Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 13 A FI5CHER ÁRANGUR ÁHÆGJA Fisher skíði — árangur og ánægja. Fisher skiði hafa orð á sér fyrir að vera skiöi hins kröfuharöa at- vinnumanns. Þetta er vissulega rétt, enda hafa Fisher verksmiðj- urnar ætið lagt höfuöáherslu á vöruþróun og tækninýjungar. En Fisher verksmiðjurnar hafa ekki síður lagt hart að sér við að þróa skiði handa hinum almenna fristundaskiðamanni. Fisher hafa þvi skíði við hæfi hvers og eins. Gönguskfði og svigskiði handa byrj- endum og kunnáttufólki, börnum, unglingum og fullorónum. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 ADRIR ÚTSÖLUSTAÐIR: Versl. Húslð Kaupfélag nu.ivetnlnga Vlðar Garðarsson Verslunin Skógar Stykkishólmi Blönduósi Akureyri Egilsstöðum Plpulagnlngarþjónustan Akranesi Kaupfélag V-Barðstrendinga Patreksfirði Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri Verslunin Þór Versl. Bjarg Akranesi Bfldudal Barðaströnd Kaupfélag Eyflrðinga Óiafsfirði Fáskrúðsfirði Sporthlaðan Isafirði Bókaverlsun Þórarins Verslunin Mosfell Kaupfélag Borgfirðinga Borgamesi Verslunin Ýlir Dalvik Stefánssonar Húsavík Hellu Verslun Einars Sportbúðin Kaupfélag Borgfirðinga Guðfinnssonar hf Jón Halldórsson Steingrimur Sæmundsson Ólafsvik Bolungarvík Dalvík Vopnalirði Kellavík Félagi ( )RÐ SSUm MATTHIASAR JOHANNESSEN í þessari bók, Félagi orð, eru greinar, samtöl og Ijód frá ýmsum tímum sem höfundur hefur nú safnað saman í eina bók. Sumt af þessu efni hefur áður birst á prenti, en annað ekki. 1 bókinni eru greinar um bókmenntir og stjórnmál, og m.a. áður óbirtar frásagnir af sovésku andófsmönnunum Brodský, Búkovský og Kostropovits, sem allir hafa komiö hingað til lands, en eru heimsþekktir hver á sínu sviði. Fjölmargir íslenskir og erlendir menningar- og stjórnmálamenn koma við sögu í bókinni. Kaflaheitin gefa nokkra hugmynd um verkið: Af mönnum og málefnum, Undir „smásjá hugans" (af Buckminster Fuller), Rispur, Bréf til Gils (Guðmundssonar fyrrum alþingismanns sem vöktu mikla athygli á sínum tima), Andóf og öryggi og Vetur á næstu grösum, en þar eru áður óbirt Ijóð Matthías- ar sem tengjast efni bókarinnar með sérstökum hætti. SCttg' ÞJÓÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510 ■ Jólatónleikar Pólýfónkórsins í ár verða haldnir f kvöld 16. desember og í Kristskirkju í Landakoti. Kórinn syngur tvö verk og einnig leikur strengjasveit. Stjórnandi verður Hörður Áskelsson, organleikari í Hallgrímskirkju, en hann var ráðinn aðstoðarstjórnandi kórsins s.l. haust, en aðal stjórnandi kórsins nú sem fyrr er Ingólfur Guðbrandsson. Hörður stundaði tónlist- arnám í Dússeldorf í V-Þýskalandi og starfaði þar um hríð sem organisti og stjórnandi áður en hann tók við starfi organista í Hallgrímskirkju. Fyrsta verkið á efnisskránni verður kantata nr. 61, Nun kommt der Heiden Heiland,eða Nú kemur heiðinna hjálparráð, eftir Johan Sebastian Bach. Þetta er kantata sem upphaflega er samin til flutnings á aðventu og Hörður stjórnaði henni nýverið við útvarpsguðsþjónustuna í Hallgríms- kirkju, en áður hefur hún verið flutt hérlendis af Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefáns- sonar. Að kantötunni lokinni leikur strengjasveit Jólakonsert eftir ítalska tónskáldið Torelli og í konsertinum leika einleik fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Laufey Sigurðardóttir. Að sögn Harðar Áskelssonar var Toreili (sem ekki má rugla saman við landa sinn og næstum nafna, tónskáldið Corelli) uppi á árunum 1658-1709 og starfaði í Bologna á Ítalíu,en Bologna var á þeim tíma háborg ítalskrar kirkjutónlistar. Jólakon- sertar eru ákveðið form sem hefur haldist lítið breytt í aldir sagði Hörður og Torelli er einmitt talinn upphafsmaður þess. Hann er einnig talinn hafa verið fyrstur tónskálda til að semja einleikskonsert en það er ósannað. Þriðja verkið er svo Gloria Vivaldis, en hún hefur verið flutt áður af Pólýfónkórnum. Verkið er í 12 þáttum og hefur kórinn stórt hlutverk í flutningnum. Einsöngvarar verða Signý Sæmundsdóttir sópran, Katrín Sigurðardóttir sópran, Ásta Thorsteinsen alt, og Sigurður Björnsson tenór. Miðar erða seldir við innganginn og í ferðaskrif- stofunni Útsýn við Austurvöll. Tónleikarnir verða ekki endurteknir. JGK AUGLÝSIÐ í TÍMANUM sem gefur arð Sodastream tækið er tilvalin jólagjöf fyrir alla fjölskylduna. Gerið sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming. Sól hf. Þverholti 19, sími 91-26300 ■ Kór og hljómsveit á æfingu. Jólatónleikar Pólýfónkórsins: Verk eftir Bach, Torelli og Vivaldi I ~————————————————— ■ Hörður Áskelsson stjórnandi. Þrjár kjörbækur frá Leiftri Handbók um hlunnindajaröir á íslandi eftir Lárus Ág. Gislason Höfundur bókarinnar hefur um 20 ára skeið unnið við fasteignamat, fyrst í Rangárvallasýslu og síðan við landnám ríkisins í Reykjavík. Hann er því manna kunnastur um allar hlunnindajarðir á landinu. Hér er saman kominn fróðleikur, sem ekki er annars staðar tiltækur í heild. Eftirfarandi hlunnindi eru talin upp: Æðarvarp, selveiði, lax, silungur, hrognkelsi, fuglatekja, eggjataka, skógur, jarðhiti, reki, malartekja, hellar, útræði. Skeldýrafána íslands eftir Ingimar Óskarsson Ingimar Óskarsson hóf skeldýra- rannsóknir sínar skömmu eftir 1920. Hann safnaði skeljum og kuðungum í fjörunni eða hann fékk senda ýsu- maga til rannsóknar, en ýsan étur feiknin öll af skeldýrum og gleypir þau í heilu lagi. Þannig náðist i margar fágætar tegundir. En Ingi- mar hafði þennan einstaka fróðleik ekki eingöngu fyrir sjálfan sig. Um árabil flutti hann erindi í útvarp um fjölmargar dýrategundir bæði í sjó og á landi. Skeldýrafána hans kem ur nú í fyrsta sinn út i heild. FRÆNDGARÐUR NIÖJATÖL Kóu Brvnjóifvdótlur, Jóo» S«lóm»m»«iur, Odd» Ujarnarwmar. SólrúiMir ÞórBardóltur, Sifcur'&ar Sífturð*M>nar Mrí bókaraiiloi efllr Bjarna J<«n/»M«»n Frændgarður Biörn Magnússon tók saman Þessi bók geymir í senn niðjatöl og framættir. Taldir eru niðjar fimm manna, formæðra og forfeðra höf- undar. Meðal niðja má nefna Egils- staðamenn, Hólamenn í Nesjum, niðja Þórarins Guðmundssonar á Seyðisfirði og fjölmargra annarra, Barðstrendinga, Bjarnasensfólk úr Vestm.eyjum, Eyfirðinga og Akur- eyringa komna af séra Jakobi í Saur bæ og Oddi á Marðarnúpi. Ritgerð Bjarna Jónassonar um húnvetnskar ættir birtast hér í fyrsta sinn á prenti. LEIFTUR HF. Höfðatúni 12 - Sími 17554 fréttir Isafoldarprentsmiðja 105 ára: GEFUR NU UT HLJÓM- PLOTU I FYRSTA SINN ■ Ragnheiður Steindórsdóttir og Aðalsteinn Bergdal með nýju plötuna. Hjá þeim stendur Leó Löve stjðrnar formaður ísafoldarprentsmiðju. A borð jnu eru útgáfubækurnar í ár. Tímamynd Róbcrt. Isafoldarprentsmiðja h/f, á um þess- ar mundir 105 ára afmæli og cr elsta starfandi prcntsmiðja landsins. Raunar vilja sumir halda því fram að hún sé í rauninni 426 ára því að hún á ættir að rekja ef svo má segja til prentsmiðju þeirrar sem Jón biskup Arason stofnsetti á Hólum árið 1526, en þegar Bjöm Jónsson ritstjóri og síðar ráðherra keypti prentsmiðju þá sem hann skýrði, ísafoldarprentsmiðju var stofninn í henni hin gamla prentsmiðja Jóns biskups. Tii að minnast afmælis síns gefur ísafoldarprentsmiðja nú út hljómplötu í fyrsta sinn. Er það barnalagaplata og á henni syngja Aðaisteinn Bergdal og Ragnheiður Steindórsdóttir barna- lög.Platan nefnist Alli og Heiða og fylgir henni myndskreytt bók með textum og sögu. - Platan var ódýr í vinnslu, sagði Leó Löve stjórnarformaður ísafoldar- prentsmiðju h/f á blaðamannafundi í fyrradag og þess vegna gátum við boðið upp á plötu og bók á sama verði og plötur kosta venjuiega. Ein ný íslensk skáldsaga kemur út á vegum ísafoidar í ár, „Við í vesturbæn- um,“ eftir Kristján P. Magnússon, en það er dulnefni nýs höfundar. Hún hefur þegar vakið nokkurt umtal enda talið að nokkrar sögupersónur hennar séu þjóðkunnir menn. Þá gefur ísafold einnig út nokkrar þýddar skáldsögur. Mómó, eftir Michael Ende í þýðingu Jórunnar Sigurðardóttur er þýsk saga sem kom fyrst út 1973 og er metsölubók þar í landi og hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál. „Allir menn eru dauðlegir," eftir Simon de Beavoir fjallar um mann sem ekki getur dáið og hefur lifað mörg hundruð ara umbrota- tíma í evrópskri sögu. „Kæri herra Guð, þetta er hún Anna.eftir Fynn var lesin s.l. upp sem síðdegissaga í útvarpinu sumar og þarfnast ekki frekari kynning ar. Þýðandi er Sverrir Páil Erlendsson. Af endurútgefnum bókum má nefna ritsafn Bólu Hjálmars, og íslenska þjóðhætti eftir Jónas frá Hrafnagili og Fornar byggðir á hjara heims, eftir Poul Norlund í þýðingu dr. Kristjáns Eldjárns. JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.