Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 1
l1ffiDð^i!tlW HELGAR- PAKKINN Tónverkið ,Bakkus' f rumf lutt á ROKK GEGN VÍMU: „TUTTUGU MANNA HUÓM- SVEIT FLYTUR VERKIÐ" A. I — segir höfundur og hvatamaður tónleikanna Sigurður Karlsson ¦ „Þetta var hugmynd sem ég fékk tíl að koma mínu verkefni á framfæri en það er samið er ég var að skríða út úr drykkju og vúnuástandi", sagði Sigurður Karlsson tón - listarmaður í samtali við Tím- ann en hann er aðalhvatamað- urinn að tónleikunum ROKK GEGN VÍMU er haldnir verða í Háskólabíó í kvöld, hefjast hinir fyrri kl. 18 og hinir síðari kl. 23. Á þessum tónleikum verður frum- flutt verk Sigurðar „Bakkus" og skiptist það í fjóra þætti en meðal flytjenda eru margir okkar fremstu rokktónlistarmenn. „Það er tuttugu manna hljómsveit sem flytur þetta verk en það tekur nær hálftíma í flutningi. Hinir fjórir kaflar þessu eru Tælingin, Þjáningin, Uppreisnin og Sigurinn en tónlistin í því byggir mikið á slagverki" sagði Sigurður. Á æfingu fyrir tónleikana. Sigurður er lengst til vinstri. Það kom fram í máli Sigurðar að auðvelt hefði verið að fá fólk til samstarfs í tónleikana, allir tónlistar- mennirnir gefa vinnu sína í þeim sem ágóðinn rennur til styrktar hinni nýju sjúkrastöð SÁÁ. „Ég ætla að vona að fleiri tónleikar af þessu tagi verði haldnir hér í náinni framtíð en hvað sjálfan mig .varðar þá er ýmislegt sem mér finnst ég þurfi að gera á tórtlistarsviðinu, er með margt í bígerð sem kemur svo í ljós er það er allt komið á hreint". Um það bil þrjátíu manna hópur tónlistarfólks mun koma fram á tónleikunum ROKK GEGN VÍMU þeirra á meðal hljómsveitin Egó, Pálmi Gunnarsson, Eyþór Gunnars- son, Haraldur Þorsteinsson, Tryggvi Húbner, Hjörtur Hauser, Kristinn Svavarsson,, Birgir Hrafnsson, Pétur Hjaltested, Magnús Þór Sigmunds- son, o.fl. o.fl. Kynnir verður Þorgeir Ástvaldsson. Aðgöngumiðar fást í öllum hljóm- plötuverslunum Karnabæjar. Dagar íslenskrar dægurtónlistar: NÚ ER AÐ DUGA EÐA DREPAST — lokaáfangi byggingarhappdrættis SATT ¦ Dagar íslenskrar dægurtónlistar verða haldnir hátíðlegir í dag og á morgun. Eru dagar þessir haldnir til styrktar byggingarhappdrætti SATT, en ætlunin er að bjóða happdrættis- miða til sölu öllum þeim sem kaupa íslenskar hljómplötur þessa daga, miðar verða seldir á veitingastöðum og gengið verður í hús. Að sögn Jóhanns G. Jóhannssonar aðal driffjöður SATT, þá skipta þessir dagar öllu fyrir framtíð S ATT. Samtökin hafa augastað á ákveðnu húsi hér í bæ og ef byggingarhapp- drættið gengur vel eru allar horfur á að hægt verði að kaupa þetta hús. Verði undirtektir dræmar má búast við að húsnæðið gangi SATT úr greipum. - Þessi lokasprettur í byggingar- happdrættinu hefur verið hreint ótrúlegur, sagði Jóhann G. Jóhanns- son í samtali við Tímann. - Það var troðfullt hús á úrslitum Músiktilraun- anna í Tónabæ, við setjum heimsmet í maraþonhljómleikahaldi klukkan 23 á föstudagskvöld og um helgina höldum við upp á þetta heimsmet með fagnaði í Brodway þar sem Egó, Sonus Futurae, Þeyr og Stuðmenn koma fram og Upplyfting mun leika á jólaballi fyrir alla fjölskylduna í Tónabæ frá kl. 14 á sunnudag. Maraþonið hefur verið einstaklega velheppnað og ég gæti trúað að við gætum haldið áfram fram yfir áramót ef við gætum haft húsnæðið lengur, sagði Jóhann. Til marks um áhuga hljómsveita má nefna að hljómsveitin Gift setti nýtt íslandsmet á maraþonhljómleik- unum fyrr í þessari viku, en hljóm- sveitin lék þá í 24 tíma samfleytt. -ESE EGÓ. Sonus Futurae Dagskrá ríkisf jölmiðlanna 18. desember til 26. desember

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.