Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.12.1982, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Grandavegi 42, Reykjavík — Sími 28777. óskar viðskiptavinum sinum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar góð viðskipti og ánægjulegt samstarf á liðnum árum tónleikar um hátídarnar Kór Langholtskirkju: Jólaóratoría Bachs í fyrsta sinn óstytt hér á landi ■ Kór Langholtskirkju lætur skammt högga milli. Hann flutti nýverið Sálu- messu Mozarts þrívegis fyrir fullu húsi í Fossvogskapellu og nú milli jóla og nýjárs flytur kórinn Jólaóratoríu Bachs í Langholtskirkju. Það eru nokkur tímamót í sögu kórsins því að hann syngur nú í fyrsta sinn stórverk í eigin kirkju og má segja að hann hafi til þess unnið, fyrstu helgina í desember stóð Langholtskórinn fyrir sólarhrings tón- leikum þar sem fram komu fjölmargir af fremstu tónlistarmönnum okkar og þar söfnuðust tvö hundruð þúsund krónur sem nýttar eru til að koma fyrir upphitunarkerfi í kirkjuskipinu, sem enn er í smíðum. Og því eiga tónlistar- unnendur þess nú brátt kost að heyra Kór Langholtskirkju flytja þetta stór- virki Bachs í fyrsta sinn í fullri lengd hér á landi og um leið verða tónleikarnir nokkurs konar vígsla á þessu nýja húsnæði sem talið er að verði eitt fullkomnasta húsnæði til tónleikahalds sem borgin hefur á að skipa. Við báðum stjórnandann, Jón Steinarsson að segja okkur nánar frá innihaldi jólaórator- íunnar. Johann Sebastian Bach samdi þrjú verk sem hann kallaði óratorium og eru öll helguð stórviðburðum í lífi frels- arans. Þeirra langstærst er jólaóratorían sem greinir frá fæðingu Jesú Krists og viðburðum sem henni tengdust. Páska- óratorían fjallar um upprisuna og hin þriðja fjallar um himnaförina og er þekkt sem kantata nr. 11, Lobet Gott in seinem Reichen. Hún var flutt fyrir um það bil áratug af sameinuðum kirkjukór- um Reykjavíkurprófastdæmis undir stjórn dr. Róberts Abrahams Ottósson- ar. Páskaóratorían var flutt fyrir tveimur árum á Akureyri af Passíukórnum og flutningur Kórs Langholtskirkju nú er eins og áður sagði hinn fyrsti hér á landi, nema hvað sami kór hefur áður flutt hluta hennar. Jólaóratorían er í rauninni sex sam- stæðar kantötur sem byggðar eru upp í kringum guðspjöll fyrsta annars og þriðja jóladags um fæðingu Jesú og komu 1 fjárhirðanna • til Betlehem, Öskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum 'kf^aupféiag angæínga Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla og nýárskveðjur með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Sérleylisbílar Selfoss hf. Simi 1599-2215 Jólftáretlun Frá 18. desember 1982 til og með 2. januar 1983 verður ekið sem hér segir: VIRKA DAGA: Frá Reykjavik til Hveragerðis og Selfoss kl. 09.00,13.00, 15.00, 18.00, 20.00 Laugardaga kl. 09.00, 13.00, 15.00, 18.00 Frá Reykjavik til Eyrarbakka og Stokkseyrar kl. 09.00, 15.00, 18.00 Frá Stokkseyri til Reykjavikur kl. 09.00, 12.30, 18.00 Frá Eyrarbakka til Reykjavikur kl. 09.10, 12.40, 18.10 Frá Selfossi til Reykjavikur kl. 06.50, 09.30, 13.00, 16.00, 18,30 Frá Hveragerði til Reykjavikur kl. 07.05, 10.00, 13.30, 16,30, 19.00 KVOLDFERÐ A SUNNUDOGUM TIL REYKJAVIKUR: Frá Stokkseyri kl. 20.30 Frá Eyrarbakka kl. 20.40 Frá Selfossi kl. 21.00 Frá Hveragerði kl. 21.30 Til baka frá Reykjavik til Hveragerðis og Selfoss kl. 23.00 Aukaferðir frá Reykjavik laugardag 18. des. og Þorláksmessu til Hveragerðis, Selfoss, Stokkseyr- ar og Eyrarbakka kl. 20.00 A AÐFANGADAG og GAMLARSDAG: Frá Reykjavik til Hveragerðis, Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar: kl. 09.00 Frá Stokkseyri til Reykjavikur: kl. 09.00 Frá Eyrarbakka til Reykjavikur: kl. 09.10 Frá Selfossi til Reykjavikur: kl. 09.30 Frá Hveragerði til Reykjavikur: kl. 10.00 Engar ferðir á joladag ANNAR I JOLUM: Sunnudagsáætlun. NYARSDAGUR: Frá Reykjavik til Hveragerðis. Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar: kl. 20.00 Frá Stokkseyri til Reykjavikur: kl. 18.00 Frá Eyrarbakka til Reykjavikur: kl. 18.10 Frá Selfossi til Reykjavikur: kl. 18.30 Frá Hveragerði til Reykjavikur: kl. 19.00 Aukaferðir í Biskupsfungur: Frá Reykjavik 23. desember, Þorláksmessu og 30. desember kl. 18.00. Ur Biskupstungum á annan i jólum og 2. janúar samkvæmt sunnudagsáætlun. - 13.00 - 15.00 - 12.30 - 12.40 - 13.00 - 13.30 íslenska hljómsveitin og söng- sveitin Fflharmónía: Lof- söngvar - gamlir og nýir ■ íslenska hljómsveitin og Söngsveitin Fílharmónía halda tónleika í Háskóla- bíói sunnudagskvöldið 19. desember kl. 21.15. Á efnisskránni verða kantata nr. 140, „Vakna Síons verðir kalla,“ eftir Johan Sebastian Bach. Þá verður ein- leikur á lútu, Snorri Örn Snorrason leikur á hljóðfæri sem er eftirlíking af hinni upprunalegu gerð þess hljóðfæris. Þar næst verður frumflutt verk sem Áskell Másson hefur samið sérstaklega fyrir íslensku hljómsveitina og nefnist það Okt.-nóvember. Loks verður flutt Modetta eftir Giovanni Gabrieli fyrir kór, continuo, málmblásara, orgel og einsöngvara. Stjórnandi verður Guð- mundur Emilsson. Guðmundur sagði í samtali við Tím- ann að kantata Bachs sem á þýsku ber heitið „Wachen auf, ruft uns die stimme, væri ein af þeim sex Bach-kantötum sem oftast væru fluttar, textinn lýsir í raun samruna hins kristna manns og guðs hans á táknmáli, eins og um brúðkaup elskenda væri að ræða. Hún hefur áður verið flutt hér á landi af Kór Langholts- kirkju við orgelundirleik Jóns Stefáns- sonar, en Guðmundur vissi ekki til að hún hefði verið flutt hér áður við hijómsveitarundirleik. Einsöngvarar verða Signý Sæmunds- dóttir, John Speight og Sigurður Björnsson. Orgelleikari verður Jón Stef- ánsson. Bach samdi kantötur fyrir alla bænadaga kirkjunnar og nr. 140 er samin fyrir 27. sunnudag eftir Trínitatis og er upprunalega nóvemberkantata. Italska tónskáldið Gabrieli var að sögn Guðmundar höfuðpaur Feneyja- skólans í tónlist og Modetta hans sem nú verður flutt í fyrsta sinn hér á landi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.