Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 7 erlent yfirlit ■ ZIA forseti Pakistan heimsótti Re- agan forseta í síðustu viku og fór vel á með þeim, eins og vænta mátti. Reagan lofaði Zia að veita Pakistan aukna efnahagslega og hernaðarlega aðstoð. Zia hét því á móti, að hann myndi ekki hefja framleiðslu á kjamorku sprengjum, en Bandaríkin vinna ein- dregið að því, að ekki fjölgi þeim ríkjum, sem framleiða slík vopn. Það var þó ekki þetta samkomulag þeirra Zia og Reagan, sem vakti mesta athygli fjölmiðla í sambandi við heim- sókn Zia, heldur ummæli um afstöðu Sovétríkjanna til Afganistans, sem Zia lét falla á blaðamannafundi. Þessi ummæli Zia voru á þá leið, að hann tryði því, að Sovétríkin hefðu áhuga á að ná samkomulagi um málefni Afganistan við nábúaríkin á þeim grund- velli, að Rússar gætu flutt herlið sitt þaðan, en jafnframt yrði tryggt, að Rússar gætu treyst því, að stjórnin þar yrði þeim ekki óvinveitt og veitti ekki andstæðingum Sovétríkjanna aðstöðu þar. Þessi ummæli Zia vöktu enn meiri athygli vegna þess, að hann var viðstadd- ur jarðarför Brésnjefs í Moskvu og var einn fárra þjóðhöfðingja, sem ræddu við Andropof, eftirmann Brésnjefs, við það tækifæri. Sá orðrómur hefur einnig magnazt síðan Andropof hófst til æðstu valda, að hann hafi verið andvígur innrásinni í Afganistan á sínum tíma. ÁSTANDIÐ í Afganistan er þannig, að ekki væri óeðlilegt, þótt Rússar vildu komast úr þeirri klípu, sem þeir eru þar í. Zia telur Rússa vilja semja um Af ganistan Rússar viðurkenria ördugt ástand þar Fullyrt er, að þeir hafi nú þar um 105 þús. manna her, en samt verði ekkert lát á árásum skæruliða og raunverulega hafi þeir völdin í stórum hlutum landsins. Óbein viðurkenning Rússa sjálfra á erfiðleikum þeirra í Afganistan kemur glöggt í ljós í viðtali, sem þýzkur fréttamaður átti nýlega við einn mesta valdamann stjórnarinnar í Kabúl, Ali Kestmand, en þetta viðtal hefur Tíman- . um borizt nýlega í þýðingu APN-frétta- stofunnar. Hér fara á eftir nokkrar spurningar blaðamannsins og svo ráð- herrans: „Eru þær fréttir, að styrjöldin í Afganistan haldi áfram af sömu hörku og fyrir tveim árum, í samræmi við raunveruleikann?“ „Það er greinilegt, að vestrænn áróður blæs allt út og rangfærir sannleikann um raunverulegt ástand hlutanna. Mig lang- ar til að leggja áherzlu á, að hin óyfirlýsta styrjöld heldur áfram, og eðli hennar er annað en í venjulegum skilningi þessa orðs. Andstæðingar apríl- byltingarinnar hafa ekki krafta til að standa gegn okkur. Uppreisnarmönnum skýtur upp hér og þar og þeir eru fljótir að hverfa aftur. Þeir vinna skemmdar- verk, eyðileggja það, sem þjóðin hefur skapað.“ „Við fengum fréttir af grimmilegum bardögum í Pancher-dal, sem er 80 km frá Kabúl. Þar sagði frá því, að þar hefðu andstæðingar byltingarinnar beðið sinn stærsta ósigur frá upphafi hinnar óyfir- lýstu styrjaldar. Hafið þið hafið ákveðna sókn?“ „Það leikur enginn vafi á því, að andbyltingarsinnar hafa litið á Pancher- dal sem hagstæðan stað til að styrkja stöðu sína vegna hagstæðrar landfræði- legrar legu hans. Þeir notuðu hann og nokkur önnur svæði til að koma þar fyrir herjum sínum. Já, það er satt, að við höfum véitt þeim þung högg. Styrktarpunktar þeirra hafa verið gerðir að engu. Nú eru þar ekki fleiri andbylt- ingarhópar." „Hverjir voru andstæðingar í Pancher- dal?“ „Þar var á ferðinni flokkur, sem á rætur að rekja til Pakistan. Það voru menn Burkhanuddin Rabbani, sem voru á ferðinni. Þessi foringi uppreisnar- manna á bara eftir að gráta ósigur sinn. { nokkrum fjölmiðlum hefur hann reynt að gera þennan ósigur sinn að ■ Zia. sigri, næstum því. Það er gert með því að segja, að mikið mannfall hafi orðið í röðum Afgana og Sovétmanna og að uppreisnaraðilarnir hafi veitt öfluga mótstöðu o.s.frv." „Þér töluðuð um menn Rabbani, sem stjórnar aðgerðum í Pakistan. Það er kunn staðreynd, að ekki eru landamæri á milli Afganistan og Pakistan. Landa- mærin voru í lok 19. aldar teiknuð af Englendingnum Durand, og heita „Du- rand-línan“. Á 2100 km lengju eru aðeins tvær landamærastöðvar. Þess vegna eiga glæpamenn auðvelt með að fara fram og aftur yfir landamæri, sem í raun eru ekki til.“ „Já, það er þannig. Þeir fara þá braut, sem heimsvaldasinnar hafa þegar markað. En nú fer andstaðan við hópa uppreisnarmanna vaxandi. Þeir, sem hafa verið á þeirra bandi, eru vonsviknir vegna stöðugra ósigra og það dregur úr þeim kjarkinn. Og því sterkari, sem grundvöllur apríl-byltingarinnar verður, því minni möguleikar verða fyrir and- byltingarhópa til að láta til sín taka. Okkureröllum ljóst, að heimsvaldasinn- ar gefa ekki afstöðu sína auðveldlega upp á bátinn. Þeir vilja, að við í Afganistan fáum ekki frið.“ ÞÓTT Kestmand reyni að bera sig vel og tali um sigra stjórnarinnar og rússn- eska hersins, er það eigi að síður Ijóst af svörunum, að mikil átök hafa átt sér stað í Afganistan, og þrátt fyrir þá sigra, sem Kestmand talar um, sé ófriðnum þar engan veginn lokið. Rússar hafa oft látið í ljós áður, að þeir vilji koma á samkomulagi um lausn Afganistanmálsins með samningum milli stjórna Afganistan, Pakistan og írans. Margir fréttaskýrendur hafa talið þetta áróðursbragð, en ummæli Zia þykja benda til, að Rússum sé þetta meiri alvara en hingað til hefur verið talið. Á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram óbeinar viðræður milli stjórna Pakistan og Afganistan um þessi mál. Þær hafa farið fram með þeim hætti, að fulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur talað við utanríkisráðherra ríkjanna sér í lagi. Slíkar viðræður munu halda áfram eftir áramótin. En þótt viðkomandi aðilar vilji semja, verður það hægara sagt en gert. Lausn næðist ekki nema ný stjórn kæmi til sögu í Afganistan, byggð á samkomulagi milli núverandi stjórnarliða og skæru- liða. Skæruliðar skiptast í marga hópa og því erfitt að semja við þá. Það gerir dæmið líka erfiðara, að Rússar geta ekki sætt sig við nema svokallaða vinveitta stjórn. Ef til vill myndi það auðvelda lausn- ina, ef sambúð Kínverja og Rússa batnaði. Yfirleitt er talað um, að næðist samkomulag um lausn í Afganistan, yrðu Sovétríkin, Kína og Bandaríkin að ábyrgjast framkvæmd hennar sameigin- lega. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Jörð Óska eftir jörð til ábúðar á komandi vori. Margt kemur til greina. Tilboð sendist auglýsingardeild Tímans merkt „Jörð“. Startarar og Aiternatorar Fyrlr: Datsun Land Rover Toyota Cortína Mazda Vauxhall Galant Mini Honda Allegro o.f I. enskar blfrelðar Kveikjuhlutir fyrir japanskar bifreiðar. Útvegum með stuttum fyrirvara diselvélar í Bedord c 330 cup Ford D 4 cyl og BMC 4 cyl. með og án gírkassa. Elnnig ýmsa aðra varahiuti í enskar vinnuvélar. ÞYRILL SF. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í tölvubún- að fyrir aðalskrifstofu í Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík frá og með föstudeginum 17. desember 1982 gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Áætlanadeild Vegagerðar ríkisins eigi síðar en 28. desember 1982. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavík fyrir kl. 13.45 fimmtudaginn 6. janúar 1983, og kl. 14.00 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, er þess óska. Reykjavík, í desember 1982 Vegamálastjóri Bókin er 428 blaðsíður í vönduðu bandi. í henni eru 20 kaflar, teikningar og kori Fæst hjá bóksölum um land allt Dreifing í síma 85088 ISLAND svipur lands og þjóöar í máli og myndum eftir Hjálmar R. Báröarsoru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.