Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 9 á vettvangi dagsins Stefán Jónsson: Verðbólgu þáttu n u m má skipta f tvo flokka — Launamálum í annan, en öllum ödrum þáttum í hinn ■ Vegna starfa við ýmsa þætti verð- lagsmála fram til 1980, þar á meðal langri setu í Verðlagsnefnd og þátttöku í kjarasamingum, leyfi ég mér að raða aðalþáttunum í okkar heimagerðu verð- bólgu í tvo aðal flokka, það er annars- vegar launamálaflokk og hinsvegar flesta aðra þætti. Þessa flokkun geri ég til þess að gera margþætt mál lítið flókið, en í þess stað auðskilið hinum almenna borgara. Hér á eftir verður reynt að gera grein fyrir þessari flokkun og lítillega ræddir vissir þættir innan flokkanna. En áður vil ég segja þetta: Mér virðist að hin svo kallaða niðurtalningarleið sé í sjálfheldu vegna þess, að aðalatriðin er.u minna rædd en fylgifiskar þeirra, en fylgifiskarnir sigla oftast í réttan farveg ef framkvæmdir beinast að aðalatriðun- um. Þjóðnýting á verðlagi en ekki launum. Öllum ætti að vera ljóst, að við ráðum lítið eða ekkert við hina innfluttu verðbólgu. í megin atriðum verðum við því að búa við áhrif hennar. Á liðnum árum og þessu ári er talið að innflutta verðbólgan sé á bilinu frá 8% til 12% á ári. Mismunurinn á hinni heimagerðu verðbólgu og ársmeðaltali á hinni inn- fluttu kannast allir við. Um alllangt árabil hafa opinberar nefndir eða ráð ákveðið verð á flestum eða öllum innlendum nauðsynjum nema vinnunni. Má þar nefna: Opinber nefnd ákveður verð á allri landbúnaðarframleiðslu. Onnur opinber nefnd ákveður verð á öllum sjávarafurð- um. Þriðja opinbera nefndin ákveður verð á flestri vöru og þjónustu er hið opinbera lætur í té og sú fjórða (Verðlagsráðið) á því nær öllu öðru. Ákvarðanir eða tillögur þessara nefnda og ráða eru háðar samþykki viðkomandi ráðuneyta eða ríkisstjórnarinnar í heild. Til viðbótar framangreindun nefndum og ráðum ákveða opinberir bankar verð á erlendum gjaldeyri og ákveða leigu- gjald fyrir lánsfé. Þctta gera bankarnir með gengisskráningu og eða verðbótum og vöxtum sem hvortveggja er oft ranglega kallaðir vextir þótt raunveru- legir vextir (arður af geymslufé) séu litlir eða engir. Samþykki ríkisstjórnarinnar þarf fyrir þessari verðákvörðun bank- anna að því leyti sem hún er ekki ákveðin með lögum. Ef sú opinbera verðákvörðun í heild, sem greind er hér að framan, tilheyrir ekki þjóðnýtingu í þingræðisþjóðfélagi, þá veit ég ekki hvað þingræðisleg þjóðnýting er. Fljótt á litið mætti ætla að hin oinbera verðákvörðun, sem hér hefur verið nefnd, ætti að nægja til að takmarka hraða verðbólguskrúfunnar að því er verð á nauðsynjum snertir, en svo er þó ekki í reynd sakir þess að stærsti kostnaðarliðurinn við flesta framleiðslu og þjónustu er laun og launatengd gjöld, en þau nema sem kunnugt er milli 70 og 80% af þjóðartekjunum, en launin eru að mestu frjáls, og ber þeim er ákveða verð á innlendri framleiðslu og þjónustu að taka fullt tillit til launaliðsins við framangreindar verðákvarðarnir. Við þær ákvarðanir ber að sjálfsögðu að gera sér ljóst, að bókhaldsleg-sundurliðun fyrirtækja á launum og öðrum kostnaði sýnir ekki launakostnaðinn að fullu, eða í sama formi og þjóðhagsreikningur gerir, því laun eru einnig innifalin í öðrum kostnaðarliðum en launaliðum fyrirtækjanna. Af framangreindu er Ijóst að launa- þátturinn í flestri atvinnustarfsemi er lang stærstur, en hann er í höndum launamannavaldsins en ekki ríkisvalds- ins. Peir þættir í verðlagsmálunum og verðbólguvandans sem ríkið hefur tekið í sínar hendur áorka því takmörkuðu í niðurtalningu verðbólgunnar þótt ekki vanti á þá formið til þess. Launamálin og niðurtaln- ingin. Launamálaflokknum má skipta í þrjá þætti. Það er grunnlaun, verðbætur og launatengd gjöld, en tveir síðarnefndu þættirnir fylgja grunnlaununum í hund- raðshlutum samkv. kjarasamningum. Þó ekki alveg allir því sumir liðir hinna launatengdu gjalda koma einnig á verðbæturnar. Sá þátturinn sem við köllum veðbætur á laun er vafalítið áhrifaríkastur í því, að skapa okkar heimagerðu og skaðlegur verðbólgu, enda kemur sá þáttur ekki aðeins á laun heldur og grunnverð vöru og þjónustu, samanber framkvæmdina í okkar verð- lagskerfi. Við kjarasamninga um grunn- laun veit enginn fyrirfram hvað verðbót- aþátturinn skapar mikinn hraða á verðbólguskrúfunni. Hann er því öðru fremur hinn dulbúni kraftur til að fjölga krónum og minnka gildi þeirra hlutfalls- lega. Verðbótaþátturinn gerir meira en þetta. Hann skapar vaxandi launamis- rétti. E.ykur kaupmátt hæstu launa'en rýrir kaupmátt þeirra lægstu. Miðað við framkvæmd þessa þáttar í launakerfinu ber að viðurkenna, að gallarnir séu nægjanlegir til að hylja kostina. Að því er varðar galla þessa þátta í sambandi við niðurtalningu á verðbólgunni leyfi ég mér að fullyrða, að okkar heimagerða verðbólga verður aldrei talin niður til jafns við innfluttu verðbólguna ef þessi þáttur í launakerfinu lifir við sömu skilyrði og hann hefur lifað til þessa. Ég vil því banna með lögum að aðilar vinnumarkaðarins semji um þennan þátt í kjarasamningum. Ég geri mikinn mun .á samn- ingsrétti um grunnlaun og verðbætur. Ég er andstæðingur þess að grunnlaun verði þjóðnýtt í svipað form og verðlag- ið. Hinsvegar er fylgjandi því að verðbótaþátturinn verði tekinn úr hönd- um aðila vinnumarkaðarins, enda ekki ljóst að hann eigi þar heima þar eð hann verkar þar öfugt í launajafnrétti og skerðir kaupmátt lægri launa. Ég vil að hið opinbera ákveði verðbótaþáttinn og notkun hans í framkvæmd. Með þeirri breytingu tel ég að hið opinbera fái í sínar hendur ábyrgðina á því hve heimagerða verðbólgan verði mikil í gH: 9 y ov pmmmMm ■ Stefán Jónsson: „Mér virðist að hin svokallaða niðurtalningarleið sé í sjálf- heidu vegna þess að aðalatriðin eru minna rædd en fylgifiskar þeirra, en fylgifiskarnir sigla oftast í réttan farveg ef framkvæmdir beinast að aðal- atriðum.“ framtíðinni. Samhliða þessari breytingu vil ég leggja þá skyldu á hið opinbera, að það tilkynni aðilum vinnumarkaðar- ins áður en þeir hefja sammninga um grunnlaun, hvort eða hve mikil grunn- launahækkun verði leyfð úti verðlagið. Með slíku væri aðilum vinnumarkaðar- ins ljóst að atvinnu fyrirtækin yrðu sjálf að bera þá grunnlaunahækkun sem samið er um umfram það sem leyft er í samræmi við áætlaðar þjóðartekjur. Með þeirri breytingu sem hér er nefnd ætla ég að kjarasamningar yrðu raunhæf- ari en oft hefir verið, en um langt skeið hafa þeir beint verið miðaðir við, að þeir sem eiga að greiða geti velt af sér hækkuninni annaðhvort á ríkissjóð eða skattborgarana í öðru formi. Þessu til staðfestingar má benda á, að eftir hverja kjarasamninga hafa t.d. fulltrúar launamannasamtakanna í Verðlagsnefnd oftast verið furðu fúsir til að samþykkja að öll hin umsamda launahækkun færi útí verðlagið. Hvað þýðir þetta? Það þýðir auðvitað að þessir fulltrúar vita sig og félaga sína hafa samið um verðbólgu en ekki raunveru- legar kjarabætur. Til viðbótar þessu má benda á, að launþegasamtökin hafa flest viðurkennt, beint eða óbeint, að þau geti hreinlega ekki samið um aukinn launa- jöfnuð í því formi að hæstu laun skerðist, enda þýðir lítið annað en að viðurkenna þetta fyrir þeim sem fá í hendur útfærðar launaskrár eftir hverja samninga. Eitt af því sem þarf að endurbæta við kröfugerð um launahækkanir er þetta. Kröfurnar þarf vitanlega að rökstyðja með því að þær séu framkvæmanlegar. Annað er ekki sæmandi nú til dags. En því miður eru launakröfur oft gerðar nú í svipuðu formi og þær voru gerðar í gamla daga er atvinnurekendur voru vald, vinnandi menn valdlausir og engir þjóðhagsreikningar til. Um langt skeið hefur aðal gallinn á kjarasamningum verið sá, að krónutölufjölgunin sem í þeim felst hefir ekki bætt launakjörin. Máske vísar ágreiningurinn um túlkun 1. gr. bráðab.laganna um vísitöluskerð- ingu á réttu leiðina til að telja niður okkar skaðlegu verðbólgu. Fyrsta grein bráðab.Iag- anna. Er bráðab.lögin komu fyrir Alþingi reis ágreiningur um hvort ákvæði 1. gr. laganna um helmingsskerðingu verðbóta á laun 1. des. s.l. væri takmarkaður við 3 mánuði eða ótímabundin. Skoðana- munur þessi var bæði innan þings og utan, og einnig milli lagaprófessora. Lítið var talað um kjaraskerðingu í sambandi við þennan ágreining, heldur hitt, að launamannasamtökin hefðu ekki samþykt þessa tilraun nema í þrjá mánuði. Sennilega hafa flestir gert sér ljóst, að litlar líkur væru til að aukin kjaraskerðing ætti sér stað þótt vísitölu- skerðingin gilti t.d. í 13 mánuði í stað 3ja mánaða því ríkisstjórnin hafði í hendi sér með hinu þjóðnýtta verðkerfi að hlutfallslega minni hækkun ætti sér stað á nauðsynjum manna. Máske er sá skoðanamunur sem hér hefir skotið upp kollinum óvænt ábending um að rétt væri að framfæri rannsókn á því.hvort framlenging 1. gr. nefndra laga þýddi nokkra kjaraskerðingu. Hitt mun öllum Ijóst að slíkt þýddi skerðingu á okkar heimagerðu óðaverðbólgu. Raunar má nú segja að þegar sé sannað með samkonar tilraun að slíkt skerðir hvorki kjör né kaupmátt launa, heldur eru það aðrar ástæður sem það gera, og það jafnt hvort verðbólgustig eru skert eða ekki, enda sannleikurinn þessi: Heimagerðu verðbólguleikirnir okkar eru ljótir og skaðlegir leikir í okkar efnahagskerfi og eiga enga samleið með farsælli og raunhæfri stjórn kjaramála. Stefán Jónsson. menningarmál Gjallandi í nýrri útgáfu Þorgils Gjallandi: Ritsafn I. Dýrasögur, greinar, erindi. Jóhanna Hauksdóttir og Þórður Helgason sáu um útgáfuna. Skuggsjá 1982. 268 bls. ■ í íslenskri bókmenntasögu ofan- verðrar 19. aldar og öndverðrar þeirrar 20. hlýtur höfundarnafnið Þorgils Gjall- andi jafnan að verða talið í hópi þeirra rithöfunda, sem hæst ber. Þorgils Gjallandi, eða Jón Stefánsson, eins og hann hét réttu nafni var bóndi á Litluströnd í Mývatnssveit og sinnti aldrei ritstörfum nema í hjáverkum. Hann smitaðist ungur af þeim anda upplýsingar og róttækni, sem fór sem eldur í sinu um Mývatnssveit á árunum eftir 1880 og tók að semja ádeilusögur. Þar réðist hann gegn því oki vanahugs- unar, sem lá eins og mara á flestum samtímamönnum hans, reif það og tætti, og þótti á stundum svo berorður og beinskeyttur að gott fólk roðnaði en börnum og unglingum var bannað að lesa bækurnar. Skinhelgir pokaprestar lútherskir og leikmenn er þeim fylgdu að málum, oft í blindni, fengu þarna sinn skerf og mun sjaldan áður hafa verið ráðist jafnharka- lega að kennidóminum hérlendis. Það verður þó að segja þingeyskum klerkum til hróss, að sumir þeirra a.m.k. tóku mark á gagnrýninni, sem reyndar var frá fleirum komin en Gjallanda einum, stigu út úr fílabeinsturnum sínum og tóku að starfa meíra með sóknarbörnum sínum en áður. Hörðustu ádeilusögur Gjallanda voru Ofan úr sveitum, og þó enn frekar Upp við fossa. í þeim réðist hann gegn meinum mannlegs samfélags. En Þorgils Gjallandi var ekki síður þekktur fyrir dýrasögur sínar. Þær voru mikið lesnar og má með miklum sanni halda því fram, að þær hafi bjargað mannorði höfundar, a.m.k. í augum þeirra, sem verstan bifur höfðu á öðrum verkum hans og þeim ádeilu- og uppreisnaranda, er þar kom fram. Má þó víða í dýrasögunum finna mjög ákveðinn brodd gagnrýni á þá sem fóru illa með dýr eða misþyrmdu þeim, og lítill vafi getur leikið á því að sögurnar hafi stuðlað að bættri meðferð á dýrum. í þessu 1. bindi ritsafns Þorgils Gjallanda er að finna dýrasögur, auk sýnishorna af greinum og erindum, en í 2. bindi mun m.a. verða ádeilusagan. Upp við fossa. Þau Jóhanna Hauksdóttir og Þórður Helgason sjá um útgáfu ritsafnsins og skrifar Þórður ýtarlegan inngang, sem prentaður er fremst í þessu bindi. Hann greinir í upphafi frá þeim andlegu hræringum, sem rithöfundurinn Þorgils Gjallandi var sprottinn-úr. Þær kallar hann „menningarbyltingu“ Þingeyinga og er það nafn vel valið þótt ef til vill væri nákvæmara að tala um menntunar- byltingu. Þá væri minni hætta á misskiln- ingi, en nú á dögum koma flestum í hug hjaðningavíg kínverskra kommúnista þegar talað er um menningarbyltingu. Við þau mál á menntunar og þjóðfrelsis- hreyfing Þingeyinga ekkert skylt. Þórður gerir góða grein fyrir því umhverfi, sem Gjallandi ólst upp í og fyrir þeim erlendu menningarstraumum, sem sterkastir urðu með framsæknum Þingeyingum um aldamótin. Sýnir hann þar, að ádeiluhöfundurinn Þorgils Gjall- andi var að miklu leyti mótaður af erlendum áhrifum og að dýrasögur hans áttu að nokkru rætur að rekja til natúralismans og til nýrra viðhorfa í náttúrafræði, en eftir að Darwin hafði sýnt fram á skyldleika manna og dýra þóttust margir skyldari en áður að fara vel með dýr. í innganginum er ennfremur fjallað ýtarlega um rithöfundarferil Þorgils Gjallanda, greint frá áhrifum hans og þeim viðtökum er ritsmíðar hans fengu og bent á helstu stíleinkenni. Allur er inngangurinn stórfróðlegur, unninn af vandvirkni og nákvæmni. Við lestur þessa rits kom mér í huga spurning, sem gaman váeri að fá svar við. Jón Stefánsson bóndi á Litluströnd var um langan aldur hreppstjóri í Skútu- staðahreppi. Bar hreppstjórn hans á nokkurn hátt merki þeirra nýju viðhorfa og hugmynda í samfélagsmálum, sem rithöfundurinn Þorgils Gjallandi boð- aði? Skuggsjá gefur bókina út og er allur frágangur hennar hinn vandaðasti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.