Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eirikur St. Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: GunnarTrausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjansson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla f 5, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideiid Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Stjórnarskráin ■ Góðar horfur eru á því, að stjórnarskrárnefnd ljúki endurskoðun á stjórnarskránni fyrir þessa helgi og frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem nefndin hefur komið sér saman um , verði afhent forsætisráðherra og formönnum þingflokkanna fyrir áramót. Stjórnarskrármálið heyrir undir forsætisráðherra. Forsætisráðherra hefur haft góð orð um, að hann muni ekki „salta“ frumvarpið, heldur leggja það fyrir þingið, þegar það kemur saman eftir áramótin. Einn galli verður á frumvarpinu, eins og nefndin mun ganga frá því fyrir jólin. Hann er sá, að endurskoðun þeirrar greinar, sem fjallar um kjör- dæmaskipun og kosningafyrirkomulag, er enn ekki lokið. Ástæðan er sú, að rétt hefur þótt að vísa þessu máli til þingflokkanna áður en endanlega væri gengið frá því í nefndinni. Nefndin hefur sent þingflokkunum ítarlega skýrslu um málið, ásamt margvíslegum útreikningum til upplýsinga um ýmsar lausnir. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa nú málið til meðferðar og takist þeim að ná lausn, mun hún verða felld inn í frumvarp stjórnarskrárnefndar. Takist þeim ekki að ná samkomulagi, verður nefndin að taka málið fyrir að nýju og reyna að bræða saman einhverjar hugmyndir. Vonandi kemur ekki til þess, heldur takist flokksformönnunum að leysa málið. Morgunblaðið víkur að því í forustugrein í gær, að ágreiningur muni vera innan Framsóknarflokksins um lausn kjördæmamálsins. Fetta er rétt, en þetta gildir ekki um Framsóknarflokkinn einan, heldur ajla flokkana. Sennilega er ágreiningurinn hvað mestur innan Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir hafa stefnt að því í orði kveðnu að reyna að ná allsherjarlausn um málið. Samkvæmt þessu hafa þó Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn ekki unnið. Formenn þingflokka þessara flokka hófu strax í septembermánuði að ná samkomulagi, án þess að hafa Framsóknarflokkinn með í ráðum. Hingað til hafa þeir ekki haft erindi sem erfiði. Fað er opinbert leyndarmál, að menn úr Alþýðu- bandalaginu höfðu frumkvæði að þessum þriggja flokka viðræðum og mun m.a. hafa vakað fyrir þeim að tryggja sér sæti í svokallaðri nýsköpunarstjórn eftir kosningarnar. Meginmark þeirra breytinga, sem gera þarf á kosningafyrirkomulaginu, er að leiðrétta hlut Reykja- víkur og Reykjaneskjördæmis vegna þeirra breytinga, sem orðið hafa á búsetu landsmanna síðustu áratugina. Um þetta eru allir flokkar sammála. Pað er hins vegar enn óleyst vandamál, hvernig þetta skuli gert. Fað verður hins vegar ekki dregið úr þessu að höggva á þennan hnút, ef ekki tekst að leysa hann. Framgangur stjórnarskrárfrumvarpsins á þinginu mun mjög fara eftir því, hvernig stjórnarandstæðingar haga sér þar. Noti þeir stöðvunarvald sitt í neðri deild til að hindra nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum, geta þeir knúið fram þingrof og kosningar. Fari svo að stjórnarskrárfrumvarpið í heild verði ekki afgreitt frá þinginu, hlýtur þeirri tillögu Fram- sóknarflokksins að vaxa fylgi, að fjallað verði um það á sérstöku stjórnlagaþingi. Þ.Þ. menningarmál Kvöldstund með Arja Saijonmaa Þjóðleikhúsið: Kvöldstund með Arja Saijonmau Leikmynd, búningar og lýsing: Rair Forsström. Hljómsveitarstjóri: Berndt Egerbladh. Einkeikari: Gregoris Tzistoudis. Frægðarmenn koma til Islands ■ Síðastliðinn sunnudag komu hingað finnskir og sænskir listamenn og léku á hljóðfæri og sungu. Einginlega hélt maður upphaflega útaf hálflestri blaða að þetta væri dagskrá frá Finnlandi, en svo kom í ljós, að þarna voru auk finnskra ljóða og söngva flutt ljóð og lög frá mörgum löndum, þar á meðal efni frá gríska tónskáldinu Mikis Theodorak- is og kvæði Gacia Lorca, auk annars. Burðarás þessarar sýningar er annars Arja Saijomaa, leik og söngkona frá Mikkeli í Austur Finnlandi , Vivica Bandler, leikstjóri, og Berndt Eger- bladh, píanóleikari og tónskáld, en þetta fólk hefur öðlast nokkra Evrópu- frægð fyrir trúnaðarstörf við leikhús og söng. Meginþunginn hvílir á hinn bóginn á hinni eldhressu Arja Saijonmaa, sem hefur mörg járn í eldinum. í leikskrá er okkur sagt frá því að hún lærði leiklist bókmenntir og tónlist við háskólann í Helsinki og stundaði einnig nám í Bandaríkjunum. Hún lauk einleikara- prófi á píanó frá Sibelíusar-tónlistarskól- anum í Helsinki. Hún hefur starfað við ýmis finnsk leikhús, bæði sem leikari og söngvari og var um skeið leikhússtjóri nemendaleikhúss háskólans í Helsinki. Hún hefur haldið tónleika um alla Skandinavíu og flutt ein dagskrár á sviði og í sjónvarpi. Hún söng aðalhlutverkið í óperu Brecht og Weill Dauðasyndirnar sjö í finnsku Þjóðaróperunni. Þá lék hún dóttur Púntila í kvikmyndinni Púntila og Matti, sem Ralf Lángbakka gerði eftir samnefndu leikriti Brechts, en sú kvik- mynd var sýnd hér á síðustu kvikmynd- ahátíð. Hún lék hlutverk Önnu Swárd í framhaldsþættinum Charlotta Löwens- kjöld, sem byggður er á sögu Selmu Lagerlöf og sýndur var í íslenska sjónvarpinu í fyrravetur. Hún hefur sungið inn á nokkrar hljómplötur í Finnlandi, Svíþjóð, og Vestur-Þýska- landi. Þá for hún í hljómleikaför um heiminn með Mikis Theodorakis og starfaði einnig með Parísar óperunni og ferðaðist með henni um 14 Asíulönd og kom fram á tónleikum í Olympía-höll- inni í París.“ Við lestur æviágripa fleiri, kemur í ljós að allt hefur þetta fólk að baki áhugaverðan starfsferil, og að Vivica Bandeier fékkst við kvikmyndastjórn fyrir stríð og aðstoðaði þá Jacques Feder og Morice Cloche, í þann mund er þriðja lýðveldið var að telja út. Nú eru þau víst orðin fimm, eða sex. Sýningin Sýningunni er skipt í þrjá hluta, sem, til aðgreiningar má nefna þjóðlög og finnsk kvæðið ástarljóð og loks - alþjóðakafla. Hljómsveitin er fjörug og taktviss og söngur Arja Saijonmaa og leikur er nú aldeilis frábær. Þetta er Show, vafalaust unnið til að fara um heiminn. Fyrir okkur er það skemmtan og líka lærdómsríkt, því öll okkar kvæði eru klemmd inni í bókum og daunninn af fjölritaraolíunni og ódyra pappírnum fyllir herbergið. Arja gefur þessum kvæðum líf. Blæs lífsanda í meðvitund- arlaus skáld, sem eru lokuð inni í bókum. Gott dæmi um þetta er Dagbók kýrinnar , eftir Wolgers. Kannski er það slæmt kvæði á bók, en í flutningi Arja Saijonmaa er það listaverk, fullt af kímni, grimmd, regni og þjáningu. Eftir hlé kom Ástarsaga aldarinnar. Ljóð um þjáninguna og brennivínið, eftir að brennivínið er byrjað að drekka manninn, heimilið og börnin. Þetta er frægt ljóð Mörtu Tikkanen. Og þótt það væri í sjálfu sér lifandi og átakanlegt, þá held ég aað það ætti nú að vera kjurt í bók. Þetta er einrúmsefni. Ljóðið um ástina, við texta Klipi var mun áhrifameira, en ástarsaga aldarinn- ar.Síðasti hlutinn fjallaði einkum um hina áhrifamiklu tónlist Grikkjans Mikis Theodorakis og m.a. lék hljómsveitin Zorba- dansinn, og þar lék Gregoris Tzistoudis einleik á strenghljóðfæri, sem ég veit ekki hhvað heitir. Það er með fáum strengjum en mörgum nótum, og Gregoris er nú aldeilis með á nótunum. Makki hnífur skar þennan hluta í sundur með félaga sínum Súrabæjar Jóni. Sýningin er löng. Allt eins vel þótt maður elski Finnland og gríska tónlist. Þjóðleikhúsið var troðið af fólki og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna, eins og útvarpið orðar það. Jónas Guðmundsson. Wmf - ' y~~'‘ Jónas Guðmundsson skrifar um leiklist MbSKS Fjórtánda bindi sjóslysasögu Steinar J Lúðvíksson: Þrautgóðir á raunastund. Biörgunar- og sjóslysasaga íslands. XIV. bindi. Örn og Örlygur 1982. 165 bls. ■ Steinar J. Lúðvíksson lætur engan bilbug á sér finna og sendir nú frá sér 14. bindi af ritröðinni Þrautgóðir á raunastund. Verður það að teljast vel af sér vikið. Þegar ritröðin hóf göngu sína hófst frásögnin við árið 1928 og hélt síðan áfram til ársins 1958. Þá sneri höfundur við blaðinu og tók að rekja atburði áranna fyrir 1928, allt fram um síðustu aldamót. í þessu bindi er frásögninni hins vegar haldið áfram frá þeim stað er áður var frá horfið og greint frá atburðum áranna 1959 - 1961. Á þessum árum urðu mikil sjóslys eins og svo oft endranær í íslandssögunni. Mesta slysaárið var 1959, en þá fórst togarinn Júlí frá Hafnarfirði í Nýfundna- landsveðrinu mikla í febrúar og fáum dögum síðar fórst vitaskipið Hermóður úti fyrir Reykjanesi. Bæði þessi skip fórust með allri áhöfn og skömmu áður hafði orðið sá atburður er snart marga Islendinga djúpt, er danska Grænlands- farið Hans Hedtoft týndist með 95 manns innanborðs. I bókinni er greint ýtarlega frá þessum atburðum öllum, en í kaflanum um Nýfundnalandsveðrið er að mestu stuðst við frásagnir skipverja á togaranum Þorkeli mána, en hann var hætt kominn í óveðrinu. í þeim kafla er einnig að finna ýmislegan fróðleik um sókn íslenskra togara á Nýfundalands - mið. Á árunum 1960 og 1961 urðu sjóslys bæði færri og kröfðust færri mannslífa en 1959 en engu að síður urðu hörmuleg slys á þessum árum, og mörg frækileg björgunarafrek voru unnin. Frá þessum atburðum öllum greinir Steinar J. Lúð- víksson af samviskusemi. Um suma atburðina er fjallað í löngu máli og ýtarlegu, en annarra er aðeins getið með fáum orðum. Jón Þ. Þór skrifar um bækur ■ Steinar J Lúðvíksson. Ekki er ég svo kunnugur sjóslysasögu íslands á þessum árum að ég kunni að benda á neitt sem missagt er í þessari bók. Liggur það og í augunt uppi, að ritverk sent þetta ætti að verða þeim mun áreiðanlegra sem nær dregur sam- tíðinni. Þá verða heimildir sífellt fyllri og betri og meiri líkur á því að höfundur geti leitað upplýsinga og fróðleiks hjá mönnum, sem með einum eða öðrum hætti urðu vitni að þeim atburðum, sem um er fjaliað. Allur frágangur bókarinnar er með ágætum, en sá sem þessar línur ritar hefði þó gjarnan kosið að myndefni væri ríkulegra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.