Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 5 fréttir Alþingi: NORDMENN VlUfl KflUPfl 600 TONN AF DILKAKJÖTI — Áætlad ad markadur sé fyrir rúmlega 2700 tonn Vill ■ Norðmenn hyggjast kaupa allt að 600 tonn af dilkakjöti á næsta ári fái þeir tilskilin innflutningsleyfi. Verði úr þess- ari sölu lagar það verulega stöðuna í sölu á íslensku dilkakjöti af 1982 framleiðslu, segir í frétt frá búvörudeild Sambands- ins. í tilefni af frétt Landbúnaðarráðu- neytisins í Tímanum 15. des. sl. vill Búvörudeild Sambandsins benda á að þótt deildin hafi tekið 75 tonn af stykkjuðu kjöti sem selt er til Svíþjóðar inní uppgefið meðalútflutningsverð lækkar það samanburðarhlutfallið að- eins um 2%. Vantar því samt sem áður 26.8% uppá að verð það er hinn hollenski aðili bauð fyrir íslenskt dilka- kjöt miðað við núverandi meðalverð og væntanlegar sölur deildarinnar. Umsamið og afgreitt dilkakjöt í útflutning af framleiðslu 1982 á vegum Búvörudeildar er nú samtals um 1.550 tonn, Svíþjóð 650 tonn, Finnland 100 tonn, Danmörk 30 tonn, Luxemborg 10 'tonn, U.S.A. 7 tonn, Færeyjar750 tonn. Rétt er að taka fram að Færeyingar gera ekki bindandi samninga um magn en kaupa allt það dilkakjöt er þeir hafa þurft á að halda frá íslandi, þegar eru afgreidd um 290 tonn. Kaupi Norðmenn 600 tonn og 600 tonn mega fara til Efnahagsbandalagsins auk þess sem vonir standa til að eitthvað dilkakjöt fari til Bandaríkjanna má áætla að markaður sé fyrir rúmlega 2.700 tonn af dilkakjöti frá 1982 fram- leiðslu. Gangi þetta eftir og sé útflutningsþörf rétt áætluð 3.000 tonn virðast horfur nú þolanlegar hvað varðar afsetningu og markaðsntöguleika. Útflutningsverðið mun því vera, sem áður, aðalvandinn þ.e.a.s. ná hæsta mögulegu verði fyrir dilkakjötið og með það markmið að þurfa ekki að selja það á lægra verði en Ný-Sjálenskt lambakjöt er boðið á í nágrannalöndunum. ■ Eftir alla vinnusemina og í framhaldi af því glæsilegan basar um síðustu helgi (þar sem þessi mynd var tekin) koma konur í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík saman til síns árlega jólafundar í kvöld kl. 20.30 að Hótel Heklu. Á þessum árlegu jólafundum skiptast konurnar á jólapökkum, flytja jólahugvekju og -sögur og drekka saman hátíðarkafli við kertaljós, en láta að þessu sinni aila vinnu lönd og leið. Á fundinn í kvöld eiga þær einnig von á Bergþóru Árnadóttur sem ætlar að taka lagið og kynna plöturnar sínar. Þær konur sem eiga íslenska báninga klæðast honum gjarnan á þessum fundum. Tímamynd G.E. Ákvördun borgarráðs: GÖNGU- BRAUTAR- LJÖS VIÐ KLEPP — „Mjög nauðsynlegt fyrir gangandi vegfarendur’% segir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Pylsuvagn kominn á Skagann ■ Mikiljólastemmingernúá Akranesi og ekki minnkaði hún í gær er Akraborg- in kom færandi hendi með splunkunýjan pylsuvagn, sem sjá mun Skagamönnum fyrir „bæjarins bestu“ pylsum jafnt um jól sem aðra daga. Það er Valgeir Skagfjörð, hljómlist- armaður með meiru sem reka mun pylsuvagninn, sem komið hefur verið fyrir á aðaltogi bæjarins. Valgeir er þekktur fyrir leik sinn með hljómsveit- inni Tíbrá, en auk þess hefur hann leikið stórt hlutverk hjá Skagaleikflokknum að undanförnu. ESE ■ Umferðarnefnd og borgarráð hafa samþykkt að verða við óskum fólks á Kleppsspítalanum að setja upp göngu- brautarljós á Kleppsveginn þar sem afleggjarinn að Kleppi liggur. „Rökin fyrir þessu eru fyrst og fremst þau að SVR biðskýlið er sunnan við Kleppsveginn sem er orðinn mikil hrað- akstursgata og sjúklingar og starfsfólk þarf að fara yfir þessa götu til að komast út og í strætisvagn sagði Kristján Benediktsson borgarfulltrúi í sasmtali við Tímann en hann flutti tillögu um þessi göngubrautarljós í borgarstjórn fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. „Við þetta bætist einnig að starfsfólk á Kleppi hefur skóladagheimili þar og sum börnin á því heimili eru í, Lang- holtsskólanum og þurfa að fara þama á milli þannig að það er mjög nauðsynlegt að koma þarna upp frekara umferðar- öryggi en nú er fyrir gangandi vegfar- endur“ sagði Kristján. Uppsetning Ijósanna hefst á næsta ári. FRI Fimm tonnum af hausum hent á ösku haugana ■ Suðurnesjatíðindi greina frá því á forsíðu í dag að fimm tonnum af hertum þorskhausum hafi nýlega verið hent á sorphaugana í Keflavík vegna þess að vart hafi orðið við maur í hausunum. Þessir hertu þorskhausar sem þarna var hent voru frá fiskverkun Birgis og Árna í Keflavík og er verðmæti þessa magns talið um 90 þúsund krónur. Eigendur fiskverkunarinnar eru báðir fiskmatsmenn. Þeir aðilar sem Tíminn ræddi við í gærkvöld hafa aldrei heyrt getið um maur sem lagst hafi á skreið eða hausa, en maðkur og púpur eru aftur á móti vel þekkt fyrirbrigði. Framsókn niður ■ Litlu munaði að sú viljayfirlýsing kæmi frant á Alþingi í gær að Framsóknarflokkurinn yrði lagður niður. Svo varð þó ckki cn Eyjölfur Konráð lýsti því yfir að hann vildi lcggja Frantkvæmdastofnun niður. Við atkvæðagreiðslu um framlag til Byggðasjóðs í sambandi við fjárlagaaf- greiðslu lagði Vilmundur Gylfason til að greidd yrðu scratkvæði um framlag til Byggöasjóðs. Er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu sagði hann að sá fjárlagaliöur væri tákn um samtrygg- ingu og pólitíska spillingu og vildi lcggja Framkvæmdastofnun niður. Eyjólfur Konráð gcrði einnig grcin fyrir atkvæði sínu og sagði: „Eins og ég hef margoft sagt í þessum ræðustól hef ég lagt til að leggja ætti Framsókn- arí....“ Þcgar hér var komið skellihló þingheimur og ræðumaður sagðist náttúrlega ciga við Framkvæmdastofn- un, en bætti við að sín vegna mætti leggja Framsóknarflokkinn niðureinn- 'g- Skyldi verða friðvænlegra meðal sjálfstæðismanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra cf þingmanninum yrði að ósk sinni? Tveir metsöluhöfundar ARFURINN 0'S/tfr m SUÐRI ARFURINN DESMOND BAGLEY þekkja allir. Frá því fyrsta skáldsaga hans kom út 1963, hefur ver- ið beðið eftir hverri nýrri bók frá hans hendi. Nýjasta skáldsaga hans kom út í Bretlandi á miðju þessu ári. Hún er þegar komin út hér á landi og heitir ARFURINN. Sagan gerist að mestu í Kenya og er hlaðin spennu og æsandi atburðarás. „Bagley er bæði gáfaðurog frum- legur spennusagnahöfundur. Hann er meist- ari í sinni grein“. Sunday Times. Slíkar um- sagnir eru algengastar um bækur Desmond Bagleys í öllum þekktustu blöðum heims. DICK FRANCIS HÆTTUSPIL HÆTTUSPIL DICK FRANCIS, sem er breskur að þjóðerni eins og Bagley, er þekktur og vinsæll höfund- ur í enskumælandi löndum og seljast bækur hans í milljónum eintaka. Hann hefur hlotið lofsamlega dóma og fengið verðlaun úr ýms- um sjóðum. í fyrra gaf SUÐRI út fyrstu skáld- sögu Dick Francis á íslensku, ENGIN MISK- UNN, og hlaut hún frábærar viðtökur eins og vænta mátti. Nú er komin út ný skáldsaga eftir Dick Francis, HÆTTUSPIL, og er ekki að efa að þeir sem kunna að meta skemmtilega og hraða atburðarás, muni falla hún vel í geð. Desmond Bagley og Dick Francis eru höfundar sem standa fyrir sínu SUÐRI Afgreiðsla: Reynimel60 . Símar 27714 og 36384. Pósthólf 1214 . 121 Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.