Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 16
16______ Iþróttir FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 ■ Bjarni Guðmundsson skoraði fjögur mörk gegn Auslur-Þjóðverjum í gær. Þú færð jólagjöf íþróttamannsins í Spörtu adidas íþróttafatnaður og íþróttaskór íþróttafatnaður borðtennisvörur Butterfly landsins mesta úrval borðtennisborð - spaðar - skór gúmmí - hulstur - net - kúlur - töskur SPORTVðRUVKRSLUNIN Ingólfsstræti 8 sími 12024. AUSTUR-MOWERIAR SIGRUDU (SLENIHNGA Slæmur kafli í upphafi síðari hálfleiks varð til að liðið tapaði stórt 20:32 ■ Leikur Austur-Þjóðverja gegn ís lendingum í gærkvöldi í Scwerin í Austur-Þýskalandi var 53. leikurinn sem Þjóðverjarnir leika í árlegu móti lands- liða þar. Leikurinn gegn íslendingum var 50. sigurleikur Þjóðverjanna, þar sem þeir sigruðu með 32 mörkum gegn 20. „Þjóðverjarnir voru þrælsterkir eins og sjá má af þessu,“ sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Leikurinn byrjaði þokkalega fyrir íslendinga. Liðinu vegnaði allvel í fyrri hálfleik og í leikhléinu var staðan 14-9, eða fimm marka munur. í byrjun síðari hálfleiks áttu Islending- ar afleitan kafla þar sem Þjóðverjarnir sstungu þá aftur og aftur af í hraðaupp- hlaupum og skoruðu. Þá reyndu íslend- ingar ótímabær skot og nýttu ekki nógu vel færi sín. Var því ekki að sökum að spyrja Austur-Þjóðverjar sigruðu með 12 marka mun, eða 32 mörkum gegn 20. Þetta var fyrsti leikurinn af fimm sem íslendingar leika í þessu móti og víst er, að á brattann er að sækja. Kristján Arason var markahæstur íslendinga í gærkvöldi með 6 mörk, þar af 3 úr vítaköstum. Bjarni Guðmundsson skor- aði 4 mörk, Þorgils Óttar 3, Alfreð Gíslason og Jóhannes Stefánsson tvö mörk hvor og Sigurður Sveinsson, Gunnar Gíslason og Ólafur Jónsson eitt mark her. „Islenska liðið var frekar þungt og hafði í rauninni litla möguleika gegn sterku þýsku Iiði,“ sagði Hilmar Björnsson. íslendingar mæta Svíum í kvöld ■ Sex lið taka þátt í mótinu í Scwerin. Það eru auk heimamanna Austur-Þjóðverja, Svíar, Rúmenar og Ungverjar og einnig er B-lið Austur-Þýskalands meðal keppnisl- iðanna. Rúmenar sigruðu B-lið Austur- Þjóðverja nokkuð örugglega með 28 mörkum gegn 21. Og Ungverjar lögðu Svía að velli með 26 mörkum gegn 20. Staðan í hálfleik í þeim leik var 13-9 Ungverjum í hag. íslendingar leika annan leik sinn í mótinu í kvöld og eru andstæðingar þeirra þá Svíar. Vonandi vegnar þeim betur gegn þeim heldur en Þjóðverjunum í gærkvöldi. Stórsigur Englands Sigruðu Luxemburg 9-0 Luther Blisset með Mhat trick” ■ Englendingar áttu ekki í neinum erfiðleikum með Luxemburgarmenn í landsleik þjóðanna í knattspyrnu í gærkvöldi. Englendingar unnu mjög stóran sigur, skoruðu 9 mörk gegn engu marki gestanna. Leikurinn var liður í Evrópukeppni landsliða, en með honum er liðið í efsta sæti í riðlinum með fimm stig eftir þrjá leiki. Hafa unnið Grikki áður og gerðu jafntcfli við Dani. Luxemburgarmenn sáu sjálfir um að skora tvívegis, en markahæsti maður leiksins var Luther Blisset, sem skoraði „hat trick" eða þrjú mörk. Steve Coppel skoraði eitt mark, Tony Woodcock eitt. Glenn Hoddle skoraði áttunda mark leiksins með þrumuskoti af 25 metra færi. Dæmigert Hoddle mark. Mark Chamberlain kom inná í leiknum og var varla kominn í fullan gang þegar.hann skoraði mark. Hann og Blisset sýndu mjög góðan leik í sókninni og áttu varnarmenn Luxemborgar- manna í mestu erfiðleikum með þá. Þá leik Glenn Hoddle, sem lék að nýju með landsliðinu mjög vel. Er hann greinilega að komast í sitt fyrra form. Af þessu má sjá að Englendingar höfðu mikla yfirburði og leikurinn hefur áreiðanlega ekki verið mjög erfiður fyrir dómarann Hreiðar Jónsson. ■ Mark Chamberlain var rétt ný- kominn inná í leiknum í gærkvöldi er hann skoraði mark. Skotar misnotudu vítaspyrnu ogtöpuðu ■ Skotar geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa tapað með einu marki fyrir Belgíumönnum í Evrópukeppni lands- iiða í Brussel í gærkvöldi. Þeir misnot- uðu meðal annars vítaspymu í leiknum sem þeir töpuðu með þremur mörkum gegn tveimur. Það var gamla kempan Kenny Dalg- lish sem skoraði bæði mörk Skota, en eins og fyrr segir dugði það skammt gegn Belgíumönnum. Þar með var skoska landsliðið eina landsliðið á Bretlands- eyjum sem tapaði viðureign sinni í Evrópumótunum í gærkvöldi. En þó verður að hafa í huga, að Belgíumenn eru mjög erfiðir andstæðingar og engin skömm að lúta í lægra haidi gegn þeim. Átta mörk hjá Júgóslavm og Wales ■ Það var gífurlegt markaregn í leik Júgóslava og Walesbúa í Evrópukeppni landsliða í knatt- spymu í gærkvöldi. Mörkin sem skoruð voru voru alls átta og skiptu liðin þeim bróðurlega á milli sín, því leiknum lauk með jafntefli 4-4. Fyrir Walesbúa skoruðu Flynn, Ian Rush, Joey Jones og Swansea- leikmaðurinn Robbie James. Þá léku Norður Irar gegn Albönum í Albaníu og komu úrslit þess leiks mjög á óvart. Leiknum lauk með markalausu jafntefli, en írarnir sigr- uðu ekki alls fyrir iöngu silfurliðið frá HM Vestur-Þjóðverja í sömu keppni. En þetta hefur áreiðanlega ekki verið dagur íranna. ■ Kenny Dalglish skoraði tvö mörk fyrir Skota gegn Belgíu. En það dugði skammt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.