessar systur voru mjög ólíkar, en áttu þó svo margt sameiginlegt í fari sínu, að mennirnir, sem urðu á vegi þeirra hrifust af þeim báðum. Sigge Stark Skógarvörðurinn Anna frá Hlíð var sautján ára og mjög þögul og fáskiptin. Hún tjáði engum hug sinn, heldur hélt sig út af fyrir sig, rölti ein um skóginn með hundinum sínum, sem í raun var hennar eini félagi. En einn indælan sumardag, þegar sólin hellti geislum sínum yfir skóginn, fjöllin og mýr- arnar, hitti hún skógarvörðinn nýja. Þessi sumar- dagur festist henni í minni sem einn mesti hamingjudagurinn í lífi hennar, enda þótt hann bæri í senn með sér sorg, biturleika og tár... Else-Marie Nohr Hver er ég? Eva Birk er að undirbúa brúðkaup siti og Henriks Borg, þegar hún fær þær óvæntu upp- lýsingar, að af vígslunni geti ekki orðið, þar sem hún sé þegar gift öðrum manni. Eva verður að sjálfsögðu skelfingu lostin. Hún hafði orðið fyrir bifreiðarslysi og þjáðst af minnisleysi um tíma, en þegar hún tekur að kanna málið, kemst hún að því að hún er þegar gift, og það manni sem henni er ákaflega ógeðfelldur, — og að með þessum manni á hún þriggja ára gamla dóttur... Erik Nerlöe Hvítklædda brúdurin Karlotta var á leið til kirkjunnar þar sem Jesper og veizlugestirnir biðu hennar. Hún var klædd í brúðarkjólinn hvíta, með fagran brúðarvönd í fanginu og fyrir brúðarvagninn voru spenntir tveir fagrir gæðingar. En hún komst aldrei alla leið til kirkjunnar, — og enginn vissi um mennina tvo, sem í brúðarvagninum sátu og óku á brott með Karlottu, tvo illskeytta menn, sem til alls voru vísir. Og þar með fékk Benedikta Liljen- krona möguleika til að vinna ástir Jespers á ný... Francis Durbridge Með kveðju frá Cregory Fáir útvarpsþættir hafa vakið jafnmikla spennu meðal íslenzkra útvarpshlustenda sem Gregory-þættirnir sællar minningar. Með kveðju frá Gregory er sagan sem þessir æsilegu þættir voru byggðir á, — og sagan er ekki síður spennandi. Hvervarhann þessi leyndardómsfulli glæpamaður, sem skildi eftir orðsendinguna „Með kveðju frá Gregory,“ ritaða með rauðu bleki, sem minnti óhugnanlega á blóð, og festi á fórnarlömb sín? — Það kostar vökunótt að byrja lestur þessarar bókar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.