Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 iiiJiiiiií!; 9 ■ „Þetta er mesti misskilningur hjá ■ Alltaf er nú Reykjavíkin okkar falleg þegar hún er komin í búning jólaljósanna. þér, ég cr hvorki þreytt né leið,“ sagði Þórdís Rafnsdóttir, sem beið í stigan- um eftir systkinum sínum sem voru að versla í Liverpool. ■ „Mér þykja þetta flottir skór,“ sagði hún Berglind litla alsæl, þar sem hún hélt á rauðu, ■ Heiða (t.v.) og Signý ætla alls að eyða svona 4 til 5 þúsund krónum fyrir jólin, og mamma og pabbi borga vcrðandi jólaskónum sínum. brúsann, en stelpurnar brosa bara í kampinn. Tímamyndir - Róbcrt SK? spurð að nafni, spyrjum við hvort getgáturnar um þreytu hennar og leiða séu réttar, Þórdís Rafnsdóttir kveðst hún heita, og segist hvorki leið né þreytt, hún sé aðeins að hinkra eftir systkinum sínum sem séu að versla. En er Þórdís ekkert að versla: „Jú, ég er a.m.k. búin að kaupa jólapappírinn. Ég reikna með að versla meira í dag, því ég kom hingað frá Keflavík, þar sem ég á heima, til að versla, því það eru miklu flottari búðir hér en í Keflavík. Ég reikna með að jólagjafainnkaupin kosti mig svona 2 til 3 þúsund krónur. Þau mega eiginlega ekki kosta meira, því ég er í skóla og hef ekki efni á meiru." Uppúr kafinu kemur að Þórdís er á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík og er hún rétt búin í prófunum,. sem gengu að hún heldur vel. Tveir alveg eins Ungur herramaður og spegilmynd hans, eða svo sýnist Tímamanni við fyrstu sýn, horfir á blaðamann. Upp úr dúrnum kemur að hér eru eineggja tvíburar, þeir Ásgeir Símon og Jón Einar Halldórssynir, 7 ára á ferð, og eru báðir heldur feimnir. Það hefst þó upp úr öðrum þeirra, Jóni Einari (heldur blaðamaður) að þeir vilji fá fótbolta- tölvuspil í jólagjöf, og áfram hefur hann orðið fyrir þeim bræðrum, þegar hann segir það vera skemmtilegt að fara svona í bæinn með mömmu aðskoða. Mamma, Sigríður Jónsdóttir segir aðspurð um það hvort strákarnir eigi einhverja von um að fá fótboitatölvuspilið í jólagjöf: „Það er aldrei hægt að segja fyrirfram til um það hvað er í pökkunum - það kemur bara í ljós,“ sem er auðvitað hárrétt afstaða, eða hvað finnst ykkur. „Sumir kaupa jólagjofina handa konu sinni á síðustu stundu“ -Á leiðinni aftur upp Laugaveginn göngum við fram á hinn reffilegasta mann, með hvítan plastpoka í hendinni og blaðamaður vindur sér að honum og spyr hvort hann sé ineð jólagjöf konunn- ar í pokanum: Maðurinn, sem reyndist vera Þorkell Björnsson, frá Hnefilsdal svarar að bragði: Nei, það er ég reyndar ekki, en mér er sagt að margir rjúki til á síðustu stundu og kaupi konu sinni gjöf, og þá jafnvel við skál. Það held ég að sé hin mesta vitleysa, því þegar menn eru hífaðir, þá er hægt að pranga hverju sem er inn á þá Ég hef nú fimmtíu ára hjónaband að baki, og mun því eflaust, nú sem fyrr fara og kaupa konu minni gjöf, einhvern næstu daga. En ætli ég sé nokkuð að ljóstra því upp í Tímanum, hvað verður í jólapakkanum til konu minnar." Þar með látum við Laugavegsrölti okkar lokið og hverfum aftur til Síðu- múla. -AB Vegfar- endur og búðar- vinir Lauga- vegsins teknir tali, í miðjum jólaundir- búningnum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.