Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 ^flokksstarf Aukakjördæmisþing í Reykjaneskjördæmi Framboð - Skoðanakönnun Aukakjördæmisþing Kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi veröur haldið sunnudaginn 9. janúar n.k. i Festi Grindavík. Þangað eru boðaðir allir aðal- og varafulltrúar á siðasta kjördæmisþingi - tvöföld fulltrúatala Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi haldið 28. nóv. s.l. í Hafnarfirði ákvað að fram færi skoðanakönnun um val frambjóðenda til næstu alþingiskosnmga. Framboðsnefnd flokksins hefur ákveðið að framboðsfrestur verði til 31. desember n.k. Hér með er auglýst eftir framboðum. Framboðum skal komið til einhvers úr framboðsnefndinni sem eru: Grimur Runólfsson, Kópavogi, sími 40576, formaður Ágúst B. Karlsson, Hafnarfirði, sími 52907 Hilmar Pétursson, Keflavík, sími 92-1477 Óskar Þórmundsson, Njarðvík, sími 92-3917 Pétur Bjarnason, Mosfellssveit, sími 66684 og munu þeir veita allar nánari upplýsingar. Laust embætti sem forseti íslands veitir Prófessorsembætti í bergfræöi við jaröfræöiskor verkfræði-og raunvísindadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Prófessornum er einkum ætlaö að starfa á sviöi jarðefnafræði og efna- varmafræöi. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 1983. Laun samkvæmt launakerfi sarfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjanda, prentuðum og óprentuðum. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 7. desember 1982. Laus staða Dósentsstaða i tölvunarfræði við stærðfræðiskor verkfræði-og raunvísindadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar Dósentinum er einkum ætlað að starfa að fræðilegum þáttum tölvunarfræði, t.d. á sviði forritunarmála, gagnasafna eða kerfisforritunar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjanda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. mars 1983. Menntamálaráðneytið, 7. desember 1982. Styrkir til háskólanáms og vísinda- iegs sérnáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til háskólanáms í Svíþjóð námsárið 1983-84. Styrkfjárhæð er 2.770 s.kr. á mánuði í 8 mánuði. - Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram fjóra styrki handa Islendingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á háskólaárinu 1983-84. Styrkirnir eru ætlaðir til 8 mánaða dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Styrkfjárhæð er 2.770 s.kr. á mánuði. - Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k. - Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 10. desember 1982 Styrkir til háskólanáms í Noregi Norsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi háskólaárið 1983-84. Styrkurinn nemur 2.600 n.kr. á mánuði í 9 mánuði. - Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k. - Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 10. desember 1982. Frá Happdrætti Framsóknarflokks- ins Óðum líður að næstu alþingiskosningum, sem óhjákvæmilega munu kosta mikil fjárútlát, umfram annan reksturskostnað flokksins og kjördæmissambandanna. Verður því að leggja mikla áherslu á þýðingu happdrættisins. Dregið verður 23. desember n.k. og drætti ekki frestað. Eru þeir, sem fengið hafa heimsenda miða vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Greiða má samkvæmt meðfylgjandi gíróseðli í næstu peningastofnun eða á pósthúsi. Einnig á Skrifstofu Framsóknarflokks- ins, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Skoðanakönnun í Vestfjarðarkjördæmi Kjördæmisráð Framsóknarmanna á Vestfjörðum haldið að Núpi s.l. haust samþykkti að fram skyldi fara skoðanakönnun um val frambjóðenda til næstu alþingiskosninga. Skoðanakönnumn verður opin öllum þeim er undirrita stuðningsyfir- lýsingu við stefnu Framsóknarflokksins og fer skoðanakönnunin fram í byrjun janúar. Auk tilnefningar frambjóðenda frá einstökum framsóknarfélögum er öllum flokksbundnum Framsóknarmönnum heimilt að bjóða sig fram enda fylgi meðmæli 10-15 flokksbundinna Framsóknarmanna. Framboð þurfa að berast til formanns kjörstjórnar Kristins Jónssonar Brautarholti 13 (safirði í síðasta lagi 18. des. n.k. Stofnfundur FUF íVestmannaeyjum verður haldinn laugardaginn 18. des. n.k. kl. 16.00 i Gestgjafanum. Á stofnfundinum mæta Finnur Ingólfsson, formaður SUF og Ásmundur Jónsson, gjaldkeri SUF. Ungir og áhugasamir fram sóknarmenn eru hvattir til að mæta á stofnfundinn. Undirbuningnefndin Bingó Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó n.k. sunnudag kl. 14.30 að Hótel Heklu Rauðarárstig 18. Húsið opnað kl. 13.00 Kaffiveitingar. FUF Reykjavík Jólaalmanök SUF Dregið hefur verið i jólaalmanökum SUF 1. des. nr. 9731 5. des. nr. 299 2. des. rir. 7795 6. des. nr. 5013 3-des. nr. 7585 7. des. nr. 4717 4. des. nr. 8446 8. des. nr. 1229 9. des. nr. 3004 10 des. nr. 2278. 11. des. nr. 1459 12. des. nr. 2206 13. des. nr. 7624 14. des. nr. 8850 15. des nr. 6834 16. des. nr. 7224 Prófkjör Prófkjör Framsóknarmanna í Reykjavík vegna komandi alþingiskosn- inga verður haldið sunnudaginn 9. janúar 1983. Skila þarf framboðum til prófkjörsins á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarárstíg 18, Reykjavík, fyrir kl. 18.00 mánudaginn 27. desember 1982. Kjörgengir eru allir flokksbundnir Framsóknarmenn, sem fullnægja skilyrðum um kjörgengi til Alþingis. Framboði skal fylgja skriflegt samþykki frambjóðandans, svo og meðmæli 5-10 flokksbundinna Framsóknarmanna. Athygli er vakin á því, að kjörnefnd hefur heimild til að bæta nöfnum á prófkjörslistann að framboðsfresti liðnum. Kjörnefnd Jólafundur F.F.K. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur sinn árlega jólafund 16. desember kl. 20.30 að Rauðarárstíg 18, kjallara. Dagskrá: Steinunn Finnbogadóttir les Ijóö. Bergþóra Árnadóttir söngkona kemur í heimsókn. Sigrún Sturludóttir les sögu í tilefni árs aldraðra. Munið jólapakkana Stjórnin. Vegna skoðanakönnunar í Norðurlandskjördæmi vestra Stjórn kjördæmissambands framsóknarmanna Norðurlandskjör- dæmis vestra ákvað á fundi sínum á Blönduósi 12. des. að fram fari skoðanakönnun um 5 efstu sæti framboðslistans í kjördæminu við næstu alþingiskosningar og verður kosningin bindandi fyrir 3 efstu sætin. Skoðanakönnunin fer fram á auka kjördæmisþingi með tvöfaldan fjölda fulltrúa (aðal og varafulltrúar) sem haldið verður í Miðgarði 15. jan. 1983 og hefst kl. 10 f.h. Öllum framsóknarmönnum er heimilt að bjóða sig fram við skoðanakönnunina og skal fylgja hverju framboði stuðningsyfirlýsing 15 framsóknarmanna. Framboð þurfa að berast formanni kjördæmisstjórnar Guttormi Óskarssyni Skagfirðingabraut 25 Sauðárkróki fyrir 5. janúar n.k. Stjórn Kjördæmissambandsins Kvikmyndir Sími 78900 Salur 1 Ein af jólamyndum 1982 Litii lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy) hittir litla meistarann (Ricky Schroder). Þetta er hreint frábær jólamynd fyrir alla fjölskylduna. Myndin er byggð eftir sögu Fran- ces Burnett og hefur komið út í íslenskri þýðingu. Samband litla og stóra meistarans er með ólík- indum. Aðalhlutv: Alec Guinness, Ricky Schroder og Eric Porter. Leik- stjóri: Jack Cold. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Salur 2 Átthyrningurinn Það er erfitt að berjast við hinar frægu NINJA sveitir en Chuck Norris er ekki af baki dottinn, og sýnir enn einu sinni hvað I honum býr. AðalhluNerk: Chuck Norris, Lee Van Cleef. Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 3 Maðurinnsem barns' andlitið Hörkuspennandi amerísk-ítölsk mynd með T rinity-bræðrum. Ter- ence Hlll er klár með byssuna og spilamennskuna, en Bud Spencer veit hvernig hann á að nota hnefana. Aðalhlutv: Terence Hill, Bud Spencer og Frank Wolff. Bönnuð innan 12 ára. ^ Sýndkl. 5,7.05, 9.10 og 11.15. Salur 4 SNÁKURINN (Venom) Vertorn er ein spenna Irá upphafi til enda, tekin í London og leikstýrð af Piers Haggard. Þetta er mynd fyrir þá sem unna góðum spenn- umyndum. Mynd sem skilur mikið eftir. Myndin er tekin í Dolby og sýnd í 4 rása sterio. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð börnum Innan 16 ára. Salur 5 Being There Sýnd kl. 9 (10. sýnlngarmánuður)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.